Færslur: 2013 Maí
14.05.2013 20:26
Beinn hryggur og betri sjón
Á "Lansanum" á föstudaginn á svo að tæma glerhlaupið úr vinstra auganu síðan múra upp augnbotninn .Svo er jukkinu dælt aftur inn og kallinn á að sjá miklu betur .
Ég held að það sem sýnt er sem vitreous á myndinni sé þetta svokallaða "glerhlaup"
Þetta er vís eitthvað svona núna
En verður víst svona á eftir
Hér er smá vídeóklipp um augun
Þetta ánægjulega "vesen" verður til þess að síðan liggur í meiri dvala en undanfarið í óákveðin tíma Þessvegna kveð ég ykkur kært í bili
14.05.2013 12:14
City of Sunderland
CITY OF SUNDERLAND
Skipið var smíðað hjá : Shin Kurushima í Akitsu Japan 1993 sem: CITY OF SUNDERLAND Fáninn var:Isle of Man Það mældist: 9576.0 ts, 2417.0 dwt. Loa:99.90. m, brd 20.60. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu einanafni og fáninn er sá sami
CITY OF SUNDERLAND
© Marcel & Ruud Coster
13.05.2013 10:32
Einn á vegum Eimskip annar á vegum Hafskip
HEGRA
Skipið var smíðað hjá Nylands Verksted í Osló Noregi 1951 sem:HEGRA Fáninn var:norskur Það mældist: 2063.0 ts, 3600.0 dwt. Loa:89.80. m, brd 13.50. Skipið gekk undir þessum nöfnum 1966 PROODOS - 1970 SAN GUS Nafn sem það bar síðast undir Kýpurfána En þann 15.01.1971 varð sprenging í í vélarúmmi skipsins og eldur braust út í því Eftir að hann hafði verið slökktur var skipið dregið inn til . Mobile, Alabama USA Þar var skipinu breitt í "lektu" 1974 var það svo rifið í Tampico, Mexico.Þegar þetta skeði var skipið á leið frá New Orleans til Panama City í ballest
HEGRA
© söhistoriska museum se
Hafskip var með þennan HERLUF TROLLE á sínum vegum vorið 1963 auk tveggja annara skipa sem mér hefur ekki tekist að ná upplýsingum um
HERLUF TROLLE
Skipið var smíðað hjá Bodewes Hoogezand í
Hoogezand Hollandi 1956 sem: HERLUF TROLLE Fáninn
var:danskur Það mældist: 482.0 ts, 775.0 dwt. Loa: 54.60. m, brd 8.60. m
Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1965 ASKITA - 1978 CHATA ONE - 1985
CARIB EXPLORER. Nafn sem það bar síðasíðast undir Hondúras fána En það
fórst 30 sml N af Puerto Cortes (Hondúras) 25.08.1987 á leiðinni frá
Puerto Cortes-til Tampa,með farm af tómötum
12.05.2013 13:22
Skip á vegum Skipadeildar SÍS 1963
FINNLITH
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Bodewes Hoogezand í Hoogezand Hollandi 1956 sem: FINNLITH Fáninn var:danskur Það mældist:
398.0 ts,
620.0 dwt. Loa: 50.50. m, brd
8.20. m Skipið hefur gekk undir þessum nöfnum:1969 SALTA - 1976 SAMRA - 1979 GHIWA Nafn sem það ba síðast undir fána Líbanon En skipið strandaði 2 sml út af Ovacik, nálægt Mersin Tyrklandi 08-12.1991 Og var rifið þar
HERMANN SIF
Skipið var smíðað hjá Bodewes í
Martenshoek Hollandi 1962 sem: HERMAN SIF Fáninn var danskur: Það mældist: 499.0 ts, 1052.0 dwt. Loa:
61.40. m, brd 9.80. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1973 MARIANNE LONBORG 1975 NIAGA VI - 1984 SUHIWA Nafn sem það bar síðast undir fána Indónesíu En það lenti í árekstri við annað skip (PERGANDA) á 00°.03´0 S og 103°.57´0 A þ 14-05.- 1985 og sökk
© T.Diedrich
© T.Diedrich
11.05.2013 18:28
Skólasveinar fyrir 50 árum
Skólasveinar ásamt kemnnurum sínum
Svona sagði Sjómannablaðið Víkingur af skólauppsögninni í 5-6 tölubl 1963
