18.11.2015 22:33

ARNARFELL IV

Hér eru nokkrar myndir og fróðleikur um ARNARFELL IV
Lokað fyrir álit

18.11.2015 21:57

Vs TÝR

Vs TÝR er að ég best veit á suðrænum slóðum nú um stundir

TÝR á Möltu

                                                                                                                                    ©  E.L.Stafrace of Paola,Malta

Skipið var smíðað hjá Århus DY í Århus Danmörk 1975 (Hann er því fertugur í ár) fyrir Ríkissjóð Íslands Hann mældist 923,0 ts 513,0 dwt, Loa: 71,0 m brd:10,10 m 

TÝR á Möltu

                                                                                                                              ©  E.L.Stafrace of Paola,Malta

                                                                                                                         ©  E.L.Stafrace of Paola,Malta
Lokað fyrir álit

13.11.2015 15:31

Jónas og dönsku skipin

Snúum okkur aðeins nær nútímanum Jónas Guðmundsson (1930-1985) ,oft kallaður "stýrimaður" var mikill listamaður. Góður rithöfundur,listmálari og skemmtilegur útvarpsmaður Eftir hann liggja nokkrar skemmtilegar og fræðandi bækur Þ.á.m ein sem ber nafnið "Hægur sunnan sjö. Þar segir Jónas m.a frá dvöl sinni á danska motorskipinu NORDVEST Hér má lesa meira um það skip og einnig  hér og smáviðbót hér Einnig skrifaði Jónas bókina "Grænladsfarið" en þar lýsir hann dvöl sinni á öðru dönsku kaupskipi LOTTE NIELSEN.Sem má lesa um hér

LOTTE NIELSEN


                                                                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.dk

                                                                                                                   © Handels- og Søfartsmuseets.dk



                                                                                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Ég hvet alla sem ekki hafa lesið bækur Jónasar að gera það
Lokað fyrir álit

12.11.2015 17:32

Fullveldi,verslun og siglingar II

Í tilefni að því1899  að 25 ár voru liðin frá því að Kristján XI afhenti Íslendingum stjórnarskrá þá skrifaði  cand. juris & polit.Jón Krabbe, aðstoðarmaður í ráðaneytinu fyrir ísland, grein í *Nordisk Tidsskrift* 1899 (bls. 96-116).Hafði greinarhöfundur  rannsakað, hvort landið hafi nú tekið miklum eða litlum framförum á þessu tímabili. Sem sönnun fyrir því, að framfarirnar séu eigi alllitlar, bendir hann fyrst á, hve stórkostlega viðskiftamagn verslunarinnar við önnur lönd hafi vaxið (t. d. úr rúmum 3 milj. 1849 upp í rúmar 15 milj. 1896) og siglingar til landsins aukist (t. d. lestarúm útlendra skipa 1863-72 rúmar 15 þús. smálestir, en 1896 nálega 72 þús. smálestir).Af hinum útfluttu vörum séu landvörurnar hér um bil 1/3 og hafi vörumagnið, að því er þær snertir, haldist nokkurnveginn óbreytt hinn síðasta mannsaldur.

E.S Ingólfur fyrsta vélknúna vöruflutningaskip sem smíðað var fyrir Íslendinga 1908


                                                                                                      Mynd úr mínum fórum © ókunnur

Aftur hafi útflutningur á sjávarafla, sem nú sé um 2/3 alls þess, er útflutt sé, aukist stórum. Þannig var t. d. 1849 ekki flutt út nema 5.1/4 milj. pd. af saltfiski, en 1896 rúmlega 22 milj. pd. Yfirlit yfir innfluttar vörur segir höf. bendi mjög á bættan efnahag manna, t. d. aukin sykurkaup (1840: 1,81 pd. á mann, en 1896: 27,92 pd.) og kaffikaup (1840: 1,54, en 1896: 10,33). Reyndar sé sykureyðslan á mann hálfu minni en í Danmörku, en hinn mikli vöxtur hennar bendi þó á bættan efnahag og sýni, hve fátæktin hafi verið mikil áður. Kaffieyðslan þykir honum furðu mikil, því hún sé meiri en í nokkru öðru landi í Norðurálfunni. En hann getur þess ekki, að á Íslandi er svo sem ekkert drukkið af tei, en mikið í öðrum löndum. Samanburðurinn verður því ekki réttur, nema hvorttveggja sé tekið í einu lagi, bæði te og kaffi. Merkilegt er að sjá, að þrátt fyrir aukið kaupmagn var nákvæmlega jafnmikið keypt af brennivíni á mann árið 1896 eins og 1840 (5,05 ptt.). Brennivínsdrykkjan hefir því ekkert aukist og þakkar höf. það hinum öflugu bindindishreyfingum nú á síðustu árum.

Hér er Ingólfur í forgrunni á ytri höfn Reykjavík i byrjun 20 aldarinar


                                                                                                            Mynd úr mínum fórum © ókunnur



En auk þess að viðskiftamagnið hefir vaxið, hafa íslenzku vörurnar hækkað mjög í verði í samanburði við útlendu vöruna. Þannig þurfti t. d. 1849 9-7 pd. af saltfiski eða 35,5 pd. af ull til þess að kaupa eina rúgtunnu, en á síðustu árum hefir hún fengist fyrir 7 pd. af saltfiski eða 22 pd. af ull Og fleiri skrifuðu um framfarir Í Eimreiðinni í sept 1900 segir m.a: "Hina fyrstu þrjá fjórðunga aldarinnar vóru samgöngubæturnar nauðalitlar. Að vegagerð var svo sem ekkert unnið og samgöngur á sjó bötnuðu lítið. Helsta framförin var að eimskip fóru að ganga til landsins (fyrst 1858), en 1875 var þó ekki lengra komið en það, að eitt eimskip fór þangað 7 ferðir á ári og kom við í 3 ferðunum á 2 stöðum, en í hinum 4 að eins á einum stað. En strandferðir vóru engar. Fyrst eftir að alþingi hafði fengið fjárveitingarvaldið var farið að vinna að því að bæta samgöngurnar, og á hinum síðasta aldarfjórðungi hafa þær líka verið bættar stórkostlega, einkum á sjó.

BARON STERNBLAD  Skip Sameinaða sem hingað sigldi


                                                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Nú sigla þannig 4 stór eimskip frá "Hinu sameinaða eimskipafélagi" minst 18 ferðir á ári milli Khafnar og Rvíkur með ákveðinni ferðaáætlun, og í 12 af þessum ferðum sigla þau að meira eða mínna leyti kringum landið og koma við á alt að 22 stöðum í báðum leiðum, auk þess sem þau jafhan koma við í Skotlandi og oftast á 2-3 hafnir á Færeyjum. Auk þess ganga í hverjum mánuði skip með ákveðínni ferðaáætlun millí Khafnar og Austur- og Norðurlandsins bæði frá »Thor E. Tulinius« og »Otto Wathnes Arvinger«, sem hafa hvor um sig 12 viðkomustaði á íslandi og koma auk þess við í Noregi og Færeyjum og stundum í Skotlandi. Og mörg önnur eimskip ganga nú árlega til landsins, án þess að þau þó hafi fasta ferðaáætlun. Auk strandferða þeirra, sem ofangreind skip veita, sigla nú stöðugt 2 strandbátar í mánuðunum apríl-október milli Rvíkur og Akureyrar, annar vestanlands 6 ferðir með 35 viðkomustöðum, en hinn austanlands 7 ferðir með 27 viðkomustöðum. Þá ganga eimbátar með fastri ferðaáætlun um sumartimann bæði á Faxaflóa og ísafjarðardjúpi, og auk þess ganga sunnanlands við og við 2 eimbátar einstakra manna (»Oddur« og »Hvítá«).

BARON STERNBLAD
                                                                                                                            © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Er því munurinn orðinn ærið mikill frá því, sem var fyrir 25 árum síðan, enda er nú fólk farið að ferðast miklu meira en áður, bæði innanlands og til útlanda,sem teljast verður heillavænlegra fyrir þjóðfélagið, en að
menn sitji altaf kyrrir á sömu þúfunni og sjái aldrei neitt nema
það, sem þar gerist. Sú öld er nú úti, þegar svo fáir höfðu komið út fyrir landsteinana, að þeir vóru auðkendir með því, að kalla þá »siglda«, og almenningur áleit, að þeir einir hefðu rétt til að ganga á frakka, - jafnvel þótt þeir hefðu siglt til fangelsisvistar. En lítum svo aðeins í blað sem hét "Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi" þ 17-01-1906 Og höfum í huga að þetta er skrifað fyrir tæpum 110 árum Þegar vér rennum huganum til gufuskipafjöldans, er árlega flytja vörur til Íslands, og koma afurðum lands vors á erlendan markað, hlýtur hverjum Íslendingi að renna það til rifja, að allir þessir vöruflutningar skuli vera framkvæmdir af skipum, sem eru eign litlendinga. Vöruflutningarnir til landsins, og héðan til útlanda, fara vaxandi ár frá ári, og vaxa óefað hröðum fetum á næstu árum, að því skapi sem atvinnuvegir landsmanna komast í betra horf. Smjörbúin mega enn teljast á bernskuskeiði hér á landi, og enginn efi á því, að þeim vex bráðlega fiskur um hrygg, og fjölgar stórum, eins og fiskiveiðar landsmanna taka óefað miklum framförum. Það er því eigi gott að spá því, hve flutningaþörfin kann að aukast stórkostlega á næstu árum, auk þess er ferðalög manna milli Íslands og útlanda fara mjög í vöxt. Það er því engin smáræðis-upphæð, sem árlega fer út úr landinu, fyrir vöru- og farþegja-flutninga, auk þess er atvinnan við siglingar þessar má heita algjörlega í höndum útlendinga. Engum mun því dyljast, hve afarmikils varðandi það spari, ef fé það, sem til þessa gengur, lenti innan lands, en eigi i vösum útlendinga
Það er þvi eitt af þýðingarmeiri framtíðarmálum lands vors, að koma þessu í annað horf, í það horf, að vöru- og farþegjaflutningar milli íslands og útlanda fari að mestu leyti fram á islenskum skipum, og að atvinnan við siglingar þessar komist i hendur Islendinga.


