Færslur: 2011 Nóvember

27.11.2011 15:20

Borund

Það hefur verið lítið minnst á lítið norskt skip sem hvarf í N-Atlantshafi í  mars 1941 Og með því 13 sjómenn þar af tveir íslendingar. Skipið hafði farið frá Reykjavík áleiðis til  Scrabster Skotlandi með ísfisk 25 mars Síðan hefur ekkert til skipsins spurst.


Forsíða Vísis 08-04-1941



 Skipið var byggt sem togari hjá Mediterranee í La Seyne Frakklandi 1917 sem  Barbeau. Það mældist: 244.0 ts 303.0 dwt. Loa: 40.00.m brd: 7.30 m Franski sjóherinn tók skipið í sína þjónustu strax eftir byggingu. Því var skilað aftur til réttra eigenda ( P.Stephan & Cie í Brest)1920 Og skírt Suzanne & Mandelene 1925 er það selt til Englands (Dene Sg Co Ltd  Jersey ) breitt í kæliflutningaskip og skírt Jerseydene. 1926 er skipið selt D/S A/S Tangbrand  í Haugasund Noregi og skírt Tangbrand. 1931 kaupir norska ríkið skipið og er það skírt Borgund. 1939 er skipið lengt í loa:44.80 m 341.0 ts 365.0 dwt
Es Borund

Íslendingarnir sem fórust með Borgund hétu Magnús Leo Brynjólfsson kyndari  f 18-07-1903 að Ytri Ey á Skagaströnd og Hannes Pétur Sigurlaugsson háseti f 19-09-1899 í Grænagarði Ísafirði





Svona skrifar Unnur H. Jóhannsdóttir á Pressunni 2009:
 "Það voru fleiri hættur en árásir Þjóðverja  sem drógu úr öryggi íslenskra sjómanna. Bæði Bretar og Þjóðverjar lögðu í sjóinn tundurduflagirðingar á helstu siglingaleiðum Atlantshafsins. Stundum losnuðu tundurdufl úr girðingunni og  rak um hafið. Ef skip rakst á tundurdufl sprakk það oft og skipið gat við það laskast töluvert eða hreinlega sökkt því. Þegar leið á stríðið var takmörkuð notkun talstöðva, símtöl og veðurskeyti úr landi til skipa bönnuð og dregið úr notkun vitanna. Um tíma var jafnvel notkun loftskeyta bönnuð en allt var þetta gert til þess að Þjóðverjar gætu ekki hagnýtt sér upplýsingar sem þessi tæki gáfu".  Svo mörg voru orð Unnnar  Allt að 230 íslenskir sjómenn fórust í WW" Við verðum að minnast þeirra manna sm fórnuðu lífi sínu til að heimurinn fengi frjálsara og betra? líf. Minnast þeirra með lotningu og mikilli virðingu





Lokað fyrir álit

26.11.2011 16:33

Bold Venture

Þegar WW 2 var í algeymingi var vettvangurinn í kring um Ísland oft blóðugur. Saklausir sjómenn voru myrtir  með köldu  blóði. En við verðum að muna það, að þeir sem þetta gerðu voru að "þjóna" sínu föðurlandi svo annkalega sem það nú hljómar


Þetta stendur á forsíðu Vísis fimmtudaginn 23 nóv 1941:  " Það hafa veriö fluttir hingað 17 sjómenn, sem björguðust af ameríska skipinu "Bold Venture". Það var kanadísk korvetta, sem kom með þá hingað og þeir segja svo frá, að 19 skipverjar hafi beðið bana, þegar tundurskeyti skellti skutnum af skipinu.Þetta skeði um miðnætti aðfaranótt föstudagsins, en fjöldi kafbáta gerði árásir á skipalestina fjórar nætur í röð. Bold Venture var á fyrstu ferð sinni til Englands með almennan vörufarm.