Við þessi tímamót minnist ég þeirra frábæru kennara sem kenndu mér Þar bera hæst í minni minningu Helgi Halldórsson, Ingólfur Þórðarson Þorvaldur Ingibergsson Þórarinn Jónsson að ógleymdum Jónasi skólastjóra Sigurðssyni En þessi árgangur af nemendum var sá fyrsti sem Jónas útskrifaði sem skipaðutr skálastjóri. Á þessu ári taldi íslenski kaupskipaflotinn um þrjátíu skip sem veifuði hinum fallega íslenska fána. Mörg fárra ára gömul. Stapafell gæti hafa verið það yngsta smíðað 1962
Stapafell
úr safni Samskipa © ókunnur
11.05.2013 15:42
Leiguskip E.I 1953
BIRTE
Svo var það BIRGITTE SKOU
Skipið var smíðað hjá Weser SY í
Bremen Þýskalandi 1925 sem:SORRENTO Fáninn var: þýskur Það mældist:
1878.0 ts, 3750.0 dwt. Loa:
86.50. m, brd 12.70. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1927 BESSEL - 1945 EMPIRE CONISTON - 1947 BIRGITTE SKOU - 1959 N.MARTINI - 1961 NICOLO MARTINI Nafn sem það bar síðast undir ítölskum fána En það var rifið á Ítalíu 1973
Og síðan var það LAURA DAN
Skipið var smíðað hjá Nakskov SV í Nakskov Danmörk 1933 sem:LAURA Fáninn var: danskur Það mældist: 1140.0 ts, 1481.0 dwt. Loa: 79.90. m, brd 12.10. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1941 ROCHA - 1945 LAURA - 1946 LAURA DAN - 1960 LADY SHARON - 1963 TICO Nafn sem það bar síðast undir hollenskum fána
LAURA DAN11.05.2013 14:48
NORSE VALIANT

Skipið var smíðað hjá Uddevallavarvet í Uddevalla Svíþjóð 1965 sem:NORSE VARIANT Fáninn var:norskur Það mældist: 13194.0 ts, 20750.0 dwt. Loa: 165.10. m, brd 21.40. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fáninn var sá sami þegar skipið fórst 22 mars 1973
Skipið sem var lestað kolum frá Newport News i Virginia til Hamborgar sendi frá sér neyðarskeyti kl 1400 22.mars út af strönd New Jersey í vindstyrk 12 og miklum sjó.Einn maður Stein Gabrielsen (f 14. januar 1950, d 19. oktober 2009) (23) frá Osló). komst lífs af Hann fannst 25. mars kl. 09.00 og var bjargað sama dag kl 1150 af tankskipinu Mobile Lube. Gabrielsen hafði þá hrakist á tveimur ólíkum björgunarflekum í þrjá sólarhringa oft í blindbyl en alltaf í stórsjóum og ofsaroki Þótt við íslendingar séum búin að missa þjóðernis tilfinninguna gagnvart íslenska fánanum á kaupskipum megum við aldrei missa sjónir á mikilvægi sjómannana okkar og því að öryggi þeirra sé ávallt tryggt á allan hátt. Og á Sjómannadaginn eigum við að koma saman til að minnast okkar manna sem ekki komu til baka.
09.05.2013 14:45
Gullfoss II
Hér í smíðum
© söhistoriska museum.se
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1950 sem GULLFOSS Fáninn var íslenskur Það mældist: 3858.0 ts, 1850.0 dwt. Loa: 108.20. m, brd: 14.50. m Skipið gekk aðeins undir tveimur nöfnum en Eimskipafélagið seldi skipið 173 til Beirut og fékk það nafnið MECCA og fékk fána Saudi Arabíu En 18- 12- 1976 kom upp eldur í því þegar það var að sigla í Rauðahafinu. Skipið lagðist á hliðina og sökk Mannbjörg varð
Gullfoss
Eldur kom mikið við sögu þessa skips. Þrívegis kviknaði í því á byggingartímanumn Alvarlegasti bruninn var í des 1949.En fjórir menn fórust þá þegar eldur kviknaði í tjöru í lestinni þegar verið var að einangra hana Tveir menn fórust strax en fjórir náðust illa brenndir og létust tveir af þeim nokkru síðar 1963 kviknar enn í skipinu, nú .þegar það var í viðgerð í Kaupmannahöfn. Miklar skemmdir urðu en ekkert manntjón.Nú um síðasta brunan í því má sjá hér að ofan
Úr vélarrúmminu
Úr salarkynnum skipsins
"Gullfoss með glæstum brag" var stundum sungið
© söhistoriska museum.se
Hér komin í líkklæðin sem Mecca
08.05.2013 12:10
JOLLY NERO
