Færslur: 2011 September

30.09.2011 16:57

Í vandræðum

Þessi tvö skip lentu í vandræðum í gær Það fyrra Ranafjord var í Kattegat á leið frá Kaliningrad til Ålborg. Það vaknaði grunur hjá Søværnets Operative Kommando um að ekki væri allt með feldu um borð í skipinu þegar það hafði siglt sömu stefnu í sex klukkutíma og stefndi á grunn við Hals. Engin vegur var að ná talstöðvarsambandi við skipið.


Þá var send F 16 orustuvél á vetfang. Flaug hún lágt  yfir skipinu nokkrum sinnum þar til áhöfnin tók við sér Þega lögreglan komst svo un síðir um borð fundu þeir vel drukkinn stýrimann. Og síðar skipstjórann í enn verra ástandi. Hann reyndi að skella skuldinni á sinn drukna stýrimann en af dagbókinni mátti sjá að stýrimaðurinn hafði skilað sinni vakt af sér til hans. Skipstjórinn var tekinn fastur og í land en hafnsögumaður færði skipið á akkerislægi við Hals Barre. Og þar beðið eftir að stm sofi úr sér vímuna.En þá heldur skipið áfram för til Ålborg


© Henk Guddee

Ranafjord var byggt hjá Sietas Neuenfelde Þýskalandi 1975 sem UME fyrir þarlenda aðila Það mældist: 885.0 ts 2130.0 dwt.  Loa: 75.80.m brd: 12.00 m Skipið gekk svo undir þessum nöfnum næstu árin : 1985 HILROS - 1993 RANAFJORD - 2007 VARANGER - 2009 VARANGERFJORD - 2010 RANAFJORD. Nafn sem það ber í dag og það veifar fána St. Kitts and Nevis en eigandi er  Finn Olsen Rederi i Bodø,

© Henk Guddee

Síðan er það rússneska skipið Baltiyskiy - 108  sem strandaði við Rödby við Felmarnsundið á Lálandi Danmörk. Ekki lá ljóst fyrir hvort Bakkus var þarna á ferðinni. En skipið var að koma frá Renburg þýskalandi  á leið til Riga Lettlandi með vélahluti. Skipið var byggt hjá Bauwerft í  Laivateollissus, Turku Finnlandi 1979 Það mældist: 1,927.0 ts  2,649.0 dwt. Loa: 95.0 m brd: 13,0 m

© Derek Sands

© Capt.Jan Melchers
Lokað fyrir álit

30.09.2011 12:26

Óskabræður

Ég birti þessa mynd um daginn og varpaði upp þeirri spurningu hvort þetta væru tvo fyrstu skip Eimskipafélagsins. Nú hefur svarið fengist. Þetta eru "óskasynirnir" Gullfoss og Goðafoss. Þetta er því mjög merkileg mynd. En hún er úr safni Hlöðvers heitins Kristjánssonar rafvélavirkja






Og svarið kom frá velunnara síðunnar Guðmundi Guðlaugssyni Hann sendi mér svohljóðandi rafpóst í gær. ´Ég vona að ég brjóti ekki neinn trúnað þó ég birti það hér í heild:

"Þú birtir mynd á vef þínum þ. 17. sept. þar sem þú varst að velta fyrir þér hvort skipin á myndinni séu Gullfoss og Goðafoss, fyrstu skip Eimskipafélagsins.



Mér til gamans fór ég að fletta gömlum blöðum á netinu til að fá botn í þínar vangveltur og komst að eftirfarandi niðurstöðu.  Að neðan eru tveir úrdrættir úr blöðum í október árið 1916. Fyrri úrdrátturinn er úr Morgunblaðinu en sá síðari Ísafold.Gullfoss kom til Reykjavíkur fös. þ. 13. okt. 1916 en þá var Goðafoss þar fyrir. Goðafoss fór daginn eftir þ. 14. okt. vestur um haf til New York.




Næsta ferð Goðafoss varð örlagarík því hann strandaði á Straumnesi þ. 30. nóv. eins og sögufrægt er.Ég held að það megi slá því föstu að á myndinni séu þeir "bræður" Gullfoss og Goðafoss . Þeir liggja við Batteríis-bryggjuna sem svo var kölluð, sennilega Gullfoss utaná Goðafossi sem er bundinn við bryggju, tilbúinn til brottfarar, lestaður af síld og gærum eins og stóð í blöðum þess tíma.

 

Með vinsemd,

Guðmundur Guðlaugsson."

