26.07.2014 19:07
Loftárás á b/v Arinbjörn Hersir
Síðar í Janúar þegar skipið er komið heim ræðir fréttamaður Moggans við Skipstjórann Steindór Árnason
Steindór Árnason 1897-1986 var þekktur togaraskipatjóri
Það var að morgni þess 22. des eins og fyr hefir verið frá skýrt, að við skipverjar á Arinbirni heyrðum alt í einu að flugvél kemur yfir okkur og varpar tveim stórum sprengjum niður, sem komu báðar bakborðsmegin við skipið. Sprengjur þessar komu niður svo nálægt skipinu, að það hristist rétt eins og því hefði verið siglt á land á fullri ferð. Allir skipsmenn þjóta upp á þilfar. En við vorum rétt nýkomnir
upp, er flugvjelin hafði snúið við og kom yfir skipið aftur og varpaði enn tveim stórsprengjum. Var skipið stöðvað strax. Þegar flugvélin kom í annað sinn og allir voru ofanþilja, dundi vjelbyssuskothríð á skipinu og eins var skotið á okkur úr lítilli fallbyssu með sprengikúlum. í þessari umferð særðist einn maður, Guðjón Eyjólfsson, á handlegg, en aðrir ekki. Nú var farið að björgunarbátnum, sem var bakborðsmegin, og hann settur í sjó. 8 menn voru komnir í bátinn, þegar flugvélin
kom í þriðja sinn yfir skipið.
ARINBJÖRN HERSIR
Stórsprengjurnar hæfðu ekki, frekar en áður, en skipið þeyttist til á sjónum og nötraði eins og lauf í vindi.Vélbyssuskothríðin lenti mest á björgunarbátinn við skipshliðina og þá særðust þar 5 af þeim 8 mönnum, sem þar voru. Auk þess komu svo mörg kúlnagöt í bátinn, að hann hálffyltist á svipstundu af sjó. og flaut bara á flothylkunum. Nú fórum við, sem eftir vorum í skipinu, í björgunarbátinn os rérum lifróður frá skipinu, þeir sem verkfærir voru. En ekki var björgulegt í bátnum, sex menn særðir, ekki hægt að gera neitt að sárum þeirra, nema hvað við vorum að reyna að binda um þau stærstu með vasaklútum okkar og öðrum dulum, sem við höfðum Þeir sem verst voru haldnir lágu útaf á þóftunum. En allir báru sig vel.
Ekki heyrðist stuna né æðruorð frá nokkrum manni. Við fjarlægðumst togarann. Flugvélin hélt áfram að flúga yfir hann og varpa til hans sprengjum. Þrjár ferðir fór hún yfir hann eftir að við yfirgáfum skip Í hvert sinn héldum við að nú myndi vera komið hans síðasta. En altaf flaut Arinbjörn Sprengjuköstin sem hann fékk hafa ekki verið færri en 14. Gosstrókarnir sem komu af sprengjunum fóru oft jafnhátt siglutoppum skipsins. En eftir þessar 14 sprengjur hafa flugmenn víst ekki haft fleiri. Nokkuð var það,því þá hækkuðu þeir flugið og flaug vélin hátt í austurátt og var brátt úr augsýn. Þá snerum við til baka til togarans og fórum aftur um borð. Við lyftum hinum særðu upp á þilfarið, náðum í lyfjaforða skipsins og sáraumbíiðir og gerum við sárin eftir því sem við gátum.
