09.08.2014 13:34

Prinsendam 2

Nú eru tölvumálin komin í svona ásættanlegt form.Ég talaði um "Hauka í horni" um daginn hvað myndir varðar Og hér eru nokkar myndir frá tveim af þeim Torfa Haraldssyni og Björgvin S Vilhjálmssyni. En þær eru af skemmtiferðaskipinu PRINDENDAM

PRINDENDAM hér í Reykjavík

                                                                                                   © Björgvin S Vilhjálmsson



Skipið var smíðað hjá Wartsila í Turku Finnlandi 1988 sem:ROYAL VIKING SUN  Fáninn var:Bahamas Það mældist: 37845.0 ts, 6150.0 dwt. Loa:204.00. m, brd 32.30. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1999 SEABOURN SUN - 2002 PRINSENDAM Nafn sem það ber í dag undir hollenskum fána


PRINDENDAM hér í Reykjavík


                                                                      © Björgvin S Vilhjálmsson


                                                                            © Björgvin S Vilhjálmsson


Hér komin til Eyja í baksýn VEENDAM annað hollenskt skemmiferðaskip


                                                                                        © Torfi Haraldsson


                                                                                                                        ©
Torfi Haraldsson



                                                                                                            © Torfi Haraldsson





                                                                                                            © óli ragg

Hér farið að huga að brottför

                                                                                                     © óli ragg

Skipið var svo dregið á afturendanum út úr höfninni

                                                                                                      © óli ragg


                                                                                                                   © óli ragg


                                                                                                         © óli ragg


                                                                                © óli ragg



                                                                                                      © óli ragg



                                                                                                                    © óli ragg



                                                                                                                      © óli ragg


Lokað fyrir álit

05.08.2014 22:20

Dockwise Vanguard

Smá tölvu vandræði En var með þessar á"lager" frá hollenskum rafpóstvini En skipið er svokallað "Heavy load carrier"og alsekki fallegasta fleyið á hafinu

Dockwise Vanguard


                                                                                              ©  Hannes van Rijn

Skipið var smíðað hjá: Hyundai í Ulsan S- Kóreu 2013 sem: DOCKWISE VANGUARD Fáninn var:hollenskur Það mældist:91784.0 ts, 116173.0 dwt. Loa:275.00. m, brd 70.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir einu nafni og fána


DOCKWISE VANGUARD

                                                                                                          ©  Hannes van Rijn


                                                                                                         ©  Hannes van Rijn

Lokað fyrir álit

05.08.2014 21:38

Key Breezer

Þessi tankari KEY BREEZER var hér í dag. Hver erindið var fór algerlega fram hjá mér í öllum hasarnum

KEY BREEZER

                                                              © óli ragg

Skipið var smíðað hjá: Selah Makina í Tuzla Tyrklandi 2006 sem: BROVIG BREEZE Fáninn var:norskur Það mældist:2885.0 ts, 4300.0 dwt. Loa: 96.00. m, brd 14.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum En 2014 fékk það nafnið KEY BREEZE Nafn sem það ber í dag.En nú ber það fána Gíbraltar

KEY BREEZE

                                                                  © óli ragg


                                             © óli ragg




                                                                                               © óli ragg

Lokað fyrir álit

05.08.2014 20:26

Veendam

Það var nóg að gera hjá Adda Steina yfirhafnsögumanni og þeim félögum hjá Vestmannaeyjahöfn í dag Eins og fram kom hjá mér í morgun kom lengsta skip sem lagst hefur við bryggju hér í Eyjum þá hingað Þá var hérna tankari KEY BREEZE inn í höfninni.Það koma myndir af þeim seinna en smá tölvuvandræði eru að hrjá mig Og á Klettsvíkinni lá annað skemmtiferðaskip VEENDAM


VEENDAM

                                                                                         © óli ragg


Skipið var smíðað hjá Fincantieri Breda í Marghera Ítalíu 1996 sem: VEENDAM  Fáninn var:Bahamas Það mældist:55451.0 ts, 6604.0 dwt. Loa: 219.20. m, brd 30.80. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni en nú er fáninn hollenskur Það tekur 1350 farþega og áhöfnin telur 580 manns

VEENDAM 

                                                                              © óli ragg


                                                                                   © óli ragg

Lokað fyrir álit

05.08.2014 11:08

Nýr miðbær

Maður verður að leifa sér að vera aðeins "skáldllegur" svona nývaknaður á þriðjudegi eftir þjóðhátíð. En nýr 1220 manna miðbær má segja að hafi myndast við höfnina í Eyjum í morgun í staðin í fyrir "14.0000 manna "úthverfið"sem var við lýðið í Dalnum um helgina. En að öllum asnalátum slepptum þá kom í morgun stærsta skip sem hér inn í höfn hefur komið.Skemmtiferðaskipið PRINSENDAM Það er 204 m langt og 32.30.m breitt  og tekur 740 farþega og áhöfnin telur 480 manns Það er óhætt að segja að ég á marga "Hauka í horni" hvað myndir varðar Torfi vinur minn Haralds hljóp undir bagga í morgum þegar skipið kom Einnig var Björgvin V Vílhjálmsson búin að senda mér myndir teknar af skipinu.En vegna þjóðhátíðardraugs í tölvunni birti ég bara myndir frá Torfa núna.




