20.04.2020 11:40
Ólafur Ragnarsson im memoriam
Ólafur Ragnarsson, umsjónarmaður síðunnar, lést 19. desember og var borinn til grafar frá Landakrikju í Vestmannaeyjum 11. janúar.
17.06.2019 17:14
Reykjafoss III
Mikill góður vinur og einn af bestu velunnurum þessarar síðu minnar Björgvin S Vilhjálmsson á son sem einnig heitir Björgvin og sem kennir tölvufræði í Háskólanum og hefur hann komið Síðunni eiginlega á lappirnar aftur og kann ég honum og þeim feðgum báðum miklar þakkir fyrir.En þar sem ýmislegt í hausnum á kallinum sjálfum virkar ekki sem skyldi verða næstu færslur eiginlega svona alger tilraunastarfsemi Ég ætla að byrja á skipi sem er tengt Björgvin eldri og svo ég tali nú ekki um góðan vin ( allavega frá minni hálfu) Boga Ágústsson sem var heiðraður í dag.Að þeim heiðri er Bogi virkilega vel að kominn
![]() |
![]() |
||
|
21.06.2018 20:20
Gamalt

20.06.2018 15:28
Syrpa með íslenskum kaupskipum
© Veit ekki um
Brúarfoss III
© Veit ekki um
© Veit ekki um
© Veit ekki um
Eyrarfoss I
© Veit ekki um
© Veit ekki um
Dettifoss IV ?
© Veit ekki um
Arnarfell II
© Veit ekki um
Arnarfell II
19.06.2018 23:12
Nokkrar fleiri myndir frá Sögu
18.06.2018 06:26
Upprifjun um Sögu
Hér sem Rangá

© Bjarni Halldórsson
Skipið var smíðað hjá Schulte & Bruns í Emden Þýskalandi 1966 sem PETER WESSELS Fáninn var þýskur. Það mældist: 499.0 ts, 1198.0 dwt. Loa: 75.00. m, brd: 11.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1975 RANGÁ - 1981 SAGA - 1985 SAGA II - 1989 ANAIS Nafn sem það bar síðast undir fána Madagascar. 27 febr 1993 lá skipið við akkeri utan við Tolagnaro (Madagascar). Það fór að draga akkerið og endaði með að skipið rak á land og dagaði þar uppi
Hér í Ålborg
© óliragg
Hér er Sigurður skipstjóri með konu sinni Ástu Kristlaugu Árnadóttir Það var aldrei nein lognmolla kring um Sigga Markúsar eins og hann var ávallt kallaður
© óliragg
Hér er síðuhaldari fyrir tæpum 40 árum og 65 kílóum síðan
© óliragg
Hér er Saga með síldatunnufarm til Austfjarða frá Noregi
© óliragg
© óli ragg
© óli ragg
Sveinn Sæmundsson Var annar stm fyrsta túrinn sem Sjóleiðir áttu skipið Hér með þv konu sinni Örnu Jónu Backman
© óli ragg
Kona Sigga Markúsar Ásta Sigurlaug Árnadóttir (1923-2006)
© óli ragg
Kristján Guðmundsson sonur Guðmundar Karlssonar var annar vélstjóri með þv konu hvers nafn var er ég búinn að gleyma
© óli ragg
© óli ragg
Gunnar Þórhallsson t.v var yfirvélstjóri á skipinu um tíma Man ekki nafn þess t,h Sá til h mun hafa heitið Guðmann Jóhannsson og var frá Akureyri
© óli ragg
Kona Þóris Kristjónssonar Inga Jóna Ólafsdóttir að mynda kallinn sinn
© óli ragg Síðuhaldari var annar stm og leysti af sem fyrsti
© óli ragg
Vegna minnisleysis á nöfn sleppi ég skýringum á nokkrum myndum og eða mönnum
© óli ragg
© óli ragg
Hér voru lestuð Límtré að mig minnir í Ålaborg Man ekki ákvörðunnarstað
© óli ragg
© óli ragg
Við urðum fyrir vélabilun nýfarnir frá Dalvík á leið norður Eyjafjörð Rákum N með Uppsalaströnd sem mig minnir að ströndin þarna sé kölluð Ég hafði keypt svona krakkaveiðistöng á bensínstöð einhverstaðar Jói kokkur fékk hana þarna og mokfiskaði
10.06.2018 08:50
Fleiri myndir af lífinu um borð í Kötlu II












09.06.2018 11:56
Katla II


Jóhann Sigurjónsson var svo með skipið 1960 - 1966
Jóhann Sigurbjörnsson(1911-1973)
Hér nýleg í Vestmannaeyjum
@Tryggvi Sig
Hér á siglingu á Humber @ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Hér í erlendri höfn 1965
© T.Diedrich
Hér sem Delfi 1967
ð © T.Diedrich
Hér eru myndir frá Kristni Kjartanssyni loftskeytamanni um lífið um borð
Þau Jóhann skipstjóri og kona hans Kristín Ketilsdóttir héldu upp á Silfurbrúðkaupið um borð í skipinu á leið til Rússlands
Kristinn Kjartansson loftskeytam. að störfum á sínum tíma um borð í Kötlu II
Það skiftir oft á skin og skúrir á ferðum skipsins
Hér er hinn farsæli fv Eimskipafélagsskipstjóri Haraldur Ólafsson þarna að leysa af sem skipstjóri á Kötlu í góðum hóp
Hér er Katla í Ghent í Belgíu
Hér fulllestuð tómum síldartunnum í Flekkefjord Noregi
Hér eru Hafsteinn Gíslason bátsm.,Jóhann Vigfússon vélstj og Pálmi Sigurbjörnsson stm
Jóhann Vigfússon vélstj og Pálmi Sigurbjörnsson stm
Kristinn Kartansson loftskeytam og Jóhann Vigfússonn vélstj.