FALKEN Danskt björgunar og varðskip hér við land


                                                                                                                         © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Vér efum alls eigi, að þetta verði svo, er tímar liða, efum alls eigi, að íslensk skip, með íslenskum mönnum, og Ísienskum fána, geri þá nafn Islands kunnugt víða um heim Þetta eru vonarljóðin, sem ómur hafsins kveður við strendur íands vors. En til þess að þessi hugsjón geti rætst sem fyrst, skiptir miklu, að byrjunin drægist eigi allt of lengi. Það er landinu að þvi skapi meiri skaði, sem drátturinn verður lengri. Dönum þykir það borga sig, að mynda hlutafélög, eins og t. d. Thore-félagið, til þess að annast vöru- og fólksflutningana milli Íslands og útlanda, enda þótt á tvær hættur sé að tefla, þar sem hérlendir kaupmenn, og atvinnurekendur, ráða því að sjálísögðu, hverjum þeir fela flutninginn.En hversu miklu betur standa þá eigi Íslendingar að vigi, þar sem það eru þeir sjálfir, er yfir vöruflutningunum ráða?

NORDJYLLAND var í Íslandssiglingum

                                                                                                                © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér virðist þvi eigi vanta annað, en dugnað, framtakssemi og félagslyndi. Það. sem vantar, til að skapa byrjunina, er það, að ýmsir helstu kaupmenn,og atvinnurekendur, hér á landi komi sér saman, og stofni öflugt, innlent gufuskipafélag. Þó að félag þetta geti eigi annast, nema nokkum hluta af flutningunum fyrst i stað, þá væri þó afar-mikið unnið, er byrjunin væri gjörð, og væntanlega liði þá eigi á löngu, uns félag þetta færði meira og meira út kvíarnar. Og vissulega sýnist áhættan i þessu efni eigi vera mikil. Allar líkur til, að fyrirtækið hlyti engu siður að reynast íslendingum arðvænlegt, en útlendingum. Vér höfum að þessu sinni að eins viljað víkja stuttlega að þessu þýðingarmikla málefni, sem óskandi væri, að kaupmenn, Og aðrir atvinnurekendur, vildu taka til rækilegrar íhugunar, svo að framkvæmiiirnar drægjust ekki mjög mörg árin.

Lokað fyrir álit

08.11.2015 19:30

Fullveldi verslun og siglingarr I

Það sem gerist í nútíð og framtíð á sér einhverjar rætur í fortíðinni. Saga, sem er að skapast og mun skapast, hlýtur einatt að mótast af atburðarás fyrri tíma. Öllum er því nauðsynlegt að þekkja almenna sögu, og þó hvað helst sögu sinnar eigin þjóðar sem allra best. Við íslendingar stöndum betur að vígi í þessum efnum en flestir aðrir. Við vitum deili á mönnum er mest koma við sögu, og á þeim atburðum sem örlögin hafa ráðið í sögu þjóðar vorrar frá því fyrstu landnámsmenn bar að garði.Landið var snautt af þeim hráefnum, sem öðrum fremur voru nauðsynleg til skipa bygginga.En eyþjóð í mikilli fjarlægð frá öðrum löndum, er nauðsynlegt að hafa skip til umráða eigi hún sjálf að geta annast verslun og siglingar.Er það grundvöllurinn fyrir sjálfstæðu lífi hennar.

Íngólfur Arnarsson kemur að landi í Reykjavík
                                                                                                                 Málverk eftir Johan Peter Raadsig (1806 - 1882),

Landnámsmennirnlr íslensku voru harðgerðir menn, og um aldir mæddu þjóðina hretviðri óblíðar náttúru og erlendrar kúgunar, bæði í stjórnmálum og verslun. Fræ hugsjóna og framtaks er Fjölnismenn og Jón Sigurðsson sáðu á 2. og 3. fjórðungi 19. aldar, festu rætur í hugum fólksins, og þrátt fyrir öll harðindi seinni hluta aldarinnar, uxu upp af þeim. margir traustir stofnar, sem. borið hafa ávexti þjóðinni til viðreisnar á flestum sviðum á eftirkomandi tímum Ýms tímamót sögunnar verða, leiðarmerki á framfarabrautinni. Stjórnin 1874 hvatti til meiri átaka.Á seinni hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar, má segja að íslendngar hafi fjarlægst aðrar menningarþjóðir meira en nokkurn tíma áður í sögu þjóöarinnar. Fjarlægðin var að vísu sú sama í mílum, en á verklegu sviði var bilið að breikka.Um löndin suður í. álfunni fóru nýir menningarstraumar eins og eldur í sinu.

Hér var Landsbankinn stofnaður 1885


                                                                                                                  Mynd úr mínum fórum © óþekktur


Einveldi féllu eða riðuðu til falls', og aðallinn fór smátt og smátt að missa sín forréttindi. Þjóðernishreyfingnar urðu sterkari og sterkari.Verklegar framfarir urðu geysimiklar. Gufuaflið kom til sögunnar svo vélaiðnaður óx hröðum skrefum. Gufuskip og járnbrautir, ritsími og talsími gjörbreyttu verslunarháttum og samgönguhraði margfaldaðist Nokkrir ungir menn fóru nú utan til verslunarnáms, þar á meðal tveir handgengnir' Jóni Sigurðssyni. Þeir voru. Þorlákur Ólafsson (Johnson) frændi Jóns og systursonur konu hans og Pétur Eggerz, dvöldu þeir báðir í Englandi um árabil og koma mikið við sögu verslunar seinni hluta 19. aldar.  Þegar stjórnin fluttist inn í landið 1904,var mikilsverður.i áfanga náð. Þá óx þjóðinni áræði til allra framkvæmda. 

Bankastræti fékk nafnið  af Bankanum sem þarna sést á miðri mynd

                                                                                                           Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Með stofnun Landsbankans: 1885 var stigið heillaríkt spor til þess að koma á fót lánsstofnun í landinu. Landsbankinn undir stjórn Tryggva. Gunnarssonar örfaði mjög þilskipaútgerðina og varð það tii þess að útflutningur sjávarafurða óx að miklum mun,Íslandsbanki var stofnaður 1902. Honum var gefið mikið vald í peningamálum. Hann lánaði einkum rekstursfé til kaupmanha og til útgerðar:, en varð einnig til þess að' styðja um of allskonar' óheilbrigt brask. (hljómar nútímalegt!) Á því sprakk hann'.síðar meir

Hinn mikli athafnamaður Tryggvi Gunnarsson


                                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Árið 1906 er merkisár í sögu verslunar og framtaks. Þá, kom síminn og fyrstu íslensku. togararnir. Þá var stofnað fyrsta íslenzka heildsölufyrirtækiS af þeim Ólafi Johnsoh, syni Þorláks Johnson, og Ludvik Kaaber, sem siðar varð einn af af bankastjórum Landsbankans Siglingar og verslun, sérstaklega eyþjóðarar sem okkar, haldast í hendur.Landnámsmenn voru miklir siglingamenn. Meðan ættatengsl voru sterkust milli íslendinga og höfðingja Noregs og íslenzkir höfðingjasynir fóru í víking, komst þjóðin sæmilega af með skipakost.

Íslenskir víkingar

                                                                                                                 Teikning eftir Oscar Arnold Wergeland

En þar sem ekki var nothæfur skógur í landinu til skipabygginga, misstu þeir smám saman tökin á siglingum milli landa, og á versluninni um leið. Keyrði um þverbak eftir að einokunin og einveldið urðu allsráðandi í landinu.Fljótlega eftir 1787 fóru einstakir atorkumenn íslenskir að eignast smáskip, sem þeir notuðu til vöruílutningam milli landa. Merkastur á því sviði var Bjarni Riddari Sivertsen í Hafnarfirði, er sjálfur rak skipasmíðastöð.

