Færslur: 2013 Desember
16.12.2013 17:08
ALEXIA
ALEXIA
© Arne Luetkenhorst
Skipið var smíðað hjá Yichang SY í Yichang Kína 2008 sem: ALEXIA Fáninn var: Antigua and Barbuda Það mældist: 7878.0 ts,11149.0 dwt. Loa: 145.60. m, brd 18.30. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni Nafn sem það ber í dag undir fána Netherlands Antilles
ALEXIA
© Helen Krmic
© Helen Krmic
© Helen Krmic
© Arne Luetkenhorst
15.12.2013 23:29
STERLING
MJÖLNIR Einar Stefánsson var 1 stýrimaður á því skipi Þegar hann fór á GULLFOSS I sem II stm 1915
Ekki löngu síðar mun það fyrst hafa komið til tals milli Sveins Björnssonar(seinna forseta Íslands ) og Emil Nielsen, að stofnað yrði íslenskt gufuskipafélag. "Þá vantar okkur menn," segir Sveinn Björnsson. "Það er hægt að ala þá upp á fáum árum," svarar Nielsen Kannske minnugur unga íslenska stýrimannsins á skútunni. Nokkru síðar kemur Nielsen að máli við Elnar og spyr hann hvort hann mundi vilja halda áfram að læra, fara á skóla í Danmörku og í erlendar siglingar. Þegar Einar hafði tryggt fjárhagshlið framhaldsnámsins, lét Nielsen hann fá fría ferð með sér á Sterling til Kaupmannahafnar.
Einar sótti STERLING eða THEMIS eins og skipið hét hjá svíum til Svíþjóðar En skipið hlaut sitt fyrra nafn aftur
THEMIS
© söhistoriska museum se
Stundaði Einar síðan nám á sjómannaskóla í Marstal, fór síðan í siglingar á vöruflutningaskipum. Var Einar orðinn 1.stýrimaður á Mjölni, er hann réðist sem 2. stýrimaður á Gullfoss, þegar það skip hóf siglingar hér við land. Þegar ríkisstjórnin keypti Sterling 1917 varð Einar skipstjóri á skipinu, en hann hafði þá um sinn verið 1.stýrimaður á Lagarfossi. Var Einar sendur út til að taka á móti skipinu, sem þá um nokkur ár hafði verið i eigu Svia sem notuðu það til vöruflutninga.Með Sterling er Einar svo þar til hann tekur Goðafoss II nýjan 1921
STERLING

Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Morton, S&H í Leith Skotlandi 1890 sem STERLING Fáninn var:norskur Það mældist:1040.0 ts, 1047.0 dwt Loa:n 64.00. m, brd 9.20. m 1915 var skipið selt til Svíþjóðar og fékk nafnið THEMIS - 1917 keypti Landsjóður það og fékk það nafnið STERLING Nafn sem það bar síðast undir íslenskum fána.En það strandaði við Brimnes í Seyðisfirði 1 maí 1922 og bar þar beinin
STERLING
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Svona er sagt frá strandinu í þess tíma blöðum:
"Árla um morguninn hafði skipið lagt upp frá Mjóafirði, eftir að hafa sett Svein alþingismann í Firði þar í land; var þá þokulaust og veður hið bezta. Er komið var út með firðinum, fór skipstjórinn, Þórólfur Beck, niður undir þiljur, eftir að hafa fengið 1. stýrimanni stjórnina í hendur. Var þá enn þokulaust. Liðu svo tveir tímar að ekkert bar til tíðinda, en kl. rúmlega 7 er skipstjóra tilkynnt, að skollin sé niðaþoka. Fer skipstjóri þá á augabragði upp á stjórnbrú. Skipið er þá komið inn fyrir Dalatanga og sést grilla í Brimnessvitann. Aðgætir skipstjóri stefnu þá, sem stýrimaður hefir látið skipið taka og finnur hana rétta vera, en til þess að gera fyrir straum, setur skipstjóri hana 1/4 striki sunnar
STERLING á ytrihöfn Reykjavíkur
© Handels- og Søfartsmuseets.dk .
Ferðin á skipinu er minkuð og bæði skipstjóri og 1, stýrimaður eru eftir það á stjórnpalli, en 2. stýrimaður við hraðamælirinn. Straumur mjög mikill. Alt í einu sést land fram undan. Er þá gerð tilraun til að snúa skipinu til suðurs, en í því rennur það upp á blindsker og situr fast.Straumurinn hafði borið skipið um 1/2 striki norður af réttri leið.Það var strax augljóst, að um algert strand var að ræða og því þegar send hjálparbeiðni til Seyðisfjarðar. Brá varðskipið »Fylla«,sem þar lá, þegar við og fór til strandstaðarins, en sökum þokunnar var hún lengi á leiðinni, og var búið að setja niður skipsbátana, þegar hún kom. Tók hún þá strax farþega og póst; voru farþegarnir 10 talsins" Skipinu var sem fyrr sagði ekki bjargað
STERLING
15.12.2013 17:12
Goðafoss II
Goðafoss II að koma inn í Reykjavíkurhöfn í fyrsta sinn
Morgunblaðið 9 sept 1921
Engum datt þá í hug hin hörmulegu örlög skipsins 23 árum seinna. Og ég hef satt að segja furðað mig á þeirri tryggð sem Eimskipafélagið hefur bundið við þetta nafn. Það var talað um landsfjórðungana í þessu sambandi, Gullfoss fyrir Suðurland Goðafoss fyrir Norðurland Lagarfoss fyrir Austurland Og Brúarfoss fyrir Vesturland. En hann var ekki kominn er þarna var komin sögu
Goðafoss II
©Handels- og Søfartsmuseets
Goðafoss II var smíðaður hjá Svendborg Skipsværft Svendborg Danmörk 1921 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist:1542.0 ts 2000,0 dwt.Loa: 73.22.m brd 10.86. m.Endalok þessa skips urðu en hörmulegri en þess fyrra með þessu nafni En þýskur kafbátur U-300 undir stjórn Fritz Hein sökkti skipinu út af Garðskaga10-11- 1944
Goðafoss II að koma til New York
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Goðafoss II
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
12.12.2013 18:38
COMBI ALFA
Hér sem COMBI ALFA
Skipið var smíðað hjá Kaarbos í Harstad Noregi 1969 sem NORDFJELL Fáninn var: norskur Það mældist: 443.0 ts, 700.0 dwt Loa: 55.50. m, brd :11.00. m 1972 var skipið lengt upp í loa: 61.20 m Og mældist 496.0 ts og 813.0 dwt Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1985 COMBI ALFA - 1987 ALIBAK JOSEFSEN - 1993 FRIGO -1994 MALOY - 2000 ICE BEAR Nafn sem það bar síðast undir norskum fána En skipið sökk þa 01-01-2003 ca 73 sml SA af Dalatanga Áhöfnin bjargaðist giftusamlega
Hér sem COMBI ALFA
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
Hér sem MALOY
© Frode Adolfsen
Hér sem ICE BEAR
© Frode Adolfsen
09.12.2013 21:57
Caroline S
© Frits Olinga-Defzijl
Skipið var smíðað hjá Christensen's, H.C.í Marstal Danmörk 1959 sem: JANTO Fáninn var: danskur Það mældist: 159.0 ts, 249.0 dwt. Loa: 33.50. m, brd 6.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1965 JANE - 1994 CAROLINE SAMSÖ - 2002 CAROLINE S. Nafn sem það ber í dag undir sama fána
© Frits Olinga-Defzijl
Það klikkar ekki í spennumyndum þar sem leikurinn berst um borð í skip "álpast" liðið alltaf niður í vélarrúm. Það brást ekki heldur í kvöld
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
09.12.2013 17:12
Vesta
Hér er VESTA á Reykjafirði. Út af Kúvík hinum gamla verslunarstað á Ströndum
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Palmers í Jarrow Bretlandi 1889 sem VESTA Fáninn var: danskur Það mældist:1030.0 ts, 730.0 dwt Loa: 68.30. m, brd 9.10. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána En þ 16-07-1917 var skipið skotið niður 110.0 sml S af Sumba í Færeyjum 5 skipverjar: yfirvélstjóri, bryti. kyndari og 2 hásetar lætu lífið Allt danir
VESTA á Seyðisfirði
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Yfirmenn á VESTU Eigum við að giska á að Godtfredsen sé sá sem situr lengst til h ??
VESTA í Stykkishólmi ?
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
VESTA á strandstað
08.12.2013 13:12
Dísarfell II
Hér sem LENE NIELSEN

Skipið var byggt hjá Aarhus F&M í Aarhus Danmörk 1967 sem:LENE NIELSEN Fáninn var: danskur Það mældist: 1183.0 ts, 2165.0 dwt. Loa: 70.40. m, brd 11.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1973 DISARFELL - 1984 PELIAS - 1988 PEPPY - 1993 DANIELLA B. - 2002 SOFASTAR - 2004 FLAURINEDA - 2005 BARINAS Nafn sem það ber í dag undir fána Venezuela
Hér sem Dísarfell

Úr safni Samskip © ókunnur
Myndirnar eru teknar í Goole eða í Hull
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
Hér sem Peppy