Og hér er árangurinn af grúski Guðmunndar




Ég vil þakka Guðmundi innilega fyrir sendinguna
Lokað fyrir álit

25.09.2011 18:16

Norvana

Hér er systurskip Tröllafoss Hét fyrst Wall Knot Skipið sem var af svokallaðri:"C1-M-AV1" gerð var byggt í Pennsylvania SY  í Beaumont, Texas .USA 1945.Fyrir U.S.Govt. Það mældist: 3806.0 ts 5032.0 dwt  Loa: 103.20 m brd: 15.20 m. Skipið var selt til Noregs 1947 og fær nafnið Norvana síðan 1959 nafnið Lago Viking og 1963 An Dong Skipið var rifið Pusan 1981


© Rick Cox


© Rick Cox

Lokað fyrir álit

18.09.2011 19:41

Meira Tröllafoss

Það "gustaði" um vélstjóranna á Tröllafossi í júni 1948.það mætti segja "kaldir"  vindar því "kalda stríðið" var í uppsiglingu. Svona leit forsíða Alþýðunlaðsins þ 11 júlí út



Og Moggin tók undir sama dag

Þið getið stækkað myndina ef einhver hefur áhuga á að lesa um þetta





Ef maður hugsar út í hve þetta fg stríð hafði t.d. á siglingar íslenskra farmanna getur maður ekki annað en brosað að barnaskapnum. Að íslenskir farmenn stunduðu njósnir fyrir eitthvert stórveldi. Uppúr 1950 fór "mccartyisminn" að vaxa fiskur um hrygg  Og komúnistahræðslan að heltaka bandaríkjamenn Þeir sáu á í hverju horni.  Nokkrir vinstrisinnaðir farmenn fengu ekki að sigla til USA. Einn þeirra var Eymundur Magnússon. 



En Eymundur tók við Tröllafossi af Bjarna Jónssyni 1952 . Eymundur mun hafa sagt við Mc Carthy erindrekana sem yfirheyrðu hann: "  Ég hef siglt tvær heimstyrjaldir til Bandaríkjanna og var mér tjáð að ég væri að sigla til þess ríkis.þar sem lýðræði sé í hásæti og Bandaríkin  séu og eigi að vera öðrum þjóðum þar fremri. Með þessu tel ég mig vera búinn að svara spurningum ykkar" En öðlingurinn Eymundur var að láta í minni pokann. 


Róðasveit Tröllafoss á Sjómannadaginn 1955





Hann var færður til í starfi að undirlægi bandaríkjamanna og látinn taka Reykjafoss um tíma uns hann tók nýtt og glæsilegt skip Fjallfoss 1954. En það var árið sem þessar ofsóknirMcCarthy tóku enda allavega að miklu leiti  



 Eymundur Magnússon skipstjóri


Um Eymund segir m.a, í minningargrein:" Eymundur Magnússon var mjög farsæll skipstjórnarmaður, vandaði öll sín verk og gætti þess vel er honum var falið. Og hann gerði það á þann hátt að öllum líkaði vel við. Því var við brugðið að hvort heldur það voru stýrimenn ,hásetar eða aðrir úr áhöfnym skips,vildu allir með honum vera"

En þetta urðu eftirmæli um MC Carthy:" Senator McCarthy died yesterday in Washington. America was the cleaner by his fall, and is cleaner by his death."

Tröllafoss í Vestmannaeyjum



Svo er hér að lokum mynd úr "Tímanum" á Sjómannadaginn 1961.En hún sýnir þv stýrimann á Tröllafossi í faðmi fölskyldunnar. Ég læt lesendum eftir að finna út hvað litli drengrinn sem situr á milli foreldra sinna heitir.


Lokað fyrir álit

17.09.2011 18:52

Gullfoss og Goðafoss ???

Hér er gömul mynd frá Reykjavíkurhöfn. Þarna sjást tvö skip Eimskipafélagsins Getur verið að þarna liggi tvö fyrstu skip félagsins hlið við hlið.? Gullfoss og Goðafoss ?






