Færslur: 2010 Janúar
31.01.2010 18:27
Létt
Þessi er nú svo létt að það tekur varla að setja þetta inn en kannske til að fá athugasemdir Jæja þá eru menn komnir með þetta Fyrst skal nefna skip sem smíðað vqar hjá Sölversborgs Værft í Sölversborg Svíþjóð 1957 fyrir Eimskipafélag Reykjavíkur sem Askja Skipið mældist 500.0 ts 1077.0 dwt Loa:65,99. m brd 10,02 m Eimskipafélag Reykjavíkur selur Eimskipafélagi Islands skipið 1976 Skipið er selt úr landi 1980 og fékk nafnið Khalil II og síðar Tweit II
Næst er skip sem ég var búin að gera grein fyrir og siglir í dag undir nafninu Katla og undir flaggi Sierra Leone@Frits Olinga-Defzijl
Þessum hef ég gert grein fyrir En í dag siglir skipið undir nafninu Capt. Ivar og undir St.Kitt/Nevis
@Chris Cartwright
Svo er það skipið sem byggt var hjá Sietas Neuenfelde 1972 sem Esterbogen fyrir þýska aðila Það mældist:999,0 ts 2463, 0 dwt. Loa:88,50 m 13,80.m.1975 fær skipið nafnið Scol Unit 1978 Esterbogen Og 1984 kaupa Nesskip skipið og skíra Vesturland Eimskip taka skipið í langtímaleigu 1985 og skíra Urriðafoss Það er selt úr landi 1991 og fær nafnið Stevns Sea, 2002 nafnið Seven Seas 2005 Mahmoud H. 2006 Sea Queen og 2007 Serine sem það siglir undir enn,
@Chris Cartwright
Næst er það skip sem var byggt 1974 hjá Hitzler Lauenburg í Þýskalandi sem Essberger Pilot Það mældist 1338.0 ts 2091.0 dwt. Loa: 77,10.m brds:12,60 m Skipið gengur svo undir nokkrum nöfnum næstu ár: 1977 Solvent Explorer 1987 Tom Lima 1992 Essberger Pilot, 1997 Hordafor Pilot og svo 1999 nafnið Freyja sem það siglir undir í dag með Maltafána@Chris Cartwright
Næst er það skip sem var byggt hjá Brand Oldenburg Þýskalandi 1978 sem Bernhard S fyrir þýska aðila.Það mældist :5214,0 ts 7430,0 dwt, Loa:117.20 m brd:18.00 m 1980 fær nafnið Ville De Lumiere og Samskip kaupir skipið ? 1988 og skírir Helgafell. Þeir selja ? skipið 1996 og fær það nafnið Lorcon Davao Nafni sem skipið siglir undir enn og nú undir Philipínsku flaggi
Næsta skip var byggt Hjá Sietas Shipyard Neuenfelde, Þýskalandi 1984 sem Calypso fyrir þýska aðila. Það mældist: 3120.0 ts 4145,0 dwt. Loa: 88.60 m brd:15,90 m.1985 fær skipið nafnið Band Aid Hope 1986 Calypso 1992 Helga Og 1993 taka Eimskip skipið á leigu og skíra Múlafoss 1997 lýkur leigunni og fær aftur nafnið Helga, 1998 Yhor Amalie 2004 Amalie 2006 Maritime Bay 2007 Thor Amalie 2008 Calypso III nafn sem skipið siglir undir í dag og með Panamaflagg
@Humbertug
Næsta skip var byggt hjá Örskov Christensens í Frederikshavn 1989 sem Greenland Saga fyrir danska aðila Skipið mældist:2469,0 ts 3200.0 dwt. Loa:87,10 m brd: 14.60 m Dregg h/f kaupir skipið og skírir Axel.Nafn sem skipið sem siglir undir fána Færeyja ber enn.