Hér er skipið sem  Sirre Leone


     © Handels- og Søfartsmuseets.dk

. Skipið sigldi undir Panama-fánanum og enginn Bandaríkjaþegn var um borð. Tundurskeytið hæfði á afturlestina og skipið sökk á 10 mínútum, en á þeim tíma tókst skipverjum að setja tvo báta á sjó. Flestir þeirra 19, sem fórust, biðu bana, er þeir voru að drekka kaffi eða te i vistarverum skipverja aftur á skipinu, rétt eftir að þeir komu af verði.Eg hafði tal af Donald Mac Leod, frá Boston. Hann sagði: "Eg var undir þiljum, þegar eg varð þess var, að skipið hafði verið hæft. Eg hraðaði mér upp á þiljur, setti á mig björgunarbelti," sparkaði skónum af fótum mér og stökk útbyrðis. Eg varð að synda 50 metra áður en eg komst í björgunarbát".

     © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Hér sem Alssund

      © Uboat.net


Annar af þeim, sem björguðust, ætlaði að styðja sig við kaðal, en hann reyndist vera laus og stakkst maðurinn útbyrðis ofan i björgunarbát. Mennirnir voru i bátunum i tvær klukkstundir áður en korvettan tók þá um borð. Mac Leod kvaðst hafa verið vottur að snilldarlegri bráðabirgðaraðgerð á sári, er hann var um borð i korvettunni. Það var norskur Iæknisfræðinemi, sem hafði bjargazt af öðru skipi, fimm mínútum áður, er framkvæmdi hana.


  Bátur sömu gerðar og U 432

© Uboat.net


Sprengingin hafði rifið höfuðleðrið á einum mannanna, svo að það stóð beint upp í loftið, eins og Rauðskinni hefði reynt að húðfletta hann. Læknaneminn festi höfuðleðrið á sinn stað með önglum og setti síðan í það 31 klemmu. "Við sáum marga menn á floti á sjónum, sem var alþakinn oliu, er blindaði þá," hélt McLeod áfram sögu sinni. "Yfirþjónninn okkar og skipsdrengurinn stukku útbyrðis og við heyrðum drenginn hrópa á hjálp innan um brakið úr skipinu, en báturinn var svo fullu af vatni, að við gátum ekki komið drengnum til hjálpar. Hræðsla greip engan og rafmagnsljós skipsins loguðu, þegar það sökk."


       © Uboat.net

Kapitänleutnant Heinz-Otto Schultze

Þegar einn skipverjanna kom um borð i korvettuna, sagði hann: "Hafið þið bíl? Það er svo mikil olía innan i mér og utan á mér, að hún mundi nægja á bil í langan tíma." Loftskeytamaðurinn á Bold Venture reyndi að senda neyðarmerki, en senditækin voru eyðilögð., Sjómennirnir hrósa mjög viðtökunum á korvettunni,sem veitti þeim nægan mat og fatnað, enda þótt hvorttveggja væri aðeins til af skornum skammti. Mér er sagt, að nóttina sem Bold Venture var sökkt, hafi heyrzt i 13 kafbátum i hóp" Hér lýkur frásögn Vísis fyrir 70 árum.


      © Uboat.net



En kafbáturinn sem skaut skipið niður var U 432 sem var stjórnað af  Kapitänleutnant Heinz-Otto Schultze. Hann fórst svo ásamt 62 öðrum úr áhöfn bátsins  með skipi sínu 25 nóv 1943. þegar US Liberator  sökkti því undan strönd Congo

Bold Venture var byggt 1920 sem Sirre Leone hjá Jan Smit í Alblasserdam, Hollandi fyrir þarlenda aðila.( M.Nissen ) Það mældist: 2891.0 ts 3259.0 dwt  Loa: 101.20.m brd: 101.20 m .1929 er skipið svo selt T.C.Christensen Danmörk og fær nafnið: Alssund. !941 yfirtekur U.S.Govt  skipið, skírir það Bold Venture og setur það undir Panamaflagg


