Færslur: 2011 Apríl
30.04.2011 22:55
Reykjafoss
Þetta gaf að líta í Mogganum í morgun:
"Snemma í morgun fékk Reykjafoss, sem Eimskipafélag Íslands er með í leigu af erlendum aðila, á sig högg rétt fyrir utan höfnina Argentia við Nýfundnaland í Kanada. Við höggið stöðvaðist vél skipsins og var það dregið stutta vegalengd að hafnarbakkanum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að engin hætta sé á ferð. Ekki sé vitað um annað tjón á skipinu, að svo stöddu, en að skrúfa þess sé löskuð.
Þá segir að farmur skipsins sé öruggur og verið sé að vinna að því að koma honum í land og áfram til áfangastaðar.
"Ekki eru nánari fréttir af óhappinu eða tildrögum þess en um leið og Eimskip fær upplýsingar um það verður þeim komið áleiðis. Eins og fram hefur komið er skipið í eigu erlendra aðila og því ekki á valdi Eimskipafélagsins að svara fyrir annað en það sem lýtur að farmi skipsins sem er heill eins og fram hefur komið.
Um borð í skipinu er 16 manna alþjóðleg áhöfn þar af þrír íslendingar sem sinna störfum er snúa að öryggi farmsins. Skipstjóri skipsins er ráðinn af eigenda þess og er erlendur. Ekkert amar að áhöfn skipsins. Skipið var á leið sinni frá Norfolk í Ameríku til Íslands þegar óhappið varð.
Eimskipafélagið bíður upplýsinga um ástand skipsins og hvort nauðsynlegt verði að fá annað skip til leigu i stað Reykjafoss," segir í tilkynningu frá Eimskip. Tilvitnun í blaðið lýkur
Reykjafoss V var byggður hjá Cassen Emden Þýskalandi 1999 og fær nafnð Westersingel Það mældist 7540 ts.8430 dwt. Loa:127.0 m brd 20.4m.
29.04.2011 21:36
Wilson Ayr
Hann var að lesta hér mjöl í dag Wilson Ayr. Mér finnst það með eindæmum hve snyrtilegir þessir Wilson skip eru. Sér hvergi í ryðblettþ Þessi er eins og margir af þeim byggður hjá Slovenske Lodenice í Komarno Í Slóveniu 2009 Skipið mældst 2451.0 ts 2760.0 dwt. Loa: 88.30. m brd: 12.50.m Flaggið er Möltu
© oliragg
© oliragg
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
27.04.2011 21:39
Fjallfoss I og II

© Sigurgeir B Halldórsson
Fjallfoss I var fyrsta óslenska farskipið sem búið var krönum. Ekki var hann nú smáfríður blessaður

© ókunnur
En það var annað með þann sem kom á eftir honum Virkilega snoturt skip. Einhvern tíma heyrði ég að stuðst hafi verið að einhverju leiti við Tröllafoss þegar Tungufoss og Fjallfoss II voru smíðaðir. Nema hvað sá fyrstnefndi var töluvert stærri, Einnig að Fjallfoss hafi verið miklu betur lukkað skip en Tungufoss. Enda stærri og seinna á ferðinni

