06.01.2018 06:28

Mánafoss I

Eftir kaupin á Reykjafoss komu fjórar nýsmíðar á árunum1953 -1960 Tungufoss1953,Fjallfoss 1954 Og (að mínum dómi) fallegustu skip sem smíðuð hafa verið fyrir Íslendinga Þ.e.a.s Selfoss 1958 og Brúarfoss 1960 Hvílum aðeins fg nýsmíðar EÍ og minnumst aðeins tveggja skipa sem þeir keyptu notuð 1963. Það fyrra fékk nafnið Mánafoss Fyrsta stigið.Svo varð af kaupunum Næst lýsing af skipinu hér svo þetta hér Svo kom skipið til Akureyrar.Og ekki blés byrlega fyrir skipinu í byrjun Og meira af því hér  Seinna skeði þetta
KETTY DANIELSEN

                                                                                                   © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið I var smíðaður hjá Ferus Smit SY í Foxhol Hollandi 1959 sem KETTY DANIELSEN fyrir danska aðila.Skipið mældist: 937.0 ts 1383.0 dwt. Loa: 66.20,m brd: 10.10 m Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1963 og skírir MÁNAFOSS. Skipið er selt úr landi 1969 og fær nafnið SPARTAN Og 1974 nafnið SKY FAITH. Það strandaði 13-04-1980 við Burela de Cabo á NV- strönd Spánar. Á leið frá Sagunto til Antverpen með stálrúllur. Áhöfninni var bjargað en skipið brotnaði í tvennt og varð til á strandstað.

Fyrsti íslenski skipstjóri var Eiríkur Ólafsson skipstjóri 1963

Eiríkur Ólafsson (1916-1975)

Með Hauk Lárusson (1916-1975) sem yfirvélstjóra

Hauk Lárusson (1916-1975) 
KETTY DANIELSEN


                                                                                                                                                          @Frits Olinga-Delfzijl
Mánafoss

                                                                                                     Mynd úr mínum fórum © óþekktur
                                                                                                                              © folke östermen


                                                                                                                                    © Guðjón V

Hér í höfninni i Guernsey 1969
                                                                                                                     © Guðjón V

Fastráðnir skipstjórar á skipinu eftir Eirík voru:

Þórarinn Ingi Sigurðsson 1963-1965

Þórarinn Ingi Sigurðsson ( 1923-1999)  
Erlendur Jónson 1965-1966

Erlendur Jónsson(1923-2004)
Gunnar Þorvarðarson 1966-1969

Gunnar Þorvarðarson (1927-2008) 

Haukur Dan Þórhallsson 1969

Haukur Dan þórhallsson (1923-2011) 
Svo skeður þetta og í framhaldi af því þetta
Hér sem SKY FAITH.

                                                                                                                  © Sharpnesship

Lokað fyrir álit

05.01.2018 06:22

Reykjafoss II

Næsta skip í þessari upptalningu er Rerykjafoss II En þetta og þetta var kannske byrjunin á veru skipsins í eigu Eimskipafélags Íslands Og þetta heldur áfram og hlóð á sig Eins og sést hér Og svo var það afh Og í framhaldinu þetta einnig þetta Frekar voru fjölmiðlar fáorðir um komu skipsins

Hér er hann á útleið frá Eyjum


                                                                                       © Tryggvi Sigurðsson

Skipið var smíðað hjá Rosi SpA í Taranto Ítalíu 1947 Sem GEMITO.Fáninn var ítalskur Það mældist 1560 ts. 3070.dwt.Loa:89.90.m Brd 12.70. Aðalvél:Motor Tosi 1790 hö Ganghraði 11.5 sml Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1951 REYKJAFOSS - 1965 GRETA - 1969 ANNOULA - 1973 ANNA

Fyrsti íslenski skipstjórinn á REYKJAFOSSI II var Sigmundur Sigmundsson 


Sigmundur Sigmundsson (1890-1979)

Með Ágúst Jónsson sem yfirvélstjóra

Ágúst Jónsson (1901-1976)


Það var skemmtileg tilviljun að yfirstýrimaður Reykjafoss II var Eyjólfur Þorvaldsson sem svo sótti næsta nýja skip Eimskipafélagsins sem skipstjóri. Þ.e.a.s nýsmíðina TUNGUFOSS tveimur árum seinna.                                                                                                                    
Reykjafoss

                                                                                                                            Úr mínu fórumi en © mér óþekktur

                                                                                                                                        © Rick Cox

                                                                     Úr mínu fórum en © mér óþekktur

                                                                                                               @ Hawkey01 Shipsnostalgia


                                                                                                                                                                               @ PWR

Hér heitir skipið  Greta


                                                                                  © T.Diedric


Fastráðnir skipstjórar skipsins á eftir Sigmundi:

Egill Þorgilsson 1952-1953

Egill Þorgilsson(1895-1980)

Eymundur Magnússon 1953

Eymundur Magnússon (1893-1977)  

Kristján Aðalsteinsson 1954-1958

Kristján Aðalsteinsson (1906-1996)

Stefán Dagfinnsson 1958

Stefán Dagfinsson(1895-1959) 

Óskar Sigurgeirsson1959-1961

Óskar Sigurgeirsson (1902-1978)


Guðráður Sigurðsson 1961-1962

Guðráður Sigursson (1911-1994)

Magnús Þorsteinsson 1962-1963

Magnús Þorsteinsson (1918-2015)

Eiríkur Ólafsson1964

Eiríkur Ólafsson(1916-1975

Svo kom að þessu og í framhaldi af þessu.Síðasti skipstjóri skipsins undir íslenskum fána var Haraldur Jenssonn faðir Guðmundar hin kunna skipstjóra sem síðast var skipstjóri á Lagarfossi VII

Haraldur Jensson skipstjóri


Haraldur Jensson (1923-2003)


Í ágúst sl voru 70 ár síðan smíðinni á því lauk og í sept sama ár 66 ár síðan það fékk íslenska fánan í skut Eftir að Eimskipafélag Íslands keypti það Nú 53 ár síðan það var selt Þeir menn sem ég þekkti og voru á þvi minntust skipsins með mikilli hlýju. Mér þótti alltaf skipið snoturt

Lokað fyrir álit

04.01.2018 08:25

Tröllafoss

Eftir minni bestu vitund var Tröllafoss næsta skip sem Eimskipafélagið keypti notað.Þann 8 maí 1948 renndi þetta þá nýkeypt skip sér á ytrihöfnina í Reykjavík eftir 80 daga ferð frá upphaflegum brottfararstað San Franisco.Það hefði sennilega verið hægt að skrifa heila bók um það ferðalag.Ef ráð hefði verið í tíma tekið Strax 1946 fóru forustumenn að leita að skipi til Ameríkusiglinga Hér og einnig hér má sjá árangurinn Hér er einnig komið inn á þetta Þetta varð svo að veruleika Hér má lesa um ferðalag Tröllafoss heim Svo var komið að þessu og  svona komið 1948 og einnig svona Og geysaði "Kalda stríðið"á fullum krafti
Og ekki voru þau spöruð stóru orðin
Ekki voru allir sammála

Hann þótti mikið skip


                                                                              © Þráinn Hjartarson.

Skipið var byggt hjá  Consolidated Steel Corp í  Wilmington CA í USA 1945 sem: COASTAL COURSER  Fáninn var: USA  Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m. Aðalvél:Nordberg 1750 hö Ganghraði 11 sml.Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1948 TRÖLLAFOSS - 1964 SEOUL Nafn sem það bar síðast undir fána Líberíu En 29-08-1973 lá skipið við akkeri á ytri höfn Inchon í Kóreu. Skall á rok skipið fór að draga akkerið og rak úu úr því á land. Var það rifið á staðnum

Fyrsti íslenski skipstjóri á skipinu var Bjarni Jónsson

 Bjarni Jónsson (1889-1974)

Með Jón Aðalstein Sveinsson sem yfirvélstjóra

Jón Aðalstein Sveinsson (1894-1958)

Mikill velunnari síðunnar Björgvin S Vilhjálmsson sendi mér þessar tvær myndir á sínum tíma.Og kan ég honum mínar kærustu þakkir fyrir þær.

Þarna mun "Tröllið" vera í New York. Það má geta þess að í þeirri höfn var hann í nokkur skifti kosið snyrtilegasta skipið í höfninni


                                                                                                                       © Björgvin S Vilhjálmsso

Þarna er það í Hamborg

                                                                                                                                         © Björgvin S Vilhjálmsson

Hann var að vísu tæpum 4 metrun styttri en Gullfoss


                                                                                                        © photoship
En hann tók mestallan Miðbakkann


                                                                                                        Úr mínum fórum © ókunnur

Hann gat verið napur á Vesturleiðinni


                                                                                     Úr safni Hlöðvers  Kristjánssona © ókunnur
Og höfðu gaman af Jazz Tröllafossmenn

                                                                            Úr safni Hlöðvers  Kristjánssona © ókunnur
Þeir þóttu slyngir í knattspyrnu


                                                                                           Úr safni Hlöðvers  Kristjánssona © ókunnur

Sérstaklega er rómað hve skipinu er vel við haldið í alla staði. Það er almennt mál þeirra sem til þekkja að Tröllafoss sé með hreinni og best við höldnu skipum sem koma til New York að staðaldri.Skipshöfnin vann til ýmissa verðlasuna varð t.d þriðja í alþjóðlegi róðarkeppni þar 1953 sem stórar siglingaþjóðir eins og t.d Bretar Ítalir Grikkir töldu sig ekki eiga möguleika á sigri og tóku því ekki þátt. 

Róðrasveitin fræga ásamt þáverandi skipstjóra Agli Þorgilssyni



Norðmenn sigruðu, bandríkjamenn nr tvö. Í umsögn u þessa keppni segir m.a.:"Þetta er ekki í eina skiptið sem íslensku skipin og íslenskir sjómenn gera garðinn frægan í höfninni í New York . Tröllafoss vekur jafnan eftirtekt þeirra sem erindi eiga í höfninni þar sem hann liggur venjulega. 