© Graham Moore


© Duncan Montgomeri
07.12.2013 18:24
Fjallfoss II
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk fyrir Eimskipafélag Íslands 1954. Hann var annað skip í röðinni af afturbyggðum skipum sem smíðað var fyrir Eimskip (Tungufoss var 1sta) Hann mældist 1796,0 ts 2600 dwt.Loa; 93.10 m Skipið er selt 1977 til Kýpur og fær nafnið CASCIOTIS Kaupandi var Arzantiera Shipping Co Ltd Limasol. Aðaleigandin hét því skemmtilega nafni Michael Fotopoulos.1981 selt Oxford Shipping Co Ltd Limasol og skírt PSHATHI 1988 selt Zacharias Galanakis Pireus heldur nafni 1989 selt Ascot Ltd Pireus og skírt VEFA 1990 selt Greenbury Trading Ltd London og skírt SEA FRIENDS 1991 er skipið kyrrsett um tíma í Apapa. 1994 tilkynnt um skemmdir á því en í haffæru ástandi í Greenville Liberíu 1995 selt til Golden Rule Nígeríu 1998 í eigu Greenbury Trading Ltd Lonndon. Og þetta segja mín gögn um skipið nú "No Longer updated by (LRF) IHSF (since 26/08/2011)"
Þó stólar hafi ekki"þvælst" fyrir mönnum í brú FJALLFOSS
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
.. fór sæmilega vel um skipshöfnina
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið nýtt
Aðalvélin var Burmeister & Wain
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
FJALLFOSS
@ bob Ships Nostalgia
@ tryggi sig
© Peter William Robinson
Úr mínum fórum © ókunnur
Við sjósetningu skipsins þarna 2 des 1953 tók þv stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands Hallgrímur Benediksson til máls og minnti m.a. "á þá gleði, sem ríkti meðal íslendinga, þegar þeir fengu gamla "Gullfoss". Þetta var eiginlega fyrsta skipið, sagði Hallgrímur, sem við höfðum eignast öldum saman og sem var svo sjófært, að hægt væri að nota það til millilandaferða Þær vonir, sem stofnun E. í. og þetta fyrsta skip vakti, skilja menn betur en annars, ef á það er litíð, að íslendíngar eru á þeirri skoðun, að þeir mundu ekki hafa glatað sjálfstæði sínu og komist undir Noreg 1262, ef þeir hefðu átt nægilegan skipastól til að geta haldið uppi viðskiptum við aðrar þjóðir. Þetta fyrsta skip var því vottur um sjálfstæðisþrá íslendinga" Já það eru liðið 60 ár síðan þetta var sagt
07.12.2013 15:21
Skipkoma á "hafnlausu" ströndina
Mynd úr Samvinnunni @ ókunnur
Og skipastóll Skipadeildarinnar jókst á þessum tíma Dísarfell var fjórða skip hennar en nú voru það Hollendingar sem byggðu fyrir þá. Og þarna var búið að semja um smíði fimmta skipsins í Svíþjóð Já það var bjart yfir hinum alíslenska Kaupskipaflota á þessum tímum. Og margir íslenskt ungmenni sáu framtíð sína þar. En nú er hún Snorrabúð stekkur hvað þetta varðar Fáir hafa áhuga á að gerast farmenn Því miður fyrir þessa rúmlega 300.000 manna þjóð sem byggir þetta eyland norður í höfum. Sem betur fer er einhver áhugi enn á fiskveiðum en hann fer þverrandi. Og það er ekkert spennandi að athuga hvernig þau skip sem sjá um flutninga til eða frá landinu eru mönnuð. Flest mönnuð útlendingum.
Dísarfell
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Skipið var byggt hjá
Scheepsbouwwerf & Machinefabriek í Hardinxveld Hollandi 1953 sem Dísarfell Fáninn var íslenskur Það mældist: 642.0
ts, 900.0 dwt. Loa: 69.00. m, brd: 10.90. m Skipið hefur gengið undir
þessum nöfnum: 1973 IOANNIS H. - 1980 MOTHER FLORA - 1980 EVANGELOS
MICHAELIDES Nafn sem það bar að síðustu undir grískum fána Skipið var rifið í Grikklandi 1988

