Færslur: 2013 Desember
03.12.2013 15:47
SS JOHN W. BROWN
© photoship
Skipið var byggt hjá Bethlehem-Fairfield Shipyard, Baltimore, Maryland sem: JOHN W BEOWN Fáninn var: USA Það mældist: 7,176.0 ts, 10920. 0 dwt. Loa:134.6 0. m, brd 17.30. m Skipið hefur gekk aðeins undir þessu eina nafni: Nafn sem það ber í dag undir sama fána
© photoship
Hérna má sjá síðuna sem Ómar skrifaði mér um.Það vekur sennilega upp minningar sumra um trélúgur og skerstokka. Og meðhönbdlun á slíku
01.12.2013 19:59
Brúarfoss III
BRÚARFOSS III
© Gunnar H Jónsson
Skipið var smíðað hjá Paul Lindenau í Kiel 1978 fyrir A. Merzario á Ítalíu.13478 ts 12294 dwt, Loa:173.m brd 21,7.m.1sta nafn Merzario Persia.1986 nafni breitt í Persia. 1988 kaupir Eimskip skipið og skírir Brúarfoss. Eimskip selur skipið 1996 og fær það nafnið Vega. 1998 fær skipið nafnið Amandine og 2003 nafnið Amanda. Skipið var um skeið stærsta skip undir íslensku flaggi. Nú er þetta mikla skip ( á íslenskan mælikvarða) fór "pottana" í hinum íllræmda skipakirkjugarði Alang á Indlandi 2010
© Frits Olinga
© Tryggvi sig
Hér er BRÚARFOSS III með "bróðir" sínum LAXFOSSI V á góðum degi í Rotterdam Þegar þeir "bræður" vissulega voru stærstu skip íslenska kaupskipaflotans sáluga
© Guðjón V
Svo fékk skipið nafnið Amanda
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
Hér má sjá meira um skipið
01.12.2013 17:02
ES ISLAND strandar
ISLAND
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Helsingör Værft í Helsingör 1915 sem: ISLAND Fáninn var: danskur Það mældist: 1774.0 ts, 1657.0 dwt. Loa: 76.60. m, brd 11.80. m Skipið gekk undir aðeins undir þessu eina nafni og fána
ISLAND
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Morgunblaðið frá atburðinum m.a,þa 14 apríl 1937 "Skipið strandaði við norðanverða.eyjuna,May, sem er 'nyrst í Forth-firðmum, Fáa kílómetra frá nyrðri strönd fjarðarins. Frá eyjunni May til smábæjarins Anstruther liggur sæsími, og símuðu íbúarnir á May þangað eftír björgunarbátum. Allir farþegar (sem voru 28) voru í fastasvefni, er skipið strandaði, og vöknuðu þeir við áreksturinn. Farþegarnir þustu upp á þiljur og fengu að vita, að skipið var skipstjóri stjórnaði björgunarstarfinu með öruggri hendi. Er framkoma hins aldna skipstjóra mjög rómuð af skipshöfn og farþegum.
ISLAND
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Einn farþeganna hefir látið svo ummælt við fréttaritara Reuters: "Við treystum öll áskipstjórnarhæfileika Lydersens" Björgunarbáturinn sem bjargaði farþegunum af "Islandi", kom til Anstruther klukkan 8 í gærmorgun.Í Anstruther borðuðu farþegarnir morgunverð í besta yfirlæti og leið þeim öllum vel. Frá Anstrutheri fóru þeir til Edinborgar í járnbrautarlestt, og. dvelja nú þar á gistihúsi á , kostnað Sameinaða Gufuskipafjelagsins. Búist er við að farþegaruir komi hingað til lands með Lyru, sem fer frá Bergen annað kvöld og fara þeir þá með norska farþegaskipinu"Venus" frá Newcastle til Bergen" Tilvitnun
Salirnir í ISLAND voru glæsilegur
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
ÍSLAND á strandstað
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hluti farþega komin í land
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
01.12.2013 16:26
Fyrsti des 1918
Mér finnst eins og fánamálum þjóðarinnar á sumum sviðum er háttað í dag vera svik við þá hugsjónamenn sem börðust fyrir fullveldi okkar,þá menn sem skrifuðu t.d. þessar ofanritaðar línur Og sérstaklega þeir menn sem telja sig sanna íslendinga en láta dollaramerkin í glyrnunum villa sér sýn ættu sérstaklega að skammast sín fyrir að svíkja þessa hugsjón. Þeir virðast í fljótu bragið vera búnir að gleyma hverrar þjóðar þeir eru Enn meir ættu allir stjórnmálamenn á hinu svokallaða "háa alþingi" hins fullvalda lýðveldis Íslands að skammast sín fyrir afskiftaleysi um þetta mál Allir upp til hópa. Hver og einn einasti og hvers flokks þeir tilheyra
