17.10.2015 21:19

Brautryðendur

Við sem höfum siglt hér á ströndinni vita hve það getur verið erfitt. Straumrastir,stormar og byljir.Nú við starfslok eins af farsælustu skipstjórum flotans leita hugurinn  til fortíðarinnar. Og þeirra manna sem ruddu brautina. Og ekki var mulið undir þá með tæki Til að byrja með með "hippsum happs" segulkompás sem stundum var kolrangur eftir hafnarverur. Menn lærðu að þekkja mið eftir auðkennum í landi o.sv.fr  Maður hugsar til þessara manna með mikilli virðingu. Fyrsti skipsstjórinn á fyrsta íslenska millilanda kaupskipinu hét Sigurður Pétursson Svona til gamans má geta þess að Sigurður var fyrsti stýrimaður á flóabátnum INGÓLFI (sem var smíðaður var hjá Mjellem & Karlsen í Bergen í Noregi 1908) fyrsta eiginlega kaupskipi sem sérstaklega var smíðað fyrir íslendinga á árunum 1919 -12

Sigurður PéturssonHérna má lesa um bernsku árin og einnig hérna Sumir sigldu í báðum WW og allavega tveir sem skipstjórar Þeir Júlíus Júlíníusson og Pétur Björnsson. Í mínum huga eru þeir frægastir fyrir að hafa verið fyrstu íslensku kaupskipa skipstjórarnir til að láta draga íslenska fánan að hún á skipum sínum 1 des 1918. Júlíus lét sinn yngsta háseta gera það Sá hét Loftur Bjarnason seinna mikill athafnamaður.Ég tel það mikið happ fyrir þá hugtsjónamenn sem stofnuðu Eimskipafélag Íslands í jan 1914 að ráða til sín sem "stjóra" Emil Nielsen í árdögum félagsins.

Emil NielsenEmil hafði um árabil verið skipstjóri á strandferðaskipinu Sterling.
Einusinni var Sterling með vöru sem losa átti inn í Hvalfirði Einhverra hluta vegna vegna taldi Nielsen hagkvæmara að fá leigða skútu til að koma vörunni á áfangastað. Það gekk efttir. Stýrimaður á skútunni hét Einar Stefánsson ungur maður af Vatnleysuströnd nýkominn með próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík (1905 )Ekki löngu síðar mun það fyrst hafa komið til tals milli Sveins Björnssonar(seinna forseta Íslands ) og Emil Nielsen þegar Nielsen var enn skipstjóri á STERLING, að stofnað yrði íslenskt gufuskipafélag.

Einar Stefánsson"Þá vantar okkur menn," segir Sveinn Björnsson. "Það er hægt að ala þá upp á fáum árum," svarar Nielsen Kannske minnugur unga íslenska stýrimannsins á skútunni. Nokkru síðar kemur Nielsen að máli við Elnar og spyr hann hvort hann mundi vilja halda áfram að læra, fara á skóla í Danmörku og í erlendar siglingar. Þegar Einar hafði tryggt fjárhagshlið framhaldsnámsins, lét Nielsen hann fá fría ferð með sér á Sterling til Kaupmannahafnar.  Stundaði Einar síðan nám á sjómannaskóla í Marstal, fór síðan í siglingar á vöruflutningaskipum. Var Einar orðinn 1.stýrimaður á Mjölni, er hann réðist sem 2. stýrimaður á Gullfoss, þegar það skip hóf siglingar hér við land. Þegar ríkisstjórnin keypti Sterling 1917 varð Einar skipstjóri á skipinu, en hann hafði þá um sinn verið 1.stýrimaður á Lagarfossi. Var Einar sendur út til að taka á móti skipinu, sem þá um nokkur ár hafði verið i eigu Svia sem notuðu það til vöruflutninga.Með Sterling er Einar svo þar til hann tekur Goðafoss II nýjan 1921

Einar sigldi svo þriðju nýsmíði og fjórða skipi EÍ Goðafossi II inn í Reykjavíkurhöfn í fyrsta sinn 9 sept 1921


                                                                                               Mynd úr mínum fórum © óþekkturNú fóru fleiri  íslenskir skipstjórnarmenn að fikra sig upp metorðastigan hjá EÍ Þ.á.m Ásgeir Jónasson Bjarni Jónsson, Eymundur Magnússon, Sigurður Gíslason Jónas Böðvarsson, Haraldur Ólafsson svo aðeins fáir séu nefndir

Ásgeir Jónasson

Bjarni Jónsson
 Eymundur MagnússonSigurður GíslasonJónas BöðvarssonHaraldur ÓlafssonÞetta eru bara örfáir af "frumherjunum" tekir af handahófi úr hugarfylgsni gamals kalls Margur mætur maðurinn ábyggilega útundan. Svo ber að geta að þegar Skipaúgerð Ríkisins var stofnuð 1929 þá færðust margir skipstjórnarmenn frá EÍ þangað Má þar nefna m.a Pálma Loftsson, Ásgeir Sigurðssons o.fl En frá þessum mönnum segi ég kannske seinnna  En við skulum ljúka þessu með að líta í db Vísir 18 okt 1965 Þar sem einn af framangreindum skipstjórum er að taka við sínu síðasta skipi fyrir Eimskipafélag Íslands

           


Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 936
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3541958
Samtals gestir: 491477
Tölur uppfærðar: 21.3.2019 02:09:36
clockhere