©Handels- og Søfartsmuseets

© ókunnur

© ókunnur

© ókunnur
27.04.2011 19:26
Smá getraun
© Finn Björn Guttesen
27.04.2011 17:36
En meir spænskt
Bergfalk seinna Berglind Byggð 1970. Lenti í árekstri við Charm (seinna Keflavík) út af Louisburg Canada 19-07 - 1981 og sökk á 46° 15´N 059°54´V 20--07- 19 81 Á leið frá Hampton til Reykjavik
Samba Hét seinna Hvalvík byggð 1970 Rifin í Aliaga 2010
Úðafoss byggður 1971 Er enn að "puða" nú undir nafninu Laftah og veifar Panamafána
Mec America seinna Álafoss Skipið sökk 57° 57´N 006° 12´ A 27-02 -1998 sem Ulsund
Nordkynfrost seinna Bæjarfoss. Síðan Ísberg,Hrísey, Hera Borg Siglir enn undir nafninu Mwana Kukuwa og flaggið er Comoros
Síðast er það Scol Spirit betur þekkt hér sem Suðurland Skipið fórst á 67°08´33 N 002°08´19 V 25-12-1986. Með þeim sorglegu afleiðingum að sex skipverjast fórust en fimm komust af
27.04.2011 11:26
Meira spænskt
Bellartix hét hér á landi Vestri Byggð 1964. Kantraði út af Akranesi á leið í Borgarnes með áburðarfarm.
Mælifell byggt 1964 endalokunum var gerð skil á síðunni um daginn
Skógarfoss Byggður 1964 Rifinn Alang 2001
Poenicia betur þekkt áður sem Suðri og þar áður Ísborg Siglir enn og síðan 1991 sem "Livestock Carrier" Heitir Rihab undir fána Comoros
24.04.2011 16:46
Hvítanes ????
Mér er að detta í hug hvort þessi mynd sem Gunnar Þorsteinssin sendi mér um daginn
gæti verið af þessu skipi. Myndin sé tekin þannig að fremsta mastrið sjáist ekki
Skipi sem síðan bar nöfnin Hvítanes og Vatnajökull
og Laxfoss
Að vísu kom Hvítanes ekki fyrr en 1963 en Gunnar telur myndina tekna 1961, En hvað eru tvö ár á milli vina?? Hvað segja menn um þetta??
24.04.2011 14:50
Meira frá T Diedrich
Hér byrjum við á einum öldung Byggt 1919 Var undir enskum fána en hét Reykjanes og var í eigu eins af fyrstu útrásarvíkingunum Jóns Oddssonar.Virkilega heiðarlegum manni sem ungur að árum réði sig á enskan togara Vann sig upp í skipstjórastöðu Varð mikill aflamaður sem skipstjóri og farsæll útgerðarmaður. Þar til grimm örlög gripu í taumana. Ég hvet menn til að lesa Jóns skráða af Guðmundi Hagalín sem heitir "Í Vesturvíking" Jón átti Reykjanesið í 6 ár . Ég man vel eftir þessu skipi í Borgarnesi að losa kol er ég var þar strákur.Reykjanes var rifið á Englandi 1953
Svo er það Thomas Bjerco betur þekktur sem Norðri Byggður 1961 Tekin af skrá 1999 frekari örlög mér ókunn
Næst er það Rangá Nr I hjá Hafskip .með því nafni. Byggð 1962 Lenti í eldsvoða út at Perama (Grikklandi) 21-07-2007 og rifin í Aliaga (Tyrklandi) 16-08-2007 Hét þá Philippos K
Selá Nr I hjá Hafskip var byggð 1963 Lenti í eldsvoða á 34°20´N 033°.44´A 23-07- 1979 og sökk svo út af Beirut 1984 Hét þá Skymaster
1964 Hofsjökull seinna Stuðlafoss Var byggður 1964 Rifinn í Alang 2003 Hét þá Maya Reefer
Hér sem Stuðlafoss
23.04.2011 19:11
Spænsk syrpa
Næst er það Delfi skip sem betur er þekkt sem Katla

Hér sem Katla Ég sagði frá endalokum skipsins í gær

Næst er það Fjallfoss Nr II með því nafni hjá EÍ. Byggður 1954 og er hreinlega enn að undir nafninu GOD'S GRACE og veifar gána Nígeríu

Elisabeth Holwerda betur .þekkt sem Anna Borg Byggð 1961 rifin í Indónesíu 1987
Hér sem Anna Borg
Næst er það Borina betur þekkt sem Saga og var nr I með því nafni Byggð 1963 Strandaði sem Madimar í Rauðahafinu 18-03-1981 og varð þar til

Glaciar Azul Betur þekkktur sem Mávur byggður 1964 Strandaði í Vopnafirði 02-10- 1981 og varð þar til

Hér sem Mávur
Grecian betur þekkt undir nafninu Selá nr II með þvi nafni hjá Hafskip Skipið sökk undan N Psara eyju í Grikklandi 17-01- 2005 Hét þá Lady O

