24.07.2015 19:56
Jón Steingrímsson III
Jón um borð í einu af skipunum sem hann var á erlendis
Og atvik honum óhagstæð gera það að verkum að hann hættir störfum hjá Eimskipafélagi Íslands.En ekki lætur þessi dugmikli sjómaður árar í bát heldu leita út fyrir landsteinana..Fyrsta erlenda skipið sem hann skráist sem þriðji stm.á hét CHOLUTECA (systurskip Tröllafoss). En skipið var eitt af KNOT skipunum frægu hét fyrst BIGHT KNOT
Hér heitir CHOLUTECA, ESPERANZA
© photoship
Systurskip WILLIAM R TOLBERT
En skipið hafði tekið niðri við Trinidad og botninn stórskemmst Það átti að sigla skipinu til Japan á bráðabirðar hafæriskírteini þar sem rífa átti það. Og áður en það skeði átti áhöfnin að halda til í skipinu meðan ljúka var við nýtt skip ORE NEPTUNE sem Ludwigs var að láta smíða í Kure Japan.
ORE NEPTUNE
© Leo Johannesen
PETROLENE
Eimitt sama skipið og hann var að skoða í Víkingnum nokkrum árum áður. Á þessu skipi ver Jón í rúm tvö ár . Sumarið 1963 ræðst hann sem stm á ORE TITAN.
ORE TITAN.
© Rick Cox
SELÁ I
© T. Diedrich
En ræður sig svo í apríl sama ár á BISKOPSÖ Þar var Jón í rúmt ár. En þar sem svíar taka ekki íslensk skipstjórnarréttindi fullgild fyrr en eftir að teknin hafa verið einskona test ( eins og í mínu tilfelli) varð hann að víkja fyrir svía með full réttindi..
BISKOPSÖ
© söhistoriska museum se
Eftir dvölina þarna dreif Jón sig í að fá full sænsk réttindi sem honum reyndist létt að standast. Eftir það réði hann sig hjá Transatlantis skipafélaginu í Gautaborg Fyrsta skip hans þar var KANANGOORA . Þar var hann í eitt ár.
KANANGOORA .
© söhistoriska museum se
Hann var svo í fríi hér heima síðla sumars 1966 þegar olíuskipið Bera frá f.g skipafélagi lá hér við Lauganestanga og losaði olíu. Þarna vantaði annan stm og af því Jón var við hendina ef svo má að orði komast var hann beðin að taka starfið sem hann og gerði. Og var hann fimm mánuði þar um borð.
Hér hefur BERA fengið nafnið ATHENIAN VICTORY
Eftir það ræðs hann á ALBANY sem var að hálfu í eigu f.g félags og Saléns skipafélagsins. Fór hann þar um borð í í maí 1967. Þarna komst hann aðeins með tærnar inn hjá Salén félagsins sem átti eftir að hagnast honum seinna. Á þessu skipi sigldi hann í þrettán mánuði .
ALBANY
En nú var Transatlantic búið að selja 14 skip og komið í vandræði með fastráðna stýrimenn..Og Jóni var sagt að hann þyrfti að bíða um tíma eftir starfi. Hann setti sig þessvegna í samband við aðra útgerða menn.Þ.á.m íslenska konsúlinn í Helsingborg, útgerðarmanninn. Helge Winck. Jón fór svo á skip hans I.W.WINCK (hef ekki fundið mynd af skipinu) Þarna fór hann eina ferð En það var síðasta ferð skipsins undir sænskum fána.En það hafði verið verið selt til S Ameríku.
TÄRNSJÖ
Eftir það tók hann tímabundið starf á litlu sænsku olíuskipi TÄRNSJÖ sem sigldi á ströndinni þarlendis.Þar gerði hann stutt stans en réðist svo sem yfirstm í afleysningu á HASTING frekar lítið frystiskip.
HASTING
© Chris Howell
POLAR VIKING
22.07.2015 22:20
Jón Steingrímsson II
Stýrimannaskólinn 1936
Við skildum við Jón þegar hann var kominn í Stýrimannaskólann í Reykjavík haustið 1934.Milli bekkja var hann á bæði vélbátum og togara Einnig strax eftir að hafa lokið náminu.
