Færslur: 2015 Júlí
30.07.2015 21:31
Skipin hans Júlíusar
Teitur Júlíus Júliníusson (1877-1973)
Þeim heimildum sem ég hef undir höndum (Æfisögunni, Stýrimannatal ,Skipstjórar og skip) ber ekki saman um næstu skip. Svo ég set hér inn "glefsu" úr viðtali sem Morgunblaðið átti við hann áttræðan: "Þegar við fluttumst til Akureyrar 1886, fór ég strax á sjóinn, var á opnum bátum og síðan á enska fiskikútternum Fram. Á honum var ég í 7 ár eða þangað til ég fór á Skálholt" Svo mörg voru þau orð m.a. Vorið 1898 ræðst hann á strandferðaskipið SKÁLHOLT .
SKÁLHOLT
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Myndin er tekin í N-Sields af breska skólaskipinu WELLESLEY Skipið til vinstri á myndinni mun vera ELISE HØJ
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
PATRIA
En þar var hann svo næstu fjörutíu ár.Hann verður svo skipstjóri á AUSTRA skipi Thorefélagsins. Þar er hann í þrjú ár en tekur svo við INGOLFI hjá sama félagi og er með hann í tvö ár.Hér er önnur "glefsa" úr viðtalinu við Júlíus):"Það var ákaflega mikið um rottur í Ingólfi.Ég man t.d. eftir því, að í Kaupmannahöfn fékk ég lánaðan rottuhund og drap hann 70 dýr á liðlega klukkutíma. En það sá ekki á, og var nóg af rottunum samt. Þegar við vorum á Siglufirði, fóru þær allar í land svo ekki var ein einasta rotta um borð i skipinu, þegar ég sigldi því í síðasta sinn yfir hafið. Ekki veit ég, hverju þetta sætti, en Siglfirðingar sátu uppi með þennan ófögnuð" Skipið fórst svo í næstu ferð
AUSTRI
En Júlíus var þá í fríi. Þegar fréttist hérlendis að INGÓLFUR hefði farist óttuðust vinir Júíusar að nú væri hann allur. En svo var þetta leiðrétt.Og hér er ein "glefsan" enn úr viðtalinu: "Þegar vinur minn Eggert Claessen frétti um slysið og sendi skeyti til Hafnar að spyrjast fyrir um það, hvort ég hefði verið um borð.
INGOLF
Hann fékk svar þess efnis, að svo hefði ekki verið. Þá sendi hann mér svohljóðandi jólaskeyti: - Den drukner ikke som hænges skal! Þetta er með betri skeytum, sem ég hef fengið um ævina".Næsta skip Júíusar var svo annað skip Eimskipafélags Íslands GOÐAFOSS I Allir vita endalok þess skips
GOÐAFOSS á Húsavíkurhöfn 2 júlí 1915
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Sem hann svo gerir. Síðan liggur leiðin á WILLEMOES 1918 (seinna SELFOSS I) LAGARFOSS I 1921 Og svo BRÚARFOSS I 1927 Og var með hann svo næstu 13 ár eða til 1940 að hann hætti sjómennsku aldurs vegna (63 ára) Þá ræðist hann til Sjóvá og starfaði þar næstu tuttugu ár
WILLEMOSE
LAGARFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
BRÚARFOSS I

© photoship
Hér er að lokum árituð mynd sem Emil Nielsen hefur sent Júlíusi
Og Júlíus umvafinn blómum á áttræðisafmælinu
28.07.2015 22:00
John
John hét hann þessi einusinni."Hvað er svo merkillegt við það" Jú hann var rifinn sama ár (1970) og annað skip HANSA TRADE sem margir gamlir sailorar kannast við hljóp af stokkunum hjá sömu skipssmíðastöð
JOHN
© Marcel Gommers
Skipið var smíðað hjá Neptun AG í Rostock Þýskalandi 1926 sem: HELGA L.-M.RUSS Fáninn var: þýskur Það mældist: 1709.00 ts, 2675.00 dwt. Loa: 82.00. m, brd 12.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1946 HESNES - 1947 RITA - 1962 JOHN Nafn sem það bar síðast undir Panama fána En skipið var rifið í Skotlandi 1970
JOHN
© Patrick Hill
© photoship
© Rick Cox
© Marcel Gommers
28.07.2015 14:41
Skipin hans Óla Tomm m.m
Ólafur Tómasson stýrimaður (1908-1977)
© Mynd úr bók Ólafs með leyfi afkomenda
ESJA I
Úr mínum fórum © ókunnur
Síðan lá leiðin á Gullfoss I.Það eru fá ártöl skráð í æfisögu Ólafs og því erfitt að sjá hvenær hann skráir á þetta eða hitt skipið.En á GULLFOSSI vinnur Ólafur sig upp úr starfi þjóns á öðru farrými í starf háseta.
