29.11.2014 18:23
Freyja
FREYJA
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var byggt hjá Hitzler í Lauenburg,Þýskalandi 1974 sem ESSBERGER PILOT Fáninn var: Líbería Það mældist: 1338.0 ts, 2091.0 dwt. Loa: 77.10. m, brd: 12.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1977 SOLVENT EXPLORER - 1987 TOM LIMA - 1992 ESSBERGER PILOT - 1997 HORDAFOR PILOT - 1999 FREYJA Nafn sem það ber í dag undir fána Möltu
FREYJA
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
27.11.2014 15:14
Fyrsta og síðasta
ELDBORG
Eldborg var byggð hjá Moss Værft í Moss Noregi 1932 Grímur h/f kaupir skipið 1934.Undir stjórn Ólafs Magnússonar var Eldborgin alltaf með aflahæstu skipum og oft hæst á sumarsíldveiðum fyrir Norðurlandi.Og ég held að metið sem hann sló 1943 rúm 30.000 mál og tunnur standi enn (ef miðað er bara við Norðurland) En hvað um það.Ég byrjaði minn sjómanns feril 1953 á þessu skipi. Tók þá við hjálparkokks og ælustjóra stöðunni af Þorvaldi Jónssyni skipamiðlara til margra ára.Ég var um borð þegar þessi mynd sem hér er fyrir ofan var tekin.Eftir knattspyrnuleik í Reykjavík. Skipið var selt til Noregs rétt eftir að Akraborg komst í gagnið.Fékk þar 1st nafnið Ferking.Síðan nafnið Raftöy.Skipið var svo rifið 1965
VALBERG
Ég fór með góðum vini mínum Garðari Valberg Sveinssyni að sækja þetta skip til Ólafsvíkur 2006 en Garðar var þá nýbúinn að kaupa það hingað til Eyjum. Við fórum með það í Njarðvíkur. Þar sem það fór í slipp og síðar fórum við með það hingað til Eyja. Þar lauk mínum sjómannsferli. VALBERG var smíðað í Stálvík ,í Garðabæ 1969 sem SAXHAMAR. Það mældist 111 ts Skipið var svo lengt 1972 og mældist þá 125 ts .Síðan var byggt yfir það 1981. Garðar kaupir það 2006 og gefur því nafnið VALBERG.Það var notað í verðgæslu í Norður sjó. Í sambandi við olíuborpalla. Hann selur svo bátinn 2013 Skipið heitir í dag ARNAFELL HF 90 og er skrá sem "vinnuskip"
18.11.2014 11:58
Jónas skrifar
16.11.2014 15:40
ACHAEOS
ACHAEOS
© BRIAN FISHER
© BRIAN FISHER
© BRIAN FISHER
16.11.2014 14:03
STAR VIKING
Aldrei þótti mér þetta skip sérlega fallegt. En margir eldri sjóarar muna eftir því hér við land. Gott ef Samskip var ekki með það á sínum snærum eitthvað . En nú er búið að breita því í gripaflutningaskip og svei mér þá, mér finnst það laglegra þannig
Hér er Star Viking sem VIKING
Skipið var byggt hjá Skála Skipasmiðju í Skála í Færeyjum 1983 sem: STAR VIKING Fáninn var: færeyiskur Það mældist: 823.0 ts, 1700.0 dwt. Loa: 77.60. m, brd 13.00. m 2014 var skipinu breitt í Livestock Carrier og mældist eftir það 2936,0 ts 1555.0 dwt Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1992 VIKING - 1996 JOTUNHEIM - 2004 VIKING 2014 STAR VIKING Nafn sem það ber í dag undir fána St Vincent and Grenadines
13.11.2014 12:03
ACHAEOS
ACHAEOS
© BRIAN FISHER
ACHAEOS
© BRIAN FISHER
© BRIAN FISHER
Skipið var smíðað hjá SIMEK í Flekkefjord Noregi 1992 sem HERJÓLFUR Fáni var íslenskur Það mældist :3354.0 ts 300.0 dwt Loa: 70.50. m brd: 16.00 m Það tekur um 380 farþega og ca 100 bíla.Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
HERJÓLFUR III
10.11.2014 17:29
Fyrir 70 árum
Anna Gtharine Aagot (dóttir Sveins Björnssonar) gefur GOÐAFOSS II nafn
Mynd úr gömlum ritum © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Svendborg Skipsværft Svendborg Danmörk 1921 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist:1542.0 ts 2000,0 dwt.Loa: 73.22.m brd 10.86. m .Endalok þessa skips urðu en hörmulegri en þess fyrsta með þessu nafni sem strandaði fárra mánaða gamall við Straumnes En hér má lesa um endalok Goðafoss II
GOÐAFOSS II hleypt af stokkunum 18 mars1921
Mynd úr gömlum ritum © óþekktur
Goðafoss II kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn 9 sept 1921
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Skipinu stjórnaði í byrjun Einar Stefánsson skipstjóri
Með Gunnar W Sørensen sem yfirvélstjóra
Goðafoss II
Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Fræg er sagan af unga USA Army liðsforinganum sem misti unga íslenska unnustu sína sem gekk með annað barn þeirra og ungan son í þessum hörmulega atburði. ( er hægt að kalla svona slys?) Eftir að stríði lauk og eftir að hafa gengið í skugga um hver hafði haft stjórn á kafbátnum sem sökkti Goðafossi fann hann út heimilisfang Fritz Hein í Batavíu Hann fór þangað vopnaður skammbyssu til að skjóta hann. En hann hitti fyrir systur Hein sem sagði honum að bróðir hennar hefði verið drepinn þegar HMS Recuit og HMS Pincher sökktu U-300 22 febrúar 1945 V af Cadiz. Hann snéri sér þegandi við og gekk í burtu
GOÐAFOSS II
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Það var árla morguns 8 sept 1921 sem Goðafoss sigldi fánum prýddur inn í heimahöfn sína Reykjavík Mikið var skrifað í tilefni komu skipsins M.a:" Allir íslendingar hafa ástæðu til að gleðjast yfir þessari miklu og ágætu aukningu íslenska verslunarflotans. Undir dugandi stjórn hins reynda skipstjóra, Einars Stefánssonar, mun Goðafoss hinn nýi sigla um heimshöfin með blaktandi íslenska fánann og bera framandi þjóðum boð um sjálfstæði og framfarir íslendinga."
GOÐAFOSS II
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Einnig var líka orkt Þannig orti t.d Páll Árdal
"Heill þér gnoðin, glæsta, fríða./ Goðafoss er hamingju boðar/ landi og þjóð, og byggir og bindur/ brú frá strönd að fjarrum löndum./ Verndi þig landsins vættir og kyndi/ varúðarglóð á hættu slóðum; kjós þér höfn, þótt yfir þig ausi/ Ægir reiður hrönnum breiðum".
Og J.S Húnfjörð orti þetta til skipsins
"Afls það boðar öllum trú,/ eyðist voða krossinn./ Þjóðia skoða náir nú/ nyja Goðafossinn
Öll þér hossi auðnugnægð,/ Íslands hnoss" á "Víðir"/ Gefðu oss nú gagn og írægð,/ Goðafoss, um siðir.
Fánatjaldið fritt á höfn / framsýn aidar gleður./ Brjóst þitt aldrei mjéti dröfn /, bjarg né galdraveður.
Þegar mætir kólga kinn,/ klökk svo grætur ströndin/ styðji ætfð stjórnvöl þinn/ styrk og gætin höndin.
Afl þitt rís, en ógæfa '/ undan vís að snúa./ Heilög "tslands hamingja"/ hjá þér kýs að búa"
GOÐAFOSS II
Ljósmyndasafn Ísafjarðar © Sigurgeir B Halldórsson
Það mætti með smá hugmyndaflugi kalla olíuskipið ,SHIRVAN örlagavald GOÐAFOSS II En GOÐAFOSS stöðvaði til að bjarga mönnum af því skipi. sem hafði verið orðið fyrir árás Hérna má lesa meir um það á Uboat.net
04.11.2014 16:46
Árekstur í Öresund
Staðurinn og skipin eftir áreksturinn

© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
© Hannes van Rijn
KRASLAVA
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
ATLANTIC LADY
© Frits Olinga-Defzijl
Skipið var smíðað hjá: Gdanska Lenina í Gdansk Póllandi 1986 sem: KOCIEWIE Fáninn var: pólskur Það mældist: 8833.0 ts, 6233.0 dwt. Loa: 139.70. m, brd 20.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveimur nöfnum en 2001 fékk það nafnið ATLANTIC LADY og er nú undir fána S-Kitts,
ATLANTIC LADY
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
26.10.2014 19:41
OLD WINE
OLD WINE
© Manuel Hernández Lafuente
OLD WINE
© Manuel Hernández Lafuente
© Manuel Hernández Lafuente
© Manuel Hernández Lafuente
© Manuel Hernández Lafuente
25.10.2014 11:52
Jane Lolk
og strekkingsstormur af austri. Bað skipið um aðstoð, og fóru Kap, Erlingur I og Frigg þvi til aðstoðar og drógu það inn. Minnstu munaði, að skipið strandaði. Á skipinu voru 54 Danir, og af þeim voru 3 konur. Sjópróf hafa staðið yfir undanfarnadaga og lauk í gær."
JANE LOK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
JANE LOLK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Koma skipsins hafði með sér alvarlegan eftirmála Svona segir "Víðir" frá því 19 nóv.1949 : "Runólfur Jóhannsson skipaeftirlitsmaður, var um borð í Jane Lolk í gær, að skoða skipið áður en það léti úr höfn. Runólfur var að fara ofan í lest og var kominn ofan í aðra tröppuna, er stiginn rann til og féll Runólfur niður og meiddist mikið við fallið. Runólfur var fluttur á Sjúkrahúsið og leið eftir atvikum sæmilega er síðast fréttist, en læknisskoðuni var þó ekki tyllilega lokið.Skipið hætti við að fara í gærkveldi vegna veðurs"
24.10.2014 13:01
Eivor
EIVOR