     © Handels- og Søfartsmuseets.dk 

Þetta var síðasti skipsskaðin er varðaði Ísland árið 1941 sem með fullri vissu er rakinn til styrjaldarinnar, En 2 desember varð sá hörmulegi atburður að togarinn Sviði fórst með allri áhöfn 25 mönnum. Ekki voru menn sammála um orsökina og urðu málaferli til þess að aðstandendum voru dæmdar fullar strísskaðabætur



Lokað fyrir álit

26.11.2011 15:07

Pluto og Nordkyn

Það er orðin fastur liður að tvö eða fleiri flutningaskip séu hér að lesta sjávarafurðir Önnur en hinir vikulegu gestir. Á mánudag var hér skip að lesta fiskimjöl Pluto Skipið var byggt hjá  Smit, E.J, SY í Westerbroek Hollandi 1986 sem Pluto  fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 1998.0 ts 3697.0 dwt  Loa: 88.10. m brd: 14.00 m Það veifar nú fána Bahamas


           © oliragg


           © oliragg
Svo var það Nordkyn yngri systir Heklu  Öskju og Ísbergs. Þarna voru tveir kunnir Íslenskir skipstjórnarmenn um borð. Annar sem captain hinn sem "supercargo" Skipið er byggit hjá Fosen MV Fevåg Noregi 1979 fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 735.00 ts 1385.00 dwt.  Loa: 77.60 m brd:  14.50. m  Í dag veifar skipið fána Færeyja. Þar sem ég var í "borg óttans" að "sofa hjá hjúkkum" þegar skipið var hér hljóp minn mjög svo kæri vinur Torfi Haraldsson í skarðið fyrir mig og tók þessar myndir


           © Torfi Haraldsson




            © Torfi Haraldsson





           © Torfi Haraldsson

Lokað fyrir álit

20.11.2011 16:51

BBC Greenland

BBC Greenland heitir hann þessi. Byggður hjá Tianjin Xingang í Tianjin Kína 2007 fyrir þýska aðila en flaggið er : Antigua and Barbuda Skipið mældist: 7002.0 ts 7536.0 dwt.  Loa: 119.80. m brd: 20.20.  m Ekki öfunda ég þá á skipinu yfir farminum sem hann sést með hér en með þetta er skipið á leið frá Rotterdam til Paranagua (Brasilíu). Ég held  að þetta sé farmur. Sé allavega engan tilgang annan með stæðsta krananum


          ©  Hannes van Rijn


      ©  Hannes van Rijn


   © Ria Maat


Lokað fyrir álit

19.11.2011 15:50

Extra size

þessi stóri tankari er byggður hjá Hyundai SY í Ulsan S-Kóreu 2001 sem Stena Vision fyrir enska aðila. Skipið mældist: 163761.0 ts 312679.0 dwt. Loa: 336.00. m  brd: 70.00 m. 2009 fær skipið nafnið Gemnar Vision , nafn sem það ber í dag undir fána Bermuda



           ©
Hans Esveldt


                     ©
Hans Esveldt


     ©
Hans Esveldt


                ©
Hans Esveldt
Lokað fyrir álit

17.11.2011 16:46

Tina ex Dettifoss

Tina heitir skip. Það var smíðað hjá Sietas, Neuenfelde 1982 sem Ilse Wulff fyrir þarlenda aðila. Skipið mældist: 3902.0 ts 7750.0 dwt. Loa: 106.50. m brd: 19.00. m. 1986 fær skipið nafnið Convoy Ranger. 1987 Ilse Wulff 1987 Rachel Borchard. 1991 kaupir ??? Eimskip skipið og skírir Dettifoss. Skipið er selt 2000 úr landi og fær nafnið Tina. Nafn sem skipið ber í dag undir fána: Antigua and Barbuda. Hér er  myndasyrpa af skipinu frá Hannes Van Rijn