GULLFOSS I
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
En vorið 1927 talar hann við Sigurð Pétursson skipstjóra á skipinu og biður um að fá að vera vinnandi farþegi til Kaupmannahafnar þar sem hann ætli sér að fá starf á erlendum skipum Gefur Sigurður honum loforð um það ef hann fari einnig til Emils Nielsen forstjóra Eimskipafélagsins og fái leyfi hans. Þetta gerði Ólafur og ekki stóð á leyfi hjá Nielsen sem aftur spurði Ólaf hvað hann hyggðist fyrir.Ég hyggst fara í siglingar og koma svo heim aftur fara í Stýrimannaskólan og fá þá stöðu hjá Eimskipafélaginu. Við getum nú athugað það sagði Nielsen en hvenær yrði það. Eftir svona hálft annað ár.Ef ég verð hérna enn þá skal það svo vera..
SIðurður Pétursson t.h á stjórnpalli GULLFOSS I Hann reyndist Ólafi vel
Þegar til Kaupmannahafnar kom fékk hann svo að búa og matast um borð í GULLFOSSI meðan skipið stansaði þar. Og Sigurður skipstjóri lagði inn gott orð fyrir hann hjá skipamiðlara sem hann þekkti .Eftir að GULLFOSS fór heim aftur settist Ólafur að í Sjómannaheimili. Á fimmta eða sjötta degi kemst hann svo á POLONIU fimmtán þúsund tonna farþega skip í eigu Baltic -Ameríkulínunnar en þarna í leigu þýskrar ferðaskrifstofu sem rak það sem skemmtiferðaskip í Miðjarðar og N-Afríkusiglingum.
POLONIA
© photoship
OREGON
Eftir að Ólafur losnaði af spítalanum nennti hann ekki að bíða eftir skipinu úr fyrstu ferðinni en réði sig á OREGON sjö þúsund tonna kornflutningaskip.Sem komið vsr til Hafnar með korn í danska ölger. Skipið átti að losa í Danmörk og síðan í Noregi . Eftir þrjár hafnir í Noregi kom skipið til Odense. Þar komst Ólafur að því að skipið átti þar að fara í þriggja mánaða klössun. En ekki til S-Ameríku eins og honum hafði skilist . Fékk hann sig þá stax lausan og hélt aftur til Hafnar.. Hann ræður sig svo á tankskipið EMMU MÆRSK ..
Á þessu skipi er hann svo í átján mánuði.Eins og samningar í "langfart" sögðu til um í þá daga.Það munaði minnstu að Ólafur réði sig á skólaskipið KÖBENHAVN En danskur skipstjóri á EMMU MÆRSK kom í veg fyrir það Og bjargaði þannig lífi hans en skólaskipið hvarf eftir brottför frá La Plata í Argentínu
Þessi mynd sem er sennilega síðasta mynd sem tekin var af KÖBENHAVN er tekin frá EMMU MÆRSK við brottför þess skips frá La Plata

Hann skráist af skipinu í New York. Ræður sig þar eina ferð á "drullukláf" sem SVERGEN (fann enga mynd) hét og átti að lesta ál frá Nýfundnalandi til Hamborgar Þar afskráist Ólafur og fer þaðan til Hafnar þar sem hann kemst heim sem vinnandi farþegi á BRÚARFOSSI.