@Chris Cartwright
Svo er það skip sem byggt 2003 fyrir íslenska aðila hjá Jiangnan Shipsyard Shanghai Kína sem Keilir. Það mældist 3500 ts 4341 dwt.Loa:89,00 m brd 15,30 m Skippið er selt til Danmerkur 2008 fær það nafnið Ow Atlantic sem það siglir undir í dag undir dönskum fána
@Chris Cartwright
30.01.2010 10:35
Gamlir SÍS arar aftur
Gamlir SÍS-arar
Þar sem nýjar athugasemdir hafa borist um þessi skip vil ég birta þessa færslu aftur
Fremstur meðal jafninga er hið (að mínum dómi) fallega skip Arnarfell I.Ég hef rakið sögu þess áður hér á síðunni.@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Svo er það "supertankarinn" Hamrafell. Sem skipadeild SÍS keypti notað 1956. Skipið var byggt hjá Deutsche Værft Finkenwarde Þýskalandi 1952 fyrir M. Mosvold í Noregi Hlaut nafnið Mostank.Það mældist 11349 ts, 16730 dwt. Loa: 167.40.m brd 20.80.m.SÍS kaupir skipið sem áður var sagt 1956.Ég man hvað maður leit upp til þeirra Jóns Dan, Einars Eggerts og Lalla Gunnólfs og þessara kalla sem maður kannaðist við úr áhöfninni sem oftar er ekki"slæddust" um borð í Akraborgina.Þegar þeir komu í land af lóðsbátunum.Ég hugsa að það sé ekki allfjarri sannleikanum þegar ég fullyrði að á fáu farskipi íslensku hafi jafn margir farmenn stigið sín 1stu spor í farmennskunni um borð.Þegar svo Rússar náðu einokun á olíuflutningunum milli landana minnkaði þörfin fyrir þessa stærð af olíuflutningaskipum Skipið var svo að lokum eingöngu í siglingum erlendis og var það síðan selt Lajas Cia de Nav Indlandi 1966. Og fær nafnið Lajas.Það er svo selt innanlands The Shipping Corp í Bombay og fær nafnið Desh Alok Það er svo rifið í Bombay 1974
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Að lokum fyrir félaga minn Heiðar Kristins Helgafell I Saga skipsins hefur verið rakin áður hér á síðunni.
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
29.01.2010 22:53
Akrafell
Það var fallegur dagur hér í Eyjum í dag Mikið líf við höfnina. Og hér kom skip sem bauð af sér nokkuð góðan þokka og heitir því alíslenska nafni Akrafell (hvar á landinu það fell er svo, veit ég ekki) en með "alerlenda"áhöfn. En fáninn er Antigua and Barbuda Einhver sagði mér að þetta væri stærsta vöruflutningaskip sem hingað hefur komið en það ekki veit ég með neinni vissu. En ég held að bæði Dettifoss og Goðafoss séu stærri Báðir yfir 160.0 m loa.og yfir 20 m brd Skipið er byggt hjá Okean Shipsyard í Oktyabrskoye, Úkraníu 2004 fyrir þýska aðila. Og fyrsta nafn var Angelika. Það mældist 7769,0 ts 10500 dwt. Loa: 145,0 m brd 18.40.m Og þar sem sokkarni mínir eru svo andsk... þröngir að ég er yfirleitt ekki kominn í þá fyrir hádegi þá tók vinur minn Torfi á Vigtinni af mér ómakið og tók myndir á skipinu er það var að koma í höfnina.Og hérna er árangurinn:
@Torfi Haraldsson
@Torfi Haraldsson
@Torfi Haraldsson
Ég komst svo loksins í sokkana og niður að höfn og tók þá þessar 2:
29.01.2010 21:16
Að eldast
Bæði menn og skip eldast illa ef hvorugt er í notkun.Ef svo gáfulega má að orði komast.Hérna er saga skips og að hluta í myndum. Skipið sem í hlut á byrjaði sína ævidaga hjá Bodewes G & H í Martenshoek í Hollandi 1971 sem Vincent.Skipið sem var byggt fyrir hollenska aðila mældist 399,0 ts 766,0 dwt.Loa: 55,10 m brd: 9,30 m.Og hér er hluti af sögunni í myndum: Fyrst ung og nokkuð snotur eins og gengur
@Gerard Rieijens Groninger Kustvaart
Svolítið eldri og enn nokkuð snotur @Rick Cox
Eldri og farin að láta á sjá
@Gerard Rieijens Groninger Kustvaart
Gömul og úr sér genginn og hallar sér að öðrum gamlinga eins og gengur.Þarna lagðist hún í mars 2009.
