Færslur: 2012 Janúar
31.01.2012 17:43
Gamlir kunningar
Í dag verður fjallað um tvö skip sem hétu íslenskum nöfnum og þjónuðu Islendingum Annað flaggaði íslenskum fána en hitt var á tímaleigu. Fyrra skipið hét hér Arnarfell og var í eigu Skipadeildar SÍS 1978 til 1988 var að fá nýtt nafn Hét síðast Grystal Wave en heitir nú Sea Blue og faninn er N Kórea
Sea Blue

© Will Wejster

© Will Wejster
Svo er það þetta skip sem hér hét Laxfoss Skipið var byggt hjá Appledore SB Appledore Bretlandi 1978 sem City of Hartlepool Það mældist: 1599.0 ts 4352.0 dwt Loa: 104.20. m. brd: 16.80.m Skipið gekk undir mörgum nöfnum á ferlinum m.a.1984 Laxfoss. 1985 City of Manchester 2007 City 2008 Zeeland 2009 Golden Bay Sem var skipsins síðasta nafn en það var rifið í Pakistan í nóv 2010

© Gedolf Drebes

© Mahmoud shd
Sea Blue
© Will Wejster
© Will Wejster
Svo er það þetta skip sem hér hét Laxfoss Skipið var byggt hjá Appledore SB Appledore Bretlandi 1978 sem City of Hartlepool Það mældist: 1599.0 ts 4352.0 dwt Loa: 104.20. m. brd: 16.80.m Skipið gekk undir mörgum nöfnum á ferlinum m.a.1984 Laxfoss. 1985 City of Manchester 2007 City 2008 Zeeland 2009 Golden Bay Sem var skipsins síðasta nafn en það var rifið í Pakistan í nóv 2010
© Gedolf Drebes
© Mahmoud shd
Lokað fyrir álit
31.01.2012 15:59
Smá leiðrétting
Ég birti um daginn þessa mynd af af peru úr Olavi Gregersen.
© INGI SØRENSEN
En ég misskildi vin minn Finn Björn Guttesen og hélt að hann hefði tekið myndina en svo er ekki Ljósmyndarinn heitir Ingi SØrensen. En þeir félagar eru frá Færeyjum Þetta leiðréttist hér með. Rétt skal vera rétt
© INGI SØRENSEN
En ég misskildi vin minn Finn Björn Guttesen og hélt að hann hefði tekið myndina en svo er ekki Ljósmyndarinn heitir Ingi SØrensen. En þeir félagar eru frá Færeyjum Þetta leiðréttist hér með. Rétt skal vera rétt
Lokað fyrir álit
30.01.2012 22:48
Vopna/eiturlyfjasmygl
Þetta skip sem heitir Evrest og er undir flaggi
Marshall Isl var stoppað í nóv 2010 undan strönd Nigeriu Um borð
fundust 13 gámar með 240 ts af skotfærum og handsprengum Frá Iran til
"strönd Afríku" sem ákvörðunarstaðar. (destination ) Réttir eigendur
Evrest reyndust vera franskir
Evrest
Yfir 60 % af skipum sem tekin eru fyrir fyrir vopna/eyturlyfjasmygl eru í eigu EU eða Nato landa. The International Peace Research Institute
"SIPRI" í Stockholm hefur rannsakað smygl innan sjóflutninga og safnað
sönnunum og gögnum um slíkt í "Vessel and Martime iceident databese"
Flest skip sem tekin voru fyrir umrædd smygl voru Panamaskráð skip
Liberiuskráð næst fylgt af Belize Malta og Honduras. Hér er átt við flaggið.En svona leit
listi Svíanna yfir 12 hæstu löndin hvað eigendur varðar, út
Owner based in | % of reported drug and arms trafficking cases | % of world merchant fleet owned in the state |
1.Germany | 19.5 | 7.1 |
2.Greece | 10.6 | 8.2 |
3.United States | 7.8 | 4.3 |
4.North Korea | 4.8 | 0.1 |
5.Panama | 4.3 | 0.1 |
6.Iran | 3 | 0.5 |
7.Norway | 2.4 | 4.6 |
8.Russian | 2.4 | 6.0 |
9.Belize | 1.9 | 0.01 |
10.Netherlands | 1.9 | 2 |
11.Denmark | 1.7 | 2.0 |
12.Japan | 1.7 | 8.4 |
Það liggja alveg óhemju peningar í löglegum ?? vopnaflutninmgum um heiminn í dag. Það veit ég því flest dönsku skipin sem ég sigldi á voru sérstaklega smíðuð fyrir slíka flutninga. Við fluttum mikið af vopnum frá USA til Miðjarðarhafslanda og inn í Persaflóa.
Evrest