Lokað fyrir álit

14.09.2011 20:37

Tröllafoss 2

Þann 29 janúar 1948 flugu 21 maður og þann 31 jan 8 menn til New York og svo þaðan til  San Francisco til að sækja nýkeypt flutningaskip "Coastal Courser." Sem eftir afhendingu til Eimskipafélagsins fékk nafnið Tröllafoss

Skip sömu gerðar og Tröllafoss




Meðal annara voru í hópnum Bjarni Jónsson tivonandi skipstjóri Eymundur Magnússon fyrsti stm. Stefán Dagfinnsson annar stm  Eiríkur Ólafsson.þriðji stm Jón Aðalsteinn Sveinsson fyrsti vélstjóri Ágúst Jónsson annar vélstj. Einar Sigurjónsson þriðji vélstj. Sigurður Hallgrímsson fjórði vélstj. og Einar Benediktson loftskeytamaður. Þessi fyrsta skipshöfn samanstóð af 29 mönnum aðallega  starfsmönnum Eimskipafélagsins sem náðist í  í fljótu bragði.

Mynd sem birtist í Alþýðublaðinu fyrsta apríl 1948 og sýnir Tröllafoss sigla inn í Höfnina í Havana á Kúbu




En þegar skipið var virkilerga komið í drift var áhöfnin 33-35 menn  Skipið var afhent 2 febrúar 1952 í San Francisco. Það lestaði þar en sigldi svo þaðan með farminn til Guyaman í Mexico. Þar lestaði skipið hrísgrjónafarn sem það sigldi með gegn um Panamaskurð til  Havana á Cúbu. 

Þetta kort birtist í Alþýðublaðinu fyrsta apríl 1948 En þá lá skipið og losaði í Havana og sykurfarmurinn til Baltimore ekki komin til



Þar dvaldi skipið í hálfan mánuð við losun og svo lestun á sykri  Þann farm fór skipið með til Baltimore. Eftir losun þar var haldið til New York þar sem lestuð var general cargo til Íslands. Til Reykjavíkur var svo komið 8 maí 1948. Eftir ellefu daga siglingu frá New York kom skipið til Reykjavíkur. Hafði þá siglt 8750 sml frá San Francisco verið 50 daga á sjó og 30 daga í höfnum



Síðan tóku við áætlunarsiglingar til New York um árabil. Störf á Tröllafossi voru eftirsótt og þangað réðust úrvalsmenn á öllum sviðum. Skipshöfnin vann til ýmissa verðlasuna varð t.d þriðja í alþjóðlegi róðarkeppni þar 1953 sem stórar siglingaþjóðir eins og t.d Bretar Ítalir Grikkir töldu sig ekki eiga möguleika á sigri og tóku því ekki þátt. 

Róðrasveitin fræga ásamt þáverandi skipstjóra Agli Þorgilssyni



Norðmenn sigruðu, bandríkjamenn nr tvö. Í umsögn u þessa keppni segir m.a.:"Þetta er ekki í eina skiptið sem íslensku skipin og íslenskir sjómenn gera garðinn frægan í höfninni í New York . Tröllafoss vekur jafnan eftirtekt þeirra sem erindi eiga í höfninni þar sem hann liggur venjulega. 

Tröllafoss menn í heimsókn hjá SÞ 1952




Sérstaklega er rómað hve skipinu er vel við haldið í alla staði. Það er almennt mál þeirra sem til þekkja að Tröllafoss sé með hreinni og best við höldnu skipum sem koma til New York að staðaldri""

Þeir unnu  Reykjafoss í knattspyrnukeppni um Sjóklæðagerðar bikarinn  1952






Það kemur meir af Tröllafossmönnum
Lokað fyrir álit

14.09.2011 16:32

Mætir menn

Þetta er forsíða Tímans 6 apríl 1952. En um áramótin þar á undan höfðu fjórir heiðursmenn hætt sem skipstjórar hjá Eimskipafélaginu, Þessir menn höfðu byrjað snemma til sjós eins og þá var siður. Þeir höfðu allir verið sjómenn í fyrri heimstyrjöldinni Og allir verið meir eða minna sem skipstjórar í þeirri seinni



Elstur þessara merku manna var Pétur Björnsson f 20 ágúst 1887 og var því 65 ára þegar hann hætti. En þá var hann skipstjóri á flaggskipinu Gullfossi. Hann byrjaði sjómennsku um fermingu. Íslenst stm próf 1914 danskt 1915 Hóf störf hjá Eimskipafélaginu sem II stm á Goðafossi I 1915 en fluttist yfir á Gullfoss þegar Goðafoss stramdaði og eyðilagðist
 
Pétur  var einn af fjórum skipstjórum sem heystu hinn fallega þóðfána Íslendinga að hún þ 1 des 1918.Og hann var fyrsti skipstjórinn til að sigla með fánan við hún inn í erlenda höfn ( Fleewood) En þá var Pétur skipstjóri á es Borg. Hann byrjaði skipstjórn á es Borg 20 júlí 1918. Var síðan m.a  með  þessi skip. es Willemose es Lagarfoss I es Goðafoss IIes Dettifoss I Goðafoss III og síðast en ekki síst ms Gullfoss II