   ©
Hannes van Rijn


  © Hannes van Rijn


  © Hannes van Rijn


  © Hannes van Rijn

Lokað fyrir álit

17.11.2011 00:26

Má ekk tæpara standa

Það er oft mjótt á mununum á ytrihöfn Singapoore, Ein og hér má sjá


                      © Ron Wheeler




            © Ron Wheeler


  
                   © Ron Wheeler



            © Ron Wheeler


Lokað fyrir álit

13.11.2011 20:13

Frank W

Sum skip eru óheppnari en önnur eins og gerist líka um okkur mennina. Þetta skip Frank W strandaði aðfaranótt laugardags í Mariager Fjord í Danmörk. Þetta er í þriðja skiftið í minna en hálfu ári sem þetta skip lendir í vandræðum á þessum slóðum





26 júní lenti skipið í árekstri út af Skagen  við danskan fiskibát sem sökk við atvikið. 28 júlí strandaði skipið rét fyrir utan Malmö en náðist þá af strandstaðnum. Nú var skipið að koma frá Mariager og var bound  for Svíþjóð með 3600 ts af salti (vegsalti?) þegar það strandaði . Fyrsta tilraun til að losa skipið mistókst en svo var stór dráttarbátur settur í málið og dró hann skipið á flot. Því var svo lagt við akker á Mariager Fjord meðan skemdir eru athugaðar, Orsökin að strandinu var sögð: "Before the grounding the ship had slowed down to drop off the pilot. The freighter was then taken by a current and ran aground."  Hljómar kunuglega ekki satt,





Skipið var smíðað hjá Leda Shipyard Korcula, Croatia 2006 sem Storm fyrir Hollenska aðila. Það mældist: 2528.0 ts  3638.0 dwt. Loa: 90.00 m brd: 12.50 m. 2008 er skipið selt til Þýskalands og fær nafnið Frank W og fáninn er Antigua & Barbuda
Lokað fyrir álit

13.11.2011 18:08

Bræla

Þeir geta lent í brælum gámadallarnir eins og önnur skip . Hér er einn Encounter. Skipið byggt hjá Daewoo-Mangalia í Mangalia Rúmeníu (skrokkurinn ) En kláraður hjá Bodewes Volharding, Foxhol Hollandi 2004 sem Encounter fyrir Hollenska aðila, Það mældist: 7680.0 ts 9335.0 dwt. Loa: 133.90. m brd: 21.50. m Skipið veifar hollenskum fána


    ©
Captain Ted



    © Captain Ted



      © Captain Ted
Lokað fyrir álit

13.11.2011 15:23

Goðafoss VI

Goðafoss nafnið hefur ekki reynst Eimskipafélaginu sér lega vel. Þó lagleg skip hafi borið það. Kannske er þjóðremban að drepa mann þegar ég segi að síðasti Goðafoss og núverandi bræður hans venjist vel. Mér hefur alltaf þótt litir Eimskip fallegir. Þó það særir að íslenski fáninn sé einungis "gestafáni" En hvað um það Erlendir ljósmyndarar virðast kunna vel við skipið og mynda hann og bræður hans í gríð og erg Hér eru nokkur dæmi hvað Goðafoss varðar


    ©  Wil Weijsters



      © 
Hannes van Rijn


     © 
Hannes van Rijn


           © Arne Luetkenhorst



          © Arne Luetkenhorst



  ©  Hannes van Rijn


  ©  Hannes van Rijn


Lokað fyrir álit

12.11.2011 17:08

Kunningar

Hæer eru myndir sem ég fékk frá hollenskum rafpóstvini Ria Maat
Fyrst er það Selfoss


© Ria Maat


Svo er það Dettifoss


© Ria Maat

Svo einn sem var ??? í þjónustu Samskipa Akrafell


© Ria Maat
Lokað fyrir álit

10.11.2011 18:08

Helgafell II

Hér er Helgafellið II Saga þess kom um daginn En það heitir EUROPE 92 í dag og er undir Ítölskum fána


     ©
Phil English Shippotting



     ©
Rick Vince   (patalavaca)


         © Sinisa Lukovic


           © Sinisa Lukovic



         © Angel Godar

Lokað fyrir álit

09.11.2011 20:20

Hvaða skip ?