Skipið var byggt hjá Kvaerner Warnow Werft í Rostock Þýskalandi 1994 sem Kapitan A.Dotsenko Flaggið var Bahamas. Það mældist: 13237.0 ts 17493.0 dwt. Loa: 154.90. m brd: 23.10. m Skipið hefur gengið undir mörgum nöfnum gegn um árin M.a. 1994 SEAL MADAGASCAR - 1997 BLACKFRIARS BRIDGE - 1997 LIBRA CALLAO - 1999 BLACKFRIARS BRIDGE - 2002 NDS PROMOTER - 2007 SAFMARINE CAVALLA Og síðan 2009 EVREST Upplýsingar um flaggið sem ég hef ber ekki saman við svíana því mínar segja fánan vera Belize frá 2004
Evrest

En það er víst sama hver "þægindafáninn" það er.Ég verð að segja það að mér finnst það íslenskum skipaeigendum það til vansa að skrá skip sínn undir einhverjum "þægindafána". Hvar er nú orðið af íslenska stoltinu yfir þesum fallega fána okkar. . Það vantar ekki að skip í íslenskri eigu??? er vel til höfð en sjá hinn fallega fána okkar einungis sem "gestafána" það er harla bágborið
Lokað fyrir álit
28.01.2012 16:24
Ceres .m.m
Mig langar að taka ykkur rúm 95 ár aftur í tímann og lesa Morgunblaðið 17 Júlí 1917 þar sem segir m.a.: "Stjórnarráðið fékk í gærmorgun símskeyti frá Lydersen, skipstjóra á Ceres, þess efnis, að skipi hans hafi verið sökkt af þýzkum kafbáti. Skeytið er sent frá litlum bæ sunnarlega á Hebridueyjum kl. 11.50 í fyrradag. Segir skipstjóri að öllum farþegum og skipverjum hafi verið bjargað, nema tveim, öðrum vélameistara dönskum manni, Danielsen að nafni, og sænskum kolamokara, sem menn ekki vita nafn né deili á með vissu.
Ceres

Hvar Ceres hafi verið kafskotin, getur ekki um í skeytinu, en það mun hafa verið einhverstaðar i nánd við Hebridueyjar. Ceres var á hingað leið með salt og síldartunnur, en auk þess mun skipið hafa haft póstflutning og nokkra farþega. Vita menn um, að sendimennirnir til London, þeír feðgar Thor Jensen og Rich. Thors voru með skipinu og ngfrú Thora Friðriksson. Ennfremur hyggja menn að skipbrotsmenn þeir, sem hér eiga heima, en höfðu ráðið sig á Escondido, sem Þjóðverjar einníg hafa á samvizkunni, muni hafa verið með Ceres.

Svo koma nánari fréttir af þessu komandi daga í hinum ýmsu blöðum þess tíma : í Glasgow var skipshöfnin af »Ceres « yfirheyrð og sagði hún þá frá því á þessa leið þegar skipinu var sökkt: »Ceres« fór frá Fleetwood hinn 11. júlí og fékk nákvæm fyrirmæli um það, hvaða Ieið hún ætti að fara. Lydersen skipstjóri og stýrimaður sögðu báðir að þeirri stefnu hefði nákvæmlega verið fylgt.
Thor Jensen var einn af farþegunum

Ferðin gekk vel i tvo daga, en er skipið var komið 50° N br. og 012° V kom á það tundurskeyti frá kafbáti, sem eigi sázt. Varð þegar ógurleg sprenging i skipinu. Vélin stöðvaðist samstundis og þegar reykur og gufa fór að réna, var vélrúmið fullt af vatni. Annar vélstjóri, Danielsen og einn kyndari biðu bana við sprenginguna og bakborðsbátur brotnaði í spón. Það tókst að koma stjórnborðsbát á flot og einnig »jullu« og gekk skipshöfnin þar á, ásamt þremur farþegum. »Ceres« sökk á sjö minútum.
Annar farþegi var Richard Thors sonur Thor