 





Lokað fyrir álit

02.08.2014 17:43

Cemfjord

Aðeins að nútímanum og vægari meðhöndlun En kl 2215 þ 29 júlí strandaði sementflutningaskipið  CEMFJORD í Læsø Rende í Kattegat en skipið var á leið frá Aalborg til Goole, með 2100 ts af sementi. Skipverjar lætu ekki vita af strandinu fyrr er 0145 um nóttina.Hér má sjá meira af þessu og einnig hér Ástæðan var sennilega sú að þegar yfirvöld þ.a.á.m lögreglan í Frederikshavn komu um borð var skipstjórinn sýnilega drukkinn. Alcoholtesk var tekið af hinum 57 ára rússneska skipstjóra. Sýndi það yfir 1.0 próm í blóðinu. Var hann strax handtekinn og fékk seinna 10.000 dkr sekt .Og kom síðan annar skipstjóri til að leysa hann af Skipið náðist út strax þ 30 lítið sem ekkert skemmt

CEMFJORD

                                                                                                   © Wil Weijsters

Skipið var smíðað hjá Hegemann Roland í Bremen Þýskalandi 1984 sem MARGARETA  Fáninn var:þýskur Það mældist: 1781.0 ts,2550.0 dwt Loa: 83.20. m, brd 11.50. m 1998 var skipinu breytt í sementflutningaskip Skipið hefur  aðeins gengið undir tveimur nöfnum En 2004 fékk það nafnið CEMFJORD nafn sem það ber í dag undir Kýpurfána

CEMFJORD

                                                                                © Wil Weijsters


                                                                                             © Wil Weijsters


                                                                                        © Wil Weijsters


                                                                                                 © Wil Weijster

Lokað fyrir álit

01.08.2014 21:54

ARCTIC

Eitthvað skýrasta dæmið um hvernig sárasaklausir menn dragast óaðvitað inn í ófrið þjóða á milli er sagan um skipshöfnina á flutningaskipinu ARCTIC 1942. Þetta "óhappaskip" var keypt til landsins 1940 Og er án efa eitt af mestu "hrakfallabálkum" íslenskrar siglingasögu Svona sagði Mogginn frá komu þess 16 maí 1940



Arctic var þrísiglt skip byggt úr tré 1919 Það hafði hjálparvél,en treyst var á seglin Því var ætlað að bæta úr skipakosti til flutninga landa á milli einkum frystar fiskafurðir Sú saga gekk um skipi, að þegar Fiskimálanefnd festi kaup á því, hafi það ekki aðeins verið innifrosið, heldur hafi kælivélarnar verið í fullum gangi og skipið því gegnfrosið. Hafi þetta hvorttveggja leynt þeim leka, er á skipinu hafi veriS og kom fram í hafi, er klakinn var úr því þiðnaður.

                                                                           Mynd úr Ritsafni Jóns Björnsonar Íslensk skip © ókunnur


Í árslok 1941 sigldi skipið til Suðurlanda og kom til Vigo á Spáni 20 des Þar hafði skipið langa viðdvöl.þóðverjar settu sig í samband við suma skipsmenn og leituu eftir samkomulagi við þá um tilstyrk er gæti komið þjóðverjum að notum í hernaðinum á N-Atlantshafi Ræddu þeir við skipstjórann Sigurjón Jónsson og vildu fá hann til að senda þeim verðurskeyti á leiðinni til Íslands. Skýrði skipstjórinn svo frá síðar að að þjóðverjarnir hefðu haft í hótunum um að skipið myndi ekki komast langt frá Spáni ef ekki yrði gengið að óskum þeirra..Ræddi Sigurjón þetta við Loftskeytamann sinn Jens B Pálsson og  þótti þeim úr vöndu að ráða.


                                                                                             Mynd skönnuð úr gamalli bók © ókunnur

Var þeim óljúft að ganga að kröfum þjóðverja ,en virtist ella mikið í húfi sökum ógnana þeirra. Var málið borið undir íslenska konsúlinn í Vigo . Lét hann þá skoðun í ljósi að þeir tveir skyldu láta undan og senda þessi skeyti. Það varð að ráði að loftskeytamaðurinn tók við senditæki og coda. Með loforði um að senda veðurskeyti á leiðinni.Stæði hann ekki við þetta loforð yrði skipinu tafarlaust sökkt 

Hliðið að fangelsinu á Kirkusandi Innan þessarar girðingar gerðust hrottalegr atburðir


                                                                                    
    Mynd skönnuð úr gamalli bók © ókunnur


Skipið hélt svo af stað frá Vigo þ 15 febr. 1942 hlaðið ávöxtum Send voru 7 veðurskeyti frá því Það síðasta þegar það átti eftir 200 sml til Vestmannaeyja. Ekki var vegur sannleikans alltaf þræddur nákvæmlega í þessum skeytum. Kom skipið til Reykjavíkur þ 25 febrúar Þegar heim kom var var senditækið komið í land flutt í land og í vörslu kunninga skipstjórans Codanum kom loftskeytamaðurinn í vörslu síns kunninga. En bretarnir höfðu komist á snoðir um þessar sendingar og náðu að miða þær út. Þeir athuguðu málið í kyrrþey meðan skipið stóð við í Reykjavík og létu ekki til til skarar skríða fyrr en skipið var komið til lestunar í Vestmannaeyjar 13 apríl Skömmu eftir komu skipsins þangað komu hermenn sem stóðu vörð um skipið.


