Færslur: 2013 Ágúst
30.08.2013 16:31
Taranger
"Vélbáturinn Sigurfari af Akranesi fann í gær lítinn seglbát, er á voru 17 skipreika Norðmenn, 48 sjómílur til hafs frá Akranesi. Voru mennirnir allilla á sig komnir sökum kulda og vosbúðar, en lítt særðir.
Bergur Guðjónsson skipstjóri
Höfðu þeir hrakist á báti sínum síðan á föstudaginn var, að þýzkur kafbátur sökkti skipi því, er þeir voru á, vestan við Ísland. Áhöfnin á norska skipinu, Taranger hét það, voru alls 33 menn. - Komust allir skipverjar í tvo báta, nema skipstjóiinn, er féll i fyrstu atlögu.
Og skip hans SIGURFARI
Annar björgunarbáturinn var vélknúinn, fóru í hann 15 menn, en 17 í hinn, þann er bátverjar á Sigurfara fundu. Björgunarbátarnir fylgdust að fyrsta sólarhringinn, en urðu viðskila á laugardaginn. Skipbrotsmennirnirvoru fluttir til Akraness, þar sem þeim var hjúkrað eftir föngum
Photo Courtesy of Library of Contemporary History, Stuttgart
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1930 sem:TARANGER Fáninn var:norskur Það mældist: 2984.0 ts, 4879.0 dwt. Loa:
121.30. m, brd 16.70. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fáninn var sá sami
Svona urðu endalok skipsins
Þessi skip komu einnig við sögu björgunnar mannana af TARANGER
HMS BEGONIA
© photoship
HMS WOLVERINE
© photoship
29.08.2013 19:51
FLORA II
Steinarr Kristjánsson skipstjóri Hann varð seinna farsæll kaupskipaskipstjóri

Og hélt togarinn á staðinn þar fann skipshöfn hans tvo björgunarbáta frá fyrrgreindu skipi. Innanborðs voru tuttugu og fjórir áhafnarmeðlimir fjórar skyttur og einn farþegi.Í bókinni "Mennirnir í brúnni" er kafli um Steinarr skipstjóra: Í sex og hálfri línu segir hann frá atvikinu.
Skip hans í umrætt skifti
Og lýsingin endar svona:"Við hirtum þá upp,en á þetta mátti aldrei minnast, það var hernaðarleyndarmál" Og ég hef leitað í þess tíma daglöðum en á þessa björgun er hvergi minnst einu einasta orði.Og í bókinni "Virkinu í norðri" III bindi sem kom út 1984 og ég hef stuðs mikið við í samningu þessara færsla er ekki minnst einu orði á þessa björgun Heldur:skrítið mál
FLORA II
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1909 sem:FLORA Fáninn var:danskur Það mældist: 1218.0 ts, 939.0 dwt. Loa: 77.30. m, brd 10.50. m 1940 tók breska herstjórnin skipið yfir og bætti II fyrir aftan nafnið Það nafn bar það svo síðast undir þá breskum fána
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þetta segir U-Boat.net um endalok skipsins
28.08.2013 17:20
ATOS
Matthísa Guðmundsson skipstjóri

Skipstjórinn heitir F. Funning, ög er frá Hernösand í Svíþjóð. Var ég búinn að vera skipstjóri á Atos, segir hann, í 6 ár samfleytt. Skipið var 2500 smálestir að stærð á leið til Petsamo í Finnlandi er kafbáturinn sökkti skipinu. Kl. 09.20 þ. 3.ágúst var. s.s. Atos statt á 56° norðurbr. og 7° vesturlengdar. Sást þá kafbátur í ca. 1 sjóm. fjarlægð. Skaut kafbáturinn þegar tundurskeyti á skipið og varð ægileg sprenging í afturhluta þess. Afturmastrið féll út af bakborðslunningunni og allar lúkur af afturlestinni fuku eins og fiður langt út á sjó. Bátsmaðurinn á Atos var við að laga til og "súrra bómur" við afturmastur skipsins og sást hann ekki eftir að sprengingin varð. Var hann sá eini, sem fórst með skipinu. 27 manns björguðust, 26 karlmenn og ein kona. Heitir hún Gertrud Bergström,og var farþegi ásamt Berström manni sínum sem var umboðsmaður fyrir sænskt rafmagns firma í London. Var hann í verzlunarerindum og ætlaði til Svíþjóðar. Bæði voru þau barnfædd í Svíþjóð, en Bandaríkjaborgarar. Sögðu þau mér, að þau hefðu komið á heimili Péturs Benediktssonar í London fyrir tveim mánuðum og ætlað reyna að komast yfir ísland til Svíþjóðar, en svo hefðu þau fengið þessa heppilegu ferð, sem fór þó á annan veg en ætlað var.