Rétt á eftir kom kafbáturinn í ljós á stjórnborða, en þegar hann sá að skipið var sokkið fór hann í kaf aftur. Bátarnir héldu nú til lands. Skömmu síðar sáu þeir tvö svört reköld skamt frá sér og er þeir komu nær sáu þeir að þetta voru fljótandi tundurdufl. Um miðjan dag hinn 15. júli komust bátarnir báðir til þorpsins Bornich á Suðureyjum, eftir harða útivist. Einn skipverja segir frá. Farþegar á Ceres voru 3, þeir Thor Jensen, Rich. Thors og ungfrú Þóra Friðriksson.
Botnía var líka í Íslandsferðum 1917 en slapp

Mikið með þennan Dettifoss

Með þennan sem fastur skipstjóri eftir 1942 -1948 Lagarfoss

Svo með þennan Tröllafoss frá 1948 þar til hann hætti sjómennsku 1953

Það dylst engum sem til Bjarna þekktu að það hefur munað um hann við róðurinn í júlí 1917. Sem líka er íað að í grein hér á undan. Að ég birti ekki mynd af þriðja farþeganum er út af því ég fann enga mynd af henni. En Þóra Friðsiklsdóttir rithöfundur og kennari var þekkt kona þess tíma Íslands
Ceres

Hvar Ceres hafi verið kafskotin, getur ekki um í skeytinu, en það mun hafa verið einhverstaðar i nánd við Hebridueyjar. Ceres var á hingað leið með salt og síldartunnur, en auk þess mun skipið hafa haft póstflutning og nokkra farþega. Vita menn um, að sendimennirnir til London, þeír feðgar Thor Jensen og Rich. Thors voru með skipinu og ngfrú Thora Friðriksson. Ennfremur hyggja menn að skipbrotsmenn þeir, sem hér eiga heima, en höfðu ráðið sig á Escondido, sem Þjóðverjar einníg hafa á samvizkunni, muni hafa verið með Ceres.

Svo koma nánari fréttir af þessu komandi daga í hinum ýmsu blöðum þess tíma : í Glasgow var skipshöfnin af »Ceres « yfirheyrð og sagði hún þá frá því á þessa leið þegar skipinu var sökkt: »Ceres« fór frá Fleetwood hinn 11. júlí og fékk nákvæm fyrirmæli um það, hvaða Ieið hún ætti að fara. Lydersen skipstjóri og stýrimaður sögðu báðir að þeirri stefnu hefði nákvæmlega verið fylgt.
Thor Jensen var einn af farþegunum

Ferðin gekk vel i tvo daga, en er skipið var komið 50° N br. og 012° V kom á það tundurskeyti frá kafbáti, sem eigi sázt. Varð þegar ógurleg sprenging i skipinu. Vélin stöðvaðist samstundis og þegar reykur og gufa fór að réna, var vélrúmið fullt af vatni. Annar vélstjóri, Danielsen og einn kyndari biðu bana við sprenginguna og bakborðsbátur brotnaði í spón. Það tókst að koma stjórnborðsbát á flot og einnig »jullu« og gekk skipshöfnin þar á, ásamt þremur farþegum. »Ceres« sökk á sjö minútum.
Annar farþegi var Richard Thors sonur Thor

Rétt á eftir kom kafbáturinn í ljós á stjórnborða, en þegar hann sá að skipið var sokkið fór hann í kaf aftur. Bátarnir héldu nú til lands. Skömmu síðar sáu þeir tvö svört reköld skamt frá sér og er þeir komu nær sáu þeir að þetta voru fljótandi tundurdufl. Um miðjan dag hinn 15. júli komust bátarnir báðir til þorpsins Bornich á Suðureyjum, eftir harða útivist. Einn skipverja segir frá. Farþegar á Ceres voru 3, þeir Thor Jensen, Rich. Thors og ungfrú Þóra Friðriksson.
Botnía var líka í Íslandsferðum 1917 en slapp