Falleg málverk af "Gamla BRÚSA" málað af Robert Panitzsch 1937
Úr safniFinn Bjørn Guttesen
Það gerðust ýmsir atburðir á þessum skipum sem skemmtilegt er að lesa um í f.g bók Er heim kemur byrjar hann að búa sig undir nám í Stýrimannaskólan í Reykjavík.Fer ferð og ferð á GULLFOSSI og ÓÐNI.Nýtur leiðsagnar stýrimannana á þessum skipum við væntanlegt nám Í Stýrimannaskólann innritast hann svo 1930.
Óðinn I
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Skólapiltar 1931-2

Hann lendir í slæmum veikindum og fer fyrst á Vífilsstaði og síðar eitt sumar norður á Strandir. Hann nær sér nokkurnveginn Upp úr því fór hann á SKELJUNG og LAXFOSS .
Skólabræður Ólafs í Farmannadeildinni 1932. Þarna má sjá margan kappan sem seinna urðu þekktir skipstjórar og hafnsögumenn
SUÐURLAND Hér sem M.DAVIDSEN
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
SKELJUNGUR I
© Sigurgeir B Halldórsson
Eftir að hann hafði náð sé alveg að fullu hélt hann á fund Nielsen forstjóra Eimskipafélagsins og hermir upp á hann loforðið gamla. Og forstjórinn stóð við sitt og Ólafur fór um borð í sitt gamla skip, GULLFOSS I
GULLFOSS I
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
ESJA II
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Dettifoss
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Eftir það á REYKJAFOSSI I þar til 1947 að hann mættir sjómennsku og gerist forstjóri Togara afgreiðslunnar
Hér er REYKJAFOSS I í Vestmannaeyjum
© Tryggvi Sigurðsson
Hér eru svo að lokum nokkrar myndir úr bókinni um æfi Ólafs Tómassonar
Hluti skipshafnar á EMMU MÆRSK

Skipshöfn GULLFOSS I 1925

Síðasta skipshöfnin á GULLFOSSI I 1940

25.07.2015 14:43
Jón Steingrímsson IV
"Síðan" var svo óþæg við mig í gær að ég hreinlega gafst upp. En hvað um það.Þegar við skildum við Jón hafði hið góða skip POLAR Viking verið selt og hann mist starf sem honum þótti mikill fengur í. Hann var í fríi þegar bréfið um sölu skipsin og uppsögnina barst. Hann skrifaði nú til nokkura skipaútgerða og fékk jákvæð svör
BALTIC WASA
© söhistoriska museum se
ATLANTIC WASA
© Rick Cox
ATLANTIDE
© Chris Howell
Nú í apríl 1977 fer Jón aftur á ATLANTIDE og var þar framm í nóv 1977. En þetta voru síðustu ferðir skipsins undir sænskum fána.
ATLANTIDE
© Michael Neidig
En það hafði verið selt til Grikklands Þá er röðin komin að SNOW FLOWER.
SNOW FLOWER.
© söhistoriska museum se
24.07.2015 19:56
Jón Steingrímsson III
Jón um borð í einu af skipunum sem hann var á erlendis
Og atvik honum óhagstæð gera það að verkum að hann hættir störfum hjá Eimskipafélagi Íslands.En ekki lætur þessi dugmikli sjómaður árar í bát heldu leita út fyrir landsteinana..Fyrsta erlenda skipið sem hann skráist sem þriðji stm.á hét CHOLUTECA (systurskip Tröllafoss). En skipið var eitt af KNOT skipunum frægu hét fyrst BIGHT KNOT
Hér heitir CHOLUTECA, ESPERANZA
© photoship
Systurskip WILLIAM R TOLBERT
En skipið hafði tekið niðri við Trinidad og botninn stórskemmst Það átti að sigla skipinu til Japan á bráðabirðar hafæriskírteini þar sem rífa átti það. Og áður en það skeði átti áhöfnin að halda til í skipinu meðan ljúka var við nýtt skip ORE NEPTUNE sem Ludwigs var að láta smíða í Kure Japan.
