Færslur: 2018 Janúar
06.01.2018 19:35
Laxfoss I hjá Eimskip
Fyrsti skipstjóri skipsins hérlendis var Sigurður Þorsteinsson til 1964
Með Hörð Reyni Jónsson sem yfirvélstjóra
Hér sem Steendiek
Hér sem STEENDIEK
@Rick Cox
Hjá Jöklum voru þessir skipstjórar fastráðnir með skipið
Júlíus Kemp 1964-1965
Júlíus Lúðvíksson Kemp(1913-1969)
Með Sigurð Óla Valdemarsson sem yfirvélstjóra
Sigurður Óli Valdemarsson (1931)
Eftir Júlíus var Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri 1965-1969
Eyjólfur Guðjónsson (1926-2011)
© Peter William Robinson
© Björgvin S Vilhjálmsson
Úr mínum fórum © ókunnur
Hér sem Laxfoss
@Rick Cox
Úr mínum fórum © ókunnu
Hjá Eimskipafélaginu þessir menn fastráðnir skipstjórar
Gunnar þorvarðarson 1969-1971
Gunnar Þorvarðarson (1927-2008)
Ekki kunnugt um yfirvélstjóra frekar hér En upplýsingar um það væru vel þegnar
Bernótus Kristjánsson1971-1974Bernótus Kristjánsson(1925-2014)
Valdimar Björnsson 1974-1976
Valdimar Björnsson(1927-2007)
06.01.2018 11:21
Bakkafoss I
Hér er skipið að hlaupa af stokkunum á sínum tíma
©Handels- og Søfartsmuseets da
Það var smíðað1958 sem MILLE HEERRIN fyrir danska aðila hjá Århus Dry Dock.Það mældist 1599.0 ts 2335,0 dwt.Loa:78,5,0 m brd:11.50.m Eimskipafélagið kaupir skipið eins og fyrr segir 1963. Og skírir BAKKAFOSS. Það er selt úr landi 1974 og fær nafnið FIVE FLOWERS. Það endar svo tilvist sína í skipakirkjugarðinum í Chittagong Banglades 1983
Fyrsti íslenski skipstjórinn á skipinu var Magnús Þorsteinsson var með skipið til 1965
Með Hauk Lárusson sem yfirvélstjóra
MILLE HEERING
© Handels- og Søfartsmuseets da
©Handels- og Søfartsmuseets da
©Handels- og Søfartsmuseets da
Hér sem BAKKAFOSS
© photoship
Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínum fórum © ókunnur
Fastráðnir skipstjórar á skipinu eftir Magnús
Ásgeir Sigurðsson 1965-1969
Ásgeir Sigurðsson (1923-2007)
Arngrímur Guðjónsson 1969-1970
Arngrímur Guðjónsson (1927-1990)
Bernótus Kristjánsson 1970-1971
Bernótus Kristjánsson(1925-2014)
Ágúst Jónsson 1971-1973
Ágúst Jónsson (1926-1996)
Valdimar Björnsson 1973-1974
Valdimar Björnsson(1927-2007)
Svo fór ýmislegt að ske en það klikkaði og svo fór hann
06.01.2018 06:28
Mánafoss I
KETTY DANIELSEN
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Fyrsti íslenski skipstjóri var Eiríkur Ólafsson skipstjóri 1963
Eiríkur Ólafsson (1916-1975)
Með Hauk Lárusson (1916-1975) sem yfirvélstjóra
Hauk Lárusson (1916-1975)
KETTY DANIELSEN
@Frits Olinga-Delfzijl
Mánafoss
Mynd úr mínum fórum © óþekktur © folke östermen
© Guðjón V
Hér í höfninni i Guernsey 1969 © Guðjón V
Fastráðnir skipstjórar á skipinu eftir Eirík voru:
Þórarinn Ingi Sigurðsson 1963-1965
Þórarinn Ingi Sigurðsson ( 1923-1999)
Erlendur Jónson 1965-1966
Erlendur Jónsson(1923-2004)
Gunnar Þorvarðarson 1966-1969
Gunnar Þorvarðarson (1927-2008)
Haukur Dan Þórhallsson 1969
Haukur Dan þórhallsson (1923-2011)
Svo skeður þetta og í framhaldi af því þetta
Hér sem SKY FAITH.
© Sharpnesship
05.01.2018 06:22
Reykjafoss II
Næsta skip í þessari upptalningu er Rerykjafoss II En þetta og þetta var kannske byrjunin á veru skipsins í eigu Eimskipafélags Íslands Og þetta heldur áfram og hlóð á sig Eins og sést hér Og svo var það afh Og í framhaldinu þetta einnig þetta Frekar voru fjölmiðlar fáorðir um komu skipsins
Hér er hann á útleið frá Eyjum
© Tryggvi Sigurðsson
Skipið var smíðað hjá Rosi SpA í Taranto Ítalíu 1947 Sem GEMITO.Fáninn var ítalskur Það mældist 1560 ts. 3070.dwt.Loa:89.90.m Brd 12.70. Aðalvél:Motor Tosi 1790 hö Ganghraði 11.5 sml Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1951 REYKJAFOSS - 1965 GRETA - 1969 ANNOULA - 1973 ANNA
Fyrsti íslenski skipstjórinn á REYKJAFOSSI II var Sigmundur Sigmundsson
Með Ágúst Jónsson sem yfirvélstjóra
Það var skemmtileg tilviljun að yfirstýrimaður Reykjafoss II var Eyjólfur Þorvaldsson sem svo sótti næsta nýja skip Eimskipafélagsins sem skipstjóri. Þ.e.a.s nýsmíðina TUNGUFOSS tveimur árum seinna.
Reykjafoss
Úr mínu fórumi en © mér óþekktur
© Rick Cox
Úr mínu fórum en © mér óþekktur
@ Hawkey01 Shipsnostalgia
@ PWR
Hér heitir skipið Greta
© T.Diedric
Fastráðnir skipstjórar skipsins á eftir Sigmundi:
Egill Þorgilsson 1952-1953
Egill Þorgilsson(1895-1980)
Eymundur Magnússon 1953
Eymundur Magnússon (1893-1977)
Kristján Aðalsteinsson 1954-1958
Kristján Aðalsteinsson (1906-1996)
Stefán Dagfinnsson 1958
Stefán Dagfinsson(1895-1959)
Óskar Sigurgeirsson1959-1961
Óskar Sigurgeirsson (1902-1978)
Guðráður Sigurðsson 1961-1962
Guðráður Sigursson (1911-1994)
Magnús Þorsteinsson 1962-1963
Magnús Þorsteinsson (1918-2015)
Eiríkur Ólafsson1964
Eiríkur Ólafsson(1916-1975
Svo kom að þessu og í framhaldi af þessu.Síðasti skipstjóri skipsins undir íslenskum fána var Haraldur Jenssonn faðir Guðmundar hin kunna skipstjóra sem síðast var skipstjóri á Lagarfossi VII
Haraldur Jensson skipstjóri
Haraldur Jensson (1923-2003)
Í ágúst sl voru 70 ár síðan smíðinni á því lauk og í sept sama ár 66 ár síðan það fékk íslenska fánan í skut Eftir að Eimskipafélag Íslands keypti það Nú 53 ár síðan það var selt Þeir menn sem ég þekkti og voru á þvi minntust skipsins með mikilli hlýju. Mér þótti alltaf skipið snoturt
04.01.2018 08:25
Tröllafoss
Og ekki voru þau spöruð stóru orðin
Ekki voru allir sammála
Hann þótti mikið skip

Skipið var byggt hjá Consolidated Steel Corp í Wilmington CA í USA 1945 sem: COASTAL COURSER Fáninn var: USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m. Aðalvél:Nordberg 1750 hö Ganghraði 11 sml.Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1948 TRÖLLAFOSS - 1964 SEOUL Nafn sem það bar síðast undir fána Líberíu En 29-08-1973 lá skipið við akkeri á ytri höfn Inchon í Kóreu. Skall á rok skipið fór að draga akkerið og rak úu úr því á land. Var það rifið á staðnum
Fyrsti íslenski skipstjóri á skipinu var Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson (1889-1974)
Með Jón Aðalstein Sveinsson sem yfirvélstjóra
Jón Aðalstein Sveinsson (1894-1958)
Mikill velunnari síðunnar Björgvin S Vilhjálmsson sendi mér þessar tvær myndir á sínum tíma.Og kan ég honum mínar kærustu þakkir fyrir þær.
Þarna mun "Tröllið" vera í New York. Það má geta þess að í þeirri höfn var hann í nokkur skifti kosið snyrtilegasta skipið í höfninni
© Björgvin S Vilhjálmsso
Þarna er það í Hamborg
© Björgvin S Vilhjálmsson









Þessir voru fastráðnir skipstjóra á skipinu eftir Bjarna Jónsson
Eymundur Magnússon 1953
Eymundur Magnússon (1893-1977)
Uppúr 1950 fór "mccartyisminn" að vaxa fiskur um hrygg í USA Og komúnistahræðslan að heltaka bandaríkjamenn Þeir sáu á í hverju horni. Nokkrir íslenskir vinstrisinnaðir farmenn fengu ekki að sigla til USA. Einn þeirra var Eymundur Magnússon.En Eymundur tók við Tröllafossi af Bjarna Jónssyni 1952 . Eymundur mun hafa sagt við Mc Carthy erindrekana sem yfirheyrðu hann: " Ég hef siglt tvær heimstyrjaldir til Bandaríkjanna og var mér tjáð að ég væri að sigla til þess ríkis.þar sem lýðræði sé í hásæti og Bandaríkin séu og eigi að vera öðrum þjóðum þar fremri. Með þessu tel ég mig vera búinn að svara spurningum ykkar" En öðlingurinn Eymundur var að láta í minni pokann.Hann var færður til í starfi að undirlægi bandaríkjamanna og látinn taka Reykjafoss um tíma uns hann tók nýtt og glæsilegt skip Fjallfoss 1954. En það var árið sem þessar ofsóknir McCarthy tóku enda allavega að miklu leiti
Óskar Sigurgeirsson 1961-1962
Guðráður Sigurðsson 1962-1964
Svo kom að þessu meir um það hér
02.01.2018 22:11
Reykjafoss I
Flutningaskipið Katla I heitir hér Manchioneal
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk1911 sem MANCHIONEAL Fáninn var: norskur Það mældist: 1654.0 ts, 2010.0 dwt Loa: 77.80. m, brd 10.90. m Aðalvél B&W 1400 hö gufuvél Ganghraði 12.0 sml.s Það gekk undir þessum nöfnum á ferlinum:1911 MANCHIONEAL 1934 KATLA - 1945 REYKJAFOSS - 1949 NAZAR - 1955 CERRAHZADE Nafn sem það bar síðast undir tyrkneskum fána En það var rifið í Tyrklandi 1967
Hér sem KATLA með "öryggisskildina" á síðunum
. úr mínum fórum © ókunnur
Þegar seinni heimstyrjöldin (WW2 eins og ég kalla hana sennilega út af of mikilli nennu ) skall á þ 1 sept 1939 lá Katla I í höfninni í Port Talbot í Wales. Í farmi skipsins voru m.a 12 tonn af striga sem nota átti til pökkunnar á saltfiski og síldarmjöli.Bretar töldu þennan varnign stórhættulegan því hægt væri að nota þetta sem umbúðir fyrir sendingar til Þýskalands. Það var ekki fyrr en Sveinn Björnsson þ.v sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn hafði útvegað yfirlýsingu frá íslensku ríkisstjórninni að efnið yrði ekki notað á þann hátt að það kæmist í hendur "óvinarins". Þá losnaði skipið úr prísundinni og kom svo til Reykjavíkur 18 okt 1939. Við brosum nú að þessu nú til dags.En þá var þetta grafalvarlegt mál í augum breta.Sem sést af, að skipinu var haldið um hálfan mánuð út af því.þ 17- 09 -1939 birtist þessi grein En 1 sept. það ár braust WW2 út með mikilli hættu fyrir sjófarendur á N- Atlantshafi Þessi þarna nefndur "Hlífiskjöldur" mun hafa veitt Íslenskum skipum einhverja vörn í byrjum stríðsins En svo kom hafnbann Þjóðverja. Kæmi til stríðs í dag skildi fánar sem skip í íslenskri eigu sigla undir veita þeim íslensku sjómönnum sem á þeim eru nokkra vörn???
Úr mínum fórum © ókunnur
Fysti skipstjóri á skipinu eftir að E.Í keypti það Var Sigurður Gíslason til1948
En þá tók Haraldur Ólafsson við og stýrði þar til það var selt 1949
Yfirvélstjóra hvergi getið Sem mér persónulega finnst vera galli á gjöf Njarðar
Sennilega hefur það verið mikil viðbrigði að taka við næsta skipi sem hann tók við En 38 ára aldursmunur mun hafa verið á þeim Þá meina ég þegar Sigurður tók Lagarfoss (sm 1949) nýja eftir Reykjafoss (sm 1911)
Úr safni Tryggva Sig © ókunnur
Svo kemur þessi frétt Síðan selur E.Í skipið eins og sagt er frá hér Svo er hann horfinn úr íslenski siglingasögu
01.01.2018 22:59
Fjallfoss I