Nokkrir islenzkir sjómenn voru ráðnir á Ceres hér og komu 3 þeirra hingað i gær á Fálkanum. Vér náðum tali af Bjarna Jónssyni Þórðarsonar hafnsögumanns á Vesturgötu 38. Er Bjarni framúrskarandi dugnaðarlegur að sjá og líklega ekki einkisvirði að hafa með á slíkri útivist og þeir áttu, skipverjarnir og farþegarnir á Ceres, eftir að skipinu var sökt. Bjarni segir látlaust og blátt áfram frá, svo sem góðra sjómanna er siður. Klukkan var 7,15 árd. Föstudaginn 13. júlí. Ceres var {.á á að gizka 200 sjómílur norður af Írlandi.
Fálkinn líka

Skyndilega varð óttaleg sprenging, vélin stöðvaðist og annar björgunarbáturinn fór í spón, ásamt mörgu öðru á þilfarinu. Kafbáturinn sást þá hvergi, en hann kom úr kafi litlu síðar hinu megin við skipið, en hvarf aftur þegar hann sá, að skipið var að sökkva. Tveggja manna var þegar saknað og hygg ég að þeir hafi báðir farist í vélarúminu þegar sprengingin varð. Farþegar voru ekki komnir á fætur og voru þvi fáklæddir mjög.
Einnig Vesta

En það var um að gera, að hraða sér sem mest. Þóra Friðriksson komst í kjól, en Thor fensen og Rich. Thors voru vestis- og jakkalausir, er þeir hlupu í bátinn. Skipverjar, sem á verði voru, lánuðu þeim nokkuð af sinum fötum, en veður var kalt, rigning og stormur svo það gat varla farið vel um þau. Þau báru sig samt vel, en sjóveiki hafði ungfrú Þóra megna. Nú var róið og siglt. Mat höfðum við til þriggja daga og vatn nóg. Og Cognak, ef einhver skyldi veikjast. Eftir 52 stunda veru í bátunum, »julluna« höfðum við bundið aftan í lífbátinn, komum við að landi f Bornich.
Bjarni Jónsson skipstjóri tók þátt í tveimur heimstyrjöldum

Var oss tekið þar mjög vel af Bretum og þegar símað eftir skipi til þess að flytja okkur til Skotlands. í Glasgow vorum við í 10 daga, en fórum svo frá Newcastle til Noregs. Skipverjar og farþegar misstu alt, sem þeir höfðu meðferðis. En það var hreinasta undur, að ekkí skyldu fleiri menn farast, því kafbáturinn gaf oss engan frest til þess að forða oss
Bjarni stýrði þessum tveimur skipum í þeirri seinnFálkinn líka

Skyndilega varð óttaleg sprenging, vélin stöðvaðist og annar björgunarbáturinn fór í spón, ásamt mörgu öðru á þilfarinu. Kafbáturinn sást þá hvergi, en hann kom úr kafi litlu síðar hinu megin við skipið, en hvarf aftur þegar hann sá, að skipið var að sökkva. Tveggja manna var þegar saknað og hygg ég að þeir hafi báðir farist í vélarúminu þegar sprengingin varð. Farþegar voru ekki komnir á fætur og voru þvi fáklæddir mjög.
Einnig Vesta

En það var um að gera, að hraða sér sem mest. Þóra Friðriksson komst í kjól, en Thor fensen og Rich. Thors voru vestis- og jakkalausir, er þeir hlupu í bátinn. Skipverjar, sem á verði voru, lánuðu þeim nokkuð af sinum fötum, en veður var kalt, rigning og stormur svo það gat varla farið vel um þau. Þau báru sig samt vel, en sjóveiki hafði ungfrú Þóra megna. Nú var róið og siglt. Mat höfðum við til þriggja daga og vatn nóg. Og Cognak, ef einhver skyldi veikjast. Eftir 52 stunda veru í bátunum, »julluna« höfðum við bundið aftan í lífbátinn, komum við að landi f Bornich.
Bjarni Jónsson skipstjóri tók þátt í tveimur heimstyrjöldum