Og skipið hans SKUTULL ÍS 451
Hún var skólaus í silkisokkum um borð og varð ég að lána frúnni skóna mína, sem ég keypti í Vestmeyjum á sjómannadaginn. S. s. Atos var fullfermt af mjög dýrmætum vörum, svo sem radíólömpum, bómull, skotfærum, sem áttu að notast til veiðiferða í íshaliriu, sykur, kaffí og allskonar stykkjavörur. Var farmurinn virtur á 26 milljónir sænskar 'krónur, sem fóru í hafið á nokkrum minútum. Skipið var nýkomið frá New York með fullfermi af vörum til Liverpool, en fór svo þaðan, þegar losað hafði verið og lestaði aftur í Glasgow og átti svo að fara til Petsamo. Skipið lagði af stað á föstudaginn 2. ágúst, en hvarf morgunin eftir með allan sinn dýrmæta farm í djúp hafsins, eíns og svo mörg önnur skip, síðan styrjöldin hófst.
ATOS
Skipsverjunum af Atos leið öllum vel eftir. ástæðum, en þeir vildu helst halda sig á bátapalli,og voru að sjá mjög taugaóstyrkir og viðbrigðulir við hvert hljóð sem þeim fannst athugavert. Um hádegi á sunnudag komum við til Fleetwood* og tók lóðsskipið alla skipsbnotsmennina með sér til lands, Síðar um kvöldið voru það allt uppdubbað og hið hressasta og sagði okkur að sumt af áhöfninni mundi fara til Liverpool, en sumt til London og skildi þar með okkur. og skipsbrotsmönnum af s.s. Atlos". Þannig lauk frásögn loftskeytamannsins á SKUTLI
ATOS hér sem MARIE nýsmíðuð
Skipið var smíðað hjá Helsingör Værft í Helsingör Danmörk 1902 sem:MARIE Fáninn var:sænskur Það mældist: 1286.0 ts, 2161.0 dwt. Loa: 88.80. m, brd 13.00. m Skipið gekk undir þessum nöfnum1917 UPPLAND - 1924 ATOS Nafn sem það bar síðast undir sama fána
Þannig segir U-Boat.net frá endalokum skipsins
27.08.2013 19:21
Hver er þetta ??
Hvert er skipið ??