16.05.2018 15:53
Þór Elísson og skipin hans III
Við skildum við Þór Elísson sem skipstjóra á Lagarfossi II En um það skip var sagt þegar það kvaddi í sept 1977:"1.2 milljónir sjómílna í þágu lands og þjóðar"
© söhistoriska museum se
1977 tekur svo Þór við skipstjórn á Ms Stuðlafossi sem E.Í hafði keypt af Jöklum og hét Hofsjökull í þeirra eigu.Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í fyrstu áhöfn Þórs á því skipi Með algerum höfðingum að meðtöldum Þór.Eins og t.d Magga Smith Sverri Guðvarðar Jóa Ragnars Magga Harðar, Jónasi Garðars og Steina í Kexinu Alt skemmtilegir og góðir drengir
STUÐLAFOSS
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
© T.Diedrich
© johannsk
Hér heitir skipið MALU
©Haraldur Karlsson.
©Haraldur Karlsson
Hér MAYA REEFER
© bluefin
© Lakhtikov Dmitri
Hér er Þór í hópi fastráðinna skipatjóra E.Í 1978
1983 tekur þór við skipstjórn á Ms Bakkafossi III
Svona segir morgunblaðið frá skipinu 09-03-1983 Og Vísir-Dv svona
© photoship
© photoship
© photoship
© shipsmat
1988 tekur Þór svo við skipstjórn á Bakkafossi IV
Bakkafoss IV
© Paul Morgan (simonwp)
MBL þ 27-03-1988
Dettifoss IV
© photoship
Mbl þ 14-03-1991
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Patrick Hill
© Paul Morgan (simonwp)
© Paul Morgan (simonwp)
Síðan var Þór með Brúarfoss III
© Gunnar H Jónsson
© Frits Olinga
© Tryggvi sig
Hér er BRÚARFOSS III með "bróðir" sínum LAXFOSSI V á góðum degi í Rotterdam Þegar þeir "bræður" vissulega voru stærstu skip íslenska kaupskipaflotans sáluga
© Guðjón V
Þór er svo með Brúarfoss III frá 1991 til 1996 Og að mér skilst síðustu mánuðina með skipið undir nafninu Vega En Þór hætti til sjós um áramótin 1996 eftir 44 ára starf hjá Eimskip Þór lést á Landspítalanum 17 jan 2018 Sárt saknað af öllum sem þekktu hann
15.05.2018 21:07
Þór Elísson og skipin hans II
Úr mínum fórum © ókunnur
Mynd skönnuð úr gömlu Sjómannablaði © óþekktur
Af Ms Fjallfossi liggur svo leið Þórs á Selfoss II
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Næsta skip Þórs var svo Ms Skógafoss I
SKÓGAFOSS I
Úr mínu safni © ókunnur
© photoship
© photoship
Svo var það Ms Mánafoss II
Úr mínum fórum © ókunnur
© Photoship
Á þessum skipum fetaði Þór gráðustigan hvað stýrimansstarfið bauð uppá Frá þriðja upp í þann fyrsta Og í þeirri stöðu var hann þegar Ljósafoss I er keyptur landsins Það sést hér
© Jan Anderiesse.