Bjarni Riddari Sivertsen


                                                                                                      Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Síðar komu gufuskipin til sögunnar.  Fyrsta gufuskipið sem hélt uppi áætlunarferðum milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur að tilstuðlan og með styrk stjórnarvalda var "Arcturus", 472 brúttósmálestir. Það kom fyrst til Reykjavíkur þann 27. apríl 1858. Skipið var á vegum fyrirtækisins Koch & Renderson, er síðar varð einn af stofnendum Sameinaða gufuskipafélagsins 1866. Það félag tók síðan við ferðunum, og hafði að að nokkru leiti til 19689 Að vísu hafði "Det islandske handelssamlag" í Björgvin sem stofnað var 1872 keypti gufuskip og fékk leyfi Jóns Sigurðssonar  til að láta það heita hans nafni. Þetta skip var sent fullhlaðið vörum til Íslands vorið 1872 og hafði viðkomu i Leirvík og Þórshöfn í Færeyjvim. Kom til. Reykjavikur 25. mai En þessi skipaútgerð lagði upp laupana 1878 Det Forenede Dampskibs-Selskab eða Sameinaða gufuskipafélagið eins og það heitir á íslensku stundaði svo Íslandssiglingar í rúm 100 ár Eða fljótlega eftir stofnun félagsins 1866 og til 1969. Fyrsta skipið sem notað var til þessara siglinga hét ARCTURUS og eftir að það skip fórst 1887 kom ANGLO DANE

ARCTURUS

                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Alexander Denny, Albert Yard, Dumbarton Bretlandi 1856 sem:VICTOR EMANUEL  Fáninn var:breskur Það mældist:331.0 ts.472.0 dwt  Loa: 47.60. m, brd 7.10. m. Skipið var búið Blackwood & Gordon 2-cyl. expansionsmaskine 60 hö Það gekk aðeins undir tveimur nöfnum En 1887 fékk það nafnið ARCTURUS  Nafn sem það bar síðast undir dönskum fána En 1887 sökk skipið eftir árekstur við SS Savona í  Øresund

ARCTURUS

                                                                                                                                    © Handels- og Søfartsmuseets.dk

                                                                       © Handels- og Søfartsmuseets.dk

ANGLO DANE

                                                                                          © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Andrew Leslie & Co. í Hebburn Bretlandi 1866   sem: ANGLO DANE Fáninn var: breskur Það mældist: 708.0 ts, 776.0 dwt. Loa: ?. m, brd ?.m Skipið hafði Andrew Leslie & Co., Hebburn, 2-cyl mótor 340 hö  Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni en hafði síðast danskan fána.En skipið rakst á tundurdufl undan Kirkabistervita við  Lerwick 21.10.1917. Einn maður fórst

ANGLO DANE

                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Lokað fyrir álit

01.11.2015 16:11

Greinin í Austra

Svona hljóðaði greinin í "Austra" í des 1898 sem kom inn í færsluna áðan:"Bæði á sjó og landi eru nú samgöngurnar orðnar miklu betri en áður, en einkum heíir síðasta alþingi veitt ríflegt fé til gufuskipaferðanna, bæði millilandaferðanna, og strandferöanna, sem óhætt mun mega fullyrða, að hafa þegar náð almenningsbylli. Hefir það eigi lítið stuðlað að því, hve heppilega hinu sameinaða gufuskipafélagi hefir tekist að velja yfirmennina til þeirra ferða, þá skipstjórana Jakobsen á "Hólum" og Ausberg á "Skálholti", er báðir eru ágætir sjómenn og nákunnugir öllum leiðum kringum landið, er sumar eru all vand rataðar,svo sem innsiglingarnar á Hornafjörð, Hvammsfjörð o.fl Eins og þeir líka hafa sýnt farpegjum alla  tilhliðrunarsemi og velvilja, t. d. með því að koma við á fleiri en hinum tilteknu viðkomustöðum, er sérílagi kom sér vel hér eystra í sumar með beitusíld hingað frá Eyjafirði, er reið á að kæmist sem fyrst í íshúsin á Brimnesi  og Eyrum , Þar  sem Jakobsen líka afskipaði henni áður en hann lagði hér til hafnar á Seyðisfirði.Það fór með ágóðann á þessum strandferðum svipað og hið sameinaða gufuskipafélag hafði búist við, að bann varð á flestum ferðunum miklu minni en enginn, en þó varla eins mikið tap á þeim og félagið hafði áætlað, því farpegjagjaldið á "Hóluni" varð víst meira en búist var við, og "Skálholt fékk meiri flutninga en gert var ráð fyrir.þannig mun "Skálholt" nú síðustu ferð hafa farið með fullan farm af saltkjöti frá Borðeyri til Kaupmannahafnar, er töluvert hefur bætt upp reikningshallann við úthald skipsins. En bæði þessi strandferðaskip hafa ótvírætt létt mjög undir atvinnnleitun alpýðu og gjört henni miklu hægra með að komast þangað í tækan tíma, er mest og best var atvinnuvonin. Loks ættti þessar tíðu strandferðir að bæta töluvert verslunina og gjöra hana bæði frjálsari og ódýrari,því nú getur hver verslað þar sem hann fær best kaupin, er svo hægt er að ná að sér vörunum, nálega frá öðru landshorni, og munu þau viðskipti sjáfsagt fara í vöxt, Þá munu viðskiptamenn og kaupmenn læra báöir að færa sér þessar hagkvæmn samgöngar sem best í hag.Sú verslun mundi og mest verða skuldlaus, sem er sú stefna, er verslun landsins ætti sem fyrst að ganga í. En það var töluverður og mjög ópægilegur Sá var annar galli á, að "Hólar þóttu rugga æði mikið, er illt var í sjóinn, er kom af því, að yíirbyggingiu var svo mikil; og jók pað mjög sjóveiki farpegja. Og eitthvað líkt hefir víst átt sér stað með "Skálholt", sem líka hafði all-háa yfirbyggingu. Vér áttum tal um báða þessa galla við Jakobsen skipstjóra á síðustu ferð hans, og kvaðst hann mundi gjöra sitt til, er hann kæmi til Kaupmannahafnar, að úr þessu yrði bætt með pví að gjöra þannig við skipið, að það yrði stöðugra í sjó; og sömuleiðis mundi hann leggja það til, að annaðhvort yrðu skipin látin mætast á endastöðvunum, eða þá færu allan hringinn í kring um landið, hvort á móti öðru, og mættust í Reykjavík. Mundi mikil bót að öðru hvoru þessu fyrirkomulagi hjá pví sem átti sér stað í sumar; og er vonandi að hið sameinaða gufuskipafélag taki svo kunnugs manns ráðum og því velviljaðs." Svo mörg voru þau orð fyrir tæpum 120 árum síðan En hefur nokkur hugleitt hvað margir íslendingar myndu vilja eyða einhverju af sumarleyfi sínu í siglingu kring um Eyjuna sína fallegu. Við sem höfum reynt það á góðviðrisdögum getum trútt um það talað

Lokað fyrir álit

01.11.2015 15:12

Strandferðaskip Sameinaða

Sameinaða gufuskipafélagið gerði samning við Rump Íslandsherra 1897 um siglingar milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur og strandferðir þar sem m.a. var gert ráð fyrir að félagið skyldi útvega tvö skip til sérstakra strandferða. Hinn 17. febrúar 1898 tilkynnti Sameinaða ráðuneyti Íslandsmála, að það hefði aflað sér skipa til strandferða við Ísland. Þau voru keypt frá Christianiu í Noregi og hétu Vadsø og Vardø smíðuð 1892-93.

SKÁLHOLT

                                                                                                                         © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipin voru 160 feta löng og öll yfirbyggð að undanskildu 40 feta svæði framan við brúna. Þau höfðu verið notuð til siglinga við vesturströnd Noregs og reynst þar vel. Í þeim var vel innréttað fyrsta farrými og Sameinaða sagðist ætla að láta innrétta annað farrými fyrir 30-40 farþega á aftara millidekki. Loks var gert ráð fyrir farþegaplássi (dekksfarþegum) í framlestinni. Hinn 10. mars var breytingum á skipunum lokið, og voru þeim gefin nöfnin Skálholt og Hólar. Var embættismönnum úr ráðuneyti Íslandsmála boðið að koma og skoða skipin við Kvæsthúsbrú í Kaupmannahöfn.

SKÁLHOLT

                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Sameinaða tilkynnti síðan, að brottför skipanna til Íslands væri ákveðin 2. apríl. Skyldu Hólar sigla fyrir austan land en Skálholt fyrir vestan. Gert var ráð fyrir að skipin færu strandferðir sínar á tímabilinu 15. apríl til 31. október eins og áður sagði og átti Austurlandsskipið að fara sjö ferðir, sem hver tæki 8-11 daga, en Vesturlandsskipið sex ferðir, sem tækju 9-12 daga.Hólar og Skálholt voru af flestum talin þokkaleg skip, en gallinn var sá, að oft fluttu þau alltof marga farþega. Með góðu móti var pláss í þeim fyrir hundrað farþega, en stundum voru farþegar í þeim fjórum til fimm sinnum fleiri.

HÓLAR


                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Ægði þá öllu saman, fólki, vörum og skepnum og átti þá margur illa vist Undir árslok 1898 birtist í blaðinu Austra ágæt úttekt á siglingum Hóla og Skálholts þeirra fyrsta sumar. Er þessi grein mun jákvæðari en venjulega tíðkaðist í blaðaskrifum um siglingar Dana við Ísland. Skipstjórunum, Jakobsen á Hólum og Aasberg á Skálholti er borin vel sagan. Þeir eru sagðir "ágætir sjómenn og nákunnugir öllum leiðum kringum landið". Þá hafi þeir "sýnt farþegjum alla tilhliðrunarsemi og velvilja", t.d. með því að koma við víðar en á hinum tilteknu viðkomustöðum.

HÓLAR Myndin er tekin á Breiðdalsvík. Verið að þétta botn skipsins eftir strand


                                                                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Ferðir þessara nýju skipa hafi orðið til þess að létta undir með þeim landsmönnum, sem sótt hafi vinnu í aðra landshluta, og þær styrki verslunarrekstur. Það sé hins vegar sá galli á skipunum, að þau ruggi mikið. Segir blaðið, að Jakobsen skipstjóri ætli að láta laga þetta. 
Lokað fyrir álit

31.10.2015 14:14

Thorefélagið III

Íslendingar hafa löngum kennt því um að þeir hefðu glutrað niður sjálfstæði sínu í öndverðu vegna þess að þeir létu siglingar úr höndum sér og urðu eingöngu upp á náð og miskunn norskra kaupmanna komnir með ferðir landa á milli. Nokkrar tilraunir voru gerðar til þess að reka strandferðarskip en flestar reyndust þær mislukkaðar þar sem flutningarnir voru ekki ábatasamir.