Svona hefir SUPERMAN.sennilega litið út er atburðirnir gerðust 1940
© photoship
Nú ætlum við að sigla skipinu til lands. En það reyndist ekki mögulegt. Leki var kominn að því. Sjór var í vélarúmi og eldrými, allar leiðslur meira og minna bilaðar, og vélin komst ekki í gang. En loftskeyti gátum við sent og beðið um aðstoð. Eftir um 2 klst. kom til okkar dráttarbáturinn SUPERMAN. Við gátum ekki látið hann draga togarann til lands. Það hefði tafið hann of mikið. Hinir særðu þurftu að komast sem fyrst undir læknishendur. Þessvegna kölluðum við á annan dráttarbát til þess. Hann hét ENGLISHMAN, sem við fengum samband við. Hann átti að draga Arinbjörn til lands.Við yfirgáfum skipið og fórnm allir um borð í Superman. Því við gátum búist við því, að Arinbjörn myndi sökkva þá og þegar. Dælur hans var ekki hægt að nota. Dælupípan á skipshliðinni hafði líka. brotnað. Þar var gat á skipinu, sem sjór rann inn um. Við tróðum í það. Sjórinn í vélarúminu hefir komið þaðan. Það vissum við ekki. Vissum ekki hvaðan hann kom. En að við settum tappa í þetta gat, hefir bjargað skipinu. Við fórum frá skipinu, vegna þess að enginn nothæfur björgunarbátur var þar. Hinn báturinn, sem við ekki höfðum notað, hafði laskast á útleiðinni.
SUPERMAN á friðartímum
Það var vélbáturinn. Hæpið að hann hefði getað flotið á flothylkjunumeins og hinn, ef til kæmi. Þegar dráttarbáturinn "Englishman" kom á yettvang var Arinbjörn horfinn. Í millitíðinni hafði þar komið breskt herskip og dregið hann til Londonderry Mennirnir sem særðust voru: Jón Kristjánsson háseti, misti þrjár tær og hlaut nokkur minni meiðsli; Guðmundur Helgason háseti, fékk kúlu gegnum kálfann og auk þess nokkrar aðrar skrámur Guðmundur Ólafsson matsveinn, hlaut mörg sár af sprengikúlnabrotum víðsvegar um líkamann, en ekki stór; Guðjón Eyjólfsson háseti, hlaut sár í læri og handlegg ásamt minni skrámum af völdum sprengjuflísa; Ólafur Ingvarsson fjekk sprengjuflís í framhandlegg og minni háttar skeinur nokkrar; Marinó Jónsson 2. stýrimaður hlaut áverka á höfuð frá sprengjuflís.
ENGLISHMAN,
Það voru þeir Jón Kristjánsson og Guðm. Helgason, sem mest sár höfðu, og voru þeir kyrrir í Campeltown, bænum sem við komum til með "Superman", en 3 fóru til Glasgow á spítala þar. Marinó Jónsson fór ekki á spítala. Allir eru þeir særðu á góðum batavegi, og sumir sennilega albata nú.Hve hátt eða öllu heldur lágt flang flugvélin yfir skipinu? Jeg giska á að það hafi verið 25-50 metra. Alls ekki meira segir skipstjóri. Það er útilokað að flugmenn hafi ekki séð hverrar þjóðar við vorum. Þjóðfáninn blakti svo vel við hún. Hverjar skemdir reyndnst vera á skipinu? Það er ekki fullreynt enn. En þær eru margvíslegar. Þilfarið hefir gengið upp, og ákaflega. margt færst úr skorðum. Kompásarnir báðir höfðu losnað úr umgerðum sínum. Og t d. allir innviðir í lúgarnum eru lausir og úr skorðum. Ekki er enn farið að sjá, hvað hefir orðið að botninum. En skipið lekur talsvert, þó ekki væri meira en það, að við gátum árætt að fara heim á því. Víð fengum líka afbragðs veður Þarna lýkur viðtalinu við Steindór skipstjóra.
Loftárás á skip
Í viðtali við Agnar Guðmundsson 1 stm á Arinbirni í öðru blaði segir hann samhljóða Steindóri frá árásinni. En segir m.a svona frá aðkomunni um borð í skipið aftur:" Eftir lauslega skoðun var skipið afhent skipstjóranum fyrir hönd eiganda, af viðkomandi "Naval Officer in Charge". Það var ljótt umhorfs um borð í Arinbirni, þegar við komum þangað.