Og þarna endar hún sennilega ævina á Surinam River við Caribbean Sea. Margir vildu kannske eyða ævikveldinu þar. En mikið sólskin getur farið illa með húðina
29.01.2010 20:29
Esja III
Hérna er syrpa af Esju III sem ég tók á Cap Verde 2004.Skipið var byggt hjá Slippstöðinni Akureyri Íslandi 1971 sem Esja fyrir Skipaútgerð Ríkisins. Hún mældist 710,0 ts 823,0 dwt Loa: 68,40 m Brd: 11,80.m.Skipið er selt til Cap Verde 1983 og fær nafnið Elsie 2004 fær hún nafnið Maninha.Nafn sem hún siglir enn undir og undir flaggi eyjanna.
28.01.2010 21:16
Endurvinnsla eða þannig
http://www.sun-sentinel.com/videobet...b-9b5b494a0930
Vona að þetta sjáist, en svona leit skipið út á sínum yngri árum og hét þá Marianne C Byggt hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi 1965 sem Hoheburg.Það mældist 499.0 ts 1070,0 dwt Loa:59,.04 m brd 10.03 m.Skipið gekk undir mörgum nöfnum á ferlinum M a;1976 Marianne C 1993 Wilmar 1998 Ocean Breeze 2004 Sea Taxi.
@Rick Cox
28.01.2010 18:41
Hvaða skip???
Þessi skip flögguðu öll íslenskt..En þessi gáta er nú sennilega alltof létt en ég læt hana flakka.Fyrst er það Vatnajökull Smíðaður fyrir Sölumiðstöð Hraðfrystihúsa í Lidingöverken,Lindingö Svíþjóð1947 Mældist :924 ts Loa:61,50 m brd 9,70 m Skipið selt til Grikklands 1964 og fær nafnið Evancelistria V Það varð fyrir stýrisbilun og rak á land við Sardínu 19-01-1981 Og grotnaði svo niður í höfninni í Gagliari @Rick Cox
Ekki falleg sjón
@yvon
@yvon
Næsta skip Dettifoss var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1949.Fyrit °Eimskipafélag Íslands Það mældist 2918.0 ts 2700,0 dwt,Lao: 94.60. brd:14.10 m Eimskip selur skipið Pilipseyja 1969 og fær það nafnið Don Sulpicio 1976 nafnið Don Carlos Gothong. Það hvolfir og sekkur utan við höfnina í Cebu 12-10-1978 mannbjörg varð @ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Næst á dagskrá er skip sem smíðað var hjá Luhring í Brake Þýskalandi 1967 sem Tinto.Fyrir þýska aðila. Það< mælist 1513,0 ts 2550,0 dwt Loa: 77,0 m brd:12.0 m 1971 fær skipð nafnið Nordic 1976 kaupir Eimskipafélag Íslands það og skírir Skeiðfoss.Skipið selt úr landi 1987 og fær nafnið Morgan 02-01-1990 strandar skipið við Anegada de Adentro undan strönd Mexicó or eg rifið það
@ photoship
Næst er þap skip sem var byggt hjá Myklebust í Gursken Noregi 1976 fyrir norska aðila og fær nafnið Fjord Það mælist 499,0 ts 1200,0 dwt. Loa: 69,60,m brd: 14,50 m 1986 kaupir OK´h/F í Hafnarfirði (Bjössi Haralds og fl) og er það skírt Ísnes. 1990 kaupir Eimskip það og skírir Stuðlafoss. Þeir selja skipið 1992 og fær það nafnið Ice Bird 1995 Sfinx 1997 Fjord 2002 Baltic Fjord 04-07-3-2006 þegar er skipið í dock í Tallin stórskemmist það i eldsvoða.Og var það rifið uppúr því @Rick Cox
27.01.2010 23:11
Hverjir eru þetta????