© Finn Bjørn Guttesen
27.08.2013 16:50
MAERSK MC-KINNEY MOLLER
MAERSK MC- KINNEY MÖLLER
© Maersk Line
Skipið var smíðað hjá Daewoo SB & ME Co í Okpo S-Kóreu 2013 sem: MAERSK MC-KINNEY MOLLER Fáninn var: danskur Það mældist: 194849.0 ts, 194153.0 dwt. Loa: 399.00. m, brd 59.00.m
Hér nýfarin undir Stórabeltisbrúna
© Maersk Line
Að koma til Gautaborgar
Hér að koma til Rotterdam
© Hannes van Rijn
26.08.2013 18:17
Beaverdale
Halldór Gíslason skipstjóri
Og skipið hans GULLTOPPUR
BEAVERDALE
© photoship
Skipið var smíðað hjá Armstrong, Whitworth & Co í High Walker Bretlandi 1928 sem: BEAVERDALE Fáninn var:breskur Það mældist: 6000.0 ts, 9956.0 dwt. Loa:
153.20. m, brd
18.90. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fáninn var sá sami Enn hér má sjá endalok skipsins á U-Boat.net
BEAVERDALE
26.08.2013 17:15
Saga IV
SAGA
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var smíðað hjá Orsköv Christensens í Frederikshavn Danmörk 1989 sem:GREENLAND SAGA Fáninn var:danskur Það mældist: 2469.0 ts, 3200.0 dwt. Loa: 87.10. m, brd 14.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 2007 AXEL - 2012 SAGA Nafn sem það bar síðast er ég vissi undir færeyiskum fána En ég veit ekki undir hvaða fána það er komið nú eða þann 26 ágúst
SAGA
© Marcel & Ruud Coster
Hér sem AXEL
© Marcel & Ruud Coster
26.08.2013 12:45
Komin á kreik
20.08.2013 21:42
Súlan
Og til samanburðar myndin sem ég birti í gær Þar sést að brúin er sú samam nema þetta skyggni eða hvað þetta svo er á brúarþakinu Og ég man eftir skipinu með brúna eins og á efri myndinni En það er kominn stærri bátapallur á skipið að sjá á neðri myndinni

20.08.2013 20:55
Frí
Þessvegan á hann að heimsækja hinar góðu hjúkrunarkonur á Borgarspítalanum. Og sofa nei ekki hjá þeim en á spítalanum eina nótt
Maður þyrfti víst lengra til að hitta ´ana þessa . En við eigum ekki síður fallegar konur sem hjúkrunarkonur. En þegar eins áliðið er á líftíman og hjá kallinum verður maður bara að láta sig dreyma. Þessvegna verður svefninn að vera í lagi Og þær ætla að kippa því í lag..á Borgó Æ æ nei nú er ég komin langt út á of hálan ís Svo nú held ég kja...
Svo verðu kallinn frískur og fínn á eftir
20.08.2013 18:33
Hilmir aftur
B/V HILMIR
Þessi mynd á ekkert skyld við söguna hér á eftir
Og skipstjóri hans Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson var einn af okkar snildar skipstjórnarmönnum sem kunnu sjómennsku til hlítar. Hann var Eyrbekkingur að uppruna og hafði stundað sjó á opnum bátum þaðan Síðar á skútum og togurum . Hann var skipstjóri á B/V Surprise í Halaveðrinu og slapp frá .því með óskemmt skip En svo var það 1938 að HILMIR fær á sig mikinn brotsjó. þegar það var á leið til Englands.Það laskast mikið Manninn sem stóð við stýrið tók fyrir borð og Jón sem var í brú skipsins slasaðist mikið Fyrir frábæra frammistöðu áhafnarinnar tókst að koma skipinu til hafnar í Aberdeen Og vakti það furðu margra hve illa þetta litla skip var útleikið
BEDUIN
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Götaverken í Gautaborg Svíþjóð 1936 Sem Beduin fáninn var norskur Það mældist 8136.0 ts 12520.0 dwt. Loa: 138.80. m, brd 18.10. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána
BEDUIN © söhistoriska museum se
Hér má lesa um endalok skipsins sem voru nokkuð söguleg
20.08.2013 13:40
Litli bjargar stóra
Fyrirsögn Morgunblaðsins um atburðinn í des 1940

Skipstjóranum á Hafsteini Oddi E Kristinsyni segist svona frá björguninni þá kominn til Reykjavíkur 19 desember "Á fimtudagskvöld, 5. þ. m. heyrðum við neyðarkall frá skipi og vorum við þá staddir ca. 180 sjóm. suður af Vestmannaeyjum. Neyðarkallið hélt stöðugt áfram.Við héldum í áttina til kallsins. Um kl. 11 á föstudagskvöld komum við að skipinu, sem neyðarkallið sendi. Það var um 200 sjóm. NNV af Barrow Head. Þá var komið versta veður, stormur og stórsjór. Við gátum þá ekkert aðhafst.