Fangelsið á Kirkusandi

                                                                                        Mynd skönnuð úr gamalli bók © ókunnur


Þ 15 voru Sigurjón skipstjóri og Jens loftskeytamaður handteknir og fluttir í land sem fangar. Skipshöfnin var höfð í haldi um borð. Leið svo fram til 20 þá fyrirskipaði herstjórnin að sigla skildi skipinu tll Reykjavíkur.Þegar til Reykjavíkur var komið var öll skipshöfnin flutt í fangabúðir hersins við Kirkjusand  Skipsmenn mættu nú hinni harkalegustu meðferð hjá hernum Voru höfð yfir þeim miskunnarlaus réttarhöld með pyntingum og ógnunum svo að með ólíkindum má teljast. Sannleikur málsins er sá að bretarnir komu fram við mennina sem yfirgengilegir fantar.


Fangelsið á Kirkusandi


                                                                                        Mynd skönnuð úr gamalli bók © ókunnur


Þeir misþyrmdu þeim með höggum og öðrum pyntingum svo að við dauða lá.Létu þá liggja sárþjáða í köldum og illa hirtum klefum. Hentu í þá "hundafæði" sem nokkrir af þeim gátu ekki neytt sökum vanlíðunnar af áverkum. Allir urðu mennirnir meira eða minna veikir af hinni hrottalegu meðferð og hinum ílla aðbúnaði. . Það má segja með ólíkindum að mennirnir skildu þurfa að þola þessar þjáningar,líkamlegar og andlegar sárasaklauir (því það sannaðist aldrei að neinir aðrir en skipstjórinn og loftskeytamaðurinn hefi vitað um skeytasendingarnar) við bæjardyr íslenskra stjórnvalda Sem ekki gátu hreyft legg eða lið vegna ofríkis breta


Sigurjón Jónsson (1889-1943) sætti þvílíkri meðferð há bretunum að hann andaðist um borð í herskipinu sem átti að flytja hann til Bretlands                                                                                                                                        

Jens Björgvin Pálsson loftskeytamaður ( 1916-2000) Sat í fangabúðum breta fram til 5 ágúst 1945

                                       

Guðni Signundsson Thorlacius ( 1908-1975) 1 stm Þurfti að þola óheyrilegar pyntingar á Kirkjusandi M.a þannig tveir hermenn stóðu sinn hvoru megin við hann börðu hann þar til hann hneig niður:þá var hann reystur upp og barsmíðin endurtekin þrisvar í röð





En hrakningum mannana var ekki lokið 22 maí voru þeir fluttir aftur um borð í skip sitt og því svo siglt til Bretlands, Guðni 1 stm sigldi skipinu undir eftirliti bresks sjóliðsforinga og með bresku fylgdarskipi.Þ 29 maí þegar skipið var statt í Írska Kanalnum var svo komið að Árna Magnússyni örendum í vélarrúminu. Var farið með líkið inn til Lock Foyl. Síðan var haldið til  Gourock við Clyde. Þar yfirgaf skipshöfnin skipiðVoru þeir fluttir þaðan til London. Þar voru þeir í ströngum yfirheyrslum en án alls ofbeldiÞað var svo 9 ágúst að mennirnir voru lýstir sýkn saka og sleppt


Skúli Sigurður Sívertsen (1892-1960) 1 vélstj hann lá á spítala lungan úr veru mannana í Bretlandi. Hann hafði fengið "Gulu" af bætiefnaskorti á Kirkjusandi auk misþyrminganna





Þeir voru svo fluttir um borð í skip sitt sem var í mjög illu ásigkomulagi er .
þair komu um borð. Var nú tekið við að þrífa . Guðni (nú skipstjóri) hafði strax og um borð sett sig í samband við íslenska konsúlinn í Edinborg. Lét hann þá hafa peninga og passa og útvegaði hann allt sem til skipsins vantaði og greiddi konsúllinn götu þeirra em best hann gat til að mennirnir kæmust sem fyrst með skip sitt til Íslands. Skipið sigldi síða til Runcorn þar sem lestað var salt til Íslands.Og ímyndið ykkur endirinn. Eftir mikið stapp fjas og muður var fallist á að borga þeim kaup fyrir tímann. En skaðabætur eða þvílík fengu þeir aldrei


Eyjólfur Jónsson Hafstein ( 1911- 1959,fórst með Vs Hermóði) annar stm Varð fyrir miklu líkamlegu ofbeldi svo á sá á líkama hans



Árni Magnússon 2 vélstj.(1897-1942) Slapp að mestu við líkamlegt ofbeldi en varð bráðkvaddur um borð í AETIC á leið til Englands




Guðni Ingvarsson ( 1901-1975) matsveinn Var beittur hrottalegu ofbeldi í líkingu við nafna sinn Thorlacius




Kristján Már jónsson 2 matsveinn (1916-1982) Hætti strax eftir Spánarferðina . Var yfirheyrður en aldrei handtekinn




Einar Sveinn Erlingsson (1926-2014) 2 matsv. Var nýráðinn á skipið þegar bretar tóku það Og var á því Englandsferðina Slapp að mestu við líkamlegar pyntingar



Árni Ingimundur Helgason (1908-1988) aðstoðavélstj hlaut "Guðnameðferðina"



Hans Ólafsson (1894-1973) bátsmaður slapp við verstu meðhöndlunina




Björn Oddsson Þorleifsson (1922-1995) háseti sætti svipaðri meðferð og þeir nafnarnir




Einar Baldursson (1917- 1995) háseti slapp að mestu við líkamlegar pyntingar



Haraldur Sigurjónsson (1921- 2006) sonur Sigurjóns skipatjóra slapp við miklar líkamlegar pyntingar



Ólafur Gunnar Jónsson (1924-2012) háseti skapp að mestu við líkamlega áverka



Haukur Andrésson (1921-1994) háseti slapp líka að mestu við það líkamlega




Það má með sanni segja að þeir sem stjórnuðu þessu landi þegar þessir atburðir áttu sér stað hefðu mátt skammast sín fyrir sína framgöngu í málinu. Fiskimálanefnd sem átti skipið var jú í eigu ríkisins Hún neitaði fyrst að borga mönnunum áhættuþóknun á launin eins og var í farmannasamningum En drulluðust loks til þess fyri mikið þóf og málarekstu. Um skaðabætur var ekki að tala um Ja sveiattan  

Artic

                                                                                    Mynd skönnuð úr gamalli bók © ókunnur


Skipið var smíðað hjá Bergkvara Skepps í Bergkvara Svíþjóð 1919 sem PRIMO  Fáninn var:sænskur Það mældist: 446.0 ts, Loa: 43.10. m, brd 10.70. m Skipið  gekk undir aðeins undir tveimur nöfnum En 1935 var skipið selt til Danmörk og fékk nafnið ARCTIC Nafn sem það bar síðast undir íslenskum fána En endalok þess urði að 15 nars 1943 lagði skipið af stað til Vestmannaeyja Það hreppti aftakaveðru og hraktist það síðan á land við Stakkhamra í Miklaholtshreppi Mannbjörg varð en skipstjórinn Jón Ólafsson lést eftir hrakningana Hann var faðir Erlendar Jónssona seinna skipstjóra hjá Eimskip


Lokað fyrir álit

31.07.2014 17:29

Frekjan

Lítum á forsíðu Vísis þ 12 ágúst 1940



Um miðnættið Þann 12. ágúst árið 1940, þegar WW2 var í algleymingi, renndi lítil, nær hálfrar aldar gömul skúta upp að gamla hafnarbakka í Reykjavík. Var hér komin  Frekjan BA 271 undir stjórn Lárusar Blöndal skipstjóra að koma
heim til Íslands eftir 22 sólarhringa útivist frá Danmörku með sjö manna áhöfn
Þeir voru: Lárus Blöndal, skipstjórl, Gunnar Guðjónsson (skipamiðlari) stýrimaður, Gísli Jónsson (þv alþm.) 1. vélstj Björgvin Frederiksen (frkvstj.) 2. vélstjóri, Úlfar Þórðarson (augnlæknir) matsveinn, Konráð Jónsson (verzlm.) háseti og Theódór Skúlason (læknir) háseti. Höfðu menn þessir lokast inni í Danmörk  af ófriðarástæðum, en fengið leyfi þýzkra hernaðatyfirvalda til skipakaupanna og Íslandsferðar.

Farkosturinn Frekjan BA 271


                                                                                  Mynd skönnuð úr gömlum bókum © ókunnur

Gísli Jónsson keypti 32 lesta bát með 70 hestafla Gamma vél fyrir 8500 danskar kr. Seljandi var hálfáttræður skipstjóri ( Frederikshavn, Knudsen að nafni. Hét skútan eftir tengdaföður hans, Anders Morse. Mikla blessun kvað hann hafa fylgt skútunni þau 48 ár sem hann hefði stýrt hennl á Ægisslóð, en það var ekki síst að þakka tréklossa negldum framan á stýrishúsi, hvar hann var búinn að vera ( 40 ár eftir að Knudsen hefði þegið hann i lifgjöf frá skipsbrotsmanni, sem hann hafði bjargað af rekaldi i Norðursjónum. Þrivegis hafði Knudsen unnið til verðlauna fyrir hraðsiglingu f Englandsferðum á Anders Morse. Nokkuð var skútan illa útlítandi enda komin til ára sinna, smíðuð í Troense 1888 eða 52 ára gömul. Eftir að hafa dyttað að bátnum eftir föngum og gefið honum nafnið Frekjan, var haldið úr höfn með blessunar óskir Knudsens og Marfu konu hans. Lagt var upp frá Frederikshavn laugardaginn 20. júlí.

Skipshöfnin frá v Gunnar Guðjónsson skipamiðlari (1900-1992) Gísli Jónsson fv alþingismaður (1889-1970) Björgvin Frederiksen vélvirkjameistari (1914- 2003) Konráð Jónsson verslunarmaður (1901-1955) Theodór Skúlason læknir (1908-1970) Lárus Blöndal skipstjóri (1894-1954) Úlfar Þórðarson augnlæknir (1911-2002)

                                                                                        Mynd skönnuð úr gömlum bókum © ókunnur

Lá leiðin fyrst um tundurduflasvæði til Kristiansand [ Noregi, þar sem legið var í 5 daga. Síðar var haldið innan skerja norður með.ströndinni. Stansað var á nokkrum stöðum, svo sem: Lyngdalen, Langelandsvik, Stavanger, Haugasundi, Bergen og við Holmengraat var norska ströndin yfirgefin þann 4. ágúst og stefna tekin á Færeyjar.Eftir rúml. tveggja sólarhringa siglingu var komið til Þórshafnar. Frá Færeyjum var svo haldið þann 8. ágúst og snemma morguns sunnudaginn 11. ágúst renndi Frekjan fram hjá Heimakletti inn á Vestmannaeyjahófn eftir 61 klukkustundar ferð frá Færeyjum. Til Reykjavíkur kom svo skipið sem fyrr greinir 12.-13. ágúst eftir giftusama ferð um hættusvæði. Hér hlaut báturlnn sfðar nafnið Þerney RE 271 og var á skipaskrá fram til ársins 1950 og mun hafa dagað uppl inn við Elliðaárvog. Aðalmál bátsins voru: Loa::17.05 m. Brd: 4.90 m.
Lokað fyrir álit

