Færslur: 2015 Janúar
28.01.2015 20:28
EVERELZA
Hér heitir skipið CYCLE
© photoship
Hér heitir skipið CAPE WRATH
© photoship
27.01.2015 22:09
"Hamborgarskipin"
Goðafoss II
Ljósmyndasafn Ísafjarðar © Sigurgeir B Halldórsson
Skipið var eitt af alsíðustu erlendum skipum sem yfirgáfu Hamborg þegar stríðið var í aðsigi. Hér má lesa um skipið og endalok þess DETTIFOSS fór frá Vestmannaeyjum þ 29 ágúst 1939.( síðuhaldari 1 árs þann dag !!!) áleiðist til Grimsby og Hamborgar. Aðallega með vörur frá SÍS Þ.á.m lifandi hesta og saltfisk auk pósts Þegar til Grimsby kom þ 2 sept var stríðið skollið á. Þessvegna var nokkrum hestum og hluta af öðrum þýskalands vörum skipað þar upp. Sem og þýskalandspóstinum sem gerður var strax upptækur.
DETTIFOSS I
Þá barst E.Í skeyti frá McGregor Gov & Holland Ltd í Hull sem voru aðalumboðsmenn þeirra í Bretlandi um að allar vörur sem fara áttu til Hamborgar nema umhleðsluvörur væru gerðar upptækar af breskum tollyfirvöldum sem stríðsbannvörur. Var skipið sent til Hull þar sem afgangurinn af Hamborgarvörunni var svo skipað upp. Málið var svo leyst eftir "diplómatískum" leiðum og fékk svo skipið fararleyfi þ 16 sept og kom það svo til Reykjavíkur 4 dögum seinna. Lauk þar með siglingum "Hamborgarskipanna" tveggja til Þýskalands Hér má lesa meira um DETTIFOSS I og endalok hans
27.01.2015 15:34
Byrjun WW 2
Mér finnst satt að segja, að í ár þegar 70 ár eru liðin síðan hinni ógnvekjandi orustu á N-Atlantshafinu lauk eigi maður sem oftast að minnast þeirra fjölda bæði íslenskra og erlendra sjómanna sem lögðu líf sitt og limi í mikla hættu til þess að íbúar þessarar litlu eyju á umræddu hafi gæti lifað nokkuð mannsæmandi lífi.
Kaupskipi sökkt í WW 2
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Í 39 tbl Lesbókar Morgunblaðsins þ 17- 09 -1939 birtist þessi grein undir nafninu "Hlífiskjöldur skipanna" En 1 sept. það ár braust WW2 út með mikilli hættu fyrir sjófarendur á N- Atlantshafi Þessi þarna nefndur "Hlífiskjöldur" mun hafa veitt Íslenskum skipum einhverja vörn í byrjum stríðsins En svo kom hafnbann Þjóðverja. Kæmi til stríðs í dag skildi fáninn sem skip Gufuskipafélags AG sigla undir veita þeim íslensku sjómönnum sem á þeim eru nokkra vörn???
Flutningaskipið Katla I heitir hér MANCHIONEAL
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk1911 sem MANCHIONEAL Fáninn var: norskur Það mældist: 1654.0 ts, 2010.0 dwt Loa: 77.80. m, brd 10.90. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1934 KATLA - 1945 REYKJAFOSS - 1949 NAZAR - 1955 CERRAHZADE Nafn sem það bar síðast undir tyrkneskum fána En það var rifið í Tyrklandi 1967
Hér sem KATLA með "öryggisskildina" á síðunum
. úr mínum fórum © ókunnur
Þegar seinni heimstyrjöldin (WW2 eins og ég kalla hana sennilega út af of mikilli nennu ) skall á þ 1 sept 1939 lá Katla I í höfninni í Port Talbot í Wales. Í farmi skipsins voru m.a 12 tonn af striga sem nota átti til pökkunnar á saltfiski og síldarmjöli.Bretar töldu þennan varnign stórhættulegan því hægt væri að nota þetta sem umbúðir fyrir sendingar til Þýskalands.
Um borð í fylgdarskipi skipalestar
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Það var ekki fyrr en Sveinn Björnsson þ.v sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn hafði útvegað yfirlýsingu frá íslensku ríkisstjórninni að efnið yrði ekki notað á þann hátt að það kæmist í hendur "óvinarins". Þá losnaði skipið úr prísundinni og kom svo til Reykjavíkur 18 okt 1939. Við brosum nú að þessu nú til dags.En þá var þetta grafalvarlegt mál í augum breta.Sem sést af, að skipinu var haldið um hálfan mánuð út af því.