© Sigurgeir B Halldórsson
Fjallfoss I var smíðaður hjá Haarlemsche Shipsyard í Harleem Hollandi 1919 Merwede fyrir þarlenda aðila,Skipið mældist 1413.0 ts 2060,0 dwt Loa: 82.90 m brd : 11.0 m Aðalvél var 1400 hö gufuvél Ganghraði 12 smlÁður en skipið var afhent fékk það annað nafn Amstelstroom.1934 kaupir Skipafélagið Ísafold skipið og gefur því nafnip Edda. Eimskipafélag Íslands kaupir öll hlutabréf í Skipafélaginu Ísafold og þar með skipið 1941 og skírir það Fjallfoss Það er selt til Ítalíu 1951 og fær nafnið Siderea 1957 nafnið Ommalgora og 1968 Star of Taif 1978 þá 59 ára var skipinu sökkt út af Jeddah.Takið eftir krönunum á afrurskipinu, Þeir voru að sjálfsögðu gufudrifnir og sennilega þeir fyrstu í íslensku skipi
Fjallfoss I

Úr mínum fórum © ókunnur
Þetta skip er svolítið bundið bernskuminningu minni, Móðir mín hafði sett mig í fóstur vestur á Ísafjörð hjá systur sinni er ég var tveggja ára. En svo fimm árum seinna var faðir minn giftur og vildi"gæjann" suður, Vinkona stjúpu minar var svo í heimsókn hjá systur sinni á Ísafirði og tók ræfilinn með sér suður. Og farkosturinn var Fjallfoss I .En skelfing var ég sjóveikur enda víst vonsku veður Þetta var 1945. Þegar ég hóf svo mína sjómennsku á Eldborginni 1953 var búið að selja hann blessaðan til Ítalíu, Svo ekki gat ég endurnýjað kynnin með að berja hann augum.
Fyrsti skipstjóri skipsins hjá E.Í var Ásgeir Jónasson en hann var með skipið 1941-1945
Ekki finn ég yfirvélstjórann En stýrimannana var getið en þeir voru
En Haraldur Ólafsson var fyrsti stm
Haraldur Ólafsson(1895-1978)
Og Eyjólfur Þorvaldsson var annar stm
Eyjólfur Þorvaldsson(1901-1988)
Fastir skipstjórar á Fjallfossi I eftir Ásgeir voru
Pétur Björnsson 1945-1947
Pétur Björnsson (1887-1978)
Sigmundur Sigmundsson 1948-1951
Sigmundur Sigmundsson (1890-1979)
Fjallfoss I
Úr mínum fórum © ókunnur
Hér liggur Fjallfoss við bryggju með Brúarfoss utan á.Báðir stríðsmálaðir Enda WW2 í fullum gamgi
Úr safni E.I © ókunnur
Hér er skipið nýtt ?? og heitir AMSTELSTROOM ( er þó ekki alveg viss)
© photoship
Hér heitir það EDDA
© photoship
Hér heitir það SIDEREA © photoship
01.01.2018 18:05
Lagarfoss II
Nýr Lagarfoss í smíðum
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér við sjósetningu
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið kom nýtt til Reykjavíkur þ 18 maí 1949
Lítum í Alþýðublaðið og Mogginnog lét sitt ekki sitt eftirliggja
Hér í reynsluferðinni
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1949 sem: LAGARFOSS Fáninn var: íslenskur Það mældist: 2923.0 ts, 2700.0 dwt. Loa: 94.70. m, brd 14.10. m Aðalvél B&W 3700 hö/2721 kw Ganghraði 15.5.Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1977 EAST CAPE - 1980 HOE AIK Nafn sem það bar síðast undir fána HONDURAS En skipið mun hafa verið tekið af skrá 2002
Sigurður Gíslason færði skipið nýtt til landsins og stjórnaði því til ársins 1952
Með Jón Aðalstein Sveinsson sem yfirvélstjóra

Fastráðnir skipstjórar á skipinu eftir Sigurð voru:
Haraldur ólafsson 1952-1960
Birgir Ó Thoroddsen 1960-1967
Arngrímur Guðjónsson1957-1969
Magnús Þorsteinsson 1969-1970
Haukur Dan Þórhallsson 1970-1971
Gunnar Þorðvarðarson 1971-1973
Ragnar Ágústsson 1973-1975
Þór Elísson 1975-1977

Það gekk á ýmsu í siglingarsögu Lagarfoss II.1950 skeður þetta og1959 þetta og meira af því hér Seinna sama ár þetta svo líða árin en þá skeður þetta Meira um það hér
Hér er skipið í sænskri höfn

© söhistoriska museum se

© söhistoriska museum se
Í rúmsjó
© photoship
Hér í friði og spekt í Hull
Hér að koma til Eyja í bræluskít
© Tryggvi Sig
Kominn í höfn í Vestmannaeyjum og byrjaður að lesta
Á ytrihöfn Reykjavík
Úr safni Ástþórs Óskarssonar © ókunnur
Á ókunnum stað
© photoship
Í Kílarskurði