Var oss tekið þar mjög vel af Bretum og þegar símað eftir skipi til þess að flytja okkur til Skotlands. í Glasgow vorum við í 10 daga, en fórum svo frá Newcastle til Noregs. Skipverjar og farþegar misstu alt, sem þeir höfðu meðferðis. En það var hreinasta undur, að ekkí skyldu fleiri menn farast, því kafbáturinn gaf oss engan frest til þess að forða oss
Mikið með þennan Dettifoss
Með þennan sem fastur skipstjóri eftir 1942 -1948 Lagarfoss

Svo með þennan Tröllafoss frá 1948 þar til hann hætti sjómennsku 1953
Það dylst engum sem til Bjarna þekktu að það hefur munað um hann við róðurinn í júlí 1917. Sem líka er íað að í grein hér á undan. Að ég birti ekki mynd af þriðja farþeganum er út af því ég fann enga mynd af henni. En Þóra Friðsiklsdóttir rithöfundur og kennari var þekkt kona þess tíma Íslands
Lokað fyrir álit
26.01.2012 20:41
Lagarfoss III
Í sambandi við síðustu færslu datt mér í hug að "líta við" hjá Danska Handels og Söfart-safninu og fann m.a þetta:


© Handels- og Søfartsmuseets.dk



© Handels- og Søfartsmuseets.dk

© Handels- og Søfartsmuseets.dk

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið er hér nýkomið úr kassanum eins og sagt var um bíla í gamladaga


© Handels- og Søfartsmuseets.dk

© Handels- og Søfartsmuseets.dk


© Handels- og Søfartsmuseets.dk

© Handels- og Søfartsmuseets.dk

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið er hér nýkomið úr kassanum eins og sagt var um bíla í gamladaga
Lokað fyrir álit
26.01.2012 17:49
Lagarfoss II
Eins og kom fram í síðustu færslu var ég ekki með hugan við færslu um
höfnina 1980. En málið var bara eftirfarandi. Mörg ár + Lagarfoss =
Lagarfoss II En ég er búinn að leiðrétta þetta. En mér finnst rétt að
halda þessu mikla skipi sem átti töluvert "skrautlega" sögu ( sem vert
væri að athuga einn góðan veðurdag) inn á síðunni án neinnar vitleysu í
kring um hann því kemur hann bara hér
Lagarfoss



© Chris Howell

© Chris Howell
Skipið hefur margoft komið við sögu hér á síðunni en það var rifið 2002
Lagarfoss
© Chris Howell
© Chris Howell
Skipið hefur margoft komið við sögu hér á síðunni en það var rifið 2002
Lokað fyrir álit
26.01.2012 16:39
Reykjavíkurhöfn 1980
Mér varð heldur betur á í messunni um daginn. Þegar ég skrifaði færslu frá höfninni 1980. Guðmundur Guðlaugsson benti mér á þessi misstök En hér kemur færslan leiðrétt Ég var að "grúska" í gömlum Mogga eða frá 9 apríl 1980 og datt þá inn á
"Frá höfninni" Ekki mikið um skip en þessi voru þar.:
Fyrsta skipið var Bifröst

Úr safni Óðins Þórs © óþekkt
Skipið var byggt1969 hjá Schulte & Brun SY Emden Þýskalandi sem Arktos fyrir þarlenda aðila. Það mældist 975.0 ts 1651.0 dwt. Loa: 81.00 m brd: 13.10 m. 1974 fær skipið nafnið Niolon 1977 kaupir Bifröst h/f í Reykjavík skipið og skírir Bifröst Eimskipafélag Íslands kaupir svo öll hlutabréfin í fg félagi en lætur skipið halda nafninu. Þeir selja það svo 1981 til Saudi Arabíu og fær það nafnið Gem Transporter. 1987 nafnið Mubarak 4 Það var svo rifið á Gandani Beach Pakistan 1987
Næsta skip hét þá Bomma og var þá leiguskip hjá Hafskip
© Gianpaolo
Skipið komst svoí eigu Hafskip h/f Hafskip 1980 og fékk nafnið Selá

© Phil English
Skipið var rifið í Chittagong Bangladesh 1997
Að endinu var þetta skip í höfninni umræddan dag
Coaster Emmy. Þetta er eina skipið sem enn siglir Heitir nú ST. XAVIER MARIS STELLA III og flaggar frönskum fána