30.07.2014 16:40

Hólmsteinn

Um klukkan 15 síðdegis föstudaginn þ 30. maí 1941 lagði vélbáturinn Hólmsteinn frá bingeyri af stað í róöur. Um klukkan 21 að kvöldi sama dags hitti vélbáturinn
Hulda frá Dýrafliði bátinn um 10 mílur undan Blakk, en síðan heflr ekkeit til hans
spurst. Veður var hið besta ftam á hvitasunnudag, en þá hvessti nokkuð af vestan og hélst svipað veður í tvo daga. Bar þó öllum saman um, að ekki sé hugsanlegt,
að báturinn hafl orðið fyrir nokkrum áföllum af völdum veðurs. Þegar það drógst langt fram yflr eðlilegan tíma, að báturinn kæmi að landi, var óttast um, að hann kynni að hafa orðið fyrir vélabilun, þvi að alvarlegra slys gátu menn ekki imyndað sér, að hefði hent hann, eins og veðri var háttað.Leit var svo hafln að bátnum.
Hófu hana bátar frá Þingeyri og Flateyri.

Þeir voru engin "stórskip" vertíðarbátarnir frá Vestfjörðum á þessum tíma m/b Vísir fann lóðir Hólmsteins


                                                                              Mynd úr Ritsafni Jóns Björnsonar Íslensk skip © ókunnur

Fann vélbáturinn Vísir frá Flateyri þá 60 af 136 lóðum Hólmsteins ca. 25 mílur norðvestur af Blakk, en einskis annars varð hann vísari, er geflð gæti vísbendingu um afdrif hans. Annan hvítasunnudag fóru svo bátamir Morgunstjarnan og Dagstjarnan frá Ísafirði í leit að Hólmsteini, en sú leit bar engan árangur. Næsta dag fór svo varðbáturinn Óðinn að leita bátsins, og aðfaranótt miðvikudagsins flaug flugvélin T. F. "Örn" fram og aftur meðfram Veslfjörðum og allt norður að ísrönd. Var skyggni svo frábærlega gott, að telja mátti lóðabelgi og uppihöld veiðiskipanna á miðunum. Samtímis hélt Óðinn áfram leitinni, en árangur varð sem fyrr enginn Þótti nú sýnt, að frekari leit væri árangurslaus og sorgleg vissa fengin fyrir því, að Hólmsteinn væri ekki lengur ofansjávar. Menn lætu sér helst detta í hug, að það hljóti að vera af völdum tundurdufls, sem hann hefir farizt.
Örlög Hólmsteinns eru hér

Ásgeir Sigurðsson frá Hnífsdal formaður,(1920) 
ókvæntur  en lét eftir sig son og aldraða
foreldra



Óskar Helgi Jóhannesson (1918) Vélstjóri frá Ásgarðsnesi,
Þingeyri. Ógiftur og barnlaus en átti foreldra á lífi..



Níels Guðmundsson (1918) frá "Grasi"við Þingeyri ókvæntur og barnlaus en átti móður á lifi.



Guðmundur F. Krisijánsson(1919) frá Þingeyri.
Ókvæntur,barnlaus                                                                                                                                                                                                                



Vélbáturinn Hólmsteinn ÍS 155 var einungis ársgamall þegar honum var sökkt í lok maí 1941. Áhafnarmeðlimir voru svo ólánsamir að þeir urðu varir við kafbátinn U-204 sem var á leiðinni til fundar við birgðaskipið Belchen skammt sunnan Grænlands. Kafbátsforingi U-204, Walter Kell, taldi að áhöfn Hólmsteins myndi gefa upp staðsetningu kafbátsins og þótti því vissara að sökkva honum. Hólmsteinn naut þess vafasama heiðurs að vera fyrsta skipið sem bæði Kell og kafbáturinn U-204 sökktu.

Birgðaskipið BELCHEN



                                                                                                                   © Sjöhistorie.no

Skipið var smíðað hjá Götaverken í Gautaborg 1932 sem:SYSLA  Fáninn var:norskur Það mældist: 6367.0 ts, 9670.0 dwt Loa: 124.40. m, brd 16.90. m Skipið  gekk aðeins undir tveim nöfnum En 1940 tóku Þjóðverjar skipið hernámi og skírðu það BELCHEN Nafn sem það bar síðast undir þýskum fána 
HMS Aurora og HMS Kenya sökktu svo skipinu 3 júni 1941

Lokað fyrir álit

29.07.2014 21:06

Brúarfoss í sprenguregni 1940

Látum hugann reika 74 ár aftur í tímann. Árið er 1940 fyrsta heila ár WW 2 þá birtist  viðtal  í Sjómanninum  3 tbl 1940. Viðtalið var við ónefndan sjómann á ES Brúarfossi Og er færslan byggð í meginatriðum á þessu viðtali:"Þetta var lang versta ferðin okkar og tvimælalaust sú hættumesta, segir skipverjinn. Það tekur töluverðan tíma að átta sig á þvi, að við skulum vera komnir heim í friðinn og rólegheitin, sem þó eru með öðrum svip en verið hefir.Ferðin út gekk ágætlega og að koman til Liverpool var alveg eins og á friðartimum, að þvi undanskildu,að nú gaf að lita öðru hverju herskip og flugvélar, sem þó i engu létu sig skifta, að því er virtist, ferðalag þessarar litlu,íslenzku fleytu.

BRÚARFOSS I


                                                                                                                                         © photoship


En Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir að okkur hafði tekisl að komasl klakklaust fram hjá ósýnilegum kafhátum, tundurduflum og flugvélum og komið var heilu og höldnu í höfn í Liverpool,byrjaði sá ægilegasti hildarleikur, sem ég býst við að nokkru sinni hafi fyrir augu og eyru íslenzkra sjómanna borið. Við höfðum ekki staðið við nema í einn sólarhring, er þessi djöflagangur byrjaði.Loftið virtist þrungið af öllum þeim óhljóðum, sem hægt er að framkalla, samfara sífeldri skolhríð og eldglæringum og ljóshlossum, er allt virtist Kvöldið eftir fyrstu loftárásina á Liverpool,heyrðum við um horð í Brúarfossi í útvarpinu frá Kaupmannahöfn, að sagt var frá miklum skemdum og ægilegu tjóni, sem árás þessi hefði valdið á Liverpool, einkum höfninni. En þetta var með öllu tilhæfulaust, þó merkilegt megi teljast. Engar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum, en smávægilegar skemmdir á húsum, að þvi er best varð séð og okkur var sagl. Okkur varð hugsað heim til vandamannanna, ef slíkar fréltir bærust þeim einnig gegnum íslenska útvarpið. Og við sáum í
anda kviðafulla og dapra kyrrð færast yfir heimilislíf og aðslandendur okkar heima.

BRÚARFOSS I


                                                                                          © Coll. R.Cox Sea the ships


En við því var ekkert að gera slíkt er hlutskipti aðstandenda þeirra sjómanna, er nú sigla til ófriðarlanda.Næstu nætur og daga voru gerðar ailmargar loftárásir á borgina. Við dvöldum alls í 27 daga á höfninni; alla þessa daga og á næturnar lika voru loftárásrmerki gefin. Árásarmerkin voru að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á dag að tveim dögum undanskildum  Aðalárásirnar voru gerðar að nóttu til. Sáum við glögglega kúlnaregnið frá loftvarnar byssunum og ótölulegan grúa byssusprengja  ásamt þeim mynda samfellda hringi i loftinu. Þegar þessi ófögnuður allur stóð yfir, var ekki um annað að gera en halda sig undir þiljum, því við og við lentu kúlnabrot á skipinu og lenti eitt þeirra í kassa á brúnni, er liggur utan um stýrisleiðsluna og sat þar fast.


Sigurður Gíslason (1890-1978) gæti hafa verið skipstjóri á  BRÚARFOSSI I umrædda ferð. Því hann var þar fastur 1 stm og með skipið lungan úr árinu 1940. Tók svo við því í des 1940 þegar Júlíus Teitur hætti alfarið með það. Sigurður stjórnaði svo skipinu fram í febr 1941 að Jón Eiríksson tók við því



Önnur lentu á spili og víðar um skipið. Hvert þessara brota hefði hæglega drepið mann eða stórsært, ef það hefði lenti á honum. Ég þarf þvi ekki að taka það fram, að meðan loflárásirnar slóðu yfir, hætti öll vinna og menn forðuðu sér. Á nóltinni reyndist erfitt með svefn þvi náttmyrkrið er aðalvörn óvinaflugvélanna. Þá demba þær yfir borgirnar, ef þær geta, hinum hvæsandi sprengjum sem þannig eru útbúnar, að á leiðinni niður til jarðar láta þær frá sér alls konar öskur, en springa svo, er til jarðar kemur sumar þó eftir misjafnlega langan tíma og valda miklum eyðileggingum. Þá eru eldsprengjurnar. Þær lýsa upp umhverfið þar sem þær fara um og valda eldsvoða, ef ekki tekst að slökkva i þeim á augabragði. Ein slík eldsprengja féll niður að nóttu til á að giska 50 metra frá okkur.

Hluti af höfninni Liverpool



Skipverjar á skipi, er þar var nær, réðu niðurlögum hennar á um tíu mínútum, var það rösklega að verið og varð því ekkert tjón af henni. Skömmu siðar féll sprengja á tígulsteinshús, er stóð um 100 metra frá okkur. Varð það að einni steinhrúgu, eins og gefur að skilja.Ég held að okkar hús myndu þola betur loftárásir heldur en tígulsteinshúsin, en vonandi kemur aldrei til þess, að á það reyni. Stundum, þegar mest gekk á, og okkur hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina, þá ræddum við um það okkar á milli, að nú mundi lítið verða úr vinnu næsta dag. En er við að slikum nóttum liðnum hófum vinnu að morgni, þá gat að líta hvar sem farið var starfandi fólk eins og venjulega og mundi enginn trúa þessu, sem ekki hefir séð það sjálfur. Á daginn skruppum við stundum í land, þá einkum til að versla, kom það þá fyrir, að við urðum að leita til loftvarnabyrgja með íbúum borgarinnar. Margur skildi halda, að ósköp þessi hefðu haft þau áhrif, að fólk sæti þar hnípið með kvíðasvip en þvi fór fjarri