© T.Diedrich
Hér í óþekktri höfn að leiðarlokum sennilega
© photoship
© photoship
© photoship
Svo kveður hann blessaður En það voru sem sagt 40 ár í september sl ár síðan LAGARFOSS II yfirgaf landið Og þá(1977)voru 28 ár frá þvi er hann kom nýr til þess. Aðeins annað skip Eimskipafélagsins hafði þjónað því jafnlengi en var það Selfoss I, sem seldur var úr landi 1956. Að lokum Hallgrímir T Jónasson sagði frá árekstri sem Lagginn lenti í við þýskt flutningaskip á árunum rétt fyrir 1960 Ég sett "rannsóknartólin" í gang og fann út að skipið lenti í tveim árekstrum haustið 1959 Sá fyrri var við þýska skipið Ludolf Oldendorff S- af Nova Scotia laugardaginn 25 Júlí Það var dregið inn til Canada: En Laggi hélt áfram með stórlaskað nef.
Ludolf Oldendorff
.
Úr safni Rick Cox © ókunnur
Skipið var smíðað hjá Orenstein Koppel Sy í Lubeck Þýskalandi 1952 fyrir þarlenda aðila. Það mældist 2388.0 ts 4550.0 dwt. Loa: 106.50. m brd: 14.80. Skipið gekk svo undir nokkrum nöfnum gegn um tíðina Síðasta fékk það 1981 Cefallonia Sun Skipið var tekið af skrá 1998
En sagan er ekki öll. Þriðudaginn 3 nóv sama ár lendir Laggi aftur í árekstri nú fyrir utan Rotterdam og nú varð það svíi sem sigldi inn í bb síðu skipsins . Það má segja að svíinn sem hét Amazonas hafi gert tvær atrennur því fyrst kom hann á Laggann rétt aftan við hið nýlega stefni hans og síðan aftur og nú miðskips. Laggi stóðst árásina en var frá í þá 5 daga sem tók að gera við skemmdir.
Amazonas
© söhistoriska museum se
Skipið sem var kæliskip var byggt hjá Kockums MV í Malmö Svíþjóð 1943 fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 7371.0 ts 7885.0 dwt. Loa: 135.60.m brd: 17.40.m 1964 fær skipið nafnið Golden Wonder Það var rifið í Englandi 1973
© söhistoriska museum se
Ég þakka Hallgrími fyrir ábendinguna. Og það væri gaman ef fleiri gerðu svipað. Minntust einhverra atburða og ég reyndi svo að vinna úr því Ég vona að einhver hafi haft nennu til að lesa þessar færslur þó ekki verði maður var við mikil viðbrögð En þetta styttir mér stundir svo sjálfselskan segir mér að halda áfram
01.01.2018 06:36
Dettifoss II
©Handels- og Søfartsmuseet.dk
©Handels- og Søfartsmuseet.dk
©Handels- og Søfartsmuseet.dk
Lítum aðeins í Morgunblaðið 20-03-1947 næst12-08-1948 og 02-02-1949 Næst er það svo Morgunblaðið 19-02-1949 Auglýsing í blaði á gamlársdag 1949
Kjölur að skipinu var lagður 6 des 1946 Og smíðinni lokið 1949 En það var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn. fyrir Eimskipafélag Íslands Skipið mældist: 2918.0 ts 2700.0 dwt. Loa: 94.60 m brd: 14.10,m. Aðalvél B&W 3700 hö/2721 kw Ganghraði 14.0 sml.Eimskipafélagið selur skipið Carlos A.Go Thong & Co á Philipseyjum 1969 og fær það nafnið DON SULPICIO og 1976 DON CARLOS GOTHONG sömu eigendur. Skipinu hvolfdi í höfnina í Cebu 12.10.1978
© Tryggvi Sig
Fyrsti skipstjóri skipsins var Jón Eiríksson
Með Jón Bjarnason sem yfirvélstjóra
Skipstjóri á Dettifossi var sem sagt Jón Eiríksson,Fyrsti stýrimaður Jón Sigurðsson, fyrsti vélstjóri Jón Bjarnason og loftskeytamaður JónMatthíasson. Nafnið Jón hefur því ósjaldan verið nefnt þar um borð!
Skipið fyrir utan Svíþjóð

© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
Á siglingu
© Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Hér í Kotka með rússabíla á tvö lúgunniHér í Cambridge í Maryland.
© Gunnar S Steingrímsson
Fastráðnir skipstjórar á skipinu eftir Jón Eiríksson voru
Stefán Dagfinnsson
Skemmtileg saga
Gunnar S Steingrímsson yfirhafnarvörður á Sauðárkrók sendi mér þessar skemmtilegu myndir hér að neðan á sínum tíma Og ef ég er ekki að bulla þess meir held ég að strákurinn þarna lengst til h í neðri röð sé annar af skipstjórum þess skips sem ber Dettifoss nafnið í dag


Svo kom að þessu og í öðru blaði þetta