© söhistoriska museum se





06.12.2013 16:55
Bjarni Ólafs og Akurey
Við létum eða réttara sagt Íslanska ríkið lét smíða að mig minnir 56 svokallaða "Nýsköpunartogara" sem dreyfðust um landið Komu þessi skip á árunum 1947-1952. Einn þeirra féll í skaut Akurnesinga sem skírðu hann BJARNI ÓLAFSSON Eftir þekktum skipstjóra af Skaganum sem drukknaði svo slysalega eiginlega í flæðarmálinu þar 19/2 1939 Hér eru tvö dæmi um hvernig norðmenn og fl nýttu sér þessi skip sem við létum ryðga niður
BJARNI ÓLAFSSON Þarna komin með einkennistafina RE 401 Eftir að Blakkur H/F í Reykjavík keypti hann 1964
© Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Lewis, John í Aberdeen Scotlandi sem: BJARNI ÓLAFSSON Fáninn var:íslenskur Það mældist:661.0 ts, Loa: 59.00. m, brd 9.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1967 HAAKON HANSEN - 1972 EIDSFJORD - 1990 GANGSTAD JR. - 1993 LIAFJELL - 2001 LIA Nafn sem það bar síðast undir norskum fána En skipið var rifið á Indlandi 2003
Hér sem EIDSFJORD
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
Í sept 1952 kaupa Skagamenn annan togara AKUREY RE 95
Hér sést AKUREY koma í fyrsta sinn í nýja heimahöfn Akranes með einkennisstafina AK 77 í júlí 1952
Úr mínum fórum © ókunnur
Skipið var smíðað hjá Cook, Welton & Gemmell í Beverley sem: AKUREY Fáninn var:íslenskur Það mældist:654.0 ts, Loa: 59.40. m, brd 9.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1968 AKEROY - 1968 PETREL - 1976 PETREL V - 1999 CAPE HARRISON - 2002 CALEDONIA Nafn sem það ber enn undir canadískum fána
Svona leit hún út eftir að norðmenn fóru höndum um hana. Hér sem PETREL
Svonalítur skipið út i dag í dag
05.12.2013 17:08
MARIETJE ANDREA
MARIETJE ANDREA
© Frits Olinga-Defzijl
Skipið var smíðað hjá Barkmeijer í Stroobos Hollandi 2009 sem: MARIETJE ANDREA Fáninn var hollenskur Það mældist: 5418.0 ts, 8334.0 dwt. Loa: 126.13. m, brd 15.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fána
MARIETJE ANDREA
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
05.12.2013 14:29
Akranes og Skógafoss
@ Wil Wejster
@ Wil Wejster
Hitt skipið hét Skógarfoss hérlendis
Hér er skipið á útleið frá Fredrikstad, Noregi 1988

© daggern
Skipið var smíðað hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi 1979 sem: KALYMNOS Fáninn var: þýskur Það mældist: 3722.0 ts, 5840.0 dwt. Loa: 110.00. m, brd 16.10. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1981 OSTEBAY - 1985 SKOGAFOSS - 1998 MAERSK GEORGETOWN - 1999 SKOGAFOSS - 1999 BOUGAINVILLA - 2008 OCEAN CARRIER - 2012 MUJUR 3 Nafn sem það bar síðast undir fána En það var rifið í Xinhui,Kína 2012
Hér í New York 1993 sem SKÓGAFOSS

© eimskip
Hér sem MUJUR 3
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
04.12.2013 21:28
Árekstur fyrir 54 árum
SANTA ROSE
Skipið var smíðað hjá Newport News SB í Newport News USA 1958 sem: SANTA ROSA Fáninn var: USA Það mældist: 15371.0 ts, 8713.0 dwt. Loa: 177.90. m, brd 25.70. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: - 1990 DIAMOND ISLAND - 1992 REGENT RAINBOW - 1996 THE EMERALD - 2012 SS EMERALD Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipið var rifið á hinni illræmdu Alang strönd 2012,
VALCHEM
© photoship
Skipið var smíðað hjá Sun í Chester, Pa USA 1942 sem: CALUSA Fáninn var: USA Það mældist: 10172.0 ts, 16613.0 dwt. Loa: 159.60. m, brd 20.70. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum: En1953 fékk það nafnið VALCHEM Nafn sem það bar síðast undir samafána En skipið var rifið í La Spezia Spáni 1961
Afleiðingar árekstursins
© photoship
© photoship
© photoship
© photoship
Þess ber að geta að lokum að skipstjóri farþagaskipsins Frank S Siwik var talin eiga sök á slysinu og missti hann réttindi sin Bæði skipin voru búin radar og þokulúðrar skipanna í góðu lagi Bæði skipin höfðu séð i hitt í radarnum fyrir áreksturinn en Siwik fylgdist lítið sem ekkert með hinu skipinu í sínum radar en fylgdist þess meir með hljóðmerkjum frá því
04.12.2013 17:21
Laura
LAURA á strandstað 1910
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Danmörk 1882 sem:Laura Fáninn var:danskur Það mældist: 1049.0 ts, Meira hef ég ekki fundið um skipið En allar upplýsingar um það eru vel þegnar
Þarna er björgunarskipið Geir komið á staðinn
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Laura
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Björgunarskipið Geir
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Seebeck Shiffværft Geestermunde Þýskalandi 1909 sem: GEIR Fáninn var: danskur Það mældist: 319.0 ts,. Loa: 42.0. m, brd 7.90. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og sama fána: Skipið rakst á tundurdufl og sökk skammt utan við Casablanca Marakkó 02-02 1943
03.12.2013 17:18
Annað ISLAND
Hér eru svo fleiri myndir af skipinu
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk