Færslur: 2014 Júní
30.06.2014 15:53
TUNGUFOSS I
Hér að hlaupa af stokkunum
© Handels- og Søfartsmuseets
Og hér fullbyggður
© Handels- og Søfartsmuseets
Skipinu stjórnaði í byrjun Eyjólfur Þorvaldsson
Með Albert Þorgeirsson sem yfirvélstjóra
TUNGUFOSS
© Handels- og Søfartsmuseets
Vistarverur í skipinu voru ekkert slor
© Handels- og Søfartsmuseets
Allt einsmanns herbergi nema tvö En 25 manna áhöfn var á skipinu
Svo ein mynd úr vélarúminu
© Handels- og Søfartsmuseets
Hér er skipið inn á Aðalvík að losa vörur til Varnarliðsins
Úr safni Bjarna Halldórs © ókunnur
Úr mínum fórum © Ókunnur
Úr mínum fórum © Ókunnur
29.06.2014 17:18
FJALLFOSS II 60 ára minning

Skipinu stjórnaði í fyrstu ljúfmennið Eymundur Magnússon (1893-1977)
Með Guðmund Magnússon (1905-1977) sem yfirvélstjóra
Mér fannst alltaf Fjallfoss II snoturt skip. Og ef mig brestur ekki minnið þess meir er hann og Tungufoss I frumraun Viggó Maack (ég vona að ég verði leiðréttur ef ég fer hér ekki rétt með) hvað varðar skipateikningar.Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk fyrir Eimskipafélag Íslands 1954. Hann var annað skip í röðinni af afturbyggðum skipum sem smíðað var fyrir Eimskip (Tungufoss var 1sta) Hann mældist 1796,0 ts 2600 dwt.Loa; 93.10 m Skipið er selt 1977 til Kýpur og fær nafnið Casciotis Kaupandi var Arzantiera Shipping Co Ltd Limasol. Aðaleigandin hét því skemmtilega nafni Michael Fotopoulos.1981 selt Oxford Shipping Co Ltd Limasol og skírt Pshathi 1988 selt Zacharias Galanakis Pireus heldur nafni 1989 selt Ascot Ltd Pireus og skírt Vefa. 1990 selt Greenbury Trading Ltd London og skírt Sea Friends 1991 er skipið kyrrsett um tíma í Apapa. 1994 tilkynnt um skemmdir á því en í haffæru ástandi í Greenville Liberíu 1995 selt til Golden Rule Nígeríu 1998 í eigu Greenbury Trading Ltd London. Og þetta segja mín gögn um skipið nú "No Longer updated by (LRF) IHSF (since 26/08/2011)"
Þó stólar hafi ekki"þvælst" fyrir mönnum í brú Fjallfoss
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
.. fór sæmilega vel um skipshöfnina
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið nýtt
@ bob Ships Nostalgia
@ tryggi sig
© Peter William Robinson
Úr mínum fórum © ókunnur
29.06.2014 15:08
1955
Jutland eins og skipið lítur út í dag
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
JUTLAND í gamla daga
THEA DANIELSEN
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
28.06.2014 19:49
Árni Finnbogason
Mynd úr safni Árna © ókunnur
Hann segir svo frá í viðtali í Mogganum 17-08-1975
Í viðtalinu segist hann vera skipstjóri á Mosnes
Mynd úr safni Árna © ókunnur
Skipið var smíðað hjá Sumitomo í Uraga Japan 1973 sem MOSNES Fáninn var:norskur Það mældist:64731.0 ts, 122452.0 dwt Loa: 256.00. m, brd 40.30. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum en 1978 fékk það nafnið SUMMIT nafn sem það bar síðast undir Panama fána En það var rifið í Japan 1993
En Árni var líka með skip sem hét MOSHILL
Moshill
Skipið var smíðað hjá Mitsubishi í Nagasaki í Japan 1961 sem MOSHILL Fáninn var:norskur Það mældist:15864.0 ts, 24717.0 dwt Loa: 176.80. m, brd 23.00. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1976 REGAL SABRE - 1982 BAILEE Nafn sem það bar síðast undir Panama fána En það strandaði á 09°05´0 N og 117°20´0 A 20-11-1983 á leiðinni frá Aqaba til Keelung með"phosphate rock"
Allar mínar "kokkabækur" segja þetta sama skipið. IMO nr og annað passa En sennilega hafa bómmurnar verið teknar af eða hvað??
MOSHILL
© T.Diedrich
MOSHILL
© Sjöhistorie.no
Mynd úr safni Árna © ókunnur
28.06.2014 17:27
Leverkusen Express og systurskip
LEVERKUSEN EXPRESS
© Vladimir Knyaz
Leverkusen Express & systurskipið Ludwigshafen Express
Tölur fyrir systurskipið Ludwigshafen Express eru nákvæmlega sömu
28.06.2014 14:43
Fyrir 55 árum
24 farþega- og flutningaskip 40600 smál.
4 olíuflutningaskip 13839 smál
Samt.28 skip 54439 smál
Inn í þessari upptalningu seinnipart árs 1959 vantar að ég held LAXÁ I og HERJÓLF I Og þá var þetta skrifað:" Er nú svo komið, að íslenzk skip annast að langmestu leyti flutninga að og frá landinu".Sem sagt skrifað fyrir 55 árum!!!
Þarna er Esja I er orðin aldursdrottningin
@Tryggvi Sigurðsson
Og Hamrafell orðið stærðarkóngurinn