25.01.2015 23:24
MARAN TRITON
MARAN TRITON
© Hans Esveldt
MARAN TRITON
© Hans Esveldt
© Hans Esveldt
© Hans Esveldt
© Hans Esveldt
25.01.2015 18:41
Valur
Hér er skipið sem FRENDO HVALSNES
©PWR
Skipið byggt hjá Fiskestrand Værft Fiskestrand Noregi 1973 fyrir Hólma h/f Ytri Njarðvík sem HVALSNES Fáninn var Íslenskur Það mælist 397,0 ts 945.0 dwt,Loa: 60,80 m brd: 9,50 m 1974 fær skipið nafnið FRENDO HVALSNES 1975 aftur HVALSNES Skipið var selt Nesskip h/f á Seltjarnarnesi 1976 og fær nafnið VESTURLAND Nes h/f yfirtaka skipið 1982 og skíra VAL Skipinu hlekkist á sem fyrr segir og sökk í höfninni í Vyborg 22-10-1992 og það rifið upp út því
Hér sem VESTURLAND
© PWR
Svo hér sem VALUR
© PWR
© PWR
@Ric Cox
25.01.2015 17:11
LANGFOSS
LANGFOSS
© Gena Anfimov
LANGFOSS
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
25.01.2015 14:24
Tore Jarl
Tore Jarl
TORE JARL © photoship
Skipið var smíðað hjá Fredriksstad MV í Fredriksstad Noregi 1920 sem:TORE JARL. Fáninn var:norskur. Það mældist: 1513.0 ts, 2470.0 dwt. Loa: 74.10. m, brd 12.00. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1950 VALGARDENA Nafn sem það bar síðast undir Ítölskum fána En skipið var rifið í því landi 1972 © photoship
25.01.2015 14:10
Nýungar
Einnig mun vera á döfinni hjá ríkinu að stórauka Landhelgisgæsluna
24.01.2015 17:00
ASKEPOT
Meðal skipa sem fluttu vörur yfir N-Atlantshafið til Íslands var norskt skip að nafni ASKEPOT Skipið tilheyrði flota:"Nortraships" á stríðsárunum
ASKEPOT
© photoship
Skipið var smíðað hjá: Fredriksstad MV í Fredriksstad Noregi 1937 sem:ASKEPOT Fáninn var: norskur Það mældist: 1313.0 ts, 2500.0 dwt. Loa: 76.60. m, brd 12.90. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1957 PAKISTAN PROGRESS - 1962 SHAFAAT Nafn sem það bar síðast undir fána Pakistan og það var rifið þar 1965
ASKEPOT
© photoship
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
22.01.2015 20:21
Neva
© söhistoriska museum se
NEVA
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
Hér má sjá endalok skipsins
20.01.2015 20:18
Omha

Skipið var smíðað hjá Nylands Verksted í Oslo Noregi 1918 sem:FRODE Fáninn var: danskur Það mældist: 2140.0 ts, 3576.0 dwt. Loa: 88.30. m, brd 13.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1941 OMAHA Nafn sem það bar síðast undir Panamafána En skipið strandaði 27-02-1944 á Egret Reef, Cooktown Qld. Skipið hefur "þvælst" víða því mér skilst að strandstaðurinn sé í Ástralíu

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© photoship
© photoship
19.01.2015 15:02
Salvatore
Við skulum grípa aðeins niður í grein um Matthías Björnsson fv loftskeytamann sem birtist í Mogganum 20 jan 2002 En þegar við grípum inn inn í hefur Matthías sagt frá ógnvekjandi Englandsferð sem hann fór á togaranum Skutli frá Ísafirði. En á hann hafði hann ráðið sig sumarið 1943 sem loftskeytamann.Eftir að hafa numið þau fræði þá 22 ára gamall:"Ferðin heim gekk slysalaust og hefði margur ætlað að þessi reynsla hefði fælt kornungan Matthías frá sjómennskunni. En launin voru góð.Greidd var áhættuþóknun sem af mörgum var kölluð stríðspeningar.(einnig "hræðslupeningar" þ.á.m af einum þingmanni ath. síðuhaldara)
EMMA MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Matthías réð sig sem ljósamorsemann um borð í Salvatore, 8-10 þúsund tonna skip sem lá úti á Reykjavíkurhöfn í byrjun árs 1944. Skipinu var siglt inn Hvalfjörð og beið þar þess að fara í skipalest vestur um haf til Bandaríkjanna. Fyrst var siglt ásamt nokkrum öðrum skipum til Oban á vesturströnd Skotlands og þaðan farið í stórri skipalest áleiðis til New York. Þar fór Matthías í land og var afmunstraður ásamt fjórum íslenskum félögum sínum. Síðan skildi leiðir og réðst Matthías nokkru
seinna á skip í eigu Sameinaða ávaxtafélagsins bandaríska, sem sigldi um Miðjarðarhafið.