Eimskip seldi skipið 1982 og fékk nafnið 82 Rio Tejos Sprenging og eldur samfara henni varð í skipinu Þ 28- 02- 1987 55 sml SSW af Nouadhibou Marakkó. Það var svo rifið upp ú því í Belgíu
Fyrsta skipið var Bifröst
Úr safni Óðins Þórs © óþekkt
Skipið var byggt1969 hjá Schulte & Brun SY Emden Þýskalandi sem Arktos fyrir þarlenda aðila. Það mældist 975.0 ts 1651.0 dwt. Loa: 81.00 m brd: 13.10 m. 1974 fær skipið nafnið Niolon 1977 kaupir Bifröst h/f í Reykjavík skipið og skírir Bifröst Eimskipafélag Íslands kaupir svo öll hlutabréfin í fg félagi en lætur skipið halda nafninu. Þeir selja það svo 1981 til Saudi Arabíu og fær það nafnið Gem Transporter. 1987 nafnið Mubarak 4 Það var svo rifið á Gandani Beach Pakistan 1987
Næsta skip hét þá Bomma og var þá leiguskip hjá Hafskip
Skipið komst svoí eigu Hafskip h/f Hafskip 1980 og fékk nafnið Selá
© Phil English
Skipið var rifið í Chittagong Bangladesh 1997
Að endinu var þetta skip í höfninni umræddan dag
Coaster Emmy. Þetta er eina skipið sem enn siglir Heitir nú ST. XAVIER MARIS STELLA III og flaggar frönskum fána
© óþekkt
Lagarfoss III byggður 1974 sem Mercandian Importer Eimskipafélag Ísl. keypti skipið 1977

Úr safni Guðmundar GuðlaugssonarLagarfoss III byggður 1974 sem Mercandian Importer Eimskipafélag Ísl. keypti skipið 1977
Eimskip seldi skipið 1982 og fékk nafnið 82 Rio Tejos Sprenging og eldur samfara henni varð í skipinu Þ 28- 02- 1987 55 sml SSW af Nouadhibou Marakkó. Það var svo rifið upp ú því í Belgíu
Lokað fyrir álit
25.01.2012 23:18
TK Bremen
Hér er linkur sem vert er að skoða
http://www.theatlantic.com/infocus/2012/01/salvaging-the-tk-bremen/100231/
http://www.theatlantic.com/infocus/2012/01/salvaging-the-tk-bremen/100231/
Lokað fyrir álit
24.01.2012 16:54
Costa Concordia.
Velunnari síðunnar Hallgrímur T Jónason vakti athygli mína á þessari mynd sem skírir feigarför og strand glæsiskipsins Costa Concordia. Myndir segja oft mikið meira en mörg orð:

Ég þakka Hallgrími ábendinguna En hér er slóðin:
http://news.nationalpost.com/2012/01/20/graphic-the-final-moments-of-the-costa-concordia/
Ég þakka Hallgrími ábendinguna En hér er slóðin:
http://news.nationalpost.com/2012/01/20/graphic-the-final-moments-of-the-costa-concordia/
Lokað fyrir álit
24.01.2012 00:25
Laggi II og hin skipin
Hallgrímir T Jónasson kom hér inn og sagði frá
árekstri sem Lagginn lenti í við þýskt flutningaskip á árunum rétt
fyrir 1960 Ég sett "rannsóknartólin" í gang og fann út að skipið lenti í
tveim árekstrum haustið 1959 Sá fyrri var við þýska skipið Ludolf
Oldendorff S- af Nova Scotia laugardaginn 25 Júlí Það var dregið inn
til Canada: En Laggi hélt áfram með stórlaskað nef.
Ludolf Oldendorff
.

Úr safni Rick Cox © ókunnur
Skipið var byggt hjá Orenstein Koppel Sy í Lubeck Þýskalandi 1952 fyrir þarlenda aðila. Það mældist 2388.0 ts 4550.0 dwt. Loa: 106.50. m brd: 14.80. Skipið gekk svo undir nokkrum nöfnum gegn um tíðina Síðasta fékk það 1981 Cefallonia Sun Skipið var tekið af skrá 1998
Ludolf Oldendorff
.
Úr safni Rick Cox © ókunnur
Skipið var byggt hjá Orenstein Koppel Sy í Lubeck Þýskalandi 1952 fyrir þarlenda aðila. Það mældist 2388.0 ts 4550.0