Úr safni Óskars Franz
Og Langjökull yngsti prinsinn??
@ torfi haraldsson
27.06.2014 15:40
Fyrir 65 árum
SÚÐIN var ókrýnd aldursdrottnig flotans

Úr safni Guðlaugs Gíslaonar
Eimskipafélag íslands
E-s. Brúarfoss 1579 smál
M. s. Dettifoss 2918 "
E. s. Fjallfoss 1451 "
M. s. Goðafoss 2905 "
M. s. Lagarfoss 2910 "
E.: s. Selfoss 775 "
M s. Tröllafoss 3997 "
Samtals 16535 Smál
TRÖLLAFOSS ókrýndur konungur stærðarinnar
© Charlie Hill frá Swinefleet/Peter William Robinson
Skipaútgerð ríkisins:
M. s. Esja 1347 smál
M.s. Hekla 1456 "
M. s. Herðubreið 366 "
M.s. Skjaldbreið 366 "
E. s. Súðin 811 "
M. s. Þyrill 809 "
M. s. Hermóður 208 "
Samtals 5363 "
Samb. ísl. samvinnufél.:
M. s. Hvassafell 1.690 smál.
M. s. Arnarfell ca. 1.330 "
Samtals 3020 "
Og Arnarfell I yngsti prinsinn þegar þarna er komið sögu