ORE NEPTUNE
© Leo Johannesen
PETROLENE
Eimitt sama skipið og hann var að skoða í Víkingnum nokkrum árum áður. Á þessu skipi ver Jón í rúm tvö ár . Sumarið 1963 ræðst hann sem stm á ORE TITAN.
ORE TITAN.
© Rick Cox
SELÁ I
© T. Diedrich
En ræður sig svo í apríl sama ár á BISKOPSÖ Þar var Jón í rúmt ár. En þar sem svíar taka ekki íslensk skipstjórnarréttindi fullgild fyrr en eftir að teknin hafa verið einskona test ( eins og í mínu tilfelli) varð hann að víkja fyrir svía með full réttindi..
BISKOPSÖ
© söhistoriska museum se
Eftir dvölina þarna dreif Jón sig í að fá full sænsk réttindi sem honum reyndist létt að standast. Eftir það réði hann sig hjá Transatlantis skipafélaginu í Gautaborg Fyrsta skip hans þar var KANANGOORA . Þar var hann í eitt ár.
KANANGOORA .
© söhistoriska museum se
Hann var svo í fríi hér heima síðla sumars 1966 þegar olíuskipið Bera frá f.g skipafélagi lá hér við Lauganestanga og losaði olíu. Þarna vantaði annan stm og af því Jón var við hendina ef svo má að orði komast var hann beðin að taka starfið sem hann og gerði. Og var hann fimm mánuði þar um borð.
Hér hefur BERA fengið nafnið ATHENIAN VICTORY
Eftir það ræðs hann á ALBANY sem var að hálfu í eigu f.g félags og Saléns skipafélagsins. Fór hann þar um borð í í maí 1967. Þarna komst hann aðeins með tærnar inn hjá Salén félagsins sem átti eftir að hagnast honum seinna. Á þessu skipi sigldi hann í þrettán mánuði .
ALBANY
En nú var Transatlantic búið að selja 14 skip og komið í vandræði með fastráðna stýrimenn..Og Jóni var sagt að hann þyrfti að bíða um tíma eftir starfi. Hann setti sig þessvegna í samband við aðra útgerða menn.Þ.á.m íslenska konsúlinn í Helsingborg, útgerðarmanninn. Helge Winck. Jón fór svo á skip hans I.W.WINCK (hef ekki fundið mynd af skipinu) Þarna fór hann eina ferð En það var síðasta ferð skipsins undir sænskum fána.En það hafði verið verið selt til S Ameríku.
TÄRNSJÖ
Eftir það tók hann tímabundið starf á litlu sænsku olíuskipi TÄRNSJÖ sem sigldi á ströndinni þarlendis.Þar gerði hann stutt stans en réðist svo sem yfirstm í afleysningu á HASTING frekar lítið frystiskip.
HASTING
© Chris Howell
POLAR VIKING
22.07.2015 22:20
Jón Steingrímsson II
Stýrimannaskólinn 1936
Við skildum við Jón þegar hann var kominn í Stýrimannaskólann í Reykjavík haustið 1934.Milli bekkja var hann á bæði vélbátum og togara Einnig strax eftir að hafa lokið náminu.
GULLFOSS I
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
En 1.okt 1937 ræðst hann sem háseti á GULLFOSS I Og er viðloðandi hann sem háseti og þriðji stýrimaður þar til skipið er yfirgefið af íslendingum í Kaupmannahöfn þ 18 okt 1940.Eftir hernám þjóðverja í Danmörk.Undan skilin var þó ein ferð á SELFOSS I Jón kom svo ásamt skipsfélögum sínum heim með ESJU í hinni frægu Petsamoferð.Svo er hann á ýmsum skipum m.a eina ferð á BRÚARFOSSI I . Þar til 23 okt 1941 að hann ræðst háseti á SELFOSS I.