Eftir loftárás á höfnina í Liverpool



Fólk skeggræddi þar saman um allt milli himins og jarðar rétt eins og það væri að bíða eftir strætisvagni eða járnbrautarlest. Svo þegar hættan var liðin hjá fór hver sína leið eins og gerist og allt virtist gleymt sem ollið bafði því, að farið var inn í loftvarnabyrgin. Sumir okkar fóru i bíó og hver skildi trúa því, að þar gat að líta myndir af bruna i London er stafaði frá loftárásum. Þannig var fólki sýnt, hvað í vændum getur verið. í loftárás einni leituðum við hælis í nýja stýrishúsinu okkar, sem er afleiðing síðustu samninga okkar og sem ætti að vera lögboðið á hverju skipi, svo mikið öryggi og þægindi veitir það okkur sjómönnum. Horfðum við á hvernig sprengjubrotin frá loftvarnabyssunum féllu að þvi er virtist i milljónatali til jarðar, á húsþök og skip og köstuðust þaðan aftur með miklu afli. Slafaði auðsjáanlega stórkostleg bætta af þeim.


Eftir loftárás á Liverpool



ÖII forvitni, eins og t. d. okkar í stýrihúsinu  hefir hættu í för með sér, og ekki annað ráð vænna, en leita hælis og hreyfa sig hvergi á meðan hættan varir. En það er þreytandi og tekur á taugarnar, þegar ekki er og vinna verður á daginn á milli þess sem leita verður hælis undir þiljum. Við dvöldum þarna i 27 sólarhringa og af þeim var aðeins einn án loftárása. Þarf engum getum að þvi að leiða, að menn voru orðnir sáruppgefnir og svefnlausirmargir hverjir. Er ekki til of mikils mælst, að þessar ferðir lendi ekki alltaf á sömu mönnunum, heldur fari menn á víxl, því enn sem komið er, eru engar ferðir líkar þeim, sem hér hefir verið lýst. Öll skynsemi mælir með því, að skiftst sé á um að fara slíkar ferðir meðan óhjákvæmilegt er að fara þær, því heilsutjón biður þeirra, sem  að staðaldri standa í slíkum ferðum, þó ekkert óvænt komi fyrir og þá ekki síður heilsutjón fyrir aðstandendur þeirra, er lifa í stöðugum ótta heima" Þetta var meginefni greinarinnar

Lokað fyrir álit

28.07.2014 20:02

CITY OF FLINT

Í desember 1939 rak litla flösku í Akurvík á Reykjanesi við Reykjarfjörð á Ströndum.Valdimar Thorarensen fann hana. Í henni var bréf frá skipshöfninni á bandaríska flutningaskipinu CITY OF FLINT Þar sem þeir seggja frá að þýska Vasaorustuskipið  Deutschland hefði tekið skipið herfangi Bréfið var dagsett 8 okt.1939 og var þá skipið á leið til Þýskalands undir fölsku flaggi. En bak við þetta stutta bréf stóð töluvert lengri saga

CITY OF FLINT

                                                                                         © photoship

Og er hún hér í stuttu máli:"
SS «City of Flint» var flutningaskip sem tilheyrði bandaríkska verslunarflotanum.í eigu Moore-McCormack SS Co, New York
Það var fyrsta bandaríska skipið sem þjóðverjar tóku herfangi í WW 2 Það var undir stjórn Joseph H. Gainard skipatjóra Fyrsta snerting þess við stríðið var þegar skipshöfn þess tók við 200 skipbrotsmönnum af  SS Athenia 3 sept 1939

Vasaorustuskipið  Deutschland

                                                                                                        © photoship

En svo var það 9 okt sama ár var skipið 
lestað með 4000 tonnum af smurolíu  á leið frá New York til Bretlands og var rækilega merkt sem skip hlutlausar þjóðar að Vasaorustuskipið Deutschland  stöðvaði skipið 1200 sml  út frá New York.Þeir lýstu yfir að farmurinn væri "smygl" á leið til óvinalands og tóku skip og farm sem stríðsherfang.

CITY OF FLINT

                                                                                                                         © photoship

Áhöfnin teknir sem stríðsfangar Þýskir verðir sem settir voru um borð máluðu yfir öll bandaríks merki og einkenni og hífðu upp þýska fánann Til þess að reyna að forðast bretana í Royal Navy settu þjóðverjarnir stefnu á Tromsø Noregi sem þá  var hlutlaust. Norsk yfirvöld neituðu skipinu viðkomu þar g. Þjóðverjarnir settu þá stefnu á Múrmask og sögðu skipið bilað og þeir þyrftu nauðhöfn Rússar trúðu þessu ekki og neituðu skipinu aðgang að sínum höfnum.Þvi væri neyð um borð í skipinu væru bandaríkjamennirnir ekki "stríðsfangar"

CITY OF FLINT

                                                                                                        © photoship


Í millitíðinni fengu bretarnir áhuga á skipinu Þýska áhöfn skipsins reyndu aftur norska höfn og núna í Haugasundi Aftur neytuðu norsk yfirvöld og kölluðu þjóðverjana gíslatökumenn  En nú var Royal Navy alveg á hælum skipsins og áttu þjóðverjarnir ekki aðra möguleika en að gefast upp. Sem þeir gerðu fyrir norðmönnum með því að sigla inn til Haugasund. Þar sem bretar tóku svo skipið og fönguðu þjóðverjana Skipið var svo afhent Gainard skipstjóra aftur til stjórnar City of Flint hélt svo áfram að sigla um N-Atlantshafið þar 13. janúar 1943. Hér sjá allt um það