Agnar Guðmundsson stýrimaður (1914-2002) varð seinna skipstjóri og skytta á Hvalveiðibátum
Allt var á tjá og tundri, og svo, að vart er hægt að lýsa með orðum einum. Við skoðunina kom einnig í ljós, að öll matvæli,siglingatæki eins og t. d. 2 sjónaukar, loflvog og vegmælir ásamt öðru lauslegu var horfið.Innsiglið var rofið og þaðan horfið það sem þar fyrirfannst, ennfremur allur fatnaður skipverja og vörur þær, sem beir höíðu keypt í Englandi. Eftir að búið var að standsetja það, sem nauðsynlega þurfti til heimferðarinnar, og leyfi fengið til heimferðar, var haldið á stað"
25.07.2014 23:28
Fyrsta íslenska stórslysið í WW 2


© photoship
Þeir sem fórust með b/v BRAGA
Svona segist Þórði Sigurðssyni 2 stm sem var einn af þremur mönnum sem komust af þegar hann og annar sem af komst Stefán Olsen kyndari komu til Reykjavíkur með b/v Haukanesi þ 5 nóv Sá þriðji af skipbtrotsmönnunum Stefán Einarsson kyndari dvelur enn á sjúkrahúsi í Fleetwood "Ég hygg að klukkan bafi verið í kring um fimm á miðvikudagsmorguninn,þ 30 okt þegar áreksturinn varð. Þá voru allir undir þiljum, nema ég og Stefán Einarsson kyndri. Við vorum í brúnni og einnig var skipstjórinin nýkominn þangað úr "koju". Áreksturinn varð svo skyndilega, að þar var um að ræða augnablik, en ekki mínútar. Ég kastaoi mér taflarlaust í sjóinn og eins Stefán Einarsson, enda hallaðist skipið lundir eins og með svo miklum hraða að undrum sætti, og var komið á hvolf á örskammri stundu. Við Stefán héngum í einum bjarghring í sjónum, þar til okkur var bjargað um borð í Duke of York. Hversu lengi við vorum. í sjómum veit ég ekki, en þaö mun hafa verið góð stund. Við sáum ekkert til skipsfélaga okkar og heyrðum ekkert. Nokkru eftir að okkur var bjargað náðist lík skipstjórans úr sjónum:"
Úr Mogganum 06-11-1940 Þess má geta að þórður Sigurðsson 2 stm var seinna fengsæll skipstjóri á Nýsköpunnartogurunum Austfirðingi og Ísólfi Og hann er faðir Ársæls úr "Sjálfstætt Fólk"
Frásögn Stefáns .Olsens kyndlara
var á þessa leið:"Við vorum 4 í káetunni og sváfum, þegar ég vaknaði skyndilega
við harðan dynk og að skipið kipptist til. Ég stökk tafarlaust fram úr kojunni og
upp á þilfar, en hentist þá til og út að borðstokkrium. Skipið hallaðist ákaflega hratt, og áður en ég vissi af, var ég kominn á kjölinn. Þar hélt ég mér uns mér var bjargað um borð í "Duke of York". Með mér í káettunni voru 1. stýrimaður, 1. vélstjóri og matsveinninn. Ég varð ekkert var við þá, og eru líkur til, þó að ekkert sé hægt aið fullyrða um það, að ég hafi verið eini maðurinn,sem komst upp úr
skipinu. Hinir félagarnir mínir hafa verið undir þiljum fram í. Ég varð aldrei neitt var við þá Báðir skýra þeir svo frá, að Stefán Einarsson kyndari hafi ekki meiðst, er slysið varð, en honum hafi orðið kalt, og sé hann að jafna sig í sjúkrahúsi í
Fleetwood. Frá öðrum heimildum hefir blaðið þær fregnir, að "Duke of York" hafi sigit fyrir fulium ljósum er áreksturinn varð, en ekki mun skipíð hafa sést frá togaranum fyrr en það var komíð svo að segja alveg að honum. Bragi sökk á örskammri stund.
25.07.2014 21:18
Fyrstu íslensku sjómennirnir sem fórust af völdum WW2
Togarinn SKUTULL ÍS 451
Einnig hélt skipstjórinn að 4 bresk skip hefðu verið fyrir framan "Skutul" og að þau muni hafa verið vopnuð. "Skutull" var ekki með vilja i herskipafylgd, enda sigldi hann, eins og áður er sagt, með fullum ljósum, en skipin, sem í kringum hann voru, höfðu engin Ijós uppi Þýska flugvélin kom alt í einu út úr myrkrinu.
Var bún ljóslaus og flaug afar lágt fyrir ofan skipið, eða um tvær masturslengdir, að því er Lúðvík skipstjóri hélt. Skifti nú engum togum það sem
næst gerðist: Þýska flugvélin flaug stjórnborðsmegin aftur með og yfir skipið og varpaði niður sprengjum eða sprengju Lentu sprengjurnar eða sprengjan(skipverjar á "Skutli" vissu ekki hvort heldur var) í sjóinn rétt hjá togaranum og varð af mikill loftþrýstingur og rót.
Og skipstjóri hans Lúðvík Vilhjálmsson
Mun sprengjan hafa fallið rétt aftan við skipið.Um leið og flugvélin flaug yfir skipið létu flugmennirnir vélbyssuskothríð dynja á skipinu og sáu skipverjar eldglæringar frá vélbyssunni, en öll skotin fóru fram hjá skipinu og milli stjórnpalls og reykháfs. Sem sagt í sömu mund og þetta skeði komu tvær breskar flugvjelar frá landi og voru þær með fullum siglingarljósum er þær bar að.Réðust þær strax til atlögu við þýsku flugvélina og sáu skipverjar á "Skutli" eldglæringarnar frá skotunum í bardaganum, en um endalok bardagans vissu þeir ekki, vegna þess að loftorustan barst út í náttmyrkrið.Slökktu skipverjar á "Skutli" öll sín ljós og héldu áfram ferð sinni og urðu þeir ekki varir neins eftir það Hér lýkur frásögn Lúðvíks skipstjóra Ég held að skipshöfn b/v SKUTULS hafi verið fyrsta íslenska skipshöfninn sem fékk smjörþefinn af stríðinu Að vísu höfðun þegar þarna er komið sögu fjórir íslenskir sjómenn týnt lífi í því Þrír með norska flutningaskipinu BISP 23 jan 1940 og einn með danska flutningaskipinu FREDENSBORG 1 febr 1940
BISP
Þessir menn fórust með BISP
Guðmundur Eiríksson 20 ára

Haraldur Bjarnfreðsson 21 árs

Þórarinn S Thorlacius Magnússon 33 ára

Hér er svo sagt frá endalokum BISP
FREDENSBORG
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Robert Malin Bender 31

Hér má lesa um endalok FREDENSBORG
þetta voru fyrstu íslensku sjómennirnir sem fórust af völdum WW2 En þetta var aðeins byrjunin Röðin var ekki komin að íslensku skipunum að neinni alvöru
25.07.2014 13:55
ATHENIA.
Ösköpin á N-Atlantshafi í WW2 byrjuðu eiginlega með þessu skipi ATHENIA. Sem þjóðverjar sökktu strax í byrjun stríðsins þ.e.a.s þ 03-09-1939 Siðan gat engin siglt óhultur um svæðið. Fórnfýsi og göfuglyndi þess tíma íslenskra sjómanna má aldrei gleymast. Það má segja að hver haffær dolla sem fannst væri málaður og notaður til fiskflutninga til Englands.Ég held að yfirleitt þekki núlifandi íslenskt ungt fólk ekki til þessara mála. Geri sér enga grein fyrir þessum örlagaþrungu tímum Og viti ekki í hvað mikilli þakkarskuld það stendur við þess tíma far og fiskimenn Þar sem fiskimenn öfluðu verðmæts fiskjar sem þeir og farmenn fluttu svo til fólk í stríðshrjáðum löndum.Og kol og aðrar nauðsynjar til baka Farmenn sáu svo um að ferja nauðsynjavörur til lands úr Vesturheimi.Svo þessi þjóð gæti skrymt Orðstír þessara menn má aldrei falla í gleymsku
ATHENIA
© photoship
Skipið var smíðað hjá Fairfield SB & E Co í Govan á Bretlandi 1923 sem ATHENIA Fáninn var: breskur Það mældist: 13465.0 ts Loa: 160.40. m, brd 20.20. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána
ATHENIA
© photoship
Miklar deilur spruttu strax um örlög skipsins millin breta og þjóðverja Þeir síðarnefndu kenndu meira að segja Churchill um atvikið Í árásum þýskra blaða á Mr. Churchill var gefið í skyn að hann og upplýsingamálaráðherra Breta hafi sín á milli ákveðið að láta skjóta "Athenliu" í kaf, til þess að æsa upp almenningsálitið í Bandaríkjunum gegn Þjóðverjum En hér má lesa um sannleikann í málinu
ATHENIA
© photoship
KNUTE NELSON skipið sem kom fyrst að ATHENIA
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Odense Staalskibs í Odense Danmörk 1926 sem KNUTE NELSON Fáninn var:norskur Það mældist: 7468.0 ts Loa: 132.90. m, brd 17.10. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána En 27-09-1944: rakst skipið á tundurdufl og sökk Það skeði út af Obrestad en skipið var á leið frá Stavanger til Oslo. Níu menn fórust.