Hér sem ECHO
@Jan Harteveld
© söhistoriska museum.se
Svo var skipið selt 1973
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
© Rick Cox

Með Ms Írafoss er Þór í eitt ár Tekur þá við Ms Lagarfoss II sem hann var með í tvo ár
© Tryggvi Sig
Á ytrihöfn Reykjavík
Úr safni Ástþórs Óskarssonar © ókunnur
© photoship
Í Kílarskurði
Við Spánarstrendur

© T.Diedrich
FRH
15.05.2018 10:30
Þór Elísson og skipin hans I
Sonur hjónana Elísar J Þórðarsonar skipstjóra á Fáskrúðsfirði síðar húsasmiðs í Reykjavík og konu hans Jónu Marteinsdóttir útgerðarmanns og kaupmans á Fáskrúðsfirði Þór vann við beitningu,fiskverkun og annað sem til féll á unglingsárum sínum á Fáskrúðsfirði á árunum 1939-1944.Þá vann hann við byggingarvinnu og annari verkamannavinnu á sumrum í Reykjavík 1944-1948. Þór tók gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1948 og síðan fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1952
Nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík útskrifaðir 1952
Og svo farmannapróf frá sama skóla 1954.
Sæli kafari kenndi verklega sjóvinnu þegar Þór var í Farmannadeildinni Ég er handviss um að það hefur ekki þurft að kenna honum að splæsa vír
Mynd skönnuð úr gömlu Sjómannablaði © óþekktur
Þór kvæntist 7 nóv 1953 Helgu Jónsdóttir (1930-2014) Helga var dóttir Jóns Sigurðssonar skipstjóra hjá E.í þ.á.m á Ms Gullfossi II Eignuðust Þór og Helga þrjár dætur Þór hóf sjómennsku 1946 á sem háseti b/v b/v Skutli
Skutull
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Síðan á b/v Belgum
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Svo á b/v Fylkir
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Og Skeljungi
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
1952 ræðst hann á Ms Gullfoss II
Gullfoss II
© söhistoriska museum.se
© söhistoriska museum.se
Starfar þar sem háseti til 1954 Leysti svo af sem þriðji stm á sama skipi 1955-1958
Hér ungur að árum.Stm. á Gullfossi???
FJALLFOSS II
@ bob Ships Nostalgia
@ tryggi sig
© Peter William Robinson
12.05.2018 09:40
Jónas Böðvarsson og skipin hans III
© Lars Brunkman
@ Anna Kristjáns
© Mac Mackay
©Tryggi Sig
© Tryggvi Sig
© photoship
© DON TEODORO DIEDRICH GONZALEZ
© photoship
Hér er skipið sem LEFKAS
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
Ekki var Jónas lengi með Skógafoss eða þar til að hann fór fljótlega aftur til Ålaborgar og enn til eftirlits með smíði á nýju skipi Reykjafossi III Lítum í Vísir þ 01-10-1965 og í Vísir þ 18-10-1965 og Morgunblaðið segir svona frá komu skipsins í heimahöfn í fyrsta sinn Og Þjóðviljinn segir t.d svona frá komu skipsins
Hér er skemmtileg mynd af tveim eldri skipstjórnarmömmum og miklum heiðursmönnum Ágúst Jónsson (1926-1996) þarna sem yfirstýrimaður á REYKJAFOSSI seinna skipstjóri hjá Eimskipafélaginu Ágúst var faðir Boga fréttamanns Sjónvarpsins Hafnsögumaðurinn á myndinni er Hörður Þórhallsson(1927-2000) sem var faðir hins góða drengs Magnúsar nv skipsstjóra á SELDFOSSI
REYKJAFOSS III
© photoship
© photoship
© Hawkey01 Shipsnostalgia
Hér sem AGAPI
@Rick Cox R.I.P
Hér sem NEOFOS
© Graham Moore.
Jónas lér af störfum 1966 Eftir rúmlega 40 ára farsælan feril sem skipstjórnarmaður hjá Eimskipsfélagi íslands Hann lést 30 sept 1988
10.05.2018 08:22
Jónas Böðvarsson og skipin hans
Við skildum við Jónas Böðvarsson nýtekin við skipstjórn á Es Selfossi I 1948 hann er með hann í 1 ár
Selfoss I
Úr safni Gunnars Magnússonar © ókunnur
Þá tekur hann Brúarfoss I (1949-1950)
© Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Svo Goðafoss að koma nýr til Reykjavíkur 23 mars 1948
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Hér eru nokkrir menn úr áhöfn Goðafoss III Sumir af þeim urðu seinn þekktir skipstjórnarmenn hjá E.Í
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Á myndinni hér að neðan tel ég vera t.v Garðar Bjarnason við rattið Svo tel ég þann einkennisklædda vera Eyjólf S Þorvaldsson sem var annar og fyrsti stm á árunum 1948-1951
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Þessi maður Ragnar Ágússon í flestum gráðum stm á Goðafossi III á árunum 1951-1958
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni© óþekktur
Ég held að"Þríburarnir"svokölluðu hafi verið einhverjir almestu "áburðarjálkar" sem E.Í hefur átt Ég vona að menn skilji hvað ég meina
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Hann gat verið fjári kaldur á N-Atlandshafinu Í Ameríkusiglingunum Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Hér er skipið í ró og næði í erlendrum höfnum.Held ég
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Mynd úr safni Jónasar Garðarssynir © óþekktur
Það var alltaf næg vinna við viðhald skipanna Enda þóttu íslensk skip yfirleitt bera af í slíku í erlendum höfnim
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Mynd úr safni Jónasa Garðarssyni © óþekktur
Stundum gleymdust sköfur og rústhamrar og slegið á léttari strengi
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Þ 26 mars 1950 lenti Goðafoss III í árekstri við ameríkst skip á Elbunni Fékk sem sagt á snúðinn
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Mynd úr safni Jónasar Garðarssyni © óþekktur
Frh
09.05.2018 16:41
Tröllafoss m.m
Eimskipafélag Íslands hafði ýmislegt á prjónunum hvað varðaði framtíðina á 50 ára afmælinu 1965.Enda hafði 1964 verið mjög hagstætt félaginu Við skulum líta á fréttir frá félaginu árið 1965 Tvö af skipum félagsins hafa verið seld úr landi, þar sem þau voru orðin gömul og dýr í rekstri Tröllafoss, sem var 19 ára gamall, keyptur 1948 af E. f. fyrir 4.5 millj. kr., var seldur fyrir rúml. 10.1 milljón kr.