BRÚARFOSS I

© photoship
SELFOSS I
Úr mínum fórum © Ókunnur
DETTIFOSS I
REYKJAFOSS
FJALLFOSS I

© Sigurgeir B Halldórsson
LAGARFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Strax eftir stríðið var Jón ýmist á REYKJAFOSSI , SELFOSSI,og FJALLFOSSI Og á honum var hann svo stöðugt frá því í júí 1948-maíloka 1951. Skipið var þá selt og afhent í Gautaborg.
REYKJAFOSS II
@ PWR
Áhöfnin kom sem farþegar heim með GULLFOSSI Seinna þetta sumar fór svo Jón ásamt fleirum til Ítalíu og tóku við REYKJAFOSSI II sem Eimskipsfélagið hafði þá nýlega keypt.Þar var hann í rúmt ár. Þar næst fimm mánuði á SELFOSSI I Og svo aftur á REYKJAFOSS II Síðan lá leið Jóns til Kaupmannahafnar í okt.1953 á nýsmíðað skip TUNGUFOSS.I
TUNGUFOSS.I
Á Tungufossi fer Jón að leysa af sem skipstjóri.Þar var hann svo þar til að í lok árs 1954 að hann tekur við skipstjórn á TRÖLLAFOSSI. Honum segist svo frá í æfisögu sinni: "Í síðustu ferð minni á SELFOSSI I nokkrum mánuðum áður,var mér minnistætt þegar við komum til Reykjavíkur seint um kvöld og bundum rétt fyrir aftan TRÖLLAFOSS Ég var fram á bakka og mændi upp í rassgatið á þessu mikla skipi og hugsaði sem svo að þarna væri eflaust gott að vera.Þá grunaði mig síst af öllu síst þessi snöggu skipaskifti"
TRÖLLAFOSS hér í Hamborgr
© Björgvin S Vilhjálmsson
Hér er Jón fyrir miðju sem yfirstm.á TRÖLLAFOSSI
Mynd úr bók Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Hér er Jón sem skipstjóri á Tungufoss Með honum á mynd er Albert yfirvélstj.
Mynd úr bók Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
21.07.2015 22:29
Jón Steingrímsson I
Jón Steingrímsson skipstjóri
Afi Jóns var hið ástsæla ljóðskáld og prestur Matthías Jochumson. Faðir Jóns Steingrímur var þekktur læknir á Akureyri. Hugur Jón hneigðist til sjómennsku strax á barnsaldri, Faðir hans hafði sem nýútskrifaður læknir í Kaupmannahöfn ráðið sig sem skipslæknir á A-Asíufarið PRINS VALDERMAR
PRINS VALDERMAR skipið sem faðir Jóns var á sem skipslæknir
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Og skrifað bók um ferðina sem sonurinn las og drakk í sig Jón skráðist á sitt fyrsta skip um vorið 1928. Skipið hét STRÖNA og var einskonar birgðarskip fyrir norska síldveiðiflotann út af Norðurlandi. Fyrsta ferðin var til Bergen í Noregi að sækja kol,salt og tunnur. Síðan var lónað á miðunum og skipunum veittur beini þegar með þurfti. Svo er leið að haust fékk Jón sig lausan og komst heim.Ekki vakti þessi sjómennska neinar heitari ástríðu til sjómennskunnar hjá honum. En hann settist á skólabekk í M.A fljótlegs þegar í land var komið Næsta sumar var hann svo við brúarsmíði á Norðurlandi.Um haustið 1929 fór móðir hans með hann og þrjú yngstu börn sín til Reykjavíkur
Ströna fyrsta skipið sem Jón skráðist á 1928
© Mynd úr bók Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Ferðuðust
þau með "DRONNING ALEXANDRINE". Á leiðinni suður forhertist Jón og
fastákvað að gerast sjómaður. Er suður kom settist hann í Gagnfræðiskóla
Reykvíkinga En dugði ekki veturinn heldur réði sig sem þjón yfirmanna á
GOÐAFOSS II Ætlunin var að komast þar á "dekkið" sem ekki tókst og
varð hann fljótt leiður í þjónsstarfinu.