Pétur Björnsson



Pétur var með Goðafoss II í 12 ár



© Handels- og Søfartsmuseets da


Þá er það Bjarni Jónsson Fæddur 3 júni 1889 og því 63 ára er hann hætti. Hann hóf sína sjómennsku 1909. Stm próf 1914 En byrjar hjá Eimskipafélagi íslands 1915 á Goðafossi I þá nýjum. Bjarni var á Ceres  þegar hún var skotin niður í maí 1917 Tveir skipsmenn og farþegar  komust í björguarbáta að tveim skipverjum undanteknum sem fórust við sprengingun, Bátarnir náðu landi á Hebrideseyjum eftir 52 klukkutíma hrakningu. Skipstjórn sína byrjaði Bjarni á es Lagarfossi 1942. Er svo með hann til 1948 að hann tekur Tröllafoss þá nýkeyptan Og er með hann þar til hann hættir sem fyrr segir 1952

Bjarni Jónsson



Bjarni var með Lagga I á seinni stríðsárunum


© Tóti frá Berjanesi


Næstan skal nefna Sigurð Gíslason fæddur 15-maí 1890. Hann var því 62 ára er hann hætti Þá var hann skipstjóri á Lagarfossi II Byrjar sjómewnnsku 1906.Laup stm prófi 1914  Hann byrjar hjá Eimskipafélagi Íslands 1917 ? sem annar stm á Willemose. Hann verður  fastráðinn skipstjóri á  es Lagarfossi I 1941 Er síðan m.a með Goðafoss II. Var skipstjóri þar er skipiu var sökkt í Faxaflóa  10 nóv 1944. Síðan með Reykjafoss I En tekur svo Lagarfoss II nýjan 1948



Sigurður byrjaði með Lagarfoss II nýjan


© Handels- og Søfartsmuseets da

Síðastur og eiginlega yngstur af þessum mönnum var Sigmundur Sigmundsson  fæddur1 júni 1890 Hann var því 62 ára þegar hann hætti þá skipstjóri á Reykjafossi II. Hann byrjaði sjómennsku 1902 Tók stýrimannapróf 1912. Ræðst til Eimskipsfélagsins 1918 Og verður fastráðinn skipstjóri þar 1941 á es Selfossi I Síðan Fjallfossi I og er með hann þer til hann sækir Reykjafoss II þá nýkeyptan 1951  Og er með hann þar til hann hætti sem fyrr segir

Sigrmundur Sigmundsson



Sigmundur var m.a með Reykjafoss II  Hér skipið með seinna nafn Greta



Allir þessir fjórir skipstjórir höfðu leyst af sem slíkir um lengri eða skemmri tíma á ýmsum skipum áður en þeir urðu fastráðnir, T. d var Bjarni mikið með Dettifoss I áður en hann tók Lagarfoss I sem fastráðinn skipstjóri. Íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þessa menn sem og aðra sjómenn bæði fyrr og nú. Sérstaklega stendur hún í mikilli þakkarskuld við þá menn sem stunduðu sjó á stríðsárum. Alveg sama hvort um er að ræða fiski- eða farmenn.  


Einn af þessum heiðursmönnum sem hér er fjallað um að framan sagði þetta í viðtali við blaðamann: "Já, það var oft ljótt í stríðinu, en ég var miklu hræddari við árekstur í þokunni en þýzku djöflana. Það getur verið hættulegt að vera alltaf að breyta um stefnu í þoku og gera allra handa kúnstir" 

Ég vona að einhver hafi haft gaman að þessari upprifjun. Mér finnst satt að segja það skyldu að halda minningunni um svona menn á kofti   Og að endingu bið ég menn að hafa í huga að  síðuhaldari er frekar lítill  tölvumaður svo samræmið í myndunum er kannske ekki sem skildi
Lokað fyrir álit

14.09.2011 12:53

Velkominn gestur

Þetta stóra skip var hér á laugardag. Það lá undir Eiðinu og voru farþegar ferjaðir inn í höfnina Skipið var smíðað hjá CI. Mar. Cn SY í San Giorgio di Nogaro Ítalíu 2010 (það er 15 mánaða gamalt ) Það mældist: 32346.0 ts 3000.0 dwt. Loa: 198.0 m brd: 25.60 m  Bahamasfáni