GULLFOSS I
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
En 1.okt 1937 ræðst hann sem háseti á GULLFOSS I Og er viðloðandi hann sem háseti og þriðji stýrimaður þar til skipið er yfirgefið af íslendingum í Kaupmannahöfn þ 18 okt 1940.Eftir hernám þjóðverja í Danmörk.Undan skilin var þó ein ferð á SELFOSS I Jón kom svo ásamt skipsfélögum sínum heim með ESJU í hinni frægu Petsamoferð.Svo er hann á ýmsum skipum m.a eina ferð á BRÚARFOSSI I . Þar til 23 okt 1941 að hann ræðst háseti á SELFOSS I.
BRÚARFOSS I

© photoship
SELFOSS I
Úr mínum fórum © Ókunnur
DETTIFOSS I
REYKJAFOSS
FJALLFOSS I

© Sigurgeir B Halldórsson
LAGARFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Strax eftir stríðið var Jón ýmist á REYKJAFOSSI , SELFOSSI,og FJALLFOSSI Og á honum var hann svo stöðugt frá því í júí 1948-maíloka 1951. Skipið var þá selt og afhent í Gautaborg.
REYKJAFOSS II
@ PWR
Áhöfnin kom sem farþegar heim með GULLFOSSI Seinna þetta sumar fór svo Jón ásamt fleirum til Ítalíu og tóku við REYKJAFOSSI II sem Eimskipsfélagið hafði þá nýlega keypt.Þar var hann í rúmt ár. Þar næst fimm mánuði á SELFOSSI I Og svo aftur á REYKJAFOSS II Síðan lá leið Jóns til Kaupmannahafnar í okt.1953 á nýsmíðað skip TUNGUFOSS.I
TUNGUFOSS.I
Á Tungufossi fer Jón að leysa af sem skipstjóri.Þar var hann svo þar til að í lok árs 1954 að hann tekur við skipstjórn á TRÖLLAFOSSI. Honum segist svo frá í æfisögu sinni: "Í síðustu ferð minni á SELFOSSI I nokkrum mánuðum áður,var mér minnistætt þegar við komum til Reykjavíkur seint um kvöld og bundum rétt fyrir aftan TRÖLLAFOSS Ég var fram á bakka og mændi upp í rassgatið á þessu mikla skipi og hugsaði sem svo að þarna væri eflaust gott að vera.Þá grunaði mig síst af öllu síst þessi snöggu skipaskifti"
TRÖLLAFOSS hér í Hamborgr
© Björgvin S Vilhjálmsson
Hér er Jón fyrir miðju sem yfirstm.á TRÖLLAFOSSI
Mynd úr bók Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Hér er Jón sem skipstjóri á Tungufoss Með honum á mynd er Albert yfirvélstj.
Mynd úr bók Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
21.07.2015 22:29
Jón Steingrímsson I
Jón Steingrímsson skipstjóri
Afi Jóns var hið ástsæla ljóðskáld og prestur Matthías Jochumson. Faðir Jóns Steingrímur var þekktur læknir á Akureyri. Hugur Jón hneigðist til sjómennsku strax á barnsaldri, Faðir hans hafði sem nýútskrifaður læknir í Kaupmannahöfn ráðið sig sem skipslæknir á A-Asíufarið PRINS VALDERMAR
PRINS VALDERMAR skipið sem faðir Jóns var á sem skipslæknir
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Og skrifað bók um ferðina sem sonurinn las og drakk í sig Jón skráðist á sitt fyrsta skip um vorið 1928. Skipið hét STRÖNA og var einskonar birgðarskip fyrir norska síldveiðiflotann út af Norðurlandi. Fyrsta ferðin var til Bergen í Noregi að sækja kol,salt og tunnur. Síðan var lónað á miðunum og skipunum veittur beini þegar með þurfti. Svo er leið að haust fékk Jón sig lausan og komst heim.Ekki vakti þessi sjómennska neinar heitari ástríðu til sjómennskunnar hjá honum. En hann settist á skólabekk í M.A fljótlegs þegar í land var komið Næsta sumar var hann svo við brúarsmíði á Norðurlandi.Um haustið 1929 fór móðir hans með hann og þrjú yngstu börn sín til Reykjavíkur
Ströna fyrsta skipið sem Jón skráðist á 1928
© Mynd úr bók Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Ferðuðust
þau með "DRONNING ALEXANDRINE". Á leiðinni suður forhertist Jón og
fastákvað að gerast sjómaður. Er suður kom settist hann í Gagnfræðiskóla
Reykvíkinga En dugði ekki veturinn heldur réði sig sem þjón yfirmanna á
GOÐAFOSS II Ætlunin var að komast þar á "dekkið" sem ekki tókst og
varð hann fljótt leiður í þjónsstarfinu.
GOÐAFOSS II Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
Hann hætti því síðsumars
á GOÐAFOSSI. Komst hann þá strax í brúarvinnu fyrir norðan og las svo
utanskóla 3 og 4 bekk M.A fram á vetur. Hann hafði sótt um starf á
erlendum skipum og strax eftir áramót 1930-31 kom skeyti
um laust starf sem hann gat fengið. Var það á dönsku seglskipi SUZANNE
sem statt var í Le Harve í Frakklandi. Utan fór Jón með BRÚARFOSSI til
London svo með lestum og ferjum til Le Harve
SUZANNE
© photoship
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Eftir að hafa siglt um heimshöfin í tæp tvö ár aðalega til Vestur Indía á SUZANNE fanns Jóni tími kominn að skifta um skip og afskráðist því af skipinu í Le Harve. Eftir mánaðar frí það réði Jón sig a norskt bananaflutningaskip CADMUS
CADMUS
© Sjöhistorie.no
BOGÖ
Mynd úr bók Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
TEKLA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
FUGLEN
Á þessu skipi var Jón svo það sem eftir lifði vetrar En afskráðist svo af því í Finnlandi snemmsumars 1934. Hélt svo til Kaupmannahafnar og komst þar um borð í GULLFOSS sem vinnandi farþega. Þ.e.a.s fékk að vinna um borð upp í fargjaldið. Fór síðan á síld og var á henni fram í ágústlok Og settist svo í Stýrimannaskólann í Reykjavík þá seinna um haustið
19.07.2015 16:35
Þungaflutningaskip
MARIAECK
© Paul Morgan (simonwp)
MARIAECK
Hér má lesa meira um skipið
19.07.2015 14:47
Fyrir 14 árum
Úr Morgunblaðinu 11 Júlí 2001
WIEBKE.Þarna að flytja skemmibáta
Skipið var smíðað hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi 2000 sem: WIEBKE Fáninn var: Antigua and Barbuda Það mældist: 8397.00 ts, 9531.00 dwt. Loa: 151.70. m, brd 21.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og hefur sama fána
WIEBKE
19.07.2015 12:56
Árekstur
Skemmdir á TERNVIND
Mynd úr Göteborgs Posten © ekki getið
STENA JUTLANDICA
© Tomas Østberg- Jacobsen
STENA JUTLANDICA
© Tomas Østberg- Jacobsen
© Tomas Østberg- Jacobsen
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var smíðað hjá Dearsan Gemi í Tuzla Tyrklandi 2008 sem: SAKARYA Fáninn var: Malta Það mældist: 7321.00 ts, 11258.00 dwt. Loa: 130.00. m, brd 19.80. m 2014 fékk skipið nafnið TERNVIND Nafn sem það ber í dag undir DIS fána
TERNVIND
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
18.07.2015 21:59
Happy Dover
HAPPY DOVER
© Marcel & Ruud Coster
HAPPY DOVER
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
18.07.2015 20:13
Eimskipafélag íslands 50 ára
TRÖLLAFOSS á ströndinni
© Björgvin S Vilhjálmsson
Reykjafoss II
© Rick Cox
Skógafoss I
Gert er ráð fyrir, að nýtt farþegaskip, sem tæki 350 farþega, muni ef til vill kosta um 200 milljónir króna. Langan tíma mun taka að hrinda áformi um nýtt farþegaskip í framkvæmd. Farþegar með skipum Eimskip 1964 voru alis 7955, þar af 7193 með Gullfossi. Var þetta 1350 farþegum fleira en 1963 og hefur farþegafjöldinn aldrei verið meiri í sögu félagsins.Um þetta leiti var Eimskipafélagið með 3 leiguskip á sínum snærum. Þessi skip voru frystiskip og hvert öðru fallegra að mínu mati Fyrst ber að nefna skip sem seinna komst í eigu félagsins