Tröllafoss menn í heimsókn hjá SÞ 1952


Þeir unnu  Reykjafoss í knattspyrnukeppni um Sjóklæðagerðar bikarinn 1952






Þessir voru fastráðnir skipstjóra á skipinu eftir Bjarna Jónsson

Eymundur Magnússon 1953

Eymundur Magnússon (1893-1977) 

Uppúr 1950 fór "mccartyisminn" að vaxa fiskur um hrygg í USA Og komúnistahræðslan að heltaka bandaríkjamenn Þeir sáu á í hverju horni.  Nokkrir íslenskir vinstrisinnaðir farmenn fengu ekki að sigla til USA. Einn þeirra var Eymundur Magnússon.En Eymundur tók við Tröllafossi af Bjarna Jónssyni 1952 . Eymundur mun hafa sagt við Mc Carthy erindrekana sem yfirheyrðu hann: "  Ég hef siglt tvær heimstyrjaldir til Bandaríkjanna og var mér tjáð að ég væri að sigla til þess ríkis.þar sem lýðræði sé í hásæti og Bandaríkin  séu og eigi að vera öðrum þjóðum þar fremri. Með þessu tel ég mig vera búinn að svara spurningum ykkar" En öðlingurinn Eymundur var að láta í minni pokann.Hann var færður til í starfi að undirlægi bandaríkjamanna og látinn taka Reykjafoss um tíma uns hann tók nýtt og glæsilegt skip Fjallfoss 1954. En það var árið sem þessar ofsóknir McCarthy tóku enda allavega að miklu leiti

Egill Þorgilsson 1953-1961
Egill Þorgilsson(1895-1980)
Óskar Sigurgeirsson 1961-1962
Óskar Sigurgeirsson (1902-1978)
Guðráður Sigurðsson 1962-1964
Guðráður Sigursson (1911-1994)

Svo kom að þessu meir um það hér

Lokað fyrir álit

02.01.2018 22:11

Reykjafoss I

1934 kaupir Eimskipafélag Reykjavíkur þetta skip Manchioneal sem það gefur nafnið Katla Hér 1934 var mikil gróska í skipakaupum eins og má sjá hér.Eimskipafélag Íslands kaupir Kötlu á vordögum 1945 Hér er sagt frá því  t.d Og hér

Flutningaskipið Katla I heitir hér Manchioneal

                                                                                                                                                         © Sjöhistorie.no

Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk1911  sem MANCHIONEAL Fáninn var: norskur Það mældist: 1654.0 ts, 2010.0 dwt Loa: 77.80. m, brd 10.90. m Aðalvél B&W 1400 hö gufuvél Ganghraði 12.0 sml.s Það  gekk undir þessum nöfnum á ferlinum:1911 MANCHIONEAL 1934 KATLA - 1945 REYKJAFOSS - 1949 NAZAR - 1955 CERRAHZADE  Nafn sem það bar síðast undir tyrkneskum fána  En það var rifið í Tyrklandi 1967


Hér sem KATLA með "öryggisskildina" á síðunum


.                                                                                          úr mínum fórum © ókunnur 
   
Þegar seinni heimstyrjöldin (WW2 eins og ég kalla hana sennilega út af of mikilli nennu ) skall á þ 1 sept 1939 lá Katla I í höfninni í Port Talbot í Wales. Í farmi skipsins voru m.a 12 tonn af striga sem nota átti til pökkunnar á saltfiski og síldarmjöli.Bretar töldu þennan varnign stórhættulegan því hægt væri að nota þetta sem umbúðir fyrir sendingar til Þýskalands. Það var ekki fyrr en Sveinn Björnsson þ.v sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn hafði útvegað yfirlýsingu frá íslensku ríkisstjórninni að efnið yrði ekki notað á þann hátt að það kæmist í hendur "óvinarins". Þá losnaði skipið úr prísundinni og kom svo til Reykjavíkur 18 okt 1939. Við brosum nú að þessu nú til dags.En þá var þetta grafalvarlegt mál í augum breta.Sem sést af, að skipinu var haldið um hálfan mánuð út af því.þ 17- 09 -1939 birtist þessi grein  En 1 sept. það ár braust WW2 út með mikilli hættu fyrir sjófarendur á N- Atlantshafi Þessi þarna nefndur "Hlífiskjöldur" mun hafa veitt Íslenskum skipum einhverja vörn í byrjum stríðsins En svo kom hafnbann Þjóðverja. Kæmi til stríðs í dag skildi fánar sem skip í íslenskri eigu sigla undir veita þeim íslensku sjómönnum sem á þeim eru nokkra vörn???

Reykjafoss I

                                                                                                                                            Úr mínum fórum © ókunnur  
Fysti skipstjóri á skipinu eftir að E.Í keypti það Var Sigurður Gíslason til1948
Sigurður Gíslason (1890-1978)

En þá tók Haraldur Ólafsson við og stýrði þar til það var selt 1949
Haraldur Ólafsson(1895-1978)
Yfirvélstjóra hvergi getið Sem mér persónulega finnst vera galli á gjöf Njarðar

Sennilega hefur það verið mikil viðbrigði að taka við næsta skipi sem hann tók við En 38 ára aldursmunur mun hafa verið á þeim Þá meina ég þegar Sigurður tók Lagarfoss (sm 1949) nýja eftir Reykjafoss (sm 1911)


                                                                                                                                      Úr safni Tryggva Sig © ókunnur 
Svo kemur þessi  frétt Síðan selur E.Í skipið eins og sagt er frá hér Svo er hann horfinn úr íslenski siglingasögu

Lokað fyrir álit

01.01.2018 22:59

Fjallfoss I

Þriðja skipið sem Eimskipafélagið keypti notað var þetta skip sem hjá E.Í bar nafnið Fjallfoss Og var að sjálfsögðu fyrsta skipið með því nafnið hjá félaginu E.Í keypti skipafélagið Ísafold þar sem skipið sem þá hét Edda var innifalið fyrir um 2 milljónir E.Í hafði fengið tryggingafé E.s Gullfoss greitt Og rann það fé í þau kaup Ekki voru fjölmiðlar margmálir um þessar breytingar á skipastól landsmanna. Þessi  frétt var mikið í þeim úr hvað umfang snerti      


                                                                                                                                            © Sigurgeir B Halldórsson
Fjallfoss I var smíðaður hjá Haarlemsche Shipsyard í Harleem Hollandi 1919 Merwede fyrir þarlenda aðila,Skipið mældist 1413.0 ts 2060,0 dwt Loa: 82.90 m brd : 11.0 m Aðalvél var 1400 hö gufuvél Ganghraði 12 smlÁður en skipið var afhent fékk það annað nafn Amstelstroom.1934 kaupir Skipafélagið Ísafold skipið og gefur því nafnip Edda. Eimskipafélag Íslands kaupir öll hlutabréf í Skipafélaginu Ísafold og þar með skipið 1941 og skírir það Fjallfoss Það er selt til Ítalíu 1951 og fær nafnið Siderea 1957 nafnið Ommalgora og 1968 Star of Taif 1978 þá 59 ára var skipinu sökkt út af Jeddah.Takið eftir krönunum á afrurskipinu, Þeir voru að sjálfsögðu gufudrifnir og sennilega þeir fyrstu í íslensku skipi

Fjallfoss I


                                                                                     Úr mínum fórum © ókunnur
Þetta skip er svolítið bundið bernskuminningu minni, Móðir mín hafði sett mig í fóstur vestur á Ísafjörð hjá systur sinni er ég var tveggja ára. En svo fimm árum seinna var faðir minn giftur og vildi"gæjann" suður, Vinkona stjúpu minar var svo í heimsókn hjá systur sinni á Ísafirði og tók ræfilinn með sér suður. Og farkosturinn var Fjallfoss I .En skelfing var ég sjóveikur enda víst vonsku veður Þetta var 1945. Þegar ég hóf svo mína sjómennsku á Eldborginni 1953 var búið að selja hann blessaðan til Ítalíu, Svo ekki gat ég endurnýjað kynnin með að berja hann augum.

Fyrsti skipstjóri skipsins hjá E.Í var Ásgeir Jónasson en hann var með skipið 1941-1945

Ásgeir Jónasson (1884-1946)

Ekki finn ég yfirvélstjórann En stýrimannana var getið en þeir voru

En Haraldur Ólafsson var fyrsti stm

 Haraldur Ólafsson(1895-1978)

Og Eyjólfur Þorvaldsson var annar stm

Eyjólfur Þorvaldsson(1901-1988) 

Fastir skipstjórar á Fjallfossi I eftir Ásgeir voru

Pétur Björnsson 1945-1947

Pétur Björnsson (1887-1978)

Sigmundur Sigmundsson 1948-1951

 Sigmundur Sigmundsson (1890-1979)

Fjallfoss I

                                                                                                                         Úr mínum fórum © ókunnur 


                                                                                                                                              Úr mínum fórum © ókunnur 
Hér liggur Fjallfoss við bryggju með Brúarfoss utan á.Báðir stríðsmálaðir Enda WW2 í fullum gamgi

                                                                                                                                     Úr safni E.I © ókunnur

Hér er skipið nýtt ?? og heitir AMSTELSTROOM ( er þó ekki alveg viss)

 

                                                                                                                                          © photoship

Hér heitir það EDDA

 

                                                                                                                                                      © photoship

Hér heitir það SIDEREA

                                                                                                                                                         © photoship

En ég fann frekar lítið um þetta merka skip á "Veraldarvefnum"Skip sem varð stærsta skipið í flota Eimskipafélags Íslands eftir að það sameinaðist honum 1941

Lokað fyrir álit

01.01.2018 18:05

Lagarfoss II

Höldum áfram með upprifjun á nýsmíðum Eimskipafélags Íslands eftir WW 2 Lagarfoss II var yngstur af "þrílembingunum" svonefndu Skipið þjónaði þessu landi í 28 ár og sigldi 1.2 milljón sjml í þeirri þjónustu V.Margir telja þessi skip eina mestu "púlshesta" sem Eimskipafélag Íslands hefur átt.Fóru inn á flestallar hafnir landsins Að vísu ekki upp að bryggju í þeim mörgum. Þessi skip og önnur sem komu ný upp úr WW 2 og áhafnir þeirra áttu ríkan þátt í uppbyggingu þess þjóðlífs sem við lifum við í dag, Gleymum því aldrei.
Nýr Lagarfoss í smíðum



                                                                                                  ©
Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér við sjósetningu


                                                                                    
© Handels- og Søfartsmuseets.dk

                                                                                                       ©
Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið kom nýtt til Reykjavíkur þ 18 maí 1949 
Lítum í Alþýðublaðið og Mogginnog lét sitt ekki sitt eftirliggja 
Hér í reynsluferðinni
                                                                                                   

                                                                                                     
  © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1949  sem: LAGARFOSS Fáninn var: íslenskur  Það mældist: 2923.0 ts, 2700.0 dwt. Loa: 94.70. m, brd 14.10. m Aðalvél B&W 3700 hö/2721 kw Ganghraði 15.5.Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1977 EAST CAPE - 1980 HOE AIK Nafn sem það bar síðast  undir fána HONDURAS En skipið mun hafa verið tekið af skrá 2002

Sigurður Gíslason færði skipið nýtt til landsins og stjórnaði því til ársins 1952

Sigurður Gíslason (1890-1978)


Með Jón Aðalstein Sveinsson sem yfirvélstjóra

Jón Aðalstein Sveinsson (1894-1958)
Fastráðnir skipstjórar á skipinu eftir Sigurð voru:
Haraldur ólafsson 1952-1960
Haraldur Ólafsson(1895-1978)
Birgir Ó Thoroddsen 1960-1967
Birgir Ó Thoroddsen (1911-1969)
Arngrímur Guðjónsson1957-1969
Arngrímur Guðjónsson (1927-1990)

Magnús Þorsteinsson 1969-1970


Magnús Þorsteinsson (1918-2015)
Haukur Dan Þórhallsson 1970-1971
Haukur Dan þórhallsson (1923-2011)
Gunnar Þorðvarðarson 1971-1973
Gunnar Þorvarðarson (1927-2008)
Ragnar Ágústsson 1973-1975
Ragnar Ágústsson (1926-2011)
Þór Elísson 1975-1977
Þór Elísson (1929)

Það gekk á ýmsu í siglingarsögu Lagarfoss II.1950 skeður þetta og1959 þetta og meira af því hér Seinna sama ár þetta svo líða árin en þá skeður þetta Meira um það hér
Hér er skipið í sænskri höfn


                                                                                                                      © söhistoriska museum se




                                                                                                                                           © söhistoriska museum se
Í rúmsjó

                                                                                                                                                     
© photoship
Hér í friði og spekt í Hull



                                                                        
© Peter William Robinson

Hér að koma til Eyja í bræluskít


                                                                                           
© Tryggvi Sig
Kominn í höfn í Vestmannaeyjum og byrjaður að lesta

                                                                                                      Úr safni Friðriks Harðarsonar ©Hörður Sigurgeirsson
Á ytrihöfn Reykjavík


                                                                                                                   Úr safni Ástþórs Óskarssonar © ókunnur
Á ókunnum stað

                                                                                                                                                © photoship

Í Kílarskurði


Við Spánarstrendur

                                                                                                                                       © T.Diedrich
Hér í óþekktri höfn að leiðarlokum sennilega


                                                                                                                                ©
photoship

                                                                                                        ©
Blue Funnel Bert


                                                                                                                           
    © photoship


                            
                                                                                              © photoship
Svo kveður hann blessaður En það voru sem sagt 40 ár í september sl ár síðan LAGARFOSS II yfirgaf landið Og þá(1977)voru 28 ár frá þvi er hann  kom nýr til þess. Aðeins annað skip Eimskipafélagsins hafði þjónað því jafnlengi en var það  Selfoss I, sem seldur var úr landi 1956. Að lokum
Hallgrímir T Jónasson  sagði frá árekstri sem Lagginn  lenti í við þýskt flutningaskip á árunum rétt fyrir 1960 Ég sett "rannsóknartólin" í gang og fann út að skipið lenti í tveim árekstrum haustið 1959 Sá fyrri var við þýska skipið Ludolf Oldendorff  S- af Nova Scotia laugardaginn 25 Júlí Það var dregið inn til Canada: En Laggi hélt áfram með stórlaskað nef.

Ludolf Oldendorff

.


                                                                                            Úr safni Rick Cox  © ókunnur

Skipið var smíðað hjá Orenstein Koppel Sy  í Lubeck Þýskalandi 1952 fyrir þarlenda aðila. Það mældist 2388.0 ts 4550.0 dwt. Loa: 106.50. m brd: 14.80. Skipið gekk svo undir nokkrum nöfnum gegn um tíðina Síðasta fékk það 1981 Cefallonia Sun  Skipið var tekið af skrá 1998


En sagan er ekki öll. Þriðudaginn 3 nóv sama ár lendir Laggi aftur í árekstri nú fyrir utan Rotterdam og nú varð það svíi sem sigldi inn í bb síðu skipsins . Það má segja að svíinn sem hét Amazonas hafi gert tvær atrennur því fyrst kom hann á Laggann rétt aftan við hið nýlega stefni hans og síðan aftur og nú miðskips. Laggi stóðst árásina en var frá í þá 5 daga sem tók að gera við skemmdir.

Amazonas



                                                                                           © söhistoriska museum se
Skipið sem var kæliskip var byggt hjá Kockums MV í Malmö Svíþjóð 1943 fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 7371.0 ts 7885.0 dwt. Loa: 135.60.m brd: 17.40.m 1964 fær skipið nafnið Golden Wonder Það var rifið í Englandi 1973


                                                                                             © söhistoriska museum se
Ég þakka Hallgrími fyrir ábendinguna. Og það væri gaman ef fleiri gerðu svipað. Minntust einhverra atburða og ég reyndi svo að vinna úr því Ég vona að einhver hafi haft nennu til að lesa þessar færslur þó ekki verði maður var við mikil viðbrögð En þetta styttir mér stundir svo sjálfselskan segir mér að halda áfram


Lokað fyrir álit

01.01.2018 06:36

Dettifoss II

,Höldum áfram upprifjunni á skipum smíðuðum fyrir Eimskipafélag Ísland strax eftir WW 2 Næst er þá Dettifoss sem var annað skipið hjá félaginu sem bar þetta nafn Félagið var þá búið að endurnýja tvö af þrem skipum sem það missti í stríðinu og voru í eigu þess



                                                                                    ©Handels- og Søfartsmuseet.dk



                                                                                                                                    ©Handels- og Søfartsmuseet.dk





                                                                                                                                           ©Handels- og Søfartsmuseet.dk

Lítum aðeins í Morgunblaðið 20-03-1947 næst12-08-1948 og 02-02-1949 Næst er það svo Morgunblaðið 19-02-1949  Auglýsing í blaði á gamlársdag 1949


Kjölur að skipinu var lagður 6 des 1946 Og smíðinni  lokið 1949 En það var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn. fyrir Eimskipafélag Íslands Skipið mældist: 2918.0 ts  2700.0 dwt. Loa: 94.60 m brd: 14.10,m. Aðalvél B&W 3700 hö/2721 kw Ganghraði 14.0 sml.Eimskipafélagið selur skipið Carlos A.Go Thong & Co á Philipseyjum 1969 og fær það nafnið DON SULPICIO  og  1976 DON CARLOS GOTHONG  sömu eigendur. Skipinu hvolfdi í höfnina í  Cebu 12.10.1978

Hér á útleið frá Vestmannaeyjum


                                                                                                                                                             © Tryggvi Sig

Fyrsti skipstjóri skipsins var Jón Eiríksson


 Jón Eiríksson (1893-1982)
Með Jón Bjarnason sem yfirvélstjóra


Skipstjóri á Dettifossi var sem sagt Jón Eiríksson,Fyrsti stýrimaður Jón Sigurðsson, fyrsti vélstjóri Jón Bjarnason og loftskeytamaður JónMatthíasson. Nafnið Jón hefur því ósjaldan verið nefnt þar um borð!  


Skipið fyrir utan Svíþjóð


                                                                                  © söhistoriska museum se


                                                                                  © söhistoriska museum se
Á siglingu


                                                                                                                                  © Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Hér í Kotka með rússabíla á tvö lúgunni


                                                                                        © Gunnar S Steingrímsson
Hér í Cambridge í Maryland.


                                                                                        © Gunnar S Steingrímsson
Fastráðnir skipstjórar á skipinu eftir Jón Eiríksson voru
Stefán Dagfinnsson
Stefán Dagfinsson(1895-1959)
Eyjólfur Þorvaldsson
Eyjólfur Þorvaldsson(1901-1988)
Skemmtileg saga
Gunnar S Steingrímsson  yfirhafnarvörður á Sauðárkrók sendi mér þessar skemmtilegu myndir hér að neðan á sínum tíma Og ef ég er ekki að bulla þess meir held ég að strákurinn þarna lengst til h í neðri röð sé annar af skipstjórum þess skips sem ber Dettifoss nafnið í dag






Svo kom að þessu og í öðru blaði þetta
Lokað fyrir álit

31.12.2017 17:52

Gleðilegt nýtt ár

Lokað fyrir álit

31.12.2017 09:04

Goðafoss III

Það er mikið hægt að skrifa um þetta skip.Það sem var fyrsta mótorskipið sem Eimskipafélag Íslands eignaðist fékk nafnið Goðafoss þegar það var sjósett 2 nób 1947 Ég gæti trúað að ungir farmenn nútímans geri sér ekki grein fyrir hve mikil skip svokallaðir "´þrílembingar" voru í raun og veru. Ef ég er ekki að bulla þess meira voru þau að megninu til teiknuð fyrir stríð .Allavega var 1936 teiknað í Kaupmannahöfn farþegaskip sem gekk undir nafninu "Fantasífoss" meðal "gárungana" hér á landi.

Kjölurinn á Goðafossil lagður hjá B&W skipasmíðastöðinni í ágúst 1946


                                                                                                                                               Úr safni Eí @ókunnur

Strax þarna 1936 og 38 voru samþykktar smíðar nýrra skipa. Sem svo ekkert varð af vegna stríðsins. 1945 var svo samið um smíði á 1sta skipinu. Sem fékk 2 nafn útgerðarinnar Goðafoss.Menn hafa sagt mér eftir skipstjórum fg skipa að þau hafi verið afburðadugleg

Svona sagði Morgunblaðið frá komu skipsins 24 mars 1948



 Svona segir Ægir frá smíði Goðafosss 01-03-1948,svona Tíminn frá smíðinni 10-03-1948,svona  Fálkinn frá komu þess 02-04-1948 Svona Sjómannablaðið 06-01948  Ræða Guðmundar Vilhjálmssonar forstjóra Eimskipafélags Íslands við komu Goðafoss III  Skipið var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1948 fyrir Eimskipafélag Íslands Skipið mældist 2905.0 ts 2675 dwt.Loa: 94.70.m brd: 14.10.m Aðalvél B&W 3700 Hö/ 2721 KW Ganhraði 14.5 sml.Skipið var selt grískum aðilum 1968 og skírt ARIMATHIAN og 1970 fær það nafnið KRIOS. Það sekkur 24-01-1971 á 02°17´N og 029°55´W. Skipið var þá á leið frá Montevideo til Pireus með bæði frosið kjöt og lifandi sauðfé
Pétur Björnsson stýrði skipinu í fyrstu

Pétur Björnsson (1887-1978)
Með Hallgrím Jónsson sem yfirvélstjóra
Hallgrímur Jónsson(1890-1975)

Þessa mynd og þær hérna fyrir neðan sendi Bjarni Halldórs skipstjóri mér á sínum tíma en þær eru fengnar úr gömlu BP blaði Gæðum á myndunum áfátt en geta komið að gagni














Skipið á siglingu

                                                                                            Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Og það blés ekki byrlega fyrir þessu nýja skipi þ 26 mars 1950 lendir það í árekstri á Elbunni Þá á leið frá Hamborg til Gdynia Þoku var um kennt Svona segir Alþýðublaðið frá atburðinum þ 29 mars 1950



Og svona leit stefnið á skipinu út eftir áreksturinn



                                                        Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Systurskip ALGOMQUIN VITORY skipsins sem GOÐAFOSS rakst á


                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktu

Svo leið rúmt ár þá lendir skipið aftur í árekstri á Elbunni nú við dýpkunnar skipið,LADENSAND. Skeði það rétt undan Glückstadt.Slapp GOÐAFOSS lítið skemmdur frá þessu en LADENSAND mun hafa skemmst mikið GOÐAFOSS var á leið frá Hamborg til Antverpen Ástæða þessa áreksturs mun hafa verið að sjálfstýringunni mun hafa verið"kúplað" inn án þess að rétt stefna hafði verið stillt inn

GOÐAFOSS

                                                                             Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Þ 15 febr 1957 er skipið statt á Húsavík þegar skellur á óveður Það slitnar frá bryggju og á leiðinni út úr höfninni tekur það niðri og stórskemmir botnin. Gert var við skipið til bráðabirða á Akureyri en til fullnustu í Kaupmannahöfn

Við lestun á frosnum fiski í Eyjum.



                                                                                                                     © tryggvi Sig
Hér í New York


                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér fastur í ís í Finnska Flóanum


                                                                                          Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Svo skeðurþetta Morgunblaðið 25 apríl 1948 Allt fór þetta vel

Goðafoss III á strandstað
                                                                                                   © Sigurgeir B Halldórsso
Svo gekk það áfallalaust þar til 24 febrúar 1961 en þá hlekkist skipinu á við Ólafsfjörð  Svona segir Tíminn frá því þ 25-02-1961 Og hér  má lesa um það í Alþýðublaðinu þ 01-03-1961 Og í Mogganum sama dag Og ef við lítum í Moggan þ 29-03-1968 sjáum við þetta Svo er það Alþýðublaðið þ 25-04-1968 með þetta

Fastráðnir skipstjórar á skipinu eftir Pétur Björnsson voru þessir menn:

Jónas Böðvarsson 1950-58
Jónas Böðvarsson (1900-1988)
Sigurður Jóhannsson 1959-1964
Sigurður Jóhannson (1914-1972)
Stefán Guðmundsson 1964-68
Stefán Guðmundson (1918-2007)

Það vildi svo til að ég,sem þá var stm á b/v Karlsefni hitti 2 kunninga mína úr áhöfn Goðafoss í Grimsby er þeir voru það að losa í sinni síðustu ferð Síða átti leið skipsins til Hamborgar þar sem það var afhent nýjum eigendum Út af þessum hitting okkar félagana spratt góð saga sem ekki er pláss fyrir hér

Lokað fyrir álit

30.12.2017 13:29

Emil Nielsen forstjóri E.Í

Þar sem Emil Nielsen hefur verið töluvert til umfjöllinar á síðunni er kannske ekki úr vegi að gera frekari grein fyrir þessum merka "fóstursyni"Íslands Og fyrsta forstjóra Eimskipafélags Íslands Emil var alls ekki óumdeildur maður.Eins og margir dugmiklir menn Og vitanlega var hann mannlegur og ýmsar gerðir hans orkuðu kannske tvímælis,þegar sagan er endurskoðuð En mín persónulega skoðun er eins og komið hefur fram er að það var happ hins nýstofnaða Eimskipafélag Íslands að fá þennan dugmikla og þaulreynda skipstjórnar mann í forstjórastólinn sem þá kallaðist útgerðarstjórastóll 1914.Svo dæma menn bara fyrir sig Emil Nielsen er fæddur í Rudköbing 26. jan. 1871. ólst hann þar upp, og tók þar burtfararprót úr gagnfræðaskóla 1886.En það ár hóf hann farmannslif sitt,15 ára gamall. Fór hann fyrst til Hamborgarog réðst þar á þýzkt skip, og var fyrst þrjú ár í siglingum um ýms höf á þýzkum og dönskum skipum. Síðan tók hann stýrimannspróf 18 ára gamall. Að því loknu og þegar hann hafði innt af hendi landvarnarskyldu sína, fór hann árið 1890 aftur í langferðasiglingar og var í förum sem háseti og stýrimaður þangað til haustið 1894. Þá kom það fyrir, að skip það sem hann var á, fórst við Suður-Ameríku. Hvarf hann þá heim til Danmerkur. Þetta varð til þess að hann var skipstjóri á seglskipinu »Mercur«, sem átti að flytja vörur til Islands, og kom hann fyrst hingað til lands sem skipstjóri á því skipi. Var það á sumardaginn fyrsta árið 1895, að hann kom á skipi þessu til Djúpavogs. Var hann síðan í siglingum hingað á »Mercur« árin 1896 og 1897. Réðst hann þá i þjónustu gufuskipafélagsins Úrania. Varð hann skipstjóri á gufuskipinu »Venus« árið 1898 og var í siglingum það ár til Suður- og NorðurAmeriku. 

Nilsen ungur skipstjórnarmaðu
r

                                                                                    Mynd úr safni E.í © óþekktur

Því næst var hann skipstjóri á gufuskipunum »Rusland« og »Kronprins Frederik«, í siglingum um Norðursjó og Eystrasalt. En stjórn téðs félags fékk honum síðar það trúnaðarstarf,að hafa umsjón með smíði á skipinu »Marz«, sem félagið lét smíða í Skotlandi. Skip þetta var smíðað sérslaklega til Íslandsferða, og var Emil Nielsen skipstjóri á því skipi í förum hér við land þangað til 1901. Þá gerðist hann einn af stofnendum Thorefélagsins. Var hann skipstjóri á skipum þess félags i siglingum hingað, en jafnframt ráðunautur félagsins bæði um kaup og smíði á skipum og ýmsum öðrum greinum,þangað til hann gekk í þjónustu Eimskipafélags Íslands 1. apríl 1914. Þegar farið var að hreyfa stofnun Eimskipafélags Íslands, hafði Emil Nielsen því, eins og sézt af framanrituðu, siglt hingað til lands í mörg ár, og kynnst mörgum málsmetandi mönnum bér á landi.Hafði sú viðkynning verið á þáleið, að hann hafði áunnið sér traust og virðing allra, fyrir óvenjulegan dugnað i starfi sínu og fyrir hyggindi og ráðdeild í öllu, sem hann hafði með höndum. Var aðstaða hans þannig, að hann hafði haft sérstaklega gott tækifæri til þess að kynna sér rekstur siglinga milli Íslands og útlanda og með ströndum landsins, og mjög góðum hæfileikum búinn til þess að nytfæra sér þá þekkingu. Það var því engin tilviljun, að þeir menn, sem voru frumkvöðlar að stofnun Eimskipafélagsins, höfðu þegar i upphafi augastað á Emil Nielsen, til þess að fá honum í hendur útgerðarstjórn hins fyrirhugaða félags. Hinn fyrsti undirbúningsfundur til stofnunar félagsins var haldinn 22. desember 1912, og annar fundurinn var haldinn 26. s. m. Sama dag hafði Emil Nielsen, þá skipstjóri á »Sterling«, komið hingað til Reykjavíkur, og var þegar á þessum öðrum undirbúningsfundisamþykkt að snúa sér til Nielsen um ýmsar upplýsingar viðvíkjandi íélagsstofnuninni. Þriðji undirbúningsfundurinn var haldinn 29. s. m. Á þann fund kom Emil Nielsensamkvæmt beiðni forgöngumanna, og var hann þá þegar spurður að þvi, hvort hann mundi vilja taka að sér útgerðarsfjórn félagsins ef úr stofnun yrði, og tók hann þvi líklega.
Nilsen við stjórnvölinn á Gullfossi I í reynsluferðinni
                                                                                                                                                          Mynd úr safni E.í © óþekktur
Upp frá þessu hafði Emil Nielsen stöðugt starfað fyrir Eimskipafélagið.Hann vann mjög þýðingarmikið starf fyrir félagið, meðan verið var að undirbúa stofnun þess, og leggja grundvöll að starfsemi þess. Reyndust öll ráð hans þar hin hollustu, ekki síst að því er snerti stærð og fyrirkomulag skipa þeirra,er félagið lét smiða í upphafi.Hafði hann þar glöggt auga fyrir því, hvernig skipin þyrftu að vera, bæði til þess að fullnægja flutninga- og samgönguþörfum, eins og aðstaðan var þá, og tíl þess að rekstur skipanna gæti borið sig sem best.Var mjög farið að ráðum hans i öllum aðalatriðum í þessu efni. Á fundi félagsstjórnarinnar,6.febrúar 1914, var Emil Nielsen síðan ráðinn útgerðarstjóri Eimskipafélags íslands, og tók hann við því starfi 1. apríl 1914.Starf sitt rækti hann með slíkri atorku og samvizkusemi, að sliks munu fá dæmi.Hann helgað starfi sinu alla krafta sína og leitt hjá sér aukastörf,félaginu óviðkomandi. Útgerðarstjórn Eimskipafélagsins var afarerfið. Ekki síst var starfið erfitt fyrstu starfsár félagsins. Þegar félagið var nýbyrjað að láta byggja fyrstu skip sín, skall stríðið á með öllum þeim erfiðleikum, sem af þvi leiddu. Og félagið byrjaði starfsemi sína á stríðstímum. Öll venjuleg aðstaða um siglingar var gjörbreytt, og slíkir erfiðleikar í skipaútgerð, að þeim verður tæpast lýst fyrir þeim, sem ekki til þekktu, en enn var i fersku minni hinna, sem þá börðust fyrir lífi fyrirtækja sinna. Í allri þessari baráttu sýndi Emil Nielsen það best, hvílíkur maður hann var. Lyndisfesta hans, samfara lægni í viðskiftum við aðra menn, og óbilandi starfsvilji og starfsþrek, bjargaði Eimskipafélaginn yfir erfiðleika stríðsáranna. Þessir sömu eiginleikar hafa komið að haldi í útgerðarstjórn hans siðan, og þeir hafa frá upphafi verið félaginu ómetanlegir,einnig að því,er snertir aðstöðu félagsins innanlands. Félagið var félag,sem landsmönnum öllum var sérstaklega hjartfólgið. En jafnframt hafa menn auðvitað gert meiri og aðrar kröfur til félagsins en venjulega eru gerðar til einkafyrirtækis.
 
Málverk Gunnlaugs Blöndals af Emil Nielssyni
                                                                                                                                                   Mynd úr safni E.í © óþekktur

Á þessu sviði hafði Emil Nielsen lag á því að fullnægja, eftir því sem frekast varð til ætlast, þeim kröfum, sem gerðar hafa verið til félagsins,án þess þó að ofbjóða getu þess.Og sérstaklega lánaðist honum að stjórna félaginu svo,að hann var aldrei sakaður um, að flokksfylgi í stjórnmálum hafi nokkru sinni ráðið neinu í útgerðarstjórn hans, sem er lífsskilyrði fyrir slíkt þjóðarfyrirtæki sem Eimskipafélag Íslands var. Á aðalfundi félagsins 23. júní 1927 skýrði Emil Nielsen útgerðarstjóri frá þvi, að gefnu tilefni, að hann vegna heilsubrests og af öðrum ástæðum hefði óskað að láta af störfum sínum, en það hefði orðið að samkomulagi, að hann gengdi útgerðarstjórastoðunni til 1. janúar 1930,og í skýrslu félagsstjórnarinnar til aðalfundar 1929, var skýrt frá því, að félagsstjórnin hefði boðið Jóni Guðbrandssyni,fulltrúa á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn, útgerðarstjórastöðuna, en hann hefði af sérstökum ástæðum ekki talið síg geta tekið við stöðunni, og hefði félagsstjórnin siðan ráðið Ólaf Benjamínsson kaupmann í Reykjavik forstjóra félagsins frá byrjun 1930 Var svo um talað, að Ólafur Benjamínsson skyldi byrja að starfa hjá félaginu 1. október 1929. til þess að kynnast sem best starfinu,áður en Emil Nielsen færi, og gæti um tima notið þekkingar hans og reynslu til undirbúnings því að taka við forstjórastarfinui.En skömmu áður varð Ólafur Benjamínsson alvarlega veikur. Var það þó ekki fyr en í nóvember 1929 að læknar töldu veikindi hans þess eðlis, að eigi væri rétt hvorki hans né félagsins vegna,að hann tæki við útgerðarstjórn félagsins. Skrifaði Ólafur Benjamínsson síðan félagsstjórninni 13. nóv. þ á. og skýrði frá því, að allar líkur væru til þess, að hann yrði ekki fær um að taka að sér forstjórastöðuna sökum áfalls þess, er heilsa hans hefði orðið fyrir, og óskaði því,að felldur yrði úr gildi samningur hans við félagið.Samþykkti félagsstjórnin það að sjálfsögðu og lét um leið í ljós við Ólaf Benjamínsson,að hún harmaði það mjög, að félagið gæti ekki notið starfskrafta hans eins og til var stofnað. Lá nú enn fyrir að leitast fyrir um nýjan útgerðarstjóra fyrir félagið. Var tíminn svo naumur, að málinu var ekki lokið fyrir áramótin, og tók Emil Nielsen þvi að sér, eftir ósk félagsstjórnarinnar, að starfa áfram fyrst um sinn sem forstjóri.

Hér er Nielsen fyrir miðri mynd ásamt Einari Stefánssyni skipstj.og fl um borð í Goðafossi II íKaupmannahöfn í mars 1921

¨                                                                                                                                      Mynd úr safni E.í © óþekktur

Á fundi félagsstjórnarinnar 30. des. 1929.var siðan samþykkt að snúa sér til Guðmundar Vilhjálmssonar framkvæmdarstjóra í Leith með tilmælum um, að hann tæki að sér að verða forstjóri félagsins. Kom hann hingað til Reykjavíkur um miðjan janúar, og varð það að samkomulagi, að hann yrði forstjóri félagsins frá 1. júní að telja.Emil Nielsen lét því af starfi sínu sem forstjóri, er hann hefur haft á hendi síðan félagið var stofnað. En eins og skýrt var frá i skýrslu félagsstjórnarinnar til siðasta aðalfundar, þá verður hann samt sem áður í þjónustu félagsins.Hefur félagsstjórnin gert samning við hann um það, að hann verði umsjónarmaður félagsins undir stjórn útgerðarstjóra. Skuli hann sérstaklega hafa eftirlit með skipum félagsins, viðhaldi þeirra og aðgerðum á þeim,gæta hagsmuna félagsins gagnvart vátryggingarfélögum og öðrum ef skipin verða fyrir sjóskaða, hafa eftirlit með innkaupum á nauðsynjum til skipanna,láta í té aðstoð við samninga um ný skip og hafa eftirlit með smíði þeirra, hafa yfir umsjón með afgreiðslum félagsins erlendis,veita aðstoð um leigu á skipum og starfa einnig að öðru leyti sem trúnaðarmaður félagsíns, allt eftir nánara fyrirlagi forstjóra félagsins á þeim sviðum, sem hann óskar eftir Emil flutti svo alfarinn til Danmerkur hinn 1. nóvember 1929. eftir nálega18. ára starf.Emil lést 18 maí 1947, 76 ára

Emil Nielsen lengst t.h þegar E.s Dettifoss var gefið nafn 24 júlí 1930

                                                                                                                                      Mynd úr safni E.í © óþekktur

Morgunblaðið 11-03-1914:Vér gátum um það í blaði voru fyrir nokkru, að hr. Emil Nielsen, skipstjóri á Sterling, hafi verið færður að gjöf silfurbikar undurfagur, er hann siðast kom til Stykkishólms.Á bikar þennan, sem smiðaður hefir verið af mikilli list af Magnúsi gullsmið,Erlendssyni, er letrað: «Til skipstjóra Emii Nielsen, með þökkum fyrir árin 1903-1914, Stykkishólmsbúum«.Þegar Sterling kom til Stykkishólms, komu þeir sýslumaður Páll Bjarnason og kaupmennirnir Sæm. Halldórsson og Hjálmar Sigurðsson um borð, og afhentu skipstjóranum bikarinn ásamt skrautrituðu ávarpi á dönsku. Páll sýslumaður mælti nokkur orð og þakkaði Nielsen fyrir góða viðkynningu og afhenti bonum síðan bikarinn. Ávarpið hljóðar á islensku svo:"Hr. skipstjóri Emil Nielsen! Þar eð vér höfum sannfrétt að þetta muni vera hin 'siðasta ferð yðar hingað sem skipstjóri á Es Sterling, finnum vér ástæðu til þess við þetta tækifæri, að flytja yðúr vorar innilegustu þakkir fyrir góða viðkynningu við Stykkishólmsbúa í þau ár öll (1903 -1914), sem þér hafið komið hingað. Um leið biðjum vér yður að þiggja silfurbikar þennan til minningar um ferðir yðar hingað og veru yðar hér á meðal vor.Vér bætum hér við vorum bestu óskum um að yður megi auðnast að stýra þeim vandarnálum rétt í höfn, sem á yður hvíla sem útgerðarstjóra Eimskipafélags Íslands.

Stykkishólmi 5. Mars 1914

[25 nöfn].

Vér áttum í gær viðtal við hinn tilvonandi útgerðarstjóra Eimskipafélagsíns,og tjáði hann oss gleði sína yfir þessu vináttumerki Stykkishólmsbúa. Hann bað oss að lokum að birtá eftirfafandi þakklæti sitt til Stykkishólmsbúa, og er oss það sönn ánægja."Hr. ritstjóri! Viljið þér svo vel gera að flytja í hinu útbreidda blaði yðar mitt innilegasta þakklæti til vina minna i Stykkishólmi, fyrir hínn fagra minjagrip,vegna þess að Sterling komst eigi inn á Stykkishólm i þessari för sökum ishindrana."

Emil Nielsen

Sterling fór héðan í gærkvöld kl. 0800; er það síðasta ferð Nielsens á þvi skipi. Hætt er við, að mörgum þyki hér skarð fyrir skildi að missa hann af Sterling. En því láni eigum vér að fagna, innan skamms að fá Nielsen alfluttan hingað sem forstjóra hins stærsta innlenda fyrirtækis,er stofnað hefir verið.

Sterling síðasta skipið sem Emil Nielsen stjórnaði Statt í Stykkishólmi

                                                                                                                            Mynd úr safni E.í © óþekktur

Hér á eftir er vitnað í ýmislegt um að mínu áliti þennan merka mann Í Morgunblaðinu þ 20 apríl 1915 er viðtal við Emil Nielsen Þ 8 jan 1916 skrifar Sigurður Pétursson skipstjóri á Gullfossi þetta m.a í Morgunblaðið1 Maí 1923 ritar Emil Nielsen þessa grein í Morgunblaðið Í Fálkanum 18-10-1930 segir m.a Í Lesbók morgunblaðsins þ16 nóv 1930 segir m.a

Lokað fyrir álit

25.12.2017 16:57

Eitt happaskipið til Lagarfoss I

Fyrir rúmum 113 árum eða í júní 1904 hljóp nýtt skip af stokkunum  hjá Nylands Værft í Kristjaníu (Osló) í Noregi fyrir þarlenda aðila, H.Klær & co,Skipið var gefið nafnið PROFIT.Þetta skip átti eftir að skrá nafn sitt feitu letri í sögu siglinga íslenskra kaupskipa í WW1 og WW2 Það var eimskipið LAGARFOSS I sem Eimskipafélag Íslands keypti 1917.LAGARFOSS var aðeins meira skip en SELFOSS,þó með mikilli virðingu fyrir því skipi.Bæði var"Laggi" lengri og breiðari og minnstakosti 500 ts í dwt stærri.Á aðalfundi Eimskipafélags Íslands 1916 var ákveðið að auka hlutaféð upp í 2 miljónir með það fyrir augum að auka skipaflotan. En það hafði strax komið í ljós að skipin tvö sem félagið átti önnuðu ekki skipaþörfinni En þá kom reiðarslagið Goðafoss strandar.Tjón félagsins varð mikið þó vátryggingin sem það fékk borgaða hafi verið 900000 kr eða 400000 kr ( GULLFOSS kostaði 580000 Goðafoss 500000) meira en skipið hafði kostað þá var tjón félagsins tilfinnanlegt.

Ég tel það gæfu Eimskipafélags Íslands að þessi danski fv skipstjóri Emil Nielsen stýrði félaginu í byrjun. Hann kom mikið við sögu við kaupin á LAGARFOSS I



Ekki nóg með að missa skipið úr rekstri heldur höfðu skip hækkað gífurlega í verði og voru íllfáanleg vegna WW1 (Að vísu hafði félagið keypt flakið af Tryggingarfélaginu og haft hagnað af því sem hægt hafði verið að bjarga úr því.Það hafði tekist 1917 Það má t.d til fróðleiks skýra frá að stálrúmin úr GOÐAFOSSI voru notuð fyrir sjúkrarúm þegar Barnaskólinn í Reykjavík var virkjaður sem sjúkrahús í Spönsku veikinni 1918). Forstjóri Eimskipafélags Íslands Emil Nielsen fór þá utan að leita hófana um kaup á skipi. Bar sú för þann árangur að þ 12 jan 1917 keypti félagið norskt skip sem PROFIT hét.(skyldi nafnið hafa haft nokkuð með kaupin haft að gera !!!!) Skipið fékk svo nafnið LAGARFOSS Það kostaði 1.277.500 kr og eftir breytingar á því sem félagið taldi nauðsynlegar 1.360.00 kr Svona segir Mogginn frá kaupunum á skipinu Og h
ér er sagt frá komu skipsins Ísafold fagnaði líka komu skipsins ein og sjá má hér Ekki hef ég heyrt eða lesið um nein vandræði hvað varðar skipið í siglingum á stríðsárunum. Nema kannske sprengingin í Halifax Í endurminningum Andrésar Péturssonar Matthíassonar "Hin hvítu segl" skrifuðum af Jóhannesi Helga  Segir Andrés sem var háseti á Lagarfoss I frá á bls 85- 87 að skipið hafi komið til Halifax þennan morgun sem hann lýsir sem "voðalegasta"allra morgna sem hann hafði lifað Síðan heldur hann áfram:"Sörensen örvar kyndarana með víni svo við getum orðið fyrsta skip inn á höfnina á flóðinu. Það tekst ekki og þar skilur á milli feigðar og fjörs. Það eru skip á undan okkur og enn fleiri á innleið. Við bíðum meðan lóðsinn siglir fyrsta skipinu inn á höfnina og í dauðan " Og síðar Ég horfi inn í hvítglóandi helvíti; því er líkast sen eldholi á risastórum bræðsluopni sé sleginn opið með ærandi gný og himininn formyrkvast í kolsvörtum æðandi mekki sem hylur höfnina sjónum annar glampi  og sá þriðji bjartir einsog sól mitt í mekkinum sem bógnar og hverfist með ofsahraða yfir borginni" Og enn seinna "Heill borgarhluti er þurkaður út þegar síðasta eldtungan er kæfð. Sjö skipum hefur sprengingin kastað á land ; baujur liggja á götum í miðri borg." Hér lýkur innslaginu úr bókinni "Hin hvítu segl"Sem lesa má um hér og meira hér

Eftir sprenginguna miklu í Halifax 1917



Það mætti kannske segja  léleg kol hafi öfugt við SELFOSS bjargað LAGARFOSSI frá stórum skakkaföllum þarna 1917.Þau komu í veg fyrir að skipið hefði unnið kappsiglingu við annað skip á leiðinni frá New York. Þannig að það skip komst miklu lengra inn í höfnina í Halifax.En LAGARFOSS kom að hafnsöguskipinu 1/2 klst seinna En á dekki LAGARFOSS var farmur af bensíni og sprengiefni á milliþilfari Og svo var loftþrýstingurinn mikill þar sem hann var staddur, eða um 7 sml frá aðalsprengingunni að rúður brotnuðu í yfirbyggingu og menn á dekki féllu um koll. Hefði sennilega ekki þurft að spyrja að leikslokum hefði skipið komist á undan í hafnsögumanninn 

LAGARFOSS I við komuna til Reykjavíkur í fyrsta sinn 17 maí 1917



                                                                                                           Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Skipið var sem fyrr sagði smíðað hjá Nylands Værft í Kristjaníu (Osló) í Noregi 1904 fyrir þarlenda aðila, H.Klær & co, Skipið var gefið nafnið PROFIT  Það mældist 1126 ts loa:68,6 m brd 10.3.m.Aðalvélin var gufuvél 700 Hö Ganghraði9.0 sml.Eimskip kaupa skipið 1917 og fær það nafnið LAGARFOSS.1920 var skipið eiginlega endurbyggt og mældist þá 1211 ts 1600 ts dwt,Það var rifið í Kaupmannahöfn 1949

LAGARFOSS I


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Lagarfoss I sigldi sem fyrr sagði farsællega í báðum WW.  Í ferðum milli Íslands og USA 1917-1920 Og skipið var statt í Halifax í hinni miklu sprengingu sem þar varð 1917 án þess þó að skemmast 1920 var skipið eiginlega endurbyggt í Kaupmannahöfn Eftir það var skipið bæði í ferðum til Vesturheims og Evrópu Eftir 1922 var það eingöngu í Evrópusiglingum 1927 byrjaði skipið að sigla áætlunarferðir þar sem siglt var frá Kaupmannahöfn um Leith til Djúpavogs og síðan um Austfirði,Norðurland til Norðurfjarðar á Ströndum Þar snúið við og sigld sama leið til baka. 