22.04.2011 22:03
Lagarfoss II
© Hans-Wilhelm Delfs
Hér i Bilbao
Hér á siglingu ???
© ókunnur
Hér á ytrihöfn Rvík© Oliragg
Hér sem Hoe Aik undir það síðasta í Singapoore 1977© Blue Funnel Bert
22.04.2011 17:04
Meira frá Malcom

Laxfoss ex Vatnajökull ex Hvítanes Byggður 1957 Varð eldi að bráð í Port Muhammad Bin Qasim Pakistan 19.12.1986 og rifinn upp úr því á Gadani Beach 1987

Brúarfoss Byggður 1960 Rifinn í Alang Indlandi 1990 Að mínu mati, (ásamt systurskipi Selfossi)fallegasta skip íslenska kaupskipaflotans fyrr og síðar

Sæborg Byggð 1961 Sökk eftir árekstur við rússneskt skip Petko F Slavejkov í Bosphorus sundi 29.08.1987

Ísnes byggt 1967, Siglir enn í dag undir nafninu FOTINOULA og veifar grískum fána

Hofsjökull seinna Stuðlafoss Byggður 1973 en endurbyggður 1978 má segja eftir mikin bruna Rifin á Alang 2005

22.04.2011 15:07
Syrpa frá Malcom Cranfield 1
Dagstjarnan, ex Þyrill Byggð 1943 Rifin í Belgíu 1979

Katla Byggð 1948 Rifin á Gadani Beach Pakistan 1981

Arnarfell Byggt 1949 Rifið Eleusis Grikklandi 1983

Dettifoss byggður 1949 Skipinu hvolfdiá ytrihöfn Cebu Philpseyjum 12.10.1978

Hamrafell Byggt 1952 Rifið á Indlandi. Mumbai (Bombay) 1974

Dísarfell Byggt 1953 Rifið í Grikklandi 1988

21.04.2011 12:44
CMA CGM Christophe Colomb
Tveir franskir yfirmenn á gámaflutningaskipinu CMA CGM Christophe Colomb fórust og einn háseti slasaðist við björgunaræfingu skipshafnarinnar í höfninni í Yantian þann 15. apríl. sl.Virðist sem útbúnaður í gálga fyrir björgunarbátin hafi gefið sig þegar hífa átti bátinn upp aftur í lok æfingar. Með þeim afleiðingum að hann féll í sjóinn aftur.Skipstjórinn og yfirstýrimaðurinn stungu sér strax í sjóinn til að reyna að bjarga félögum sínim en allt kom fyrir ekki. Útbúnaðurinn hafði verið yfirfarinn í september og slysalaus æfing hafði verið framkvæmd í janúar
CMA CGM Christophe Colomb© Hannes van Rijn
Skipið er byggt hjá Daewoo SB & ME Co í Okpo Kóreu 2009. Fyrir franska aðila Það mældist 153022.0 ts 157092.0 dwt. Loa:365.50. m brd: 51.2.0 m Skipið siglir undir frönskum fána
© Hannes van Rijn
© Derek Sands
21.04.2011 12:40
Danica Sunrise
Eitt af minu gömlu skipun Danica Sunrise er í miklum vandræðum í Mumbai, Og hefur verið kyrrsett þar. Sagan mun vera sú að útgerðin hafði ráðið tvo enska vopnaða varðmenn fyrir ferðina þar á undan, Sem sennilega var með vopn frá Vilmington USA í Persaflóan; Þetta er að vísu mín tilgáta byggð á minni veru á skipum útgerðarinnar, En skipið var svo á leið til Mumbai í "ballest" þegar varðmennirnir hentu vopnum sínum í sjóinn, En þeir áttu að fljúga heim frá Mumbai. En það vildi svo ekki betur til en svo að til þeirra sást. Og nú liggur skipið í Mumbai og áhöfnin ákærð fyrir vopnasmygl og terróisma
Skipið var bygt hjá Saksköbing M & S í Saksköbing Danmörk 1090 fyrir H. Folmer Kaupmannahöfn Það mældist: 1087.0 ts 1295.o dwt. Loa:66.80 m brd: 10.20