Það er nú kannske að æra óstöðugan að spyrja um þann 1sta.En þeir voru 3 af þessari gerð og þessvegna spyr ég hver þeirra er þetta? Og að hinum 1 flaggaði íslenskt. Um 1 er ég ekki viss En sá síðasti er"útflaggaður" Hvaða skip eru þetta???
Fyrstur er Dettifoss.Smíðaður fyrir Eimskipafélag Íslands í Ålborg Værft í Ålborg Danmörk 1970.Skipið mældist 3004.0 ts 4380,0 dwt Loa:95.60 m brd:14,50 m Skipið er selt úr landi 1989 og fær nafnið Nan XI Jiang.Skipið siglir enn undir því nafni og fáninn er kínverskur
@Rick Cox
Næsta skip var byggt hjá Luhring í Brake í Þýskalandi sem Sovereign Jade fyrir þýska aðila 1970 Það mældist 2724,0 ts 3937,0 dwt Loa:100.20 m brd: 14,20 m 1972 fær það nafnið Silur 1974 kaupir Eimskipafélagið skipið ug skírir Bakkafoss Það selur skipið 1982 og þá fær það nafnið Byblos 1993 Arwad Star 2006 Sea Force Og undir því nafni siglir skipið nenn og nú undir fána Georgíu
@Rick Cox
Næst er skip sem byggt var hjá Sietas í Neuenfelde í Þýskalandi 1982 fyrir þýska aðila sem Ilse Wulff. Skipið mældist : 3902.0 ts 7750,0 dwt Loa: 106,50 m brd: 19,00 m Næstu ár gengur skipið undir ýmsum nöfnum: 1985 Convoy Ranger 1997 Ilse Wulff 2987 Rachel Borchard Og Eimskip kaupir ? skipið 1991 og skírir Dettifoss Það er svo selt ? úr landi 2000 og fær nafnið Tina sem það ber í dag undir fána Antigua and Barbuda @Peter Schliefke
@Peter Schliefke
Síðasta skipið var svo smíðað hjá Örskov Christensens í Frederikshavn Danmörk 1991 sem Mærsk Euro Tertio fyrir danska aðila Það gengur svo undir nokkrum nöfnum :1994 Hanne Sif 1995 Elisabeth Delmas 1996 Vento Di Pontente 1996 Hanne Sif og svo 1999 Selfoss.Menn vita restina
@humbertug
27.01.2010 16:52
Siglt í ís m.m.
Ómar Karlsson minn "gamli" skólabróðir sendi mér þessar myndir. Ég er hrægdur um að "Kattegat" og "Baltic Sea"séu farinn að verða íll yfirferðar vegna kulda og ísa. Allavega veit ég að höfnin í Simrishamn er lokuð vegna ísalaga. Og Borgundarhólmarar fá ekki skipapóstinn sinn í bili.En látum myndirnar tala
27.01.2010 12:14
Frigg ex Kyndill
Í blöðum á Norðurlöndum er sagt frá að ´tankskipið Frigg hafi tekið niðri við Veddeholmene nálægt Ålasund, Noregi í gærmorgun. Skipið var lestað 2000 ts af lýsi og 112 ts svartolíu og 31 ts diselolíu.. Strax °komu björgunarskip og svokölluð "miljøfartøjer" á vettvang.