Skipið var smíðað hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi 1990 sem:BALDUR Fáninn var: íslenskur Það mældist: 645.0 ts, 100.0 dwt. Loa: 39.40. m, brd 9.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum En 2006 var skipið selt til Finnlands og fékk nafnið EIVOR Nafn sem það ber í dag undir finnskum fán
EIVOR









22.10.2014 16:20
Sextíu ár
Fréttin í Fylki 22-10-1954
TRÖLLAFOSS er eitt af þeim skipum sem ekki mega gleymast í siglingasögu Íslands. Skipið vakti víða athygli fyrir snyrtimennsku. Flaggskip flotans þess tíma hvað stærð varðaði.Um skipið og áhöfn þess mætti skrifa heila bók. Og merkilegt að engin ritfær maður skyldi ekki skrifa sögu Bjarna Jónssonar skipstjóra. Sem var fyrsti íslenski skipstjórinn á skipinu sem var keypt notað 1948. En Bjarni sigldi í báðum heimstyrjöldunum. Hann var m.a. á Ceres þegar hún var skotin í kaf 1917. Í seinna stríðinu var hann með Dettifoss og Lagarfoss eftir að Gullfoss var kyrrsettur í Kaupmannahöfn 1940. Bjarni var alla tíð vellátinn sem skipstjóri.


Tröllafoss þótti mikið skip







12.10.2014 19:41
Cape Horn
Hér sem CAPE HORN I
© Ron Dobson
Skipið var smíðað hjá MTW í Wismar Þýskalandi 1992 sem:CAPE HORN Fáninn var: Kýpur Það mældist:10396.0 ts, 12854.0 dwt. Loa: 144.90. m, brd 23.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1992 TSL GALLAND - 1994 CAPE HORN - 1994 MAERSK LA PAZ - 1996 CAPE HORN I - 1997 EAGLE STAR - 1998 CAPE HORN I - 1998 MAERSK DAVAO - 1999 OTWAY - 1999 CAPE HORN I - 2002 CALA PORLAMAR - 2002 MOL BRASILIA - 2007 APL QUITO - 2008 CAPE HORN I - 2010 AQUA LUNA Nafn sem það bar síðast undir Líberíu fána
Hér sem CAPE HORN I
© Ron Dobson
© Ron Dobson

12.10.2014 19:01
TRÖLLAFOSS og PROMINENT
Kappróðurinn
Mynd úr safni Sjómannadagsráðs © óþekktur
Sem TRÖLLAFOSS menn unnu.
Guðmundur getur sér til að maðurinn fyrir framan þann með hvítu húfuna sé Jón Steingrímssons sem var stm og skipstj. á TRÖLLAFOSSI um þetta leiti Og er ég sammála honum um það. Og nú vantar gamla Eimskipafélagsmenn til að þekkja hina. Ég verð að segja að ég kannast við nokkur andlit þarna en kem ekki nöfnunum fyrir mig.
Myndin
hér að neðan er skönnuð úr Endurminningabók Jóns Steingrímssonar
skipstj."Kolakláfar og Kafbátar" ef menn áttuðu sig kannske meira á
ofangreindum mönnum
Mynd skönnuð úr "Kolakláfar og Kafbátar" © óþekktur
Skipin
Gamli góði TRÖLLAFOSS
© Peter William Robinson
PROMINENT
© Sjöhistorie.no
PROMINENT
© Sjöhistorie.no
12.10.2014 12:58
RAMPART
Hér sem RAMPART
© Peter William Robinson
Hér sem MARIJKE IRENE
© Peter William Robinson