Hér er"Tröllið á Ísafirði?að lesta
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér að koma til Eyja í brælu
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Ég man ekki hvernig þessar tvær myndir hér að ofan komust í mitt safn Ef einhver sem á tilkall til þeirra og sér sér þær hér og er ósáttur við birtinguna að láta mig vita.Ég tek þær þá strax út Einnig ef sá sami finnst í lagi að þær séu hér að láta svo ég getir merkt þær rétt
Ég birti þessa mynd hér að neðan(úr safni Tóta frá Berjanesi á Heimaslóð) fyrir nokkrum árum Hún er sennilega tekin 1947 En þá var einn "Knottinn" eitt af tveimur systurskipun Tröllafoss sem Eimskipafélag Íslands hafði á leigu.í Reykjavík
Svo rakst ég á mynd á "netinu" af systurskipi fyrrgreinda skipa PVT.FRANK J.PETRARCA tekin einhverstaðar úti í heimi 1961 en frá svipuðu sjónarhorni hvað skipið varðar.Skipið var smíðað hjá Consolidated Steel SY Long Beach California sem LONG SPLICE. Og var af svokallaðri C1- M- AV1 gerð Það mældist 3805.0 ts 5032.0 dwt Loa:103.20 m brd: 15.20 m.1987 er skipinu breitt í "fish factory ship" 1947 fær það nafnið PVT.FRANK J.PETRARCA (PVT stendur sennilega fyrir Private eða óbreittur)1973 LONG SPLICE 1979 ARCTIC PRODUCER - 1989 ARCTIC ENTERPRISE Og það sem er athyglivert, skipið er enn á skrá og gert út frá Seattle WA og er undir fána USA
Svo eru hér eru myndir af nokkrum fl systurskipum Tröllafoss
LARS VIKING
© Rick Cox
Skipið var byggt hjá Walter Butler SY í Superior USA 1945 sem: KENOSHA Fáninn var USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m 1966 var skipinu breitt í olíuborskip Skipið hefur gekk undir þessum nöfnum: 1947 RIO DALE - 1958 TORIAN - 1963 LARS VIKING - 1965 NEPTUNE V - 1967 ARABDRILL 2 Nafn sem það bar síðast undir óþekktum fána En þasð var rifið í Tyrklandi 1984
HUBERT PROM
© Rick Cox
MOKPO
Skipið var byggt hjá Walter Butler SY í Superior USA 1945 sem: CINCH KNOT Fáninn var USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gekk undir þessum nöfnum: 1949 ANN MARIE - 1955 MOKPO Nafn sem það bar síðast undir óþekktum fána En það var rifið í S-Kóreu 1975
NORVANA
Skipið var byggt hjá Pennsylvania í Beaumont, Tex. USA 1945 sem: WALL KNOT Fáninn var USA Það mældist: 3806.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gekk undir þessum nöfnum: 1947 NORVANA - 1959 LAGO VIKING - 1963 AN DONG Nafn sem það bar síðast undir óþekktum fána En það var rifið í S-Kóreu 1981
NORVANA
© Rick Cox
CHOLUTECA, ESPERANZA
© photoship
Hér er skipið sem "borskip"
Mynd af Netinu © óþekktur
Hér er verið að breita skipinu í "Kranaskip"
Mynd af Netinu © óþekktur
Hér er skipið sem "Bræðsluskip
Mynd af Netinu © óþekktur
07.05.2018 05:16
Fyrir 70 árum
|