© söhistoriska museum se
Eimskipafél. Reykjavíkur
(H. Faaberg):
M. s. Katla 1328 mál
Jöklar h. f.
M. s. Vatnajökull 924 smál.
Skipafél. Fold h.f.:
M. s. Foldin 621 smál
Kaupskipaflotinn alls 27791 smál
27.06.2014 12:46
Skalvan
Þetta myndband er nú aldeilis rós í hnappagat fólksins hjá LHGÍ Já þeir eru komnir í sviðsljósið á Veraldarvefinn Virkilega til hamingu LHGÍ-menn Og vinur minn og fv kollegi erlendur,spurði mig hverskonar "stáltaugar" eru í þessum mönnum. Ég hreinlega tek undir með honum
Færslan:
Þ 23 jan var leitað til LHGÍ um aðstoð vegna slasaðs sjómanns um borð í flutningaskipinu Skalvan. aem statt var 115 sml SV af Reykjanesi Þyrlusveit LHGÍ brást eins og hennar er von og vísa strax við Enda 2 vélar til taks sem þurfti í svona langt flug. Ég held að almenningur geri sér ekki ljóst hve mikið þrekvirki þarna var unnið. En við sjómenn skiljum það að ég tali nú ekki um eftir að hafa séð myndir sem teknar voru og Landhelgisgæslan hefur verið svo almennilega að leyfa mér að birta. Fréttaflutningur af svona afrekum finnst mér stundum harla lélegur. Smáfréttir kannske inn í blaði búið pasta. þá er ég kannske að meina slys í óbyggðum og sjúkraflutningar í vondum veðrum.En fólk á að virða og dá stört þessara manna. Og þá má alls ekki spara peninnga til að halda þeim í góðri þjálfun
Hérna er fréttatilkynning frá Landhelgisgæslunni um atvikið Tekið af heimasíði LHDÍ
Landhelgisgæslunni barst í morgun kl. 10:26 beiðni um að sóttur yrði slasaður skipverji í litháíska flutningaskipið Skalva sem statt var um 115 sjómílur SV af Reykjanestá. Var skipstjóra gefið samband við þyrlulækni sem mat ástand sjúklings svo að það þyrfti að sækja hann með þyrlu.
Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út kl.
11:05 þar sem flogið var lengra en 20 sml frá landi. Fóru TF-LÍF og
TF-GNA í loftið kl. 11:40. Þegar komið var að skipinu kl. 12:38 var
ölduhæð á staðnum 6-8 metrar og vindur ANA 40-50 hnútar. Um 10 mínútur
tók fyrir skipið að komast á stefnu svo hægt væri að hefja hífingar.
Mikil hreyfing var á skipinu og erfiðar aðstæður. Sigmaður seig niður í
skipið og var sjúklingur síðan hífður í börum um borð í TF-GNA. Haldið
var til lands kl. 13:12 en áætlað er að þyrlurnar lendi á
Reykjavíkurflugvelli um kl. 14:30. Hér lýkur fréttatilkynningunni
Skipið
var smíðað hjá Miho SY í Shimizu 1985 sem Paleisgracht fyrir hollenska
aðila Það mældist 5974.0 ts 9498,0 dwt. Loa: 113 ,0 m brd: 19.0 m, 2004
fær skipið nafnið Skalva nafn sem það ber í dag undir fána Lithaen© Capt.Jan Melchers
© shipsmate 17
26.06.2014 19:30
Manø
MANØ
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
MANØ
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hérna má lesa meira um skipið
25.06.2014 17:12
NOOR ONE
Eleusis. í Grikklandi fyrir nokkru frá höfnum í Óman og Pakistan."Meðaflinn" voru tvo tonn af heróin. Þetta er stærsti farmur af eiturlyfjum sem gríska tollgæslan hefur náð.En hún naut hjálpar "U.S. Drug Enforcement Agency" í Aþenu. 11 manna áhöfn er í haldi lögreglu auk 3 manna sem gengu í gildru hennar Verðmæti góssins mun vera yfir 30 milljónir US $
Hér heitir skipið SUNDEX
© Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Soviknes Værft í Sovik Noregi 1963 sem: BELINDA Fáninn var: norskur Það mældist: 496.0 ts, 910.0 dwt. Loa: 62.10. m, brd 9.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1970 BALTIC SEA - 1972 SUNDEX - 1980 AKORI - 1987 KORI - 1990 ENVI II - 2003 KYTHNOS - 2012 NOOR ONE Nafn sem það ber í dag undir fána Togo
Hér heitir skipið KYTHNOS
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Hér má lesa meira um málið .Þ.e.a.s ef menn skilja grísku
25.06.2014 00:53
Laxá II
Hér sem ROLANDSECK
©Rui Amaro
Hér sem ROLANDSECK

©Rui Amaro
Hér sem LAXÁ © Peter William Robinson
© Peter William Robinson
© Peter William Robinson
Þar er einhver undirstrikunaveiki í þessu eins og er
24.06.2014 23:48
Rola
24.06.2014 21:44
Smá grín
Og svo var það stíllinn sem hinn 9 ára Peter skrifaði
24.06.2014 14:39
Lagarfoss VII
Hérna má lesa meira um atburðinn. Og svona til að setja aðeins í vælugírinn finnst það ljóður á fregninni að engin maður er nafngreindur á myndunum. Hér áður fyrr var t,d. alltaf getið um yfirvélstjóra og oft yfirstýrimann,auk skipstjórans
23.06.2014 18:02
Annað vers
Hérna sést hvernig við "hringluðum" með millidekks lúgurna.Myndin tekin í Turku Þarna erum við sennilega búnir að lesta undir og ofan á þær en eftir á slaka restinni af lúgunum niður
En áður en við byrjuðum að lesta í Skellefteå urðum við að færa stóru "beljuna"Hérna sjást líka hvernig við gátum haft millidekks lúgurnar í næst hæðstu stöðu

Þarna lestuðum við eihverja stærstu vélskóflu á Norðumlöndum að ég held
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg