Færslur: 2009 Desember
31.12.2009 16:03
Gleðilegt nýtt ár
http://www.youtube.com/watch?v=dcLMH8pwusw
28.12.2009 21:10
Hvaða verðlaunagripur?
Þetta er þekktur verðlaunagripur í heimi siglinga.Áöur en ég kem með réttu röðina á skipunum langar mig að spyrja Hvaða verðlaunagripur er þetta??? Menn voru ekki lengi að finna þetta út. Eftir því sem ég best veit er núverandi handhafi ennþá "United State" sem vann bikarinn 1952. Hinn kunni ævintýramaður Richard Branson´s reyndi við gripinn 1986 á fleytu sinni Virgin Atlantic Challender II Ég var fyrir tilviljun staddur London þegar Brandson´s kom þangað oog tók það meðfylgandi myndir Hérna er verðlauna hafinn:
SS United State var byggt hjá Newport News Shipsbulding & Drydock Newsport New Virginía USA 1952.Skipið mældist 53330 ts. 13016 dwt. Loa:301,80 m.brd:31.00.m.Skipið liggur í dag við:"Pier 82 in Philadelphia" og er notað sem sjóminjasafn
Skip Randon´s Virgin Atlantic Challlender II í London 1986
Og að lokum methafar síðustu 70 árin
1938 |
10 August-14 August |
Ambrose |
Bishop Rock |
2,938 nautical miles (5,441 km) |
3 d, 20 h, 42 m |
31.69 knots (58.69 km/h) | ||
1952 |
3 July-7 July |
Ambrose |
Bishop Rock |
2,942 nautical miles (5,449 km) |
3 d, 10 h, 40 m |
35.59 knots (65.91 km/h) |
27.12.2009 15:31
Gamlir kunningar enn og aftur
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Síðan var það svo Sæborg Ég var búinn að lýsa skipinu hér fyrr á síðu
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Svo er það Skaftá ex Borre.Skipið var byggt hjá Trondhjems Værft Þrándheimi 1970 fyrir Fred Olsen og hlaut nafnið Borre. Það mældist 1516.ts.2828 dwt.Loa:87.0 m. brd.15.0 Hafskip kaupir skipið 1981 Eftir gjaldþrot Hafskips 1985 kaupa Eimskip skipið af Útvegsbankanum.1986 Eftir að það hafði legið í Antverpen í rúmt ár Til stóð að skíra skipið Múlafoss en af því varð ekki og seldi Eimskip skipið 1986 og það fer undir Bahamaflagg og fær það nafnið Polly Progress 1992 Fær það nafnið UB Progress 1996 D.M Spiridon.2001 er skipinu breitt í "livestock carrier" Skipið sekkur svo 08-11-2007 2 sjm út af Puerto Cabello Nicaragua
@ Lettrio Tomasello Shippotting
Næst er svo Isnes sem var byggt hjá Schulte & Bruns í Emden 1976 Skipið fékk nafnið Dollart.Það mældist 2868 ts.4420 dwt Loa:91.10.m brd:14.60 m. Nesskip kaupa skipið 1987.Þeir hjá Nesskip selja svo skipið 1994 og fær það nafnið Gardsky 2003 nafnið Celtic Spirit
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Svo að lokum Olavur Gregersen.Skipið byggt hjá Skala Skipasmidja Skala Færeyjum 1982 Skipið mælist 1071 ts. 1450 dwt. Loa:67.30.m brd 12.00.m Eimskip tekur skipið á "timecharter" 1983 Og fær skipið nafnið Selfoss.1984 er skipinu skilað aftur og fær það sitt gamla nafn.Skipinu hlekkist á og sekkur milli eyjanna Straumey og Austurey
@Óli Nolsøe Shipsnostalgia
26.12.2009 19:50
Kljáfoss
Kljáfoss ex Askja var byggður hjá Sölvesborg Skibsværtf í Sölvesborg Svíþjóð 1957,fyrir Eimskipafélag Reykjavíkur.Það mældist 500,0 ts. 1077.0 dwt.Loa:62.74.m Brd :10.02.m Þetta litla skip var m.a í flutningum milli Canada og Íslands í nokkuð langan tíma.Lengst af var það þó sennilega í föstum siglingum til Weston Point fyrir Eimskip 1976 kaupir Eimskip skipið og nafninu breytt í Kljáfoss.Og Weston Point siglingunum haldið áfram.Lungan úr líftíma skipins sem Askja var Atli heitinn Helgason skipstjóri eða 18 ár. En lungan úr tímanum sem Kljáfoss var Finnbogi heitinn Finnbogason skipstjóri. Margir menn voru á skipinu í áraraðir Og ég veit fyrir víst að 1 núverandi alþingismaður var einusinni á skipinu,
@Allan Alchedmi
@Allan Alchedmi
@Allan Alchedmi
24.12.2009 12:10
Fossar
Brúarfoss Að mínum dómi eitt glæsilegasta skip "íslenska kaupskipaflotans sáluga"
@Malcolm Cranfield
Þríburarnir þóttu líka glæsilegir Hér er Dettifoss
@Malcolm Cranfield
Þetta er eitt besta sjóskip sem ég var á .Var á skipinu sem Vatnajökli En hér heitið það Laxfoss
@Malcolm Cranfield
23.12.2009 18:34
Systurskip
Systurskipin Arnarfell og Katla Báðum skipinum hefur verið lýst hér á síðunni
@Malcolm Cranfield
@Malcolm Cranfield
23.12.2009 17:08
Þessir voru í"síldinni"
@Malcolm Cranfield
Síldin Var smíðuð Blythswood Scotstoun Skotlandi 1954 sem Hertha.Fyrir W.Hansen Skipið mældist: 2588 ts 3463.dwt.Loa:93.30. m brd 13.40.m 1965 kaupa Síldar og Fiskimjölsverksmiðjurnar skipið og skíra Síldin. Skipið er svo selt 1970 og skírt Orseolo.Skipið er svo rifið í La Spezia 1977
@Malcolm Cranfield
22.12.2009 12:15
Reykjafoss II og III
@ Hawkey01 Shipsnostalgia
Reykjafoss III var byggður hjá Aalborg Værft í Ålborg Danmörk.1965 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist: 2435 ts 3830.dwt.Loa:95.60.m brd: 13,70.m Eimskip selja skipið 1980 til Panama.Og fær það nafnið Gavilan 1988 nafnið:San Ciro.1990 Neo Fos og 1991 Mercs Komari.Það er svo rifið í Alang 2004
@ Hawkey01 Shipsnostalgia
21.12.2009 19:52
Skógarfoss I
Þótt mér hafi þótt Skógarfoss og Reykjafoss falleg skip fannst mér þeir ekki ná Brúarfossi II og Selfossi II hvað það varðaði. En eitt er á hreinu að Viggó E. Maack kunni að teikna (að mínum dómi) falleg skip.Skógarfoss var byggður hjá Aalborg Værft í Ålborg Danmörk 1965. Það mældist 2435 ts 3880 dwt.Loa:95.6 m brd:13,7m Skipið var selt til Cýpur 1980 og fékk þar nafnið Lefkas Síðan nöfnin St Nicholas.1988 Danube og 1989 Mers Kumana Það var rifið í hinum fræga skipakirkjugarði í Alang 2001 @ photoship
@ photoship
@ photoship
21.12.2009 11:21
Hver er að sökkva?
Hér er skip að sökkva. Þetta skip var þegar þetta slys átti sér stað, gert út af íslenskum aðilum og hét íslensku nafni en var undir stórn erlendra manna .Sem allir komust af. Hvaða skip er hér að há sitt dauðastríð.Minn "gamli" skólabróðir Ómar var ekki lengi að sjá í gegn um þetta hjá mér.Þetta var Ísfell sem var smíðað 1970 hjá Hatlo skipasmíðastöðinni í Ulsteinvik Noregi sem Morejarl Það mældist 499 ts 1630 dwt Loa:71.60 m brd:11,50 m.1996 fær skipið nafnið Barenso og 1999 Gullnes 2002 teka Samskip skipið í timecharter eftir mikla"yfirhalningu" í Póllandi. En 11-10-2002 sekkur skipið út af Egersund. Og eins og fyrr sagði mannbjörg
19.12.2009 17:41
Oliuskip
Hér eru nokkur virkilega,þess tíma mikilvæg skip fyrir landsbyggðina olíuflutningaskipin. Fyrst er það Kyndill I Hann var byggður hjá Pettje Shipyard Waterhuizen Hollandi 1955 fyrir Shell á Íslandi.Það mældist 778.0 ts.969.0 dwt Loa:60.30.m brd:10.0 m Skipið var selt til Englands(Effluents Svcs) 1974 og fær nafnið Thirlmere.Eftir mínum heimildum var skipið rifið í Milford Haven 1988 @ photoship
Næst er það svo Þyrill ex Litlafell.Ég lýsti því skipi um daginn En hér er skipið undir nafninu Þyrill Myndin af skipinu var tekin í Amsterdam on 05- 04.1983, @ Graham Moore.
Næsta skip er svo Kyndill II sem var byggður hjá Frederikshavn Værft Frederikshavn Danmörk. sem Gerda Brodsgaard 1968. Skipið mældist 499.0 ts 1221.0 dwt. Loa:60,63.m brd: 10.22.m Olíufélagið Skeljungur h/f og Olíuverslun Íslands h/f kaupa skipið 1974. 1985 er nafni skipsin breitt í Kyndil II Skipið var selt til Englands 1986.Hvað varð um það eftir það, veit ég satt að segja ekki en vona að einhver dragi mig að landi hvað það varðar.
@ photoship
Svo er það Kyndill III sem var byggður sem Torafjord 1982 hjá Skaalurens Værft í Rosendal Noregi. Það mældist 1198.0.ts.2500. dwt. Loa:80,90 m brd:13.0 m. Sömu aðilar sem áttu Kyndil II keyptu skipið 1985 og skírðu Kyndil. Skipið var svo selt 2002 og fékk það nafnið Frigg og siglir nú undir Maltaflaggi.
@Óli R
Hér sem Frigg og undir Maltaflaggi
@Manfred Faude
19.12.2009 00:44
Fleiri "góðkunningar"
Hérna eru 4 "gamlir góðkunningar" bæði hérlendir og erlendir.Hverjjir eru þeir ?
Hér efst er skip sem smíðað var fyrir Skipadeild SÍS hjá Aukra Bruk í Aukra Noregi 1964.Það hlaut nafnið Mælifell og mældist:1879.ts 2740.dwt.Loa:88.99 m brd:13.7 m.SÍS selur skipið 1985 og fær það nafnið Langeland.1989 fær það nafnið Scantrader og undir því nafni ferst skipið eftir að hafa siglt frá Bilbao þ 11-02-1990 áleiðis til Sheerness.Áhöfnin týndi lífi.Ég læt hérna aðra mynd af skipinu tekna af því í Amsterdam 17-04-1985 Þá undir nafninu Mælifell
@Graham Moore.
@Henk Kouwenhoven
Næst er færeyist skip, Heykur og Eimskip var með á leigu og notaði hér á ströndinni á sínum tíma.Skipið var byggt hjá Elbewerften í Rossalau A-Þýskalandi 1972 og hlaut nafnið Heykur
Það mældist 229.ts 584.dwt. Loa:49.6 m brd 10.1.m.Skipið er selt 2003 og fékk nafnið Antonio
@Derek Sands
Síðan er Færeyist/íslenskt skip Tec Venture.Hvernig eignarhaldinu var háttað er ég ekki viss um en eitthvað var Austfar innviklað í það og íslenskir skipstjórar voru á því allavega um tíma. Það var byggt hjá Storvik MV í Kristiansund Noregi 1976 sem Slesvik !983 fær það nafnið Tec Venture.1989 nafnið Blue Caribe Venture 1990 Merlin Venture.1992 First Carrier.Það sekkur svo undan strönd Tansmainíu ( A-Afríka) 21-12-2005
@ Duncan Montgomeri Shipsnostalgia
Síðast er svo færeyist skip sem var byggt hjá Skala Skipasmidja í Skala Færeyjum 1984 það fær nafnið Star Saga<og mælist 823,0 ts 1700 dwt. Loa: 77,6 m brd 13,0 m.Það er skírt Saga 1992°og Ludvig Andersen 1997. Mig minnir að Samskip hafi haft skipið á "timecharter"um tíma og bið um að verða leiðréttur ef svo hefur ekki verið .Eins og ég bið menn um að leiðrétta mig hér á síðunni ef ég er að "bulla"einhverja þvælu. En minnið getur brugðist manni illilega ef svo ber undir.Eins geta heimildir um skip stundum verið misvísandi..En hér eru skipin sem sagt komin undir fullu nafni
@ Duncan Montgomeri Shipsnostalgia
19.12.2009 00:18
Titanic "engineeringcrew"
Svo menn sleppi við að "copy og pasta" þá er hér slóð á Titanic engineering crew
http://www.encyclopedia-titanica.org/titanic-engineering-crew/