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur



                                                                                                                        Úr safni Tryggva Sig © óþekktur

Í þessum ferðum var skipið svo til 1940 að Norðurlönd lokuðust vegna stríðsins. Þá hóf skipið aftur Vesturheimsferðir og sinnti þeim til 1945 að stríðinu lauk Eftir það sigldi það aftur til Norðurlanda og Evrópu Þar til yfir lauk En 13 mars 1949 þegar skipið var statt í brælu undan Danmerkurströndum brotnaði öxull aðalvélarinnar. SELOSS I dró þá skipið inn til Frederikshavn. Ekki þótti borga sig að gera við vélina og var skipið selt til niðurrifs Það kom svo til Kaupmannahafnar í togi 13 apríl 1949 og var rifinn þar. Hafði þá þjónað Eimskipafélagi Íslands í 32 ár

LAGARFOSS I


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur
LAGARFOSS I


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur

LAGARFOSS í Reykjavíkurhöfn eftir stríð


                                                                                                             © Tóti í Berjanesi
LAGARFOSS I


                                                                                                             © Tóti í Berjanesi 
Fyrsti skipstjóri hérlendis var Ingvar Þorsteinsson Frá 1917-1921

 
Ingvar þorsteinsson (1875-1949)

Með  Gunnar W Sörensen sem yfirvélstjóra

Gunnar W Sørensen (1885-1958)


Svo tók Júlíus Júliníusson við frá 1921-1926
Júlíus Júniusson (1877-1973)


Pétur Björnsson var með skipið 1926-1930

 Pétur Björnsson (1887-1978)


Jón Eiríksson  stjórnaði skipinu frá 1930-1941
 Jón Eiríksson (1893-1982)

Sigurður Gíslason  (1890-1978) stjórnaði skipinu 1941-1942

 Sigurður Gíslason  (1890-1978)

Bjarni Jónsson stjórnaði skipinu 1942-1948 


 Bjarni Jónsson (1889-1974)

Bertel Andrésson 1948-49
Bertil Anrésson (1890-1987)
Þetta voru mannirnir sem stjórnuðu skipinu svo farsællega í gegn um styrjaldirnar tvær og eftir hana. Vitaskuld með sínum dugmiklu áhöfnum af íslensku sjómönnum. Mér finnst það satt að segja skylda að á næstu Sjómannadögum verði þeirra sjómanna sem lögðu líf sitt og limi til að afla þessari þjóð nauðsynja í WW2 sérstaklega minnst á viðeigandi og virðulegan hátt Og þar á ég við bæði farmenn og fiskimenn Fiskimennirnir öfluðu galdeyrisins sem svo notaður var til að kaupa nauðsynjavörur sem farmennirnir fluttu svo heim

Lokað fyrir álit

24.12.2017 06:14

Happaskipið mikla Brúarfoss I

Mig langar að biðja menn að athuga að eftirfarandi eru mínar prívat hugrenningar og eða skoðanir Sem allsekki þurfa að vera réttar,En að mínu mati er Brúarfoss I eitt af farsælustu skipum í íslenskri Siglingasögu Eftir að Goðafoss I kom hafði E.Í 3 skip í förum Brátt kom í ljós að skipakosturinn var enn orðin of lítill En fjárhagurinn leifði skipakaup ekki alveg strax Félagið hafði með milligöngu forstjórans fengið 250.000 gyllina lán  hjá Nederlandsce Sceeps Hypoteekbank í Rotterdam með 1 veðrétti í GOÐAFOSSI II  og 2 veðrétti í GULLFOSSI og LAGARFOSSI til að greiða upp í kaupverð Goðafoss II.En úr þessum rættist von bráðar og á virkilegan hagkvæman hátt fyrir félagið En þar sem einn aðalútflutningur á þessum tíma var dilkakjöt vantaði illilega skip með frystiútbúnað.Og samþykktu því stjórnvöld ( þ.e.a.s Fjárveitinganefnd þingsins ) að koma til móts við E.Í  um byggingu slíks skips

Hér er Grethe Nielsen (dóttir Emils Nielsen) að gefa Brúarfossi nafn 1 des 1926


                                                                                             Mynd skönnuð úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
Og eftir að loforð um lán höfðu fengist var undirritaður samningur milli E.Í og Københavns Flydedok og Skibsværft í Kaupmannahöfn þ 7 maí 1926.um byggingu á frystiskipi  Það kostaði fullgert 1,396000.kr Ríkissjóður greiddi 350000 en E.Í 1.046000. Svo varð það þ 1 des 1926 að skipiðinu var hleypst af stokkunum og gefið nafnið BRÚARFOSS Og voru þá allir landsfjórðungarnir komnir með sinn "Foss"

BRÚARFOSS I

                                                                                          Mynd skönnuð úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur

Brúarfoss I var smíðaður hjá København Flydedok & Skibsværft í Kaupamannahöfn 1927.Fyrir Eimskipafélag Íslands.1927. Það mældist 1577.0 ts  1540,0 dwt. Loa:  84.70 m brd: 11.10.m Aðalvél:B&W 1000.Hö Ganghraði 12 sml Skipið sem var fjórða nýsmíði Eimskipafélags Íslands var fyrsta "kæliskipið" sem var byggt fyrir Íslendinga. Og það er skemmtilegt að lesa frá komu skipsins Þar sem segir m.a: "Skip mitt er komið að landi" þannig hugsar margur bóndinn nú þegar Brúarfoss fyrsta kæliskipið í íslenska flotanum er komið. Til að flytja landbúnaðar vörur okkar kældar og frystar til útlanda" Þannig að það var bændastéttin sem fagnaði komu skipsins mest. Eimskipafélagið seldi skipið 1957 til Freezer Sg Line (skráð í Líberíu) og fékk það nafnið Freezer Queen 1960 er skipið selt J.A. Naveira (líka Líberíuskráning) og það skírt Reina Del Frio. Það virðist hafa verið af skrá 1986


Fyrstu 13 árin stjórnaði Júlíus Júniusson skipstjóri skipinu

Júlíus Júniusson (1877-1973)

Með Gunnar W Sørensen sem yfirvélstjóra

Gunnar W Sørensen (1885-1958)




                                                                                                                                         © photoship

Júlíus Júniusson var töluvert umdeildur skipstjóri Í endurminningum eins yfirmanna hjá E.Í er hann sagður "danskari en sjálfur danskurinn" í sumum siðum En mun hafa verið mikill sæmdar maðu Ekki vil ég blanda mér í þá umræðu Þvi að þeir menn sem ég þekkti og sem þekktu hann (t.d Bogi Einarsson skipstjóri) sögðu hann mikinn sómamann. Og vil benda á þessi skrif nú á þessum vettfangi og degi rúma ekki þau skoðanaskifti


Hér er að lokum árituð mynd sem Emil Nielsen hefur sent Júlíusi



Og Júlíus umvafinn blómum á áttræðisafmælinu


Undir stjórn Júlíusar (til 1940) og ( að öðrum seinni skipstjórum skipsins ólöstuðum,) Jóns Eiríkssonar (1940- 1948) reyndist BRÚARFOSS I eitt af almestu happaskipum E.Í  Er ég þá t.d að hugsa til WW2 Í stríðsbyrjun 1939 var strax farið að huga að afsegulmögnun skipa vegna tundurduflahættu Og fyrstu tvö íslensku skipin sem fengu þann útbúnað,voru flutningaskipin Brúarfoss og Hekla. Það má því segja, að engin skip hafi verið í meiri hættu við England en íslensku skipin, óafsegulmögnuð og vopnlaus með öllu 


                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktur  

Úr Alþýðublaðinu þ 08-09-1939: "Stjórn Eimskipafélags íslands hefir undanfarið svo að segja dag og nótt unnið að og undirbúið stríðssiglingar skipanna. Leitaði hún til enska Lloydvátryggingarfélagsins um að stríðstryggja skipin. Brúarfoss liggur í Kaupmannahöfn, eins og kunnugt er, albúinn til að sigla. Framkvæmdarstjóri Eimskipafélagsins sagði við Alþýðublaðið í morgun, að Brúarfoss myndi geta lagt af stað frá Kaupmannahöfn síðdegis á morgun, ef tilkynning kemur í dag síðdegis eða í fyrramálið iim að búið sé að ganga frá tryggingunum, en það tekur alltaf dálítinn tíma að ná í hina mörgu farþega, en þeir eru búnir að bíða eftir því, að skipið geti lagt af stað síðan á þriðjudag, en þann dag átti skipið að leggja af stað frá Kaupmannahöfn.

Úr einu dagblaðanna 25-09-1940

Þær flugufregnir hafa að undanförnu gengið um hæinn, að Brúarfoss hefði legið íhöfn einni erlendis. Hefðu þar hitt hann sprengjur og skipið skemmst mikið.Sem hetur fer eru sögusagnir þessar gripnar algerlega úr lausu lofti og enginn fótur fyrir þeim. Sagði skipverjinn aftur á móti, að í höfn þeirrí, er hann lá, hefði hús eitt sprungið í loft upp 80-100 metra þar frá, er hann lá. Hefði eldsprengjunum einnig rignt yfir höfnina og borgina. Sagði hann þetta vera þá ægilegustu ferð, er hann hefði farið með skipinu Og hér má sennilega lesa um þær  umtöluðu hremmingar

BRÚARFOSS I


                                                                                          © Coll. R.Cox Sea the ships

Áhöfnin á Brúarfossi undir stjórn Jóns Eiríkssonar auðnaðist tvívegis að bjarga mönnum af sökkvandi skipum í WW 2 Hér má lesa um þau atvik Brúarfoss var fyrsta skipið sem kom frá útlöndum eftir að WW2 skall á  Hann kom til Reykjavíkur þ 14 sept 1939 með fullfermi af vörum og um 100 farþega.Meðal farþega voru knattspyrnumenn sem höfðu farið til Þýskalands í keppnisferðalag Eins og fyrr sagði var skipið mikið happaskip Sigldi áfallalítið WW 2 Og áhöfn hans varð þeirri ánægju aðnjótandi að takast að bjarga yfir 70 manns af sökkvandi skipum

Falleg málverk af "Gamla BRÚSA" málað af Robert Panitzsch 1937


                                                                                             Úr safniFinn Bjørn Guttesen
Þegar stríðinu lýkur í Evrópu 8 mai 1945 eða rétt rúmum 30 árum eftir að fyrsta skip Eimskipafélags Íslands Gullfoss kemur í fyrstu höfn hérlendis hafði félagið frá stofnun þess látið smíða fyrir sig  5 skip Við fg tímamót 1945 hafði félagið misst 4 af þeim á frekar skelfilegan hátt. Brúarfoss sem var í þessum flokki koms heill og lítt skaddaður í gegn um sitt "lífsskeið"

Skipstjórar á Brúarfossi I Eftir Júlíus Júliníusson lét af skipstjórninni á honum

Sig Gíslason 1940
Sigurður Gíslason 1890-1978

Jón Eiríksson 1941-1948

Jón Eiríksson (1893-1982)


Jónas Böðvarsson 1948-49

Jónas Böðvarsson(1900-1988)                                                                                                                                  
Haraldur Ólafsson 1950-52
Haraldur Ólafsson(1895-1978)
                                                                                                                        
Bertel Andrésson 1952-53

Bertil Anrésson (1890-1987)

Stefán Dagfinnsson 1953-57

Stefán Dagfinsson(1895-1959)
Allir þessir menn áttu glæsi og farsælan feril í starfi síni hjá E.Í
Lokað fyrir álit

23.12.2017 08:10

Selfoss I

Þegar fólk kemst á efri ár að ég tala nú ekki um á eftirlauna aldurinn beinist hugurinn óhjákvæmilega að þremur tímabilum FORTÍÐ, NúTÍÐ og FRAMTÍÐ.Og oft er það þannig að það fyrstnefnda nær á manni oft góðum tökum Einhvernveginn muna margir mest hvað gerðist á því tímabili Þó ég sjálfur eigi aðeins stopular minningar frá þessu litla skipi SElfOSS I Annað en þegar það kom í Borgarnes flykktust margir þorpsbúar um borð til að hitta einn af "sonum" þorpsins Sigurð Backmann sem þar sigldi sem háseti.Eftir að hafa sjálfur komið þangað á kaupskipi er ég ekki viss um að ættrækni eða gamall vinskapur hafið rekið menn í þennan hitting(þótt Siggi hafi verið ættstór og vinamargur) fremur löngun í vissan vökva sem þá var bannaður allavega sterkari gerðir af honum.Er þegar maður hugsar til stríðsáranna og orustunnar á N-Atlantshafi getur maður ekki annað er hrifist af þeim mönnum sem sigldu þessu litla skipi þunnglestuðu í stórviðrum á fg svæði. og maður hreinlega undrast seigluna í þvi en það varð 42 ára gamallt 


WILLEMOES



                                                                                                                                                    Úr mínum fórum © ókunnur 

Skipið var smíðað í Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1914 sem Villemoes Fáninn var danskur; Skipið mældist: 627.0 ts 775.0 dwt. Loa:61.60 m brd:9.80 m.Aðalvél 550 hö gufuvél Ganghraði 9.9 sml Íslenska landstjórnin kaupir skipið 1917 En Eimskipafélag Íslands sá um útgerð skipsins 1928 kaupir félagið svo skipið og og gefur því nafnið Selfoss, Það var selt til niðurrifs og rifið í Ghent Belgíu 1956

WILLEMOES

                                                                                                                    ©Handels- og Søfartsmuseets dk

Árni Riis (1882-1960) Sigldi skipinu heim í byrjun


Júlíus Júníusson (1877-1973) var með skipið 1918-1921

Ingvar Þorsteinsson skipstjóri (1875-1949) Var með skipið 1921-1922

Pétur Björnsson (1887-1978) var með skipið 1922-1928


Það er svo 1928 að Eimskipafélag Íslands kaupir skipið og gefur því nafnið SELFOSS Ásgeir Jónasson (1884-1946) var fyrsti skipstjórinn á skipinu hjá Eimskipafélagi Íslands og var með það 1928-1941

WILLEMOSE

                                                                            Mynd skönnuð úr gamalli bók © ókunnur

Hann var eitur í beinum skipuleggenda skipalesta í WW 2. Oft var það svo að á kveldi dags hafði hann dregist það afturúr þeim að hann sást varla. Þegar svo birti var hann mættur fremstur í flokki, Lestirnar hægðu alltaf á sér um nætur en Selurinn var á sínu "Full spead ahead" allan sólarhringin

Þó hraðinn hafi ekki verið meir en 7-8 mílur hefur þessi staða verið oftast á "telegraffinu" Full spead ahead




Einnig kvartaði sjálfur Churchill yfir gangleysi skipsins,Það tefði skipalestirnar og ef því héldi áfram myndi styrjöldin dragast alltof mikið á langinn.Og gangleysi skipsins vakti líka grunsemdir hernámsyfirvalda hér um að skipstjórinn (Þá Egill Þorgilson) væri í sambandi við óvininn. Þetta gekk svo langt að til stóð að senda mann með skipinu til að njósna um hann. En sá sem valdist til starfsins neitaði og sagði að ekki kæmi til mála að njósna um sína landsmenn

SELFOSS


                                                                                         Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktu

Eins og fyrr sagði kenndi Churchill honum jafnvel um  hve orustan um Atlandshafið drægist mikið á langinn Hann er sennilega eina íslenska kaupskipið sem hefur raskað ró ráðamanna annara landa.Hann bar ýmis gælunöfn t.d. "Selló" "Selurinn " og jafnvel "blessaður svanurinn"Siglingar íslenskra sjómanna í seinni heimstyrjöldinni og sú fórnfýsi sem þeir sýndu mega ekki gleymast Og þar finnst mér eiginlega  fremstur meðal jafninga þetta litla skip Es Selfoss, Skipið sigldi báðar heimstyrjaldirnar án mikilla áfalla, "Selurinn" þótti nú engin gangstroka. Lullaði svona 7- 9  kannske 10 mílur í góðu rensli. Selfoss "skutlaðist"  tvær ferðir til USA og tvær til Canada 1941.Hann sullaðist þetta í rólegheitum, Sama hvort Churchill væri eitthvað að rifa sig

SELFOSS


                                                                                                                                        Mynd úr mínum fórum © Ókunnur 

Sigling SELFOSS í "skipalestinni" SC-122 í mars 1943 var lengi í minnum höfð Þátttaka hans í þessari lest átti sér  töluverðan aðdraganda Á þessum tímum þegar rými kaupskipa var dýrmætt var venja að hlaða skipin vel en eftirlit með hleðslumerkjum lítið sem ekkert. SELFOSS var hlaðinn timbri.Og var hátt staflað á dekkið. "Selurinn" var því mjög þungur á sér þegar hann lagði af stað frá Halifax heimleiðis í annari skipalest hálfum mánuði áður Ekki hafði lestin farið langt þegar brast á vitlaust veður.Og allt lagðist á eitt. Kolin sem skipið hafði fengið voru léleg og reyndust nú algert rusl sem illa logaði í

SELFOSS


                                                                                                       Mynd úr mínum fórum © Ókunnur 

Og ekki hraðaði það ferð skipsins Önnur skip týndust í burtu og var Selurinn orðinn einn. Ísing hafði hlaðist á dekklestina svo skipið lagðist á stb síðuna.Strax og veður fór að ganga niður fóru allir skipverjar út að berja ís af skipinu.Augljóst var að um áframhaldandi ferðalag var ekki um að ræða Svo skipinu var snúið við til Halifax. Næstu daga unnu skipverjar við að berja ís af skipinu.Timbrið á dekkinu hafði blotnað og þyngst það mikið að ekki var unnt að koma skipinu á réttan kjöl Helmingurinn af dekklestinni var því losaður Að því loknu var þungi farmsins sá sami og í upphafi.Þetta tafði SELFOSS um hálfan mánuð en nú var ekkert að vanbúnaði fyrir skipið að taka þátt í næstu lest sem var SC-122. Hann seig því af stað á ný með sinni þekktu varkárni.Á ýmsu gekk í siglingu þessarar lestar sem of langt er að rekja hér. SELFOSS hafði seiglast svona nokkurn veginn með skipalestinni til að byrja með.

Hérna sést sigling SC-122 og svo sólósigling SELFOSS til Íslands í mars 1943


                                                                                                                          Kortið er fengið úr bókinni "Í skotlínu" með leyfi
Oft var hrópað húrra fyrir skipinu á morgnana ,því á kvöldin var hann langsíðastur í lestinni.En þegar birti á morgnana var hann orðin alfremstur Hann sullaðist alltaf sínar 7-8 sjml en lestin hægðist á sér á nóttina. 17 mars var komið vitlaust veður aftur og fór dekklestin þá að aflagast aftur Þá var skipinu beitt "uppí" og andæfði það svo upp í veðrið. Þegar veðrinu slotaði var skipalestin horfin sjónum þeirra SELFOSS, manna.Tveim dögum seinna hittu þeir breska korvettu sem ráðlagði þeim þeim að hætta að leita að lestinni og sigla burt af þessu svæði. Og var nú stefnan tekin á Reykjanes einskipa. Sex dögum seinna komst svo skipið klakklaust til Reykjavík Eftir 1000 sml siglingu í gegn um eitt mesta kafbátasvæði á N-Atlantshafi í WW2

Þessi mynd er úr grein Gissurar


Hér má lesa um eina ferð skipsins í WW2 skrifuð af vel ritfærum manni.Gissuri ó Erlingsyni sem var loftskeytamaður þessa ferð Einnig gerir Jón Steingrímsson fv skipstj skipinu góð skil í bók sinni "Kolakláfar og Kafbátar" Við samningu á þessari færslu er stuðs við bók Huldu Sigurborgu Sigtryggsdóttir "Í skotlínu" (1992)  Bók sem allir íslenskir sjómenn ættu að ná sér í og lesa Og  einhvern tíma heyrði ég að Gullfoss hafi mætt "blessuðum svaninum" tvisvar á útleið Þ.e.a.s Gullfoss þá á leið til Kaupmannahöfn mætti honum í Skagerak. Sigldi hann svo uppi á heimleið og mætti honum aftur á N-Atlantshafinu.Eitt af síðustu frægðarverkum hans var svo þegar hann dró svo "bróðir"sinn Lagarfoss I til hafnar í Frederikshavn í mars 1949 þegar Lagarfoss var að syngja sinn svanasöng með brotinn skrúfuöxul

Við samningu á þessari færslu er stuðs við bók Huldu Sigurborgu Sigtryggsdóttir "Í skotlínu" (1992) Hef ég stuðs mikið við þá bók í samningu á færslum síðustu daga Bók sem allir íslenskir sjómenn ættu að ná sér í og lesa

SELFOSS

                                                                                                                                       Úr mínum fórum © Ókunnur 



Ásgeir Jónasson (1884-1946) var sem sagt fyrsti skipstjórinn á skipinu hjá Eimskipafélagi Íslands og var með það 1928-1941

Með Jóhann Steinsson(1887-1966) sennilega sem yfirvélstjóra


Næsti skipstjóri á Selfossi var Sigmundur Sigmundsson (1890-1979) sem var með skipið 1941-1948

Egill Þorgilsson (1895-1980) var yfirstm á skipinu á árunum 1930-1948 og gengdi oft skipstjórn á því á þeim árum Og var skipstjóri á því fræga ferð 1943

Eftir Stríð voru það þessir menn

Eymundur Magnússon (1893-1977) svo 1948-1952

Sigurður Jónsson (1899-1963) frá 1952-1956


Þessir menn sigldu skipinu í WW 2 ásamt sínum dugmiklu áhöfnum. Þessum mönnum og öllum þeim sem tóku þátt í þess tíma siglingum farmönnum sem og fiskimönnum megum við íslendingum aldrei gleyma. Og minnast þeirra ávallt með mikilli virðingu

Hér má lesa skemmtilega grein eftir Harald Ólafsson fv skipstjóra sem var yfirstm á skipinu um tíma
Hér má lesa um fyrstu árin í íslenskri eigu