INGOLF

                                                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Árið 1897 hóf svokallað Thorefélag Þórarins E. Tuliniusar í Kaupmannahöfn ferðir hingað en ekki mun sú útgerð hafa reynst ábatasöm. Árið 1909 samdi landstjórnin þó við Thorefélagið um að sjá um siglingar hingað og taka upp viðkomu í Hamborg eins og margir íslenskir kaupsýslumenn höfðu áhuga á. Það var þó leyst undan þessum samningi 1912.Þórarinn E Tulinius stofnaði Thore hlutafélagið árið 1903 og var sjálfur framkvæmdarstjóri og aðalhluthafi. Félagið tók við skipum hans og keypti til viðbótar skipin Kong Inge (688 rúmlestir) og Scotland, (1000 rúmlestir) með 50 manna farþegarými. Thore félagið gerði Alþingi og landstjórninni í Reykjavík tilboð um siglingar til landsins og lofaði 36 ferðum á ári en Sameinaða gufuskipafélagið bauð hins vegar Íslendingum 30 ferðir en með lægri kostnaði en það hafði gert áður og tóku Íslendingar því tilboði hins Sameinaða gufuskipafélags fram yfir tilboð Thore félagsins. Þessi tvö félög áttu eftir vera þaðan frá í mikilli samkeppni við hvert annað sem bæði bætti samgöngur á milli landa,með auknum ferðum og lækkun gjalda því Thore félagið lækkaði farmgjöld milli Íslands og útlanda um 30% og fargjöld um 25%.93 Árið 1909 gerðu Íslendingar samning við bæði félög. Við Thore gerði landstjórnin samning til 10 ára um strandferðir og 24 millilanda ferðir til Íslands á ári. Þá áttu a.m.k. fjórar þessara millilandaferða að vera til Hamborgar, Leith og Íslands.

AUSTRI
                        

                                                                                                                                          © Sjöhistorie.no
Fyrir þetta fékk félagið 60 þúsund kr. í árlegan styrk. Á Alþingi 1909 var mikið rætt um  samgöngumálin og m.a. rætt um það að stofna íslenskt hlutafélag með þátttöku landssjóðs til skipakaupa. Málinu lyktaði þó á þann veg að Birni Jónssyni ráðherra var falið að semja við Thore-félagið til 10 ára um siglingar og strandferðir. Skyldi félagið halda uppi árlega að minnsta kosti 20 ferðum milli Kaupmannahafnar og íslands, fjórum frá Hamborg og Leith, og einnig standferðum.Greiddi landssjóður Thore-félaginu 60 þús. kr. árlegan styrk. í beinu framhaldi af þessum samningi jók Thore-félagið hlutafé sitt um 550 þús. kr. og samdi við dönsku skipasmíðastöðina Helsingör Værft um smíði tveggja lítilla strandferðaskipa. Skip þessi hlutu nöfnin Austri 443 rúmlestir að stærð og Vestri sem var jafnstór, enda systurskip.

VESTRI


                                                                                                                                                        © Sjöhistorie.no

Hvort skipið hafði rými fyrir 72 farþega á tveimur farrýmum. Þá eignaðist Thore-félagið þriðja skipið á þessu ári, 1910, e/s Ask, 937 rúmlestir að stærð, smíðaður í Kaupmannahöfn 1891. Seljandi var danska skipafélagið Aktiv og kom skipið fyrst til Islands í október 1910. Að því meðtöldu hafði félagið nú fimm eigin skip í millilandaferðum: Sterling, Kong Helge, Ingolf, Mjölni og Ask. Auk þeirra voru þrjú skip félagsins að staðaldri í strandferðum á tímabilinu apríl október: Austri, sem sigldi austur og norður fyrir land til Akureyrar, Vestri, sem sigldi vestur og norður fyrir land til Akureyrar, og Perwie, sem einkum var í ferðum við suðurströnd landsins Á fyrsta ári samningstímans, 1910, fóru skip félagsins 63 millilandaferðir, þar af 36 áætlunarferðir. Á þessu ári hófust reglubundnar siglingar til Hamborgar í fyrsta sinn og kom Kong Helge til Reykjavíkur úr fyrstu ferðinni þaðan2. apríl. En fljótlega kom í ljós mikill hallarekstur á strandferðaskipunum og svo fór að Thore-félagið var leyst undan samningnum frá 1909 að eigin ósk. Eftir nokkrar umræður á Alþingi, þar sem m.a. var rætt um að landssjóður keypti Austra og Vestra af Thore-félaginu, lyktaði málinu á þann veg að samið við Sameinaða gufuskipafélagið danska. Voru strandferðaskipin því strax seld að loknum ferðum hér í október 1912

ASK seinna HEKLA

                                                                                                               © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Fyrr á því ári hafði Þórarinn E. Tulinius látið af starfi framkvæmdastjóra
Thore-félagsins, en við starfi hans tók danskur maður Hendriksen að nafni, er áður hafði starfað hjá Sameinaða gufuskipafélaginu. Við þessi umskipti fækkaði mjög ferðum Thore-skipanna hingað til lands og árið 1914 lögðust þær alveg niður. Þá var skipastóll félagsins eftirtalin fjögur skip: E/s Sterling 1030 rúml. E/s Hekla (áður Ask) 937 rúml. E/s Kong Helge 883 rúml. og E/s Mjölnir 543 rúmlestir í ráðherratíð sinni var Björn
Jónsson hlynntur því að landssjóður keypti skip Thore-félagsins til að
brjóta af þjóðinni alveldi erlendra skipafélaga í siglingamálum. Ekki varð þó úr þeirri framkvæmd og þar kom að strandferðaskipin Austri og Vestri voru seld til Noregs, eins og áður er getið, þar sem þau voru lengi notuð og reyndust vel. íslendingum þótti illt að missa þessi skip úr þjónustu sinni, frumkvæði Thore-félagsins varð öðrum fyrirmynd og eggjaði menn til dáða í siglingamálum þjóðarinnar Þórarinn E. Tulinius og síðar
Thore-félagið höfðu skip sín í förum frá Danmörku til íslands á öllum
tímum árs. Strönduðu skip hans alloft og eitt fórst í hafís, eins og e.t.v. við mátti búast, norðanlands og austan, þar sem vitar voru fáir og veður oft válynd að vetrarlagi. Ekki lét Þórarinn það á sig fá og keypti ný skip í stað hinna sem fórust. Hélt Þórarinn E. Tulinius og Thore-félagið uppi reglubundnum ferðum milli íslands og útlanda auk strandferða hér um nær tveggja áratuga skeið.Meðal þekktra manna sem voru skipstjórar á Skipum Thore-félagsins má nefna m.a


Júlíus Júníusson sem stýrði AUSTRA



Guðmundur Kristjánsson sem stýrði VESTRA



Og síðastur skal til sögunnar nefndur


Emil Nielsensem sem stýrði STERLING





Þórarinn E Tulinius tók með skipum sínum upp heilbrigða samkepni við aðra, er héldu hér uppi siglingum Jafnframt skapaði það trú manna á möguleika íslenskra siglinga. trú, sem síðar bar ávexti í stofnun Eimskipafélags Íslands. Mér finnst satt að segja margt benda til að Þórarinn E. Tulinius hafi verið "með puttana í " að stofna Eimskipafélag Íslands 1914. Það er víst að hann og Björn Jónsson ritstjóri seinna Ráðherra voru miklir vinir. Og sonur Björns Sveinn seinna Forseti þekktust vel. En eins og menn vita var Sveinn einn af aðalhvatamönnum stofnunnar E.Í,


Þórarinn E. Tulinius



Og ég er harla viss um að Sveinn hefur sótt í "viskubrunna" Þórarins um Íslandssiglingar í aðdraganda þeirrar félagsstofnunnar. Og skyldi það hafa verið tilviljun ein að einn af skipstjórum THORE-félagsins var ráðin framkvæmdastjóri hins nýja félags. Ég læt þessum færslum um þennan, nú gleymda mikla baráttum mann um íslenskra strand- og millilandasiglingar.

Björn Jónsson Seinna ráðherra, vinur Þórarins og samherji í fullveldisbaráttunni þar sem siglingar til og frá landinu voru á oddinum



Efnið hef ég sótt hingað og þangað.M.a frá Guðmundi Sveinssyni safnstjóra á Norðfirði Þesstíma blöðum þ.á.m "Norðurland" "Austurland" "Eimreiðin" o.fl Svo og grein eftir Guðmund Sæmundsson í Sjómannadagsblaðinu 1987. Ég mun seinna koma með nánari upplýsingar um skipin sem komu við sögu í þessum færslum

Lokað fyrir álit

29.10.2015 18:29

Thorefélagið II

Ein og fyrr sagði fæddist Þórarinn Erlendur  Tulinius á Eskifirði þann 28. júlí 1860, sonur Carls Daniels Tuliniusar kaupmanns og konsúls þar og konu hans Guðrúnar Þórarinsdóttur. Ungur að árum var Þórarinn Erlendur sendur til Danmerkur í Hróaskelduskóla, eftir fjögura ára nám þar hóf hann að stuna verslunarfræði í Faaborg á Fjóni. Eftir fjögura ára nám þar hélt hann til föður síns á Eskifirði og starfaði við fyrirtæki hans á hverju sumri fram til 1886.