ECHO
@Jan Harteveld
PLAYA DE LAS CANTERAS
© T.Diedrich
PLAYA DE LAS CANTERAS
© photoship
PLAYA DE MASPALOMAS
© T.Diedrich
17.07.2015 22:16
Kyndill I
Og svo aðfaranótt 26 okt 1955
Pétur Guðmundsson (1917-1984) stjórnaði skipinu fyrstu 16 árin
Yfirvélstjóri var Jóhannes Þórðarson. En um hann hef ég engar upplýsingar
KYNDILL

Skipið var smíðað hjá Pettje Shipyard Waterhuizen Hollandi 1955 fyrir Shell á Íslandi og Olíuverslun Íslands.Það mældist 778.0 ts.969.0 dwt Loa:60.30.m brd:10.0 m Skipið var selt til Englands(Effluents Svcs) 1974 og fær nafnið THIRLMERE. Eftir mínum heimildum var skipið rifið í Milford Haven 1988
KYNDILL
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér heitir skipið THIRLMERE
© Rick Cox
17.07.2015 21:05
Betty Mærsk
BETTY MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
BETTY MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
15.07.2015 20:19
Síldarflutningar fyrir 50 árum
Hér heitir hann UNIONE SECONDO
Skipið var smíðað hjá Krogerwerft í Schacht-Audorf ,Þýskalandi 1964 sem:POLANA Fáninn var: sænskur Það mældist: 500.00 ts, 1043.00 dwt. Loa: 63.00. m, brd 9.70. m 1971 var skipinu breitt í "wine/alcohol tanker" Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: - 1966 SIRION - 1971 ELPIDA II - 1976 UNIONE SECONDO Nafn sem það ber í dag undir fána ítölskum fána En þetta segir um skipið í þeim gögnum sem ég hef aðgang að :"No Longer updated by (LRF) IHSF (since 16/09/2010)"
UNIONE SECONDO
15.07.2015 18:08
Síldin
Þ 5 ágúst n.k eru 50 ár frá því að þetta skip SÍLDIN þá nýkeypt til landsins kom í fyrsta skifti til heimahafnar sinnar Reykjavík Hlaðið tæpum 20 þúsund málum af síld af Hjaltlandsmiðum.Eigandi skipsins var
Síldar- og Fiskimjölsverksmiðjunnar í Reykjavík Ég get alveg fullyrt að þetta skip malaði gull fyrir eigendur sína þegar það var í íslenskri eigu.
Hér sem HERTHA
© Graham Moore.
Skipið var smíðað hjá Blythswood SB Co í Scotstoun Skotlandi 1954 sem HERTHA Fáninn var norskur Það mældist: 2588.0 ts, 3463.0 dwt. Loa: 93.30. m, brd: 13.40. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1965 SILDIN - 1970 ORSEOLO Nafn sem það bar síðast en það var rifið á Ítalíu í september 1977
Fyrsti (og að ég held eini) íslenski skipstjóri skipsins hérlendis var Guðni Jónsson (1915-1974)
Meða Hörð Reyni Jónsson (1930) sem yfirvélstjóra
Hér sem HERTHA
Úr safni Óskars Frans © ókunnur
© photoship
© photoship
Hér sem SÍLDIN
© Malcom Cranfield
Úr mínum fórum © ókunnur
14.07.2015 23:11
Meira Tröllafoss
Eymundur Magnússon (1893 - 1977) Ferill hjá E.Í 1918-1959
Eymundur tók við Tröllafossi af Bjarna 1952 Eftir að hafa verið með Selfoss I sem var fyrsta skipið sem Eymundur stjórnaði sem fastur skipstjóri hjá E.I og Reykjafoss II Uppúr 1950 fór "mccartyisminn" að vaxa fiskur um hrygg
SELFOSS I var fyrsta skip Eymundar sewm fastur skipstj hjá E.Í.