Skipið var smíðað hjá Blohm & Voss í Steinwerder,Þýskalandi 1976 sem: AXEL MAERSK Fáninn var: danskur Það mældist: 26939.0 ts, 25299.0 dwt. Loa: 210.80. m, brd 30.60. m Skipið gekkst undir allskonar breitingat en 1994 var því svo endalega breitt og nú í " roro-container ship",Og mældist eftir það 40600.0 ts 32178.0 dwt Loa: 239.30 Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1984 ADRIAN MAERSK - 1994 SP5. ERIC G.GIBSON - 1999 MAERSK ALASKA - 2006 JOLLY NERO Nafn sem það ber í dag undir ítölskum fána
Hér má sjá videobút af atvikinu
07.05.2013 19:42
Gullfoss I
Málverk af GULLFOSSI I
Tvö fyrstu skip Óskabarnsins

Úr safni Hlöðvers Kristjánssonar
GULLFOSS I

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Á stjórnpalli GULLFOSS I
Skipið var ílla farið eftir stríðið
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þarna má sjá þá GULLFOSS II og TJALDUR ex GULLFOSS I
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
01.05.2013 16:52
Útlensk fyrir 50 árum
© Patrick Hill / Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Lothe í Haugesund Noregi 1962 sem Nina Fáninn var: norskur Það mældist: 499.0 ts, 986.0 dwt. Loa: 59.10. m, brd 9.40. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1965 BRUNHOLM - 1972 BLUE SKY - 1975 BERRY TRADER - 1975 IOANNIS M. Nafn sem það bar síðast undir grískum fána Skipinu hlekkstist á og varð til á 38°05´0 N og 024°.35´0 A 29-07.1984
Hér er Nina sem BRUNHOLM
© Patrick Hill / Peter William Robinson
Hér er NINA sem BERRY TRADER
© Humberman
Hafskip hafði einnig skip að nafni PRINSES IRENE í sinni þjónustu
PRINSES IRENE
Skipið var smíðað hjá De Groot & Van Vliet í Slikkerveer, Hollandi 1957 sem: PRINSES IRENE Fáninn var:hollenskur Það mældist: 500.0 ts, 864.0 dwt. Loa: 56.70. m, brd 9.10. m Skipið hefur gekk undir þessum nöfnum: 1973 HELENA - 1974 CEBO I - 1975 VENUS - 1981 DENISE C.I. Nafn sem það bar síðast undir breskum fána En það var rifið í Columbíu 1989
PRINSES IRENE
© söhistoriska museum se
Eimskipafélagið notaði líka erlend skip til sinna flutninga á þessum árum Hér sjást þau Fyrst skal nefna norska skipið FORRA
FORRA

Skipið var smíðað hjá Trondhjems MV í Trondhjem Noregi 1957 sem: FORRA Fáninn var:norskur Það mældist: 1977.0 ts, 3556.0 dwt. Loa: 96.10. m, brd 13.80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1972 DEKATRIA - 1976 LIA G. - 1979 IOS - 1983 IRAKLIS - 1994 ALINA V. Nafn sem það bar síðast undir Panama fána
FORRA
Næst á þessum lista er skip sem líka var á vegum Eimskipafélags Íslands ULLA DANIELSEN danskt skip
ULLA DANIELSEN
Skipið var smíðað hjá Bijker's í Gorinchem Hollandi 1961 sem: ULLA DANIELSEN Fáninn var:danskur Það mældist: 1400.0 ts, 1820.0 dwt. Loa: 73.40. m, brd 11.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: Nafn sem það bar síðast undir fána Madagascar En mín gögn segja þetta um skipið: "Total Loss(during 2010)" Ég var með mynd af röngu skipi fyrst en svo fékk ég tips um það og hér vona ég að sé mynd af réttu skipi
Síðasta skipið í þessari upptalningu var einnig danskt sem hét ANNE BÖGELUND og var líka á vegum Eimskipafélagsins
ANNE BÖGELUND
Skipið var smíðað hjá Smit, E.J. í Westerbroek Hollandi 1962 sem: ANNE BÖGELUND Fáninn
var:danskur Það mældist: 1503.0 ts,
2060.0 dwt. Loa: 80.60. m, brd 11.90. m Skipið hefur gekk undir þessum
nöfnum: 1969 ANNE - 1973 BRIARTHORN -1978 var skipinu breitt í "drilling
ship" 1981 GEODRILL Nafn sem það bar
síðast undir breskum fána En skipið var rifið í Singapore 1985
- 1