SELFOSS á Dalvík

 

                                                                                                                                                © Þráinn Hjartarson

Lokað fyrir álit

16.12.2017 13:38

Fossarnir sex

Manni er oft hugsað til þeirrar tryggðar sem Eimskipafélag Íslands (sem stofnað var 1914) og arftakar þess hafa haldið við nafnið Goðafoss Þrátt fyrir þá ógæfu sem ástundum hefur fylgt því nafni hjá þeim Þ.á.m tveir þeir sárustu Og eftir hvaða fossi eru skipin hreinlega nefnd ?
Goðafoss í Skjálfandafljóti


En fossar með þessu nafni munu vera í sex ám hérlendis En svo skemmtilega vill til að það eru eins margir og skipin sem borið hafa fg nafn hjá E.Í.Goðafoss í Skjálfandafljóti í Suður-Þingeyjarsýslu er sá þekktastur þeirra.Hans er þó ekki getið í heimildum fyrr en í sýslulýsingu Þingeyjarsýslu 1747 (236) þó að í uppsláttarritum sé því haldið fram að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi kastað heiðnum goðastyttum sínum í fossinn við kristnitökuna og Kristni saga borin fyrir því. Kannske getur viss trúflokkur svarað því hvort þeir Óðinn,Týr,Þór verið í hópnum sem Ljósvetningagoðið kastaði í umræddan foss Og þeir ósáttir við það.En þetta er nú fíflalegur útúrsnúningur hjá mér

"Goðafossarnir" Sex

GOÐAFOSS I var ekki sama happaskipið og GULLFOSS I varð Flestir íslenskir farmenn þekkja örlög þess

Hér er skipið á Húsavíkurhöfn 2 júlí 1915

                                                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Goðafoss I var smíðaður hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1915 fyrir hið unga Eimskipafélags Íslands.Skipið mældist 1300 ts 1374 dwt Loa:69.0 m brd 10.70 m.Aðalvél: B&W 13400 hö Ganghraði 12.0 smlSkipið tók 56 farþega. Ekki átti þetta skip langt líf fyrir sér.En það strandaði við Straumnes þ 30-11-1916 Og varð þar til. Mun enn vera hægt að sjá hluta úr flakinu rúmum 100 árum seinna

Hér er verið að fagna komu skipsins til Reykjavíkur Þ 13 júlí 1925

                                                                 Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Eini fasti skipstjóri skipsins var Júlíus Júníusson skipstjóri

Júlíus Júlínusson(1877-1973)

Með G.W.Sørensen sem yfirvélstjóra einnig allan tíman

G.W.Sørensen (1885-1958)

Annar fossinn með því nafni kom 1921

Þ 6 mai 1919  undirritaði stjórn E.Í samning um smíði á nýju skipi. Skyldi skrokkur smíðaður hjá Svendborg Skipsværft og Maskinbyggeri í Svendborg en vélar og annað hjá Flydedokken í Kaupmannahöfn Eftir þessum samningum átti skipið að vera tilbúið  í maí 1920. En linnulaus verkföll í Englandi (kolanámumenn járn og stál námumenn og smiðir) seinkuðu þessum áformum.Skipið hljóp af stokkunum 16 mars 1921. Þ 19 var svo skrokkurinn dregin til Kaupmannahafnar. Þ 19 júlí sama ár fór það svo í reynsluför Og þann 14 ágúst lagði skipið svo af stað til Íslands Það kom svo til Akureyrar þ 27 ágúst

Anna Gtharine Aagot (dóttir Sveins Björnssonar) gefur GOÐAFOSS II nafn


                                           
                                                            Mynd úr gömlum ritum © óþekktur

Skipið var smíðað hjá Svendborg Skipsværft Svendborg Danmörk 1921 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist:1542.0 ts 2000,0 dwt.Loa: 73.22.m brd 10.86. m.Aðalvél B&W ?? 1100 hö Ganghraði 12.o Endalok þessa skips urðu en hörmulegri en þess fyrsta með þessu nafni sem strandaði fárra mánaða gamall við Straumnes En hér má lesa um endalok Goðafoss II

GOÐAFOSS II hleypt af stokkunum 18 mars1921


                                                                                                          Mynd úr gömlum ritum © óþekktur

Goðafoss II kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn 9 sept 1921



                                                                                               Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Skipinu stjórnaði í byrjun Einar Stefánsson skipstjóri

Einar Stefánsson(1884-1951)

Með Gunnar W Sørensen sem yfirvélstjóra

G.W.Sørensen (1885-1958)

Goðafoss II

                                                                                                                                            © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hinn þriðji 1948.GOÐAFOSS III mun hafa verið næstur í röðinni hvað nýsmíðar varðaði eftir WW 2
Svona sagði Morgunblaðið frá komu skipsins 24 mars 1948



GOÐAFOSS III var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1948 fyrir Eimskipafélag Íslands Skipið mældist 2905.0 ts 2675 dwt.Loa: 94.70.m brd: 14.10.m Aðpalvél B&W 3.700 Hö 2721Kw.Skipið var selt grískum aðilum 1968 og skírt ARIMATHIAN og 1970 fær það nafnið KRIOS. Það sekkur 24-01-1971 á 02°17´N og 029°55´W. Skipið var þá á leið frá Montevideo til Pireus með bæði frosið kjöt og lifandi sauðfé


                                                                                            Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Pétur Björnsson stýrði skipinu í fyrstu


Pétur Björnsson (1887-1978)
Með Hallgrím Jónsson sem yfirvélstjóra
Hallgrímur Jónsson(1890-1975)
 
Hér er skipið að lesta á frosinn fisk í Vestmannaeyjum

                                                                                                                                     ©Tryggvi Sigurðsson                                                                           
Hér er skipið að losa í New York


                                                                          Mynd úr mínum fórum © óþekktur


Þetta blasti við á síðu 3 í Tímanum  þ 16 júlí 1970



Hér í reynsluferð

                                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets

Fyrst stjórnaði skipinu Magnús Þorsteinsson skipstjóri

Magnús Þorsteinsson(1918-2015)

Meða Árna Beck sem yfirvélstjóra

Árni Beck (1919-1988)


Goðafoss IV var smíðaður hjá Ålborg Værft í Ålborg Danmörk 1970 fyrir Eimskipafélag Íslands. Hann mældist 2953.0 ts 4480.0 dwt. Loa: 95.60.m brd: 14.50.m Aðalvél B&W 3100 Hö/2279 Kw Ganghraði 14.0 sml1989 selur ??? Eimskipafélagið skipið og fær það nafnið Alantic Frost . 191 fær skipið nafnið Sea Reefer. Það rekur upp og strandar fyrir utan höfnina í Peterhead Skotlandi þ 22-08-1992 og var rifið á strandstað

GOÐAFOSS IV



                                                                                         ©Handels- og Søfartsmuseets
Hér í Cambridge Md.                                                        

                                                                               © Gunnar S Steingrímsson

Hér á útleið frá Vestmannaeyjum



                                                                                                                           @ Tryggvi sig

Hér í brælu á Atlantshafinu

                                                                                                                                      @ photoship

Hér er skipið á siglingu undan Sikiley 1989


                                                                                                                                         @ óliragg
Hér útflaggaður


                                                                  © Gunnar H Jónsson


                                                                  © Rick Cox

Hræðileg endalok þessa fallega skips



                                                                                                                                              @ Jim Potting

                                                                                       © Keith More


                                                                                 © Jim Pottinger

Sá fimmti

Næst í þessari upprifjun er skip sem bar tvö fossanöfn Fyrst Goðafoss síðan Skógafoss
"Dagur" Akureyri °18-07-1997


Svo úr Morgunblaðinu þ 22-07-1997


Jón þór Karlsson mun hafa verið fyrsti íslenski skipstjóri skipsins

Jón Þór Karlsson(1933)

Með Ágúst Ingólfsson sem yfirvélstjóra

Ágúst Ingólfsson (1941)
Skipshöfnin á Goðafossi V

Goðafoss V


                                                                                                                                                                         © Eimskip
Skipið var smíðað hjá Sietas í Neuenfelde, Þýskalandi 1982 sem ORIOLUS Fáninn var þýskur. Það mældist: 3899.0 ts, 7787.0 dwt.  Loa: 106.50. m, brd: 19.30. m Skipið hafi gengið undir Þessum nöfnum: 1983 CCNI ANTARTICO - 1989 ORIOLUS - 1993 NEDLLOYD DRAGON - 1994 kaupir Eimskipafélagoið skipið og skírir Goðafoss.Aðalvél MAK 3350.Hö 2464 Kw Ganghraði 15.5 sml Eimskip breytir svo um nafn á skipinu 2000 í Skógafoss Það er svo selt úr landi  2007 og skírt LETOON 2016 ODESSA STAR 2017 SPAN ASIA 32 Nafn sem það ber í dag undir fána Philipseyja
Hér heitir skipið SKÓGAFOSS

                                                                                                                             

Sá sjötti kom ári8ð 2000
Lítum í Vísir-DV þ 14 apríl 2000


Engilbert Engilbertsson var fyrsti íslenski skipstjóri skipsins
Engilbert Engilbertsson(1942)

Með Gunnar Ólafsson sem yfirvélstjóra
Gunnar Ólafsson(1951)
Goðafoss VI


                                                                                                                                          © Pilot Frans

Skipið var smíðað  hjá Ørskov Christensens í Frederikshavn Danmörk 1995 sem: KIRSTEN SIF Fáninn var: DIS Það mældist: 14664.0 ts,  17042.0 dwt. Loa: 165.60. m, brd 27.30. m Aðalvél: B&W 14.800 KW Ganghraði 21.0 sml Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1995 TRSL CONCORD - 1997 MAERSK QUITO - 2000 GODAFOSS Nafn sem það ber í dag undir fána  Antigua and Barbuda

GOÐAFOSS VI

                                                                                                                                          © Claus Schaefe                                                                                                                                                            © Claus Schaefe

                                                                                                                             © Claus Schaefe

Það er athygli vert að fjögur af þessum sex skipum enduðu tilvist sína á slysalegan hátt og sum alveg hræðilegan Og sá síðasti í slæmum hremmingum fyrir nokkrum árum sem þó voru lagfærð Það mætti því segja að aðeins einn hafi sloppið nokkurnvegin skaðlaust Hvort það er goðunum í fossinum að kenna er ekki gott að vita

Lokað fyrir álit

12.12.2017 11:46

Iceland

Kallinn er aðeins að hressast Og bjartar vonir eru vaknaðar um en meiri betringu Svo vonandi rís hann meir upp úr þessu veseni Og þessi síða upp úr öskustónni.Þetta skip fékk nýlega nafnið Iceland Hvort skipið er með einhverjar tengingar við þetta land veit ég ekki

                                                                                                                                                   Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni

Skipið var smíðað hjá Ferus Smit Leer í Leer Þýskalandi 2006 sem:VERITAS Fáninn var:hollenskur Það mældist:2999.00 ts,4536.00 dwt. Loa:89.80.m
brd:14.00.m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:2008 DEPENDENT 2017 ICELAND Nafn sem það ber í dag undir sama fána 
                                               
                                                                                                                                                               Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
                                                                                                                                                       Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
                                                                                                                                                          Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
                                                                                                                                                Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
                                                                                                                                               Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
                                                                                                                                                               Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
                                                                                                                                                  Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3791
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 193884
Samtals gestir: 8228
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:28:43
clockhere