© Sjöhistorie.no
24.07.2014 16:42
Björgunarafrek íslenskra sjómanna í WW2
ÓLI GARÐA
Þá var haldið til Englands með aflann. 17 mílur vestur af Skerryorevitanum kom skipið að stórri tvegga hreyfla sprengjuflugvél (kafbátabana) á sjónum, ósjálfbjarga með öllu. Höfðu þeir skotið neyðarrakettum i fjóra klukkutíma án árangurs þar til Óla Garða bar að. Áhöfnin var 7 manns. Þeir festu nú í flugvélina og drógu hana til lands og þegar Óli Garða flaut ekki nær landi þá settu þeir út skipsbátinn og reru henni upp á um 2ja faðma dýpi og lögðu henni þar. Það var á vikinni við Tiree Island.
TVEY SYSTKIN
© Finn Bjørn Guttesen
JARLINN. Honum var svo sökkt rúmu ári seinna Hér má lesa meir um þann atburð
En piltarnir á Óla Garða brugðu honum aftan í dallinn og sigldu með Jarlinn til Reykjavikur og skiluðu honum þar. Það var hinn 21. mai eða réttum 13 dögum eftir að farið var úr firðinum. Að þessu sinni var skipstjórinn ÓLA GARÐA Jón Stefánsson,(seinna skipstjóri á B/V Jóni Baldvinssyni) sem annars er stýrimaður á skipinu
Jón Hjörtur Stefánsson skipstjóri
Næst var það svo eitt stærsta björgunnarafrek sem íslendingar hafa unnið. Skeði þ 16 júní 1940. Þegar skipshöfnin á b/v SKALLAGRÍMI bjargaði 347 breskum sjóliðum úr einu og sama skipinu.Breska hjálparbeitiskipinu (an armed merchant cruiser) HMS ANDANIA Svona segist Guðmundi Sveinssyni skipstjóra SKALLAGÍMS m.a frá í viðtali við fréttamann Morgunblaðsins þ 27 júní 1940: "Skallagrímur var staddur langt úti á hafi, er þeir fengu neyðarkall frá skipi, sem var statt í neyð. Þeir sneru við og héldu móti kallinu. Urðu þeir að stíma um 50 mílur til baka, er þeir. fundu skipið, sem í neyð var statt. Það var þá statt 80 sml S af Ingólfshöfða.Það var stórt breskt hjálparbeitiskip, sem skotið hafði verið, á tundurskeyti
Guðmundur Sveinsson skipstjóri
Skipið var að því i komið að sökkva, er Skallagrímur kom að því og skipsmenn, breskir sjóliðar og hermenn að fara í bátana. Þeir voru þvínæst aílir, 347 talsins,teknir um borð í Skallagrím. Var veður þá allgott. Tveir af sjóliðunum voru særðir Hélt svo Skallagrímur áfram leiðar sinnar, með hina. bresku sjóliða.
b/v SKALLAGRÍMUR

En það voru mikil þrengsli um borð; einkum var það erfitt næstu nótt, því að þá var kominn stormur og sjór. Var ekkert það skjól til á skipinu, að þar væri ekki troðið inn mönnum. Jafnvel niðri í kolaboxum urðu menn að hafast við. En alt fór vel. Engan mann sakaði um borð í Skallagrími. Og eftir að hinir bresku sjóliðar höfðu verið 33 klst. um borð í Skallagrími, kom breskur tundurspillir á vettvang og tók sjóliðana. Flutningur mannanna milli skipa fór fram úti á hafi og tókst hann vel" Þessi björgun, sem mun vera hin mesta, sem íslenskt skiphöfn hefir afrekað, tókst öll mjög giftusamlega.
ANDANIA
© photoship
ANDANIA
© photoship
ANDANIA
© photoship
© photoship
23.07.2014 21:29
Byrjunin á WW2 á N-Atlantshafi
Meðal farþega voru knattspyrnumenn sem höfðu farið til Þýskalands í keppnisferðalag
"Gamli BRÚSI" á kunnulegum slóðum
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Falleg málverk af "Gamla BRÚSA" málað af Robert Panitzsch 1937
Úr safniFinn Bjørn Guttesen
Fjöldi fólks var á hafnarbakkanum í Reykjavík, er Brúarfoss lagðist að.Var knattspyrnumönnunum sérstaklega fagnað. Forseti í. S. í. bauð þá velkomna, en þeir sungu ættjarðarljóð og heilsuðu með húrrahrópi. Stríðið brast á 3 sept 1939 Aftur á móti var stríðið á sjónum þá þegar í fullum gangí af hálfu beggja aðila. Hafnbann Breta og kafbátahernaður Þjóðverja var strax viku eftir að stríðið byrjaði hvorttveggja komið á stig, sem ekki þekktist í heimsstyrjöldinni 1914-1918 fyrr en hún hafði staðið í hart nær þrjú ár. Af völdum hafnbannsins trufluðust siglingar hlutlausra þjóða meira og meira.
HMS Chitral
Varla sást blað eða heyrist útvarpsfregn, þar sem ekki er getið skipa, er skotin hafa verið í kaf eða hofa sokkið af völdum tundurdufla. Afleiðingar þessa eru þær, að siglingar urðu geysilega hættulegar, Á sama tíma og þetta ástand skapaðist, voru til hérlendis menn, sem vildu gera litið úr hættunni, jafnvel svo lítið, að þeir létu sér um munn fara að hættulaust væri að sigla, hvert sem vera skyldi.Og kölluðu áhættuþóknun sem sjómenn fengu eftir töluvert þras "hræðslupeninga"
BERTHA FISSER
© photoship
Og að það orð skildi hnjóta af vörum eins þekktasta og virtasta bændahöfðinga og þingmanns landsins er með algerum ólíkindum.Fullkomið dæmi um þegar menn sem ekkert vit hafa á einhverju sérstöku máli þykjast hafa það Kannske var fyrsti "smjörþefur" landans af sjóhernaðinum þ 20 nóv 1939 þegar þýska skipið BERTHA FISSER var skotið í spað af bresku herskipinu HMS Chitral út af Hornafirði.Nötruðu rúður í húsum í bænum við ósköpin Flakið af þýska skipið lenti svo á Þinganesskeri utan við Hornafjarðarós þar það brotnaði í tvennt
Hér heitir skipið HESPERID
Skipið var smíðað hjá Flensburger Varv í Flensburg þýskalandi 1920 sem PARTHIA Fáninn var: breskur Það mældist: 3928.0 ts, 4110.0 dwt Loa: 117.10. m, brd 16.10. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1921 HESPERIDES - 1937 BERTHA FISSER (þýskur fáni) 1939 ALA sem var dulnefni og skipið dulbjóst undir norskum fána Og var svo skotið í kaf undir því nafni og fána þ 20 nóv 1939
Hér sem HESPERIDES
© photoship
CHITRAL á friðartima
© photoship
Skipið var smíðað hjá Stephen SY í Linthouse Bretlandi 1925 sem CHITRAL Fáninn var: breskur Það mældist: 15248.0 ts, Loa: 160.10. m, brd 21.40. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána En það var rifið í Skotlandi 1953
CHITRAL (þetta er sagt sama skipið en virðist aðeins breitt)
© photoship
22.07.2014 11:51
Skou skip 1
Hér er Davíð hér lengst t.v að taka við nýju skipi hjá Mærsk fyrir nokkrum árum
Mynd úr mínum fórum óþekktur
Hér er sagan sög að einhverjuleiti í myndum
Nú skulum við líta á nokkur Skou-skip af handahófi
DOLLY SKOU
DINNA SKOU
INGER SKOU
DITTE SKOU
HELLE SKOU
INGER SKOU
SUSANNE SKOU
KIRSTEN SKOU
DAGNY SKOU
Lotte Skou
PACIFIC SKOU
Dorte Skou
BENNY SKOU 1951
SUSANNE SKOU
HANNE SKOU
ARCTIC SKOU
BENNY SKOU 1967
DIANA SKOU
BIRGITTE SKOU
MADS SKOU
21.07.2014 15:01
Ljósafoss I
Mogginn sagði frá komu skipsins til Eyja þ 4 nóv 1969 En Vestmannaeyjar voru fyrsta íslenska höfn skipsins undir merkjum Eimskipafélags Íslands. Sigurgeir tók þá þessa mynd í brú skipsins
Svona segir Alþýðublaðið frá komu skipsins þ 4 nóv 1969
Og rifja upp hvað Guðjón V skrifar um skipið í áliti í dag
"LÓSAFOSS var mótenerað skip, fyrsta skip sem EIMSKIP eignaðist með stjórnun á aðalvél frá brú, búið tveim ratsjá og rafmagns stýri"
Skipinu stjórnaði fyrst hérlendis Erlendur Jónsson skipstjóri (1923-2004)
Með Gísla Hafliðason (1925-2013) sem yfirvélstjóra
Skipið var smíðað hjá Scheepswerf De Hoop í Lobit Hollandi 1961 og skírt ECHO.Það mældist 1855 ts.2142 dwt,Loa:88,4m. Brd 12.8,m. Skipið var sérstaklega byggt til siglinga á vötnunum miklu í Canada. Eimskip kaupir skipið 1969 og skírir LJÓSAFOSS.Eimskip selur það 1972 til Frakklands þar sem það fær svo nafnið PECHEUR BRETON,1987 er það selt til Seychelles Isl en heldur nafni,Það er svo selt til Honduras 1994 Heldur enn nafni Skipið sekkur svo 01-07-1994 á 06°51´0 N og 079° 48´0 A eftir að leki kom að því. Þá var skipið á leið frá Seychelles Isl til Alang Indlandi til niðurrifs.Mér fannst þetta alltaf eitt af fallegustu skipunum í íslenska kaupskipaflotanum meðan skipsins naut við þar Allavega fallegast af notuð keyptum skipum
Hér sem ECHO
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
@Jan Harteveld
Að lokum hér heitir skipið PECHEUR BRETON og komin í nýjan búning eftir Íslandsveruna
@Jan Harteveld
20.07.2014 20:56
Erodona
Hér er framendi skipsins á Eiðsvík
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
© photoship
ERODONA
© photoship
© photoship
© photoship
20.07.2014 16:09
Fleiri skemmtiferðaskip 1934
Góður færeyiskur vinur minn Finn Bjørn Guttesen sendi mér þessa mynd af skipið á strandstað í færeyjum
Úr safni Finn Bjørn Guttesen © ókunnur
virðist þó mega ráða að skipið sé óbrotið og muni losna með flóðinu" og þ 25 heldur Mogginn áfram um skipið:"Þýska skemtiferðaskipið ,,Monte Rosa", losnaði af grunni á Glivursnesi kl.06 í gærmorgun og sigldi inn á Þórshöfn. Sjór var í skipinu og héldu menn að það mundi hafa brotnað eitthvað. Var því kafari látinn skoða skipið, en það reyndist óbrotið, og hélt því áíram ferð sinni kl. 14 í gærdag með alla farþegana. Þeir eru 1300. Skipið er væntanlegt hingað í fyrramálið og mun fara aftur annað kvöld"
MONTE ROSA
© photoship
© photoship
© photoship
20.07.2014 14:45
Tinno
TINNO

Skipið var smíðað hjá Bodewes í Hoogezand Hollandi 1991 sem: TINNO Fáninn var:Kýpur Það mældist: 1986.0 ts, 3504.0 dwt. Loa: 88.20. m, brd 14.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni En fáninn er nú Barbados
TINNO
© Peter William Robinson
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
20.07.2014 14:04
NATIONAL GEOGRAPHIC EXPLORER
National Geographic Explorer heitir það og hefur oft komið hingað
NATIONAL GEOGRAPHIC EXPLORER
© Claus Schaefe
NATIONAL GEOGRAPHIC EXPLORER
© Claus Schaefe
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg

19.07.2014 21:09
GENERAL VON STEUBEN
GENERAL VON STEUBEN
© photoship
© photoship
19.07.2014 20:10
Skemmtiferðaskip fyrir 80 árum
ATLANTIS
© photoship
ATLANTIS
© photoship
© photoship
© photoship
© photoship
Og Arandora Star
© photoship
Skipið
var smíðað Cammell Laird & Company Limited í Birkenhead,Englandi
1927 sem Arandora Fáninn var:breskur Það mældist:12847.0 ts, Loa:
156.10. m, brd 20.80. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum en 1929
var skipið endurbyggt og mældist eftir það 14694.0 ts og þá fékk það
nafnið ARANDORA STAR Nafn sem það bar síðast undir sama fána Endalok
skipsins má sjá hér
Arandora Star
© photoship
© photoship
© photoship
© photoship
17.07.2014 21:31
Bjössi"bátur"
Björn Ásmundsson
Bjössi byrjaði ungur sjómennsku fyrst á ELDBORG MB 3 siðan á LAXFOSSI (flóabátnum), Síðan lá leið hans til Eimskipafélags Íslands kring um 1945.Mig minnir að fyrsta skip hans þar hafi verið FJALLFOSS I

© Sigurgeir B Halldórsson
Svona skrifar Björn Pálsson um vinn sinn
"Þegar vinir Björns Ásmundssonar rifja upp lífsferil hans streyma fram margar góðar minningar um góðan og hjartahreinan dreng, sem varðveitti sitt barnslega
hugarfar æviskeið sitt á enda. Einn af þessum mönnum, er ætla öðrum mönnum aldrei nema gott, og minnist ég þess aldrei í öll þau ár, er við þekktumst, að hann hallaði á nokkurn mann".
Síðan var það BRÚARFOSS I

© photoship
Og Skjöldur Þorgrímsson skrifaði m.a;" Ég hef oft verið að hugleiða, hvort félög sem Eimskip væru eins vel á veg kominir ef ekki hefðu valist svo góðir menn á öllum vettvangi félagsins, svo sem bátsmenn er stjórna þeirri vinnu, sem framkvæmd er um borð undir eftirliti stýrimanna og skipstjóra".
Svo var það LAGARFOSS II
© photoship
Og Skjöldur skrifaði áfram:"Er
Eimskip var að semja um kaup á Selfoss og þeim skipum var haldin veisla
mikil um borð I m/s Lagarfossi í New York fyrir framámenn þar í sambandi
við lán. Þeir skoðuðu m/s Lagarfoss hátt og lágt, og sögðu á eftir, að
það væri óhætt að lána félagi, sem hugsaði svona vel um skip sín. Enda
var skipið fágað frá masturstoppi og niður að sjólínu og átti Bjössi
heitinn ekki minnstan þátt í þvf hvað vel tókst til"
Og Skjöldur skrifaði áfram "Ég vitna í félaga okkar þegar hann vildi fá staðfestingu á orðum sínum, þá sagði hann: "Eins og Bjössi veit." Eins vitum við, sem þekktum hann, að minning um góðan dreng geymist".
Síðast var það svo LJÓSAFOSS I
@Jan Harteveld
Á milli LAGARFOSS II og GULLFOSS II var að mig minnir DETTIFOSS II (gæti hafa verið GOÐAFOSS III er ekki viss) en á honum komst Bjössi bara til Vestmannaeyja en þar um borð slasaðist hann og bar þess ekki bætur síðan Bjössa þótt gott að fá sér í "tána" Og lágu leiðir okkar stundum saman í því áhugamáli. Stundum kom það fyrir að ég laumaði einni og einni flösku í land af skipum En bara einusinni um borð í skip Það var fyrir Bjössa frænda sem þá var á LJÓSAFOSSI I og þeir voru að lesta hér í Eyjum. Eitthvað stóð ílla á fyrir vininum og skrapp ég í "Ríkið" fyrir hann með þeim ummæalum að láta ekkert bera á fengnum þaðan Blessuð sé minning Bjössa frænda