Oddur E Kristinsson skipstj.

Veðrið hélst næstu nótt. Við héldum okkur í námunda við skipið. Þetta skip, sem hér var í nauðum statt, var enskt flutningaskip,
"Empire Thunder", frá Newcastle, 5900 tonn að stærð. Skipið var alveg nýtt og var þetta fyrsta ferð þess. Það var á leið til Kanada og hafði engan farm. Aðalvél skipsins hafði brotnað og var skipið því ósjálfbjarga með öllu; rak fyrir sjó og vindi. A skipinu var 40 manna áhöfn. Skipið hafði á annan sólarhring verið að senda út neyðarkall, án þess að nokknr hjálp kæmi. Á laugardagsmorgun var byrjað að vinua við skipið. Veður var enn óhagstætt, norðan rok og mikill sjór.
Skipið hans B/V HAFSTEINN

Við skutum rakettum yfir skipið, en vegna storms og sjógangs vildi línan slitna. Það var ekki fyr en í 5. sinn, að tókst aðdraga línuna milli skipanna. Um kl. 12 á laugardag byrjuðum við að draga skipið. Veður var slæmt, en vindur fremur hagstæður. Ferðin gekk nú vel allanlaugardag og fram á miðjan dag á sunnudag. En- þá gekk vindurinn til SV og hvessti mjög. Höfðum við nú alís ekki að draga hið stóra skip, sem tók svo mjög á sig. Ráku bæði skipin og í áttina til lands. Horfði því mjög illa um björgunina. Gekk þannig til frá hádegi á sunnudag til kvölds. En á sunnudagskvöld breyttist vindstaðan og gekk til vesturs. Gátum við nú farið að draga aftur. Upp frá því gekk alt vel og um kl. 2 á mánudag komum við með skipið til hafnar. Tókst björgunin að óskum.
ENPIRE SNOW systurskip EMPIRE TUNDER

Skipið var smíðað hjá Pickersgill í Southwick í Bretlandi 1940 sem:EMPIRE THUNDER Fáninn var: breskur Það mældist:
5965.0 ts,
8800.0 dwt. Loa: 126.50. m, brd 16.50. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána En það var ekki langlíft eins og sjá má hér
19.08.2013 20:10
Meir 1940
ÞORMÓÐUR
Þ 21 okt bjargaði skipshöfnin á línuveiðaranum ÞORMÓÐI frá Akranesi 13 mönnum af breska skipinu PACIFIC RANGER Svona segist Guðna Pálssyni skipstjóra á Þormóði frá atburðinum í blaðaviðtali þ 25 okt þá kominn til Reykjavíkur: "Það var mánudaginu 21.október kl. 8.45 árd. og vorum við. þá staddir 92 sm. NV af Barra Head á Skotlandi á leið heim tii Islands. Sáu þeir þá seglbát alllangt undan og héldu í áttina til hans.
Er þeir komu að seglbátnum sáu þeir að þetta var björgunarbátur frá skipi. í bátnum voru 13 menn og margir þeirra illa til reika, votir og klæðlitlir. Skipbrotsmennirnir voru teknir um borð í "Þormóð", þeir háttaðir niðri í káetu og færðir í þur föt og gefin heit mjólk. Fjórir skipbrotsmannanna voru berfættir og illa hafðir. Hrestust þeir skjótt. Skipbrotsmennirnir voru Englendingar og voru af m.s. "Paeifieranger"frá London, 10 þús. smálestir.