GOÐAFOSS II Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
Hann hætti því síðsumars
á GOÐAFOSSI. Komst hann þá strax í brúarvinnu fyrir norðan og las svo
utanskóla 3 og 4 bekk M.A fram á vetur. Hann hafði sótt um starf á
erlendum skipum og strax eftir áramót 1930-31 kom skeyti
um laust starf sem hann gat fengið. Var það á dönsku seglskipi SUZANNE
sem statt var í Le Harve í Frakklandi. Utan fór Jón með BRÚARFOSSI til
London svo með lestum og ferjum til Le Harve
SUZANNE
© photoship
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Eftir að hafa siglt um heimshöfin í tæp tvö ár aðalega til Vestur Indía á SUZANNE fanns Jóni tími kominn að skifta um skip og afskráðist því af skipinu í Le Harve. Eftir mánaðar frí það réði Jón sig a norskt bananaflutningaskip CADMUS
CADMUS
© Sjöhistorie.no
BOGÖ
Mynd úr bók Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
TEKLA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
FUGLEN
Á þessu skipi var Jón svo það sem eftir lifði vetrar En afskráðist svo af því í Finnlandi snemmsumars 1934. Hélt svo til Kaupmannahafnar og komst þar um borð í GULLFOSS sem vinnandi farþega. Þ.e.a.s fékk að vinna um borð upp í fargjaldið. Fór síðan á síld og var á henni fram í ágústlok Og settist svo í Stýrimannaskólann í Reykjavík þá seinna um haustið
19.07.2015 16:35
Þungaflutningaskip
MARIAECK
© Paul Morgan (simonwp)
MARIAECK
Hér má lesa meira um skipið
19.07.2015 14:47
Fyrir 14 árum
Úr Morgunblaðinu 11 Júlí 2001
WIEBKE.Þarna að flytja skemmibáta
Skipið var smíðað hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi 2000 sem: WIEBKE Fáninn var: Antigua and Barbuda Það mældist: 8397.00 ts, 9531.00 dwt. Loa: 151.70. m, brd 21.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og hefur sama fána
WIEBKE
19.07.2015 12:56
Árekstur
Skemmdir á TERNVIND
Mynd úr Göteborgs Posten © ekki getið
STENA JUTLANDICA
© Tomas Østberg- Jacobsen
STENA JUTLANDICA
© Tomas Østberg- Jacobsen
© Tomas Østberg- Jacobsen
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var smíðað hjá Dearsan Gemi í Tuzla Tyrklandi 2008 sem: SAKARYA Fáninn var: Malta Það mældist: 7321.00 ts, 11258.00 dwt. Loa: 130.00. m, brd 19.80. m 2014 fékk skipið nafnið TERNVIND Nafn sem það ber í dag undir DIS fána
TERNVIND
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
18.07.2015 21:59
Happy Dover
HAPPY DOVER
© Marcel & Ruud Coster
HAPPY DOVER
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
18.07.2015 20:13
Eimskipafélag íslands 50 ára
TRÖLLAFOSS á ströndinni
© Björgvin S Vilhjálmsson
Reykjafoss II
© Rick Cox
Skógafoss I
Gert er ráð fyrir, að nýtt farþegaskip, sem tæki 350 farþega, muni ef til vill kosta um 200 milljónir króna. Langan tíma mun taka að hrinda áformi um nýtt farþegaskip í framkvæmd. Farþegar með skipum Eimskip 1964 voru alis 7955, þar af 7193 með Gullfossi. Var þetta 1350 farþegum fleira en 1963 og hefur farþegafjöldinn aldrei verið meiri í sögu félagsins.Um þetta leiti var Eimskipafélagið með 3 leiguskip á sínum snærum. Þessi skip voru frystiskip og hvert öðru fallegra að mínu mati Fyrst ber að nefna skip sem seinna komst í eigu félagsins
ECHO
@Jan Harteveld
PLAYA DE LAS CANTERAS
© T.Diedrich
PLAYA DE LAS CANTERAS
© photoship
PLAYA DE MASPALOMAS
© T.Diedrich