©Torfi Haralds



© Torfi Haralds


© Torfi Haralds
Lokað fyrir álit

13.09.2011 21:00

Strandveiðar

Mér er alvg sama hvað Tryggvi Sig segir yfir þessari mynd . En þessi fer á " strandveiðar" næsta sumar

© BOB ABELL of Manchester's 
Lokað fyrir álit

11.09.2011 17:20

Gamall en ekki gleymdur

Mikill velunnari síðunar og góður vinur Heiðar Kristins sendi mér þessa mynd og smá pistil, Sem ég lét fylga hér með: 

Gamlir og góðir og ekki gleymdir held ég að hafi staðið á síðunni þinni. Hér kemur einn góður og ekki gleymdur nefnilega ARNARFELL það eina og sanna.  Á sumrin voru sambandsskipin oft í flutningum með timbur sem futt var frá Rúslandi / Arcangelsk í Hvítahafinu til hafna í suður Evrópu. 


Þessir flutningar voru í gegnum norskan ref / skipamiðlara Hagaland í Haugasundi. Þessir flutningar gáfu að ég held vel í aðra hönd þó svo að oft tæki hver ferð langan tíma ákvæði í farmsamningunum um greyðslu biðdaga sáu fyrir því.. Á þessum árum var timbrið ekki flutt í buntum heldur var hverrju borði og planka raðað í lestar og milliþilfar og svo á þilfarið. Það var ekki óalgengt að lestunin í Arcangelsk tæki 2 - 3 vikur og stundum meir og losunin annað eins. 

Timbrið var mælt í stanard og ef ég man rétt lestaði ARNARFELL 630 standara eða þar um bil og var þá meðtalinn þilfarsfarmurinn. Á myndin sem tekin var sumarið 1964 er ARNARFELL á siglingu niður Ermasund á leiðinni frá Arcangelsk til og hafna í Frakklandi Bayone og Bordeaux sem báðar eru við Biscayalóann" . Svo mörg voru orð Heiðars 



Og ég læt fylgja fleiri myndir af þessu fallega skipi fylgja



© söhistoriska museum se


Það mættu fleiri fara að dæmi Heiðars. Senda pisla um skipin sem þeir hafa verið á. Það þurfa ekki að fylgja myndir en þó væri það auðvita skemmtilegra. En allt af þessu tagi gerir síðuna skemmtilegri ekki veitir af 
Lokað fyrir álit

07.09.2011 18:58

Gamlir en vonandi ekki alveg gleymdir

Þessi sem  hét Lagarfoss hérlendis Var eitt af þremur glæsilegum skipim sem Eimskipafélagsins lét byggja í lok WW2
Hér sem Hoe Aik

 
© Chris Howell

© Chris Howell




Þessi bar nafnið Hvalvík og Hvalsnes hér á landi En Samba og Mambo erlendis áður. Ég hélt til skamms tóma að Samba og Mambo hafi veri sitthvort skipið En svo var ekki Það hét Mambo fyrst siðan Samba og svo Hvalvík og enn síðar  Hvalsnes




Ég hélt lengi vel að Samba og Mambo hefði verið sitthvort skipið En svo var ekki 






Svi er það sem hét fyrst Dorrit Hog að síðustu Grímsey seinna Iris Borg (systurskip Dísarfells II) 




Grímsey


Hér sem Iris Borg


Lokað fyrir álit

01.09.2011 19:54

Í dag gær og fyrradag

Í gær og fyrradag var þetta skip Hagen hér að lesta mjöl Skipið var eiginlega byggt á tveimur stöðum. Skrokkurinn í  Galati SN í Galati Rúmeníu en restin í Damen Shipyards Bergum Hollandi 1998 Sem Koperhagen Flaggið Antigua & Barbuda. Það mældist 2810.0 ts 4218.0 dwt. Loa: 89.80 m brd: 13.20 m 2001 er nafnið stytt í Hagen. Nafn sem skipð ber í dag undir sama fána




Í dag var svo skip að losa vökvann sem heldur bílnum mínum ( já og fleiri bílum) gangandi Bro Atland. Skipið var byggt hjá Vulcano shipsyard í Vigo. Spáni 1999 sem United Albert, Fyrir sænska aðila Það mældist: 11377.0 ts  16326.0 dwt. Loa: 144.10 m brd: 23.20 m 1999 er nafninu breitt í United Atland og  2000 í Bro Atland nafn sem það ber í dag undir dönskum fána







Lokað fyrir álit
  • 1
Flettingar í dag: 3069
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 193162
Samtals gestir: 8208
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 14:32:53
clockhere