Langt síðan að spurningu um skip hefur verið varpað fram. Fyrir margt svo löngu var þetta nýtt og flott skip. Svo hlekktist því á og það varð briminu að bráð. Hvaða skip var þetta ???




Lokað fyrir álit

09.11.2011 18:46

Drottningin

Drottningin var aðal keppinautur Gullfoss í Danmerkursiglingum. Ef ég er ekki að bulla þess meir var hún í Reykjavík í þeirri viku sem Gullfoss var ekki.



© ókunnur



Skipið var byggt Hjá Helsingörs Jernskibs og Maskinbyggeri 1927 fyrir DFDS A/S í Kaupmannahöfn.Skipið var 1854 ts.1495 dwt Loa 80.5 m brd 11.9 Farþegafj 153.

Hér að hlaupa af stokkunum
© Handels- og Søfartsmuseets


Byrjaði Íslands og Færeyjasiglingar í júni 1927.10-01-1931 strandaði skipið við Höganäs. Dregin af strandstað sama dag.

© Handels- og Søfartsmuseets


Og hóf aftur Íslandferðir eftir viðgerð. Því var lagt 01-11-1939 í Kaupmannahöfn vegna styrjaldarátaka.19-06-1944 tók Þýski sjóherinn skipið í sína þjónustu og skírði það Alex.Notaði það sem bækistöð sjóhersins m.a í Stettin.Í janúar

 
       © Handels- og Søfartsmuseets


Hér í stríðsbúningi © Handels- og Søfartsmuseets

1945 fær skipið nafnið Lome.og er notað sem skotskýfa við tundurskeytaæfingar.06-08-1945 yfirtekur DFDS skipið aftur og setur það í dokk í Helsingörs Varv til viðgerðar Og síðast á árinu 1945 byrjar skipið aftur á sinni gömlu rútu.Sem hún svo þjónaði í næstu 20 ár. Eða til 03-03-1965 að hún kom úr sinni síðustu ferð eftir að hafa verið í Íslandsferðum í 32 ár samanlagt.


Hér við strendur Íslands

© Handels- og Søfartsmuseets



Hún var dregin út frá Kaupmannahöfn 31-05-1965 til Hamborgar þar sem hún í framhaldinu var rifin. Manni fannst það sjónarsviftir að missa Drottninguna alveg úr hafnarmyndinni í Reykjavík.Svo var stundum falur bjór hjá þeim dönsku.

© ókunnur
Lokað fyrir álit

06.11.2011 13:23

Isis og Havfrakt

Það er alltaf nóg að gera við höfnina hér í Eyjum. í fyrradag var færeyiska flutningaskipið Havfrakt hér að lesta mjöl og í dag er hér öldungur sem heitir Isis, Skip sem lengi er búinn að þvælast á norðurhöfum. Ég man eftir honum oft í "kartöfluflutningum" til arabaríkjanna og einnig hefur hann sést hér við land öðru hvoru. Ekki man ég hvort hann hefur fengið sögu sína hér en ég læt hana flakka hér. Skipið var smíðað  hjá  Construcciones í Vigo á Spáni sem El Sexto fyrir þarlenda aðila Týpan kölluð :"Cargo ship (roro) "Ekki minnst á reefer, Það mældist: 1039.0 ts 1928.0 dwt  Loa: 74.70. m  brd: 14.40.m 1086 fær skipið nafnið Sexto Reefer, 1986 Horus 1987 Osiris I 1992  Isis nafn sem það ber í dag undir fána Cook islands. En eigendur eru skráðir í Eistlandi








Havfragt var smíðað hjá Bijlholt í Foxhol Hollandi 1979 sem Tromp fyrir þarlendra aðila. Það mældist: 993.0 ts  1519.0 dwt.  Loa: 65.80 m  brd: 10.80 m 1984 fær skipið nafnið Arklow Glen 1994 Fortuna og 2006 Havfrakt nafn sem það ber í dag undir færeyiskim fána







Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5666
Gestir í dag: 220
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195759
Samtals gestir: 8364
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 21:42:19
clockhere