EMMA MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þetta var kæliskip sem flutti egg og kartöflur til herjanna í Norður-Afríku og víðar. Viðkomuhafnirnar voru m.a. Cagliari á Sardiníu og Palermo á Sikiley. Í þriðju ferðinni lá skipið úti á ytri höfninni í Marseille um það leyti sem Þjóðverjar voru að gefast upp. "Við fórum í land daginn eftir og sáum þá tvo þýska skriðdreka sem voru sundurskotnir í hlíðinni upp af borginni," segir Matthías. Eftir losun var haldið aftur til New York. Um borð í öllum stærri skipum á þessum árum var skyttuáhöfn, allt upp í 22 menn sem allir voru í bandaríska sjóhernum. Í hverju skipi var loftvarnabyssa og djúpsprengjur. Matthías réð sig í febrúar 1945 á leiguskip hjá Eimskip sem hét M/SYemassee, sem var á leið til Íslands.En frá því er sagt í færslunni um það skip
EMMA MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain,Kaupmannahöfn Danmörk 1928 sem: EMMA MÆRSK Fáninn var: danskur Það mældist: 8278.0 ts, 12250.0 dwt. Loa: 142.10. m, brd 18.80. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1941 SALVATOR - 1946 EMMA MAERSK - 1956 PICKANINNY Nafn sem það bar síðast undir Líberíufána En það var rifið á Ítalíu 1959
EMMA MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Eitt af skipum "United Fruit"
© photoship
19.01.2015 14:19
ALCEDO
© söhistoriska museum se
Skipið var
smíðað hjá Fredriksstad MV í Fredriksstad Noregi 1937 sem:TANJA Fáninn var:danskur Það mældist: 1362.0 ts,
2802.0 dwt. Loa: 80.80. m, brd 12.80. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum
En 1941 fékk það nafnið ALCEDO Nafn sem það bar síðast undir Panamafána En
skipinu var sökkt 28-02 1945 Eins og sést hér að neðst
Hér heitir skipið Tanja
© Handels- og
Søfartsmuseets.dk
© Handels- og
Søfartsmuseets.dk
18.01.2015 18:35
Matthías og Carlsen
YEMASSEE hét áður ERLAND
Carlsen í einkennisbúning á sínum yngri árum
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Matthías í einkennisbúning á sínum yngri árum
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér er kaflinn úr endirnum af samtalinu:" Matthías réð sig í febrúar 1945 á leiguskip hjá Eimskip sem hét M/SYemassee, sem var á leið til Íslands. "Ég ætlaði að fara heim með Dettifossi en allt var yfirfullt þar. En þá lá Yemassee rétt hjá í höfninni. Ég fór til skipstjórans, sem var danskur, að nafni Kurt Carlsen. Ég þurfti að þéra karlinn sérstaklega Daninn gekk fast eftir því. Hann prófaði kunnáttu mína í loftskeytafræðunum. Hann morsaði málshátt á ensku; Necessity is the mother of invention, sem ég þurfti að skrifa niður."
DETTIFOSS
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Matthías fékk pláss og var farið í skipalest austur um hafið. Dettifoss var í sömu skipalest. Vegna kafbátahættu var skipunum snúið til suðurs, suður fyrir Írland, upp írska sundið og til Belfast. Yemassee var olíukynt skip en Dettifoss gufuskip og þurfti að fara inn til hafnar til að taka kol. Klukkan 8.30 um morguninn, þegar skipalestin var komin norður af Írlandi, hitti tundurskeyti frá þýska kafbátnum U-1064 Dettifoss í fremstu lest, bakborðsmegin. Yemassee var örskammt frá. "Einn þeirra sem komst lífs af var Bogi heitinn loftskeytamaður. Hann sagði mér seinna frá því að þeir hefðu verið uppi í brú og séð rák á sjónum fara rétt fyrir aftan okkur. Tundurskeytið lenti svo á síðunni á Dettifossi".
Skírteini sem Matthías fékk þegar hann afskráðist af YEMASSEE
Mynd sk0nnuð Mogganum © óþekktu
Og hann heldur áfran: " Við vorum tveir aftur á þegar neyðarbjallan hringdi. Það var hrikalegt að horfa á þetta og við tárfelldum. Okkur var bannað að stoppa til að bjarga áhöfn og farþegum vegna þess að önnur skip voru til staðar til björgunar. Þetta var þvílíkur sorgaratburður, að sjá ýmsa af góðum félögum hverfa í hafið og geta ekkert aðhafst."Fimmtán manns fórust með Dettifossi en skipið var með fullfermi af vörum og 45 manns innanborðs, 31 í áhöfn og 14 farþega.
AICEDO sem var í sömu skiplest og DETTIFOSS og YEMASSEE Var líka sökkt Það hét TANJA áður
© söhistoriska museum se
Skipalestin hélt áfram heim til Íslands en þá gerist það að eitt skipið, Alcedo, sem var leiguskip Eimskipafélagsins, var skotið niður rétt fyrir sunnan Stafnes, aðeins sjö dögum eftir að Dettifossi hafði verið sökkt. "Flestir um borð héldu að tundurskeytið hefði hæft okkur því það titraði allt og nötraði um borð. Norskaskipið Lýra var eftirlitsskip í lestinni og frá henni kom skipun til okkar á ljósamorsi að halda til Reykjavíkur með eins miklum hraða og hægt væri." Þrír menn fórust með Alcedo". Matthías hætti í siglingum á erlendum skipum í apríl 1946 Hann andaðist svo 8 des 2010. Vantaði þá 1 ár og 1 dag í nírætt
"Stríðsskipaútgerð" Bandaríjamanna veitti Matthíasi viðurkenningu að stríði loknu fyrir frábæra þjónustu í WW 2
Mynd sk0nnuð Mogganum © óþekktur
. Ég á enn eftir að skrifa ennþá meira um viðtalið við Matthías.