Skipið hans Þormóður MB 61

Skipið var skotið í kaf laugardaginn 12. okt. og var þá 170 sm. NV af frlandi. Á skipinu voru 55 menn og komust allir í 3 báta. Er "Þormóður" bjargaði þessum 13 mönnum, höfðu þeir verið 2 sólarhringa að velkjast í bátnum. Þeir vissu ekkert um hina bátana. "Þormóður" kom með hina 13 skipbrotsmenn hingað til Reykjavíkur
PACIFIC RANGER

Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Denmörk 1929 sem: PACIFIC RANGER Fáninn var:breskur Það mældist: 4158.0 ts, 6865.0 dwt. Loa: 133.00. m, brd 18.40. m Skipið gekk aðeins undir þessum eina nafni og fána
Hérna má sjá endalok skipsins á U-boat.net
SÚLAN
Svo
var það 12 desember að áhöfn SÚLUNNAR EA bjargaði þrjátíu og sjö
skipbrotsmönnum agf belgíska skipinu MACEDONIER Svona sagðist skipstjóra
SÚLUNNAR Aðalsteinn Magnússon frá atburðinum í blaðaviðtali Þ 27 des
1940:
Alsteinn Magnússon skipstjóri
"þann
12 des sl var "Súlan" stödd 10 sjómílur suður af S t Kilda. Flaug þá
ensk flugvél yfir skipið og skaut flugeldium til þess að gefa til kynna,
að þörf væri á aðstoð. Sáu pá skipverjar rauða bfossia í stefnu á
eyjuna. Var þá snúið þangað, og flaug flwgvélrn
þangað líka.
Skipið hans SÚLAN EA 300
Eftir 7 minútna siglingu fundu skipverjar bát með 11 mönnum af belgíska
skipinu,
Maodo'nniere, 8600 srnálestir að staerð, sem skotið hafði verið í kaf
með tuhdurskeyti Stýrimaðurinn af skipinu stjórnaði bátnum, og sagði
hann að annar bátur væri þar nálægt með 26 mönnum. Eftir ofurlitla stund
fannst báturinn eftir tilvisun
flugvélarinnara. Fór "Súlan" með skipbriotsmennina til Fleetwood og voru allir
hressir, er þangað kom Tivísun lokið
MACEDONIER
© Uboat.net
Skipið var smíðað hjá Lloyd Royal Belge í Whiteinch Skotlandi 1921 sem:MACEDONIER Fáninn var:belgískur Það mældist: 4793.0 ts, 5227.0 dwt. Loa: 122.10. m, brd 15.90. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána
Hérna má sjá endalok skipsins á U- boat .net
19.08.2013 12:42
Aska
Svona segir Alþýðublaðið frá þ 20 sept 1940
En nú er ég búinn að fá þetta á hreint Skipið hét ASKA Tíðindamaður Morgunblaðsins náði tali af Magnúsi Runólfsssyni skipstjóra þ 20 sept.Þá komin til Reykjavíkur: "Við vorum á heimleið um nótt er við urðum varir við stórt skip á siglingu nálægt okkur. Flugvél steypti sér úr háalofti yfir skipið og lét falla sprengju er hitti það. Ekki höfðum við séð til ferða flugvélarinnar fyrri en hún steypti sér yfir skip þetta. Síðan beindu flugmenn fluginu til okkar og flaug vélin tvo hringi rjett yfir siglutoppa skips okkar og hvarf því næst út í myrkrið. Skipið sem fyrir sprengjunni varð, stóð í björtu báli miðskips. Sigldum við rakleitt þangað til þess að bjarga skipverjum. Eins gerði Arinbjörn hersir. Nú urðu verkaskifti milli okkar.
Magnús Runólfsson skipstj. varð seinna hafnsögumaður
Arinbjörn sigldi til björgunarbátanna, sem skipverjar höfðu komið á flot og bjargaði mönnunum úr þeim eftir því sem til þeirra náðist og eins af fljótandi flekum. Bárust bátarnir frá hinu brennandi skipi. En sakir elda í skipinu voru þar margir björgunarbátar, sem ekki hafði tekist að koma á flot.