CITY OF FLINT

                                                                                    © photoship

Skipið var smíðað hjá American Intnl SB Corp í Hog Island USA 1920 sem:CITY OF FLINT Fáninn var:USA Það mældist:4963.0 ts, 7800.0 dwt. Loa: 122.20. m, brd 16.50. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fáninn var sá sami Nema þann stutta tíma sem það flaggaði þýskum fána

Lokað fyrir álit

28.07.2014 12:45

Vive le Vie

Þessi "skrautlega" einkasnekkja VIVE LE VIE leggur hér í Eyjum. Ég hef heyrt að sá sem á hana sé forríkur Svisslendingur úr lyfjageiranum.


VIVE LE VIE

                                                                                      © óli ragg

VIVE LE VIE

                                                                                     © óli ragg


                                                                              © óli ragg


                                                                                       © óli ragg


                                                                                © óli ragg


Lokað fyrir álit

28.07.2014 11:26

Skeður sennilega ekki oft

Þetta skeður ekki sennilega ekki oft
Lokað fyrir álit

27.07.2014 20:02

MATZ MAERSK

Ég hef verið að hugsa um ungar konur í stýrimannastétt sem ég kannast við Og ég er viss um ef einhver af þeim leitaði fyrir sér út í hinum stóra heimi eiga þær mikla möguleika. Við eigum,íslendingar einn skipstjóra hjá Maersk Line og því ættum við ekki að geta eignast annan. Og þá jafnvel af hinu kyninu. Ég er sannfærðu um að þær sem ég hef í huga myndu valda því vel. En þau eru engin "smásmíði" þessi nýju Triple E class skip Maersk Line

MATZ MAERSK 

                                                                              ©Vladimir Tonic (lappino)

Skipið var smíðað hjá DAEWOO SHIPBUILDING & MARINE ENGINEERING í GEOJE, S- Kóreu 2014 sem: MATZ MAERSK  Fáninn var:DIS Það mældist: 194849.0 ts, 196000.0 dwt. Loa:  399,00. m, brd 59,00. m Það tekur "aðeins" 18270  teus

MATZ MAERSK & ARNOLD MAERSK

                                                                                ©Vladimir Tonic (lappino)


                                                                                   ©Vladimir Tonic (lappino)


                                                                         ©Vladimir Tonic (lappino)


                                                                                         ©Vladimir Tonic (lappino)


                                                                                                © Jens Boldt

Lokað fyrir álit

27.07.2014 16:37

Inger og Ingibjörg

Þetta glæsilega skip lá fyrir Eiðinu í dag. Farþegarnir fluttir í land á ltilum bátum. Eyjan skartaði sínu fegursta og fullt var í allar útsýnisferðir um Eyjuna bæði land og sjóveg

Hér sem ROYAL PRINCESS


                                                                               © Michael Neidig

Skipið var smíðað hjá: Atlantique (Alsthom) íSt Nazair, Frakklandi 2001 sem: R EIGHT  Fáninn var:Líberíu Það mældist:30277.0 ts, 2700.0 dwt. Loa: 181.00. m, brd 25.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:2003 MINERVA II - 2007 ROYAL PRINCESS - 2011 ADONIA Nafn sem það ber í dag undir Bermudafána 

ADONIA


                                                                                                                    © Michael Neidig

ADONIA

                                                                                                                   © óli ragg


                                                                                               © óli ragg


                                                                                                                 © óli ragg


                                                                                             © óli ragg

Á miðvikudaginn þ 23 júlí birtist þessi mynd í Eyjafréttum Og fékk ég leyfi há ritstjóranum til að birta hana hér. Hún er af stjórnendum Herjólf þann dag er hún var tekin. Á henni  eru frá vinstri Gísli Valur Gíslason yfirstýrimaður. Ivar Torfason skipstjóri Og Ingibjörg Brynjólfdóttir fyrsti stýrimaður. Meðalaldur í "brúnni" þarna var 33,3 ár.Ég vil óska þessu unga fólki til hamingu með þennan frábæra árangur En hvaða erindi á þessi mynd inn á færslu um skemmtiferðaskip? Jú það er algengara að karlmenn geri "karríer" sem skipstjórar en konur Nú vill svo til að frændur vorir og vinir færeyingar eiga eina af fáum konum sem eru skipstjórar á stórskipum.Og það skemmtilega við það að hún er frá Vestmannaí Færeyjum. Og heitir Inger og eigum við Vestmannaeyingar ekki að vona að "okkar Ingibjörg" feti í fótspor hennar.Þá von ber ég allavega í brjóst
 



Ég þekki aðra unga konu sem er yfirstm á einu af "stóru" gámaskipunum okkar Og það mætti vel segja mér að í henni eignuðumst við fyrstu íslensku konuna sem skipstjóra á slíku skipi

INGER KLEIN OLSEN, heitir hún fullu nafni og er með Captain sem starfsheiti  fyrir framan nafnið Þessi glæsilega kona sem er frá Færeyjum (Vestmanna) stjórna einu af stærstu farþegaskipum heims.

                                                                                                      © Cunard Line
Skipið hennar Queen-Victoria


                                                                                                                      © Cornelia Klier


                                                                                                                      © Cornelia Klier
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3791
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 193884
Samtals gestir: 8228
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:28:43
clockhere