Þórarinn Erlendur  Tulinius  




Á vetrum var hann erlendis, við framhaldsnám í verslunarskóla og til frekari þjálfunar í verslunarfræðum.  Árið 1887 settist Þórarinn Erlendur að í Kaupmannahöfn og átti þar síðan heima til æviloka. Í Danmörku tók hann upp þann hátt að skrifa sig Thor E. Tulinius, og það nafn notaði hann jafnan eftir það. Árið 1889 stofnaði Þórarinn eigið fyrirtæki, umboðs- og heildverslun, og gerðist einkum umboðsmaður íslenskra kaupmanna. Fyrirtækið var smátt í sniðum í byrjun, en viðskiptin uxu brátt. Leið ekki á löngu uns Þórarinn hóf jafnframt umboðssölunni verslunarrekstur á Íslandi.

Mjölnir

                                                                                                                            © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Árið 1899 kaupir hann verslun bróður síns Carl Andreas Tulinius á Fáskrúðsfirði, keypti síðan verslun á Hornafirði og aðra á Akureyri. Eftir lát föður síns  árið 1905, festi hann kaup á verslun hans á Eskifirði. Þessar fjórar verslanir rak hann lengi, jafnhliða öðrum umsvifum. Einnig rak hann eigin skipakost til vöruflutninga. Árið 1903 var að hans forgöngu stofnað í Kaupmannahöfn nýtt hlutafélag sem fyrst og fremst skyldi einbeita sér að gufuskipaferðum milli Íslands og annarra landa. Nefndist félag þetta "A/S Dampskibsselskabet THORE".

KONG TRYGGVE

                                                                                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Sjálfur var Þórarinn langstærsti hluthafinn og frá upphafi aðalforstjóri og lífið og sálin í fyrirtækinu. Um áramótin 1912-1913 lét hann af forstjórastarfi þar,  enda höfðu Danskir menn þá náð fullum yfirráðum í félaginu. Hlutafélagið tók við skipum hans Perwie og Mjölnir, og keypti til viðbótar Kong Inge og Skotland, og strandaði það síðarnefnda fyrsta árið við Færeyja. í stað þess keypti félagið Kong Tryggve , og síðar bættust  Kong Helge við.

KONG TRYGGVE


                                                                                                                           © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Auk þessara skipa hefir félagið haft til jafnaðar 3 til 4 leiguskip í förum hingað til lands. í vetri var varð félagið fyrir þvi óhappi að missa Kong lnge og Kong Tryggve  í vetrarferðum fyrir norðan land. En í stað þeirra voru svo keypt  eimskipin SterIing og lngólf  en þau þóttu þess tíma hraðskreið og góð skip, og er einkum  þótti Sterling gott farþegaskip Það má geta þess í framhjáhlaupi að allir fyrstu skipstjóranir hjá Eimskipafélagi Íslands höfðu fengið sína þjálfum í Íslandssiglingum hjá Thorefélaginu .                                                                                                                    SCOTLAND               

                                                                                                                                     © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Fr. Holme hét danskur stórkaupmaður sem snemma hafði gerst helsti lánardrottinn Gránufélagsins. Vegna mikilla skulda félagsins fékk hann brátt veð í öllum eignum þess og varð loks aðaleigandinn og hlaut að annast reksturinn. Þeir Holme og Thor E. Tulinius ákváðu nú að hefja samstarf um verslun og útgerð á Íslandi, stofna í því skyni nýtt hlutafélag og láta allar hina íslensku verslanir sínar renna inn í það.

STERLING                                      

                                                                                                                                © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hinn 18. sept. 1912 var stofnað hlutafélagið "De forenede Islandsforretninger" Hinar sameinuðu íslensku verslanir. Skyldi fyrirtækið reka verslun og fiskveiðar á Oddeyri við Eyjarfjörð, á Siglufirði, í Haganesvík, á Grafarósi, á Sauðárkróki og á Austfjörðum á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Seyðisfirði og Borgarfirði. Hlutaféð var upphaflega 500 þús. kr. En brátt aukið í 700 þú. kr. Í stjórn félagsins voru þrír stórkaupmenn, Fr. Holme, Thor E. Tulinius og Hans H. Styhr. Framkvæmdarstjórar voru þrír, einn í Danmörku og tveir á Íslandi. Íslensku framkvæmdastjórarnir voru Otto Tulinius á Akureyri, bróðir Þórarins, og Jón C.F. Arnesen á Eskifirði sem stjórnað hafði verslun Tuliniusar þar.

Hér er STERLING á ytrihöfn Reykjavíkur Við komu Friðrilks VIII 1907


                                                                                                                       © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Rekstur þessa stóra fyrirtækis gekk vel fyrstu árin. Árið 1918 var ákveðið að auka hlutafé þess úr 700 þús. kr. Í 1,5 millj. kr. Á því ári keypti Sameinaða eina stærstu og grónustu verslun á Íslandi, Ásgeirsverslun á Ísafirði, ásamt útibúum hennar. Auk áður talinna verslunarstaða á Norðurlandi og Austfjörðum rekur félagið um þessar mundir verslun, skipaútgerð og iðnað á Ísafirði, Flateyri, Bolungarvík, Hesteyri, Arngerðiseyri og Látrum í Aðalvík. Skömmu eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri bættust í hópinn hjá Sameinaða verslanir sem átt hafði Louis Zöllner kaupsýslumaður í Englandi. Var Sameinaða tvímælalaust langstærsta verslunarfyrirtæki sem nokkru sinni hafði starfað hér á landi eftir einokrun, með verslunarrekstur á um 20 stöðum í þremur landsfjórðungum og mikla útgerð að auki. En kreppa sú, sem tók að gera vart við sig fljótlega eftir lok styrjaldarinnar og fór smá saman harðnandi, lék mörg verslunar- og útgerðarfyrirtæki grátt. Þar á meðal voru "Hinar sameinuðu íslensku verslanir". Árið 1925 reyndist fyrirtækinu afar þungt í skauti. Þá var dræm sala á íslenskum afurðum og tölvert verðfall. Næsta ár fór kreppa þessi vaxandi, íslensk vara seldist seint og á mjög lágu verði. Þetta ár komst Sameinaða í þrot og var gert upp með miklu tapi á árunum 1926-1930. Missti Þórarinn E. Tulinius þar allar eignir sínar.Síðustu ár ævi sinnar átti Tulinius við þröngan kost að búa, en hélt að sögn kunnugra manna virðingu sinni og reisn allt til hinstu stundar. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 10. nóvember 1932, 72 ára að aldri. Hann var kvæntur danskri konu, Helgu dóttur Frich vélaverksmiðjueiganda í Árósum. Heimili þeirra hjóna var hið mesta höfðingsheimili og voru þeir Íslendingar ófáir sem nutu þar gestrisni og alúðar. Það er margt óskrifað enn um þennan merka mann. Ég mun "tutla" meiru innn hér um hann. Og vil taka það fram að góður vinur minn Guðmundur Sveinsson  fv umboðsmaður Ríkisskip á Norðfirðið hefur heldur betur verið mér haukur í horni við þessi skrif. Matað mig á ýmsum fróðleik um þann mæta mann Þórarinn E Og kann ég Guðmundi miklar þakkir fyrir

Lokað fyrir álit

25.10.2015 19:20

Torefélagið I

Vestfirðingar lögðu þungar lóðir á vogaskálar kaupskipaútgerðari eigu innfæddra. Og það gerðu Austfirðingar líka. Enda lágu Austfirðir í "þjóðbraut" til útlanda Íslendingar hafa löngum kennt því um að þeir hefðu glutrað niður sjálfstæði sínu í öndverðu vegna þess að þeir létu siglingar úr höndum sér og urðu eingöngu upp á náð og miskunn norskra kaupmanna komnir með ferðir landa á milli. Nokkrar tilraunir voru gerðar til þess að reka strandferðarskip en flestar reyndust þær mislukkaðar þar sem flutningarnir voru ekki ábatasamir. Árið 1897 hóf svokallað Thorefélag sem var í eigu Þórarins E Tuliniusar í Kaupmannahöfn ferðir hingað en ekki mun sú útgerð hafa reynst ábatasöm. Árið 1909 samdi landstjórnin þó við Thorefélagið um að sjá um siglingar hingað og taka upp viðkomu í Hamborg eins og margir íslenskir kaupsýslumenn höfðu áhuga á. Það var þó leyst undan þessum samningi 1912.

Þórarinn E Tulinius



Þórarinn E Tulinius var fæddur á Eskifirði 1860 og var sonur Carls D. Tuliniusar kaupmanns og konsúls þar, sem andaðist veturinn 1904, og konu hans Ouðrúnar Þórarinsdóttur prófasts Erlendssonar á Hofi í Álftafirði, og andaðist hún sama ár og maður hennar. í móðurætt var Þórarinn kominn af gömlum og góðum íslenskum ættum og gat rakið ætt sína upp til landnáms manna. Faðir hans var Suður- Jóti að ætt, og kom ungur til Íslands, um miðja síðustu öld. Var síðan verslunarstjóri fyrir verzlun Örum & Wulffs á Eskifirði og eignaðist þá verslun 1863, og rak hana fyrir sinn reikning þar til um aldamótin 1900 að sonur hans tók við.  Þórarinn Tulinius ólst upp í foreldrahúsum, þar til hann var 9 ára, þá var hann sendur til Danmerkur; gekk síðan á lærðaskólann í Hróarskeldu og tók þar fjórðabekkjarpróf og hætti þá því  námi

HJÁLMAR

                                                                                                                          © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Hann kaus heldur að nema verzlunarfræði og fór til kenslu til verslunarhússins P. F. Lagoni í Faaborg, og var 5 ár sem nemandi og eitt ár sem fullnuma verslunarmaður. Þau árin lagði liann mikla stund á að nema tungumál. Síðan hélt hann heim til föður síns og var hjá honum á hverju sumri fram til 1886, en á vetrum var hann erlendis til þess að afla sér þekkingar á verslunarmálum. Eimskipaútgerð Þórarins byrjar eiginlega 1898 en áður en hann keypti skip hafði hann árið 1895 tekist á hendur að halda uppi strandferðum með litlum styrk fyrir Norður- og Austurlandi, og leigði til þess lítið en sterkt norskt eimskip «Brimnæs». Þessum fyrstu strandferðum tók almenningur með fögnuði, enda reyndust ferðir þær happasælur, og var «Brimnæs» mjög mikið notað. Reynsla sú, sem fékkst við ferðir hans, hefur efalaust ýtt undir að «HóIar» og «SkáIholt, voru fengin til strandferða. 1896 leigði hann norskt skip lítið «Rjúkan» (250 lestir) til vörurflutninga hingað til lands, til verslana sinna. 1898 réðist Þorarinn í að kaupa gufuskip sjálfur. Þetta fyrsta skip hans hét «Hjálmar» (250 lestir), og þótti honum þá í mikið ráðist og skipið helst til stórt.

HJÁLMAR

                                                                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk


En brátt kom það í ljós, að «Hjálmar» nægði honum ekki, og þegar á næsta ári 1899 keypti hann «Víking» (400 lestir), sem strandaði árið eftir á Sauðárkrók. I stað hans var svo «Inga» keypt 1901 (300 lestir) og sama ár «Mjölnir» (750 lestir), en "Hjálmar"var seldur til Noregs. Loks var «Perwie» (550 lestir) keypt vorið 1902 í stað «Ingu», sem strandaði. Jafnframt þessum skipum hafði Þórarinn leiguskip í förum og hélt uppi föstum samgöngum milli útlanda, Austurlands og Norðurlands, og lét skip sín fara hinar afarþörfu, en um leið hættulegu vetrarferðir til norðurlandsins allt til Skagafjarðar, enda hefir hann mist sumt af skipum sínum einmitt á þeim ferðum.

PERWIE hét seinna CLARA

                                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Það kemur meira um þenna frumkvöðul "strandsiglinga" hérlendis
Lokað fyrir álit

25.10.2015 00:50

Siglingar og sjálfstæði III

Ég bið menn að taka þessi skrif mín hér ekki sem einhverja sagnfræði Enda eru þau ekki ætluð sem slík. Þau eru bara afleiðingar af grúski gamals kalls sem auðveldlega getur mis-lesið/skilið. En mér finnst við ekki geta skilið si svona við þennar mikla athafnamann Ásgeir G Ásgeirsson sem hafði mörg járn í eldinum Sem kannske svo seinna styrktu fullveldið. Eins og ég skrifaði í síðustu færslu þá réðst Ásgeir 1993 í kaup á 849 lesta gufuskipi fyrir eiginn reikning. Skipið kom til Ísafjarðar næsta ár og var nefnt Á. Ásgeirsson eftir föður Ásgeirs yngra en var jafnan kallað Ásgeir stóri.

A.ASGEIRSSON


                                                                                                                                              © Ljósmyndasafn Ísafjarða
Þetta var fyrsta gufuknúna millilandaskipið í eigu Íslendinga og flutti vörur til og frá versluninni og sigldi með saltfisk til Miðjarðarhafslanda á haustin.
Ásgeir varð að þigga nafnbótina Etatsráð úr hendi konungs 1908 Segir sagan að Ásgeir hafi verið lítt hrifin af nafnbótinni En hún var dönsk tignarnafnbót sem sumir báru fyrr á öldum. Tignin gekk ekki í arf. Um 1930 var hætt að notast við þessa nafnbót. Konungur sæmdi menn tigninni, en hún taldist vera af "þriðja flokki" (da. tredje rangklasse), þ.e.a.s. þeim mönnum leyfðist að líta á sig sem nokkurs konar aðalsmenn, sem hana báru. Einnig fylgdi sá réttur tigninni, að mönnum leyfðist að koma dætrum sínum að í Vemmetoft klaustri.Etatsráðstign fylgdi hvorki embætti né aðrar skyldur, og var hún aðeins virðingartitill, í það minnsta frá því um 1700  Til dæmis var H.C Andersen etatsráð. Meðal þekktra Íslendinga sem þessi nafnbót var veitt voru:Finnur Magnusson og Magnús Stephensen

Fiskireitir í Neðstakaupstað  1910                             

                                                                                                                               © Ljósmyndasafn Ísafjarða

Úr "Skírni" þ 01-01-1893

"Ásgeir kaupmaður Ásgeirsson lét t.d gera í Kaupmannahöfn fiskverkunarvél, er var smíði skipstjórans á gufubát, sem Ásgeir kaupmaður á og "Ásgeir litli" beitir; lét hann siðan nota vél þessa á Ísafirði; hún er knúð áfram með gufuafli og þvær 60 fiska á mínútunni; kvaö hún leysa það fullt eins vel af hendi eða betur en unnt er með handafli einu saman. Við vélina þarf að eins 2 menn og má vænta, að hún geti komið þeim að miklum notum, er mikinn sjávartitveg hafa"

Sífellt vaxandi umsvif Ásgeirsverslunar urðu til þess að stofnuð voru útibú á Flateyri, Hesteyri og Arngerðareyri, í Höfn í Hornvík, í Bolungarvík og á Suðureyri. Að auki hafði verslunin fiskmóttöku víða um Djúp og Hornstrandir. Líkur hafa verið leiddar að því, að Ásgeirsverslun hafi á mektarárum sínum átt 10-15% alls saltfisks sem fluttur var frá Íslandi, miðað við verðmæti, og stundum mun meira. Saltfiskur var langmikilvægasta útflutningsafurð Íslendinga á þessum tíma og vafasamt að nokkurt annað fyrirtæki hafi í annan tíma átt eins mikla hlutdeild í heildarútflutningi þjóðarinnar.  Straumhvörf urðu í vinnslu sjávarfangs og geymslu á beitu þegar farið var að reisa íshús hér á landi á síðustu árum 19. aldar. Fyrsta íshúsið á Vestfjörðum byggði Ásgeirsverslun í Neðstakaupstað á Ísafirði árið 1896 og var ísinn tekinn á Pollinum

Fyrsta Íshus á Ísafirði 1896

                                                                                                                     © Ljósmyndasafn Ísafjarða
Talsíminn var fundinn upp árið 1876 og breiddist þessi nýja tækni hratt um heiminn. Til Danmerkur barst síminn árið 1877 og þremur árum síðar var komið upp talsímakerfi í Kaupmannahöfn. Íslendingar erlendis komust vitaskuld í kynni við þetta undratæki. Þó varð dráttur á að menn reyndu að koma á talsambandi hér á landi. Það er Ásgeir kaupmaður yngri sem á heiðurinn af því að hafa fyrstur látið leggja síma á Íslandi. Hann var sem fyrr segir  einn af aðsópsmestu athafnamönnum landsins og þótti bæði framsýnn og djarfhuga. Verslun hans og útgerð urðu risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða enda urðu þau undirstaða mikils og blómlegs atvinnulífs á Ísafirði. Eins og áður sagði hafði Ásgeir jafnan vetursetu í Kaupmannahöfn og þar kynntist hann gildi talsímans. Þegar hann kom til Ísafjarðar vorið 1889 hafði hann í farteski sínu símtæki og efni í símalínu. Að sjálfsögðu var enginn maður á Ísafirði sem kunni til símalagningar en Ásgeir fékk til verksins þekktan hagleiksmann, Guðmund Pálsson, sem var beykir og þúsundþjalasmiður hjá Ásgeirsverslun. Hann lagði símalínu um hálfan kílómetra milli Faktorshússins í Neðstakaupstað og verslunarhúss Ásgeirsverslunar við Aðalstræti (nú Aðalstræti 15).

Fyrsta talsímatækið á Íslandi

  © Ljósmyndasafn Ísafjarða

Guðmundur Pálsson er þannig í raun fyrsti símamaðurinn á Íslandi. Síðan var önnur lína lögð frá Faktorshúsinu í vefnaðarvörudeild Ásgeirsverslunar, sem var þá í húsi því sem síðar var Aðalstræti 20 en hefur nú verið rifið. Þessar fyrstu símalínur landsins voru í notkun þar til símakerfi innanbæjar á Ísafirði var tekið í notkun árið 1908. Áður hafði verið lögð lína milli Ísafjarðar og Hnífsdals og var hún tekin í notkun árið 1892. Ásgeir kom einnig á fót hvalveiðistöð á Uppsalaeyri í Seyðisfirði í Djúpi í félagi við Norðmanninn Stixrud og gerðu þeir út tvo hvalveiðibáta.
Hvalveiðastöðina sem þeir Á.G Asgeirsson  reistu á Uppsalaeyri við
Seyðisfjörð vestra,var svo síðar flutt austur á Eskifjörð og reknar þar hvalveiðar um tíma.Þeir voru einnig sagðir eiga marmaranámu í Noregi en það er óstaðfest Fyrir ýmsum nýbreytingum gekst Ársgeirsverslunin á fyrri árum. Einna fyrstur mun Ásgeir hafa látið leggja sporbraut um verslunarlóðina til fisks og vöruaksturs; hafskipabryggja, myndarlegri en þá tíðkaðist, var bygð og þilskipaútgerð rekin í stórum stíl, eftir því sem þá gerðist

Á.G.Ásgeirsson stofnsetti hvalveiðistöð í Seyðisfirði

                                                                                                                                   © Ljósmyndasafn Ísafjarða

Ásgeir G. Ásgeirsson varð bráðkvaddur  í Danmörku árið 1912 í blóma lífsins aðein 56 ára gamall Og gekk dánarbúið þá óskipt til móður hans, frú Sigríðar Ásgeirsson. Verslunin var rekin áfram til ársins 1918 undir stjórn J. M. Riis, mágs Ásgeirs. Sigríður Ásgeirsson lést 1915 og ákváðu erfingjar hennar að selja fyrirtækið. Nokkur útibúanna voru seld kaupmönnum á svæðinu en Hin sameinuðu íslensku verslanir keyptu meginhlutann. 30. nóvember 1918 var síðasti dagurinn í 66 ára sögu Ásgeirsverslunar.

Þarna má sjá stakkstæðin  á öndverðri  20 öldimmi á Ísafirði

                                                                                                                               © Ljósmyndasafn Ísafjarða
Fyrirtækið sem í upphafi tengdist Jóni Sigurðssyni og þjóðfrelsisbaráttunni sterkum böndum hætti þannig starfsemi daginn áður en Íslendingar fengu fullveldi. En sem betur fer áttu íslendska þjóðin fleiri svona bjartsýna og djarfhuga menn sem sáu nauðsyn þess að siglingar til og frá landinu væru í höndum landsmanna sjálfra Þar má nefna m.a Otto Wathne og Thor E Tulinius fyrir austa. Kannske fá þeir sitt páss á þessari síðu Frh

Lokað fyrir álit

22.10.2015 18:18

Si II

Ásgeir "skipherra" og Jón Sigurðsson "forseti" voru miklir vinir og sammála um að siglingar til og frá landinu væri einn af aðalmáttarstólpum fullveldis þess .

Ásgeir G Ásgeirsson ásamt fl  fyrir utan hús sitt á Ísafirði 1908


                                                                                                              © Ljósmyndasafn Ísafjarða

Og þennan vilja þeirra drakk Ásgeir yngri í sig strax á barnsaldri Í grein eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum um Ásgeirsverslunina í "Vestra" 1918 segir m.a:" Ég minnist að hafa heyrt Asgeir yngri segja sem dæmi, hve fast hann hafi orðið að fylgja karli töður sínum, að oft hafi það verið, þá er þeir feðgar sátu heima hjá Jóni Sigurðssyni í Kaupmannahöfn. að á meðan karlarnir sátu að sumbli langt tram á nótt og ræddu um fullveldisbaráttuna og hvað væri fyrir Íslandi fyrir bestu þá hafl hann sofnað tram á borðið með epli, sem frú Ingibjörg hafði gefið honum, í hendinni".

Ásgeir G Ásgeirsson á samt konu sinni Lauru

                                                                                                              © Ljósmyndasafn Ísafjarðar


En eftir dauða föður síns 1877 tók Ásgeir G Ásgeirsson við fyrirtækjum hans.1889 kaupir Ásgeir G 36 tonna gufubát Sem hann gaf nafnið  Ásgeir litli í höfuðið á systursyni sínum Þetta var því fyrsta vélknúna (gufu) kaupskip í eigu Íslendinga. Ásgeir litli var notaður til áætlunarferða með póst og farþega í Ísafjarðardjúpi Einnig suður í Önundar- og Súgandafjörð Og N í Grunnavík Þessi litli bátur var líka fyrsti póst og farþegabátur á Íslandi Heimahöfn var að vísu alltaf í Kaupmannahöfn Og skipstjórar erlendir menn 

ÁSGEIR LITLI

                                                                                                                       © Ljósmyndasafn Ísafjarðar

Ímyndið ykkur,út af Vestförðum hafa nú aldrei talist með hættulitlum siglingaleiðu hérlendis. En þetta litla skip stóð þar fyrir sínu

ÁSGEIR LITLI

                                                                                                                                © Ljósmyndasafn Ísafjarðar

Hér er verið að skipa út vörum í ÁSGEIR LITLA á Ísafirði

                                                                                                                                     © Ljósmyndasafn Ísafjarðar

Og Ásgeir G var ekki hættur 1894 kaupir hann 25 ára gamallt gufuskip sem fær nafnið A AGEIRSSON eftir föður hans. Þetta var því fyrsta millilanda flutningaskipið í eigu íslendinga Heimahöfn var að vísu alltaf Kaupmannahöfn En maður getur ímyndað sér hefði íslendingar verið komnir með fullveldi og sér fána þá hefði Ásgeri sett skip sín undir hann. Skipið sigldi m.a til Miðjarðarhafs með saltfisk og svo nauðsynjavörur til landsins. Það var selt til Finnlands 1915..Það fórst svo á tundurdufli í Finnskaflóanum 1918

Hér er A.ASGEIRSSON á Eskifirði

                                                                                                                             © Skjala-og myndasafn Norðfjarðar

Hér á Ísafirði

                                                                                                                                           © Ljósmyndasafn Ísafjarðar

Hér í Kaupmannahöfn

                                                                                                                                            © photoship

Fyrsti íslenski skipstjóri á A.ASGEIRSON var Árni Aðalbjörnsson  Riis (1882-1960)



Ætli ég sé orðinn of skáldlegur þegar ég kalla Ásgeir G Ásgeirsson "guðfaðir" íslenskrar kaupskipaútgerðar  Frh

Lokað fyrir álit

20.10.2015 15:08

Siglingar og sjálfstæði

Eigum við aðeins að líta aftur til 19 aldarinnar. Og sjá hve siglingar til og frá landinu tengdust Sjálfstæðisbaráttunni Jón Sigurðsson (oftast kallaður forseti) notaði hvert tækifæri til að hvetja landa sína til dáða í atvinnumálum og lagði ríka áherslu á nauðsyn bættra verslunarhátta og  eflingu sjávarútvegs. Þar var helst von til framfara er gætu skilað þjóðinni í átt að efnahagslegu sjálfstæði. Hann var kosinn þingmaður Ísafjarðarsýslu árið 1844 og sigldi til Íslands sumarið 1845 til þess að sitja Alþingi. Í þeirri ferð heimsótti hann kjördæmi sitt og fundaði  með kjósendum, m.a. á Ísafirði.

Jón Forseti



Var sá fundur vel sóttur og komu þangað menn víðs vegar úr sýslunni. Ásgeir Ásgeirsson frá Arngerðareyri, fæddur 1817, var einn þeirra sem mætti á fundinn og var það upphaf kynna þeirra Jóns. Ásgeir hafði frá unga aldri stundað sjómennsku og var  nemma falin formennska. Skömmu eftir 1840 tók hann við stjórn á þilskipi og var þá ólærður að öllu öðru leyti en því, sem reynslan hafði kennt honum. Haustið 1846 sigldi Ásgeir til Danmerkur til náms í sjómannafræðum og varð fljótt tíður gestur í húsum Jóns. Tókst með þeim vinátta sem hélst meðan báðir lifðu. Er augljóst að Jón hefur haft mikil áhrif á Ásgeir og margar athafnir hans, eftir að hann kom heim aftur, voru í anda hugmynda Jóns og eflaust með hans hvatningu.

Ásgeir"skipherra"



                                                                                                     © Ljósmyndasafn Ísafjarðar



Ásgeir átti stóran þátt í uppbyggingu þess þéttbýlis sem myndaðist á Skutulsfjarðareyri og það er því rétt að fylgja hér aðeins lífshlaupi hans, ekki síst til að draga fram hlut Jóns Sigurðssonar í þeirri uppbyggingu. Ásgeir lauk skipstjórnarnámi námi vorið 1847 og sigldi heim á þilskipi sem hann hafði fest kaup á í Danmörku. Þá um sumarið sigldi Jón einnig til að sitja þing. Aftur lagði hann leið sína vestur og hélt m.a. fund á Ísafirði þar sem hann kom inn á mjög mikilvægt mál sem var bætt meðferð fisks og verkun sjávarafla. Að hans dómi var brýn nauðsyn á umbótum í þessum efnum því ekki væri allt fengið með því að færa sem mestan afla að landi.




                                                                                                                                       © Ljósmyndasafn Ísafjarðar
Ekki skipti minna máli að varan væri eftirsóknarverð vegna gæða. Vísasti vegurinn til að fá hátt verð fyrir fiskinn væri að vanda á allan hátt meðferð hans og verkun. Hvatti Jón Vestfirðinga til að hafa forystu um bætta fiskverkun og var niðurstaðan sú að á fundinum var kosin fiskverkunarnefnd sem vann svo að málinu í samstarfi við kaupmenn á staðnum. Skilaði þetta sér í mun betri vöru og treysti aðstöðu Íslendinga á saltfiskmarkaðnum. Þótti vestfirskur saltfiskur bera af öðrum saltfiski og var eftirsóknarverð vara á útlendum mörkuðum. Byggðu aðrir landsmenn síðan á þessari reynslu og kunnáttu.  Eftir heimkomuna hélt Ásgeir þilskipi sínu til hákarlaveiða enda hagnaðarvonin þar mest. Ekki leið á löngu þar til hann tók að leita fyrir sér um möguleika á að stofna félagsskap um verslun og útgerð á Ísafirði. Ræddi hann einkum við bændur í Djúpinu og tóku margir líklega í málaleitan hans. Má telja sennilegt að  Jón og Ásgeir hafi unnið saman að undirbúningi þessa máls því tilraun Ásgeirs var í fullu samræmi við skoðanir og vilja Jóns, sem hvað eftir annað hafði rætt og ritað um verslunarsamtök. Þegar kom að því að ganga formlega frá stofnun verslunarfélagsins, tóku menn hins vegar smám saman að skerast úr leik enda höfðu kaupmenn á Ísafirði, sem allir voru danskir, brugðist við hættunni með því að fara um sveitir þar sem þeir hittu bændur og skorti þar víst hvorki að fögur orð og girnileg fríðindi væru í boði. Ásgeir brást við þessu mótlæti með því hlaða skip sitt með fiski sjálfs síns og þeirra fáu útvegsbænda sem forsjá hans vildu hlíta, og lét í haf. Gerði hann góða ferð, hafði vetursetu í Danmörku og kom næsta vor til Ísafjarðar með töluverðan varning fyrir sjálfan sig og aðra. Haustið 1851 sigldi hann aftur utan með fisk og lýsi og kom heim vorið 1852, hlaðinn varningi, og opnaði sölubúð í Miðkaupstað á Ísafirði. Fór hún smám saman vaxandi eftir því sem árin liðu en samhliða rak hann útgerð og verkaði jöfnum höndum hákarlalýsi og saltfisk.Ásgeir "skipherra" eins og hann var oftast nefndur lést árið 1877 En hann lét eftir sig son Ásgeir Guðmund 

Ásgeir G Ásgeirsson

                                                                                                  © Ljósmyndasafn Ísafjarðar


Ásgeir yngri ólst upp hjá foreldrum sínum, var í æsku við verslun föður síns á Ísafirði á sumrum, en á skrifstofu hans í Khöfn á vetrum. Ásgeir "skipherra" virðist  snemma hafa ákveðið að hann skyldi taka við at sér, og tit þess að gera hann að duglegum kaupmanni, hafði hann sina einkennilegu aðferð. Að eins 12 ára gamlan tók hann fyrst son sinn með sér til útlanda. og tét hann jafnan lylgja sér, lét hann horfa á stórsjóana og kendi honum að stýra skipmu, enda varð hann mjög laginn sjómaður, þótt kaupmaður væti. í Kaupmannahöfn keypti hann svo fyrir son sinn stóra kistu fulla at ýms. um vamingi, sem hann varð sjáltur að selja, þegar heim kom. Þetta er nú orðinn langur formáli að sögu fyrstu gufu knúnu kaupskipum í íslenskri eigu.Og nú erum við loksins komin að fyrsta íslenska kaupskipaútgerðarmanninum Ásgeir G Ásgeirssyni  frh 
Lokað fyrir álit

18.10.2015 13:44

UNITED STATES

Nú er þetta gamla glæsilega skip UNITED STATES á leið í "pottana" Einhverntíma heyrði ég það eftir hafnsögumanni (sennilega í Hamborg) að hann hafi verið komin með skipið í höfn og setið inni hjá skipstjóranum og þegið veitingar. Þá hefði tímin sem skipið kom á komið til umræðu. Hann væri óhentugur fyrir hafnsögumennina ,hversvegna man ég ekki. Þá spurði skipstjórinn :"Hvað viljið þið að við mörgum tímum fyrr" Seinna fannst ekki í orðabók skipsins.

UNITED STATES 

                                                                                                                          ©.Kees Heemskerk

Skipið var smíðað hjá Newport News SB í Newport News USA 1952 sem:UNITED STATES  Fáninn var: USA Það mældist: 53330.00 ts, 13016.00 dwt. Loa: 301.80. m, brd 31.00. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána

UNITED STATES

                                                                                                                                                © Chris Howell


                                                                                                            © Chris Howell

Hér má lesa mikið um skipið og svo er vídeóklipp hérna
Lokað fyrir álit

17.10.2015 21:19

Brautryðendur

Við sem höfum siglt hér á ströndinni vita hve það getur verið erfitt. Straumrastir,stormar og byljir.Nú við starfslok eins af farsælustu skipstjórum flotans leita hugurinn  til fortíðarinnar. Og þeirra manna sem ruddu brautina. Og ekki var mulið undir þá með tæki Til að byrja með með "hippsum happs" segulkompás sem stundum var kolrangur eftir hafnarverur. Menn lærðu að þekkja mið eftir auðkennum í landi o.sv.fr  Maður hugsar til þessara manna með mikilli virðingu. Fyrsti skipsstjórinn á fyrsta íslenska millilanda kaupskipinu hét Sigurður Pétursson Svona til gamans má geta þess að Sigurður var fyrsti stýrimaður á flóabátnum INGÓLFI (sem var smíðaður var hjá Mjellem & Karlsen í Bergen í Noregi 1908) fyrsta eiginlega kaupskipi sem sérstaklega var smíðað fyrir íslendinga á árunum 1919 -12

Sigurður Pétursson



Hérna má lesa um bernsku árin og einnig hérna Sumir sigldu í báðum WW og allavega tveir sem skipstjórar Þeir Júlíus Júlíníusson og Pétur Björnsson. Í mínum huga eru þeir frægastir fyrir að hafa verið fyrstu íslensku kaupskipa skipstjórarnir til að láta draga íslenska fánan að hún á skipum sínum 1 des 1918. Júlíus lét sinn yngsta háseta gera það Sá hét Loftur Bjarnason seinna mikill athafnamaður.Ég tel það mikið happ fyrir þá hugtsjónamenn sem stofnuðu Eimskipafélag Íslands í jan 1914 að ráða til sín sem "stjóra" Emil Nielsen í árdögum félagsins.

Emil Nielsen



Emil hafði um árabil verið skipstjóri á strandferðaskipinu Sterling.
Einusinni var Sterling með vöru sem losa átti inn í Hvalfirði Einhverra hluta vegna vegna taldi Nielsen hagkvæmara að fá leigða skútu til að koma vörunni á áfangastað. Það gekk efttir. Stýrimaður á skútunni hét Einar Stefánsson ungur maður af Vatnleysuströnd nýkominn með próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík (1905 )Ekki löngu síðar mun það fyrst hafa komið til tals milli Sveins Björnssonar(seinna forseta Íslands ) og Emil Nielsen þegar Nielsen var enn skipstjóri á STERLING, að stofnað yrði íslenskt gufuskipafélag.

Einar Stefánsson



"Þá vantar okkur menn," segir Sveinn Björnsson. "Það er hægt að ala þá upp á fáum árum," svarar Nielsen Kannske minnugur unga íslenska stýrimannsins á skútunni. Nokkru síðar kemur Nielsen að máli við Elnar og spyr hann hvort hann mundi vilja halda áfram að læra, fara á skóla í Danmörku og í erlendar siglingar. Þegar Einar hafði tryggt fjárhagshlið framhaldsnámsins, lét Nielsen hann fá fría ferð með sér á Sterling til Kaupmannahafnar.  Stundaði Einar síðan nám á sjómannaskóla í Marstal, fór síðan í siglingar á vöruflutningaskipum. Var Einar orðinn 1.stýrimaður á Mjölni, er hann réðist sem 2. stýrimaður á Gullfoss, þegar það skip hóf siglingar hér við land. Þegar ríkisstjórnin keypti Sterling 1917 varð Einar skipstjóri á skipinu, en hann hafði þá um sinn verið 1.stýrimaður á Lagarfossi. Var Einar sendur út til að taka á móti skipinu, sem þá um nokkur ár hafði verið i eigu Svia sem notuðu það til vöruflutninga.Með Sterling er Einar svo þar til hann tekur Goðafoss II nýjan 1921

Einar sigldi svo þriðju nýsmíði og fjórða skipi EÍ Goðafossi II inn í Reykjavíkurhöfn í fyrsta sinn 9 sept 1921


                                                                                               Mynd úr mínum fórum © óþekktur



Nú fóru fleiri  íslenskir skipstjórnarmenn að fikra sig upp metorðastigan hjá EÍ Þ.á.m Ásgeir Jónasson Bjarni Jónsson, Eymundur Magnússon, Sigurður Gíslason Jónas Böðvarsson, Haraldur Ólafsson svo aðeins fáir séu nefndir

Ásgeir Jónasson

Bjarni Jónsson




 Eymundur Magnússon



Sigurður Gíslason



Jónas Böðvarsson



Haraldur Ólafsson



Þetta eru bara örfáir af "frumherjunum" tekir af handahófi úr hugarfylgsni gamals kalls Margur mætur maðurinn ábyggilega útundan. Svo ber að geta að þegar Skipaúgerð Ríkisins var stofnuð 1929 þá færðust margir skipstjórnarmenn frá EÍ þangað Má þar nefna m.a Pálma Loftsson, Ásgeir Sigurðssons o.fl En frá þessum mönnum segi ég kannske seinnna  En við skulum ljúka þessu með að líta í db Vísir 18 okt 1965 Þar sem einn af framangreindum skipstjórum er að taka við sínu síðasta skipi fyrir Eimskipafélag Íslands

           


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3791
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 193884
Samtals gestir: 8228
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:28:43
clockhere