Mynd úr mínum fórum © Ókunnur
Og komúnistahræðslan að heltaka bandaríkjamenn Þeir sáu þá í hverju horni. Nokkrir vinstrisinnaðir farmenn fengu ekki að sigla til USA. Einn þeirra var Eymundur Magnússon. Eymundur mun hafa sagt við Mc Carthy erindrekana sem yfirheyrðu hann:"Ég hef siglt tvær heimstyrjaldir til Bandaríkjanna og var mér tjáð að ég væri að sigla til þess ríkis.þar sem lýðræði sé í hásæti og Bandaríkin séu og eigi að vera öðrum þjóðum þar fremri. Með þessu tel ég mig vera búinn að svara spurningum ykkar" En öðlingurinn Eymundur var að láta í minni pokann.
Annar stýrimaður á Tröllafossi við komuna var Stefán Dagfinnsson
Stefán Dagfinnsson (1895-1959) Ferill hjá E.I 1919-1959
Fyrsta skip Stefáns sem fastur skipstj.hjá E.Í var Brúarfoss I
BRÚARFOSS I

© Coll. R.Cox Sea the ships
III stm á Tröllafossi var Eiríkur Ólafsson
Eiríkur Ólafsson (1916-1975) Ferill hjá E.Í 1941-1964
Fyrsta skip Eiríks sem fastur skipstj. hjá E.Í var Mánafoss I
Mánafoss I
© Guðjón V
Svo eru það vélstjórarnir Annar vélstj var Ágúst Jónsson
Ágúst Jónsson ( 1901-1976) Ferill hjá E.Í 1926-1967
III Vélstjóri var Einar Sigurjónsson
Einar Sigurjónsson (1910-1961) ferill hjá E.Í 1941-1961
Einar varð seinna yfirvélstjóri á ýmsum skipum E.Í
IV vélstjóri var Sigurður Hallgrímsson
Sigurður Hallgrímsson (1921-2003) Ferill hjá E.Í. 1945-1950
Sigurðu átti ekki langan feril hjá E.Í
Loftskeytamaður var Einar Benediktsson
Einar Benediktsson (1900-1953) Ferill hjá E.Í 1928-1953
Einar var loftskeytamaður á ýmsum skipum E.Í Lengst af á Lagarfossi I og Tröllafossi
14.07.2015 19:58
Tröllafoss
Hann þótti mikið skip

Skipið var byggt hjá Consolidated Steel Corp í Wilmington CA í USA 1945 sem: COASTAL COURSER Fáninn var: USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1948 TRÖLLAFOSS - 1964 SEOUL Nafn sem það bar síðast undir fána Líberíu En 29-08-1973 lá skipið við akkeri á ytri höfn Inchon í Kóreu. Skall á rok skipið fór að draga akkerið og rak úu úr því á land. Var það rifið á staðnum
Fyrsti íslenski skipstjóri á skipinu var Bjarni Jónsson
Með Jón Aðalstein Sveinsson sem yfirvélstjóra
Mikill velunnari síðunnar Björgvin S Vilhjálmsson sendi mér þessar myndir fyrir stuttu.Og kan ég honum mínar kærustu þakkir fyrir þær.
Þarna mun "Tröllið" vera í New York. Það má geta þess að í þeirri höfn var hann í nokkur skifti kosið snyrtilegasta skipið í höfninni
© Björgvin S Vilhjálmsso
Þarna er það í Hamborg
© Björgvin S Vilhjálmsson