Bæðurnir Gullfoss I og Goðafoss I í upphafi sögu íslenskra kaupskipa

Úr safni Hlöðvers Kristjánssona
Íslendingar fengu hinn svonefnda heimafána 1913. Þann fána mátti aðeins nota á landi og í landhelgi. Þó mátti ekki hafa fánann einan á stjórnarráðinu, heldur varð danski fáninn að blakta þar við hans hlið. Eftir að skip Eimskipafélags Íslands fóru að koma, varð krafan um siglingafána háværari, því að það þótti hart að verða að þola, að þessi nýju, íslensku skip yrðu að draga upp danska fánann strax og þau voru komin út fyrir íslenska landhelgi. Nú hefur dæmið snúist þannig við að nú draga skip Eimskips h/f íslenska fánann upp í formastur sem gestaflagg í islenskum höfnum Ógeðfellt í meira lagi
GULLFOSS I
Það birti yfir Íslandi þegar fyrsta millilandaskipið sem byggt var sérstaklega fyrir íslendinga kom í fyrsta sinn til hafnar hérlendis. Þ.e.a.s. þegar Gullfoss I kom til Vestmannaeyja þ 15 apríl 1915. .Við komu Gullfoss var m.a. ort : Sigldu' í oss sækónga huginn/ sigldu' í oss feðranna móð:/ sigldu' í oss sálina og duginn,/ sigldu' í oss víkingablóð! Sambandslög Íslands og Danmerkur voru samþykkt á Alþingi og Ríkisþinginu í Kaupmannahöfn og staðfest af konungi 30. nóvember 1918. Þann dag voru einnig gefin út bráðabirgðalög um að ekkert íslenskt skip mætti frá 1. desember hafa annan þjóðfána uppi en hinn íslenska.
Félagið sem átti þetta skip var stundum kallað "Óskabarn þjóðarinnar" Nú er það félag ekki til lengur og það á ekki við um arftakann
GULLFOSS I
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þegar Gullfoss I kom til Vestmannaeyja í apríl 1915 lét skipstjórinn mála yfir danska fánann sem málaður var á síður skipsins.vegna WW1 (hann hefði eftir nútíma hugsunarhætti sumra sennilega fengið á sig "rasistastimpilin" fyrir ) Svo þegar skipið kom svo til heimahafnar sinnar daginn eftir sást ekkert annað en heiðursflögg og hinn fallegi íslenski fáni sem eins og fyrr segir mátti hafa innan íslensku landhelginni. Ekkert átti að spilla gleði landans yfir komu skipsins. Og ennþá bjartara 1918 á fullveldisdaginn 1 desember 1918 þegar fjórir íslenskir skipstjóra drógu hann upp á skipum sínum í erlendum höfnum Þessir menn voru:
Ólafur Sigurðsson staddur á skipi sínu RIMOR í Gíbraltarhöfn sennilega fyrstur vegna tímamunar Júlíus Júlíníusson staddur í Osló á skipi sínu WILLEMOES í Osló.sennilega annar. Gísli Þorsteinsson á togaranum JÓNI FORSETA staddur á skipi sínu í Fleedwood Pétur Björnsson staddur á skipi sínu BORG á ytrihöfn Fleedwood ES Borg var fyrsta íslenska skipið til að sigla inn í höfn með hinn nýja fána
Pétur Björnsson og skip hans Borg
Gísli Þorsyeinsson og skip hans Jón Forseti
Júlíus Júliníusson og skip hans Willemose
© Handels- og Søfartsmuseets.d
Ólafur Sigurðsson og skip hans Rimor.
En Ólafur Sigurðsson fórst á heimleið með skipi sínu frá Spáni nokkrum vikum seinna En Rimor fór úr höfn á Spáni í desemberlok það sama ár og sást aldrei eftir það. Ef maður skoðar myndina sést íslenski fánin við hún þó skipið sé merkt með danska fánanum á síðunum.Þetta stafar að sögn af því að í júní árið 1915 var gefinn út konungsúrskurður um það að hvarvetna á Íslandi mætti draga íslenska fánann á stöng og íslenk skip mættu sigla undir honum í landhelgi Íslands. Þetta er skýringin á íslenska fánanum í skut Rigmor En myndin er tekin á Norðfirð Ekki myndi það skemma að þessara manna væri sérstaklega minnst af þessu tilefni i Þær myndir sem ekki eru sérstaklega merktar eru allar úr mínum fórum sennilega flestar skannaðar úr gömlum bókum