Færslur: 2011 September
30.09.2011 16:57
Í vandræðum
Þá var send F 16 orustuvél á vetfang. Flaug hún lágt yfir skipinu nokkrum sinnum þar til áhöfnin tók við sér Þega lögreglan komst svo un síðir um borð fundu þeir vel drukkinn stýrimann. Og síðar skipstjórann í enn verra ástandi. Hann reyndi að skella skuldinni á sinn drukna stýrimann en af dagbókinni mátti sjá að stýrimaðurinn hafði skilað sinni vakt af sér til hans. Skipstjórinn var tekinn fastur og í land en hafnsögumaður færði skipið á akkerislægi við Hals Barre. Og þar beðið eftir að stm sofi úr sér vímuna.En þá heldur skipið áfram för til Ålborg
Ranafjord var byggt hjá Sietas Neuenfelde Þýskalandi 1975 sem UME fyrir þarlenda aðila Það mældist: 885.0 ts 2130.0 dwt. Loa: 75.80.m brd: 12.00 m Skipið gekk svo undir þessum nöfnum næstu árin : 1985 HILROS - 1993 RANAFJORD - 2007 VARANGER - 2009 VARANGERFJORD - 2010 RANAFJORD. Nafn sem það ber í dag og það veifar fána St. Kitts and Nevis en eigandi er Finn Olsen Rederi i Bodø,
Síðan er það rússneska skipið Baltiyskiy - 108 sem strandaði við Rödby við Felmarnsundið á Lálandi Danmörk. Ekki lá ljóst fyrir hvort Bakkus var þarna á ferðinni. En skipið var að koma frá Renburg þýskalandi á leið til Riga Lettlandi með vélahluti. Skipið var byggt hjá Bauwerft í Laivateollissus, Turku Finnlandi 1979 Það mældist: 1,927.0 ts 2,649.0 dwt. Loa: 95.0 m brd: 13,0 m
30.09.2011 12:26
Óskabræður
Ég birti þessa mynd um daginn og varpaði upp þeirri spurningu hvort þetta væru tvo fyrstu skip Eimskipafélagsins. Nú hefur svarið fengist. Þetta eru "óskasynirnir" Gullfoss og Goðafoss. Þetta er því mjög merkileg mynd. En hún er úr safni Hlöðvers heitins Kristjánssonar rafvélavirkja

Og svarið kom frá velunnara síðunnar Guðmundi Guðlaugssyni Hann sendi mér svohljóðandi rafpóst í gær. ´Ég vona að ég brjóti ekki neinn trúnað þó ég birti það hér í heild:
"Þú birtir mynd á vef þínum þ. 17. sept. þar sem þú varst að velta fyrir þér hvort skipin á myndinni séu Gullfoss og Goðafoss, fyrstu skip Eimskipafélagsins.
Mér til gamans fór ég að fletta gömlum blöðum á netinu til að fá botn í þínar vangveltur og komst að eftirfarandi niðurstöðu. Að neðan eru tveir úrdrættir úr blöðum í október árið 1916. Fyrri úrdrátturinn er úr Morgunblaðinu en sá síðari Ísafold.Gullfoss kom til Reykjavíkur fös. þ. 13. okt. 1916 en þá var Goðafoss þar fyrir. Goðafoss fór daginn eftir þ. 14. okt. vestur um haf til New York.
Næsta ferð Goðafoss varð örlagarík því hann strandaði á Straumnesi þ. 30. nóv. eins og sögufrægt er.Ég held að það megi slá því föstu að á myndinni séu þeir "bræður" Gullfoss og Goðafoss . Þeir liggja við Batteríis-bryggjuna sem svo var kölluð, sennilega Gullfoss utaná Goðafossi sem er bundinn við bryggju, tilbúinn til brottfarar, lestaður af síld og gærum eins og stóð í blöðum þess tíma.
Með vinsemd,
Guðmundur Guðlaugsson."
Og hér er árangurinn af grúski Guðmunndar
25.09.2011 18:16
Norvana

© Rick Cox

© Rick Cox
18.09.2011 19:41
Meira Tröllafoss




17.09.2011 18:52
Gullfoss og Goðafoss ???
14.09.2011 20:37
Tröllafoss 2







14.09.2011 16:32
Mætir menn



© Handels- og Søfartsmuseets da




14.09.2011 12:53
Velkominn gestur



13.09.2011 21:00
Strandveiðar
11.09.2011 17:20
Gamall en ekki gleymdur



07.09.2011 18:58
Gamlir en vonandi ekki alveg gleymdir









01.09.2011 19:54
Í dag gær og fyrradag





- 1