@kystverket.no
Eftir að menn voru fullvissir að engin göt væru á skipinu var ákveðið að reyna að draga skipið af skerinu og tókst það fljótlega. Engin olía eða lýsi rann frá því og var skipið fært til næstu hafnar Frigg var smíðað hjáSkålurens í Rosendal 1982 sem Torefjord. Skipið mældist 1198.0 ts 2500.0 dwt Loa: 80.90.m brd 13,0 m. Olíufélag Íslands h/f og Oliufélagið Skeljungur kaupa skipið 1985 og skíra Kyndil Skipið var selt úr landi 2002 og skírt Frigg.Það siglir undir Maltaflaggi
@Manfred Faude
26.01.2010 22:14
Gamlir Eimarar
Þetta þótti "risaskip"þegar Eimskipafélag Íslands keypti það 1948.Það var smíðað hjá Consolidate Steel í Wilmington Cal USA 1945 Skipið var af svokallaðri C1-M-AV1 gerð.Skipið mældist 3805 ts 5032 dwt.Loa:103.20.m brd:15.20. Skipið er selt úr landi 1964 og fær nafnið Seoul. Skipið dregur akkerið og rekur á land við hafnarborgina Inchon í S Kóreu 29-08-1973.Skipið var svo rifið á strandstað upp úr því
Þarna einhverstaðar bar hann beinin blessaður
Þetta var annað "smáskipa" sem Eimskipafélag Íslands keypti 1963 til að bæta þjónustuna við smærri hafnir landsins Það var byggt 1958 sem Mille Heerring fyrir danska aðila hjá Århus Dry Dock.Það mældist 1599.0 ts 2335,0 dwt.Loa:78,5,0 m brd:11.50.m Eimskipafélagið kaupir skipið eins og fyrr segir 1963. Og skírir Bakkafoss. Það er selt úr landi 1974 og fær nafnið Five Flowers. Það endar svo tilvist sína í skipakirkjugarðinum í Chittagong Banglades 1983
Og þessi bar þau hér einhverstaðar
Næst er lítill "frystibátur" hann var byggður sem Utstraum hjá Eides Sönner í Höylandsbygd í Noregi 1972 fyrir norska aðila.Skipið mældist 702.0 ts.594,0 dwt. Loa: 55,10 m brd: Skipið var selt úr landi 1992 ? og fær nafnið Badr 1995 Gulf River 1998 Arabian River 2005 Sara og 2006 Al Yamama nafn sem hann siglir undir enn í dag með fána Sierra Leone
25.01.2010 19:58
Lynx til Avantis IV
Skipið var smíðað hjá Fosen Mek.Verksteder A/S Fevåg í Noregi sem LYNX Fáninn var norskurm Það mældist 492.0 ts 1200.0 dwt.Loa:76.0 m brd 13,50 m.Hafskip taka skipið á leigu 1981 Ríkisskip kaupir skipið 1982 og fær það nafnið Askja Skipið er selt aftur tl Noregs 1992 og fær þá sitt fyrra nafn Lynx. 1999 nafnið Gullholm og 2006 Avantis IV nafn sem það ber í dag undir gríksu flaggi
Hér með 1sta nafninu LYNX
@Chris Cartwright
Hér sem ASKJA
@Oli R
Hér sem Gullholm
@OliR
Og hér sem AVANTIS IV @ Dick Smith (dicamus) Shipsnostalgia
25.01.2010 11:17
Hvaða maður??
@Thorsten Rasmussen
24.01.2010 15:19
Selfoss
@Peter Schliefke
@Peter Schliefke
@Peter Schliefke
@Peter Schliefke
23.01.2010 17:40
Akranes
Þetta skip "toppaði"íslenska farskipaflotan einu sinni.Það var byggt hjá Lurssen SY Vegesack Þýskalandi 1970 fyrir norska aðila sem Brinknes.Það mældist 4179.ts 6670 dwt. Loa:111.0 m brd 17.10 m 1973 fær það nafnið Midiboy,1977 nafnið Fossnes Ísskip (dótturfyrirtæki Nesskip) kaupir skipið 1981 og skírir Akranes.Í eigu þess varð skipið eitt af víðförlasta skipi íslenska flotans.Fór m.a 1 hring umhverfis jörðina.Skipið er selt 1995 og fær nafnið Villach 2002 fær það nafnið Meltem og 2002 Meltem G 2004 Eltem naf sem það siglir undir í dag undir flaggi Comoros@ókunnur
@Gerolf Drebes Shippotting
@Gerolf Drebes Shippotting