Skip Magnúsar SNORRI GOÐI
Fjöldi manna hékk í köðlum og kaðalstigum utan á skipinu og gáfu frá sér neyðaróp. Við settum út björgunarbát okkar, það er vélbátur. Var honum lagt að hinu brennandi skipi og fólkið tínt upp í hann. Á björgunarbátnum voru 4 af skipverjum okkar. Þeir skiftust á að fara þessar ferðir. Þeir höfðu alls farið átta björgunarferðir þegar tundurspillir og dráttarbátur kom á vettvang. Það var sýnilega hætta að nálgast hið brennandi skip. Því altaf gat maður búist við því, að sprenging yrði í skipinu.
Steindór Árnason skipstjóri
En þetta gekk alt vel. Á meðan menn okkar voru á ferðinni að hinu sökkvandi skipi, náðum við í allmarga menn, sem höfðu bjargað sér út á fljótandi fleka. Tundurspillirinn ætlaði að Nú lögðumst við upp að hlið tundurspillisins og fóru þeir menn, sem, við höfðum bjargað yfir í hann Ekki höfðum við tölu á því, hve mörgum við björguðum . En þeir voru 18 í bátnum eitt sinn er ég taldi þá. Við áætluðum að við hefðum náð nokkuð á 3. hundraðmanns.
Skip Steindórs ARINBJÖRN HERSIR
En Arinbjörn bjargaði úr bátunum nokkuð á 2. hundrað manns .Skipið, sem þarna var á ferð var franskt, hét Asca (ASKA er rétt nafn) og var 8000 smálestir að stærð. Á því áttu að hafa verið 620 manns alls, Englendingar og Frakkar " Hér lýkur frásögn Magnúsar í Morgunblaðinu En betri lýsinu af atburðinum má lesa í ævisögu hans "Togarasaga" sem skráð er af Guðjóni Friðrikssyni sem út kom 1986
ASKA
Skipið var smíðað hjá Swan, Hunter & W.Richardson í Low Walker Bretlandi 1939 sem:ASKA Fáninn var: breskur Það mældist: 4983.0 ts,
8323.0 dwt. Loa:
135.50. m, brd 18.70. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni En það var undir frönskum fána þegar því var sökkt
18.08.2013 18:46
VERONICA
Þær voru nú ekki allar stórar fleyturnar sem stunduðu siglingar í WW 2 Hérna er ERNA EA 200 fyrir lengingu En hún var lengs 1943
Þannig sagðist Einari Bjarnasyni frá í viðtali við dagblað þess tíma:"Við sigldum meðfram Skotlandsströnd; vorum á leiðinni heim, þegar við komum auga á rekald. Við sigldum í áttina þangað, og brátt kom í Ijós, að þetta var fleki og á honum kúrðu, nær dauða en lífi, 3 menn. Við tókum þá þegar um borð og hlúðum að þeim eins og tök voru á. Eftir stutta stund tókst mér að ná tali af einum þeirra og var það sænskur maður, skipstjórinn af skipinu »Veronica«, 2000 smál. að stærð, sem skotíð hafði verið í kaf fyrir 6 dögum síðan"
Hér er ERNA lengd,komin með hvalbak og fullhlaðin á leið til Englands 1944
Í ævisögu sinni ritaðri af Sveini Sæmundssyni segir Einar að skipstjóri VERONICA, R. Elmquist hefði verið illa særður.Hann hafði við sprenginguna kastast af stjórnpallinum niður á dekk. Einar stefndi skipi sínu strax til Londonderry og komst hinn illa særði maður þar undir læknishendur
Einar Bjarnason var skipstjóri á m/s Ernu Frá 1939 til 1947 Hann sigldi skipinu til Englands sem sagt öll WW2 árin Hann var faðir hins ástsæla íþróttamanns Hjalta Einarssonar sem varð "Íþróttamaður ársins 1971"
VERONICA
© söhistoriska museum se
Skipið var smíðað hjá Limhamns Skeppsvarv AB í Limhamn Svíþjóð 1918 sem: VERONICA Fáninn var: sænskur Það mældist: 1145.0 ts, 1350.0 dwt. Loa: 72.50. m, brd 11.50. m Skipið gekk aðeins undir þess eina nafni og fána
Hérna má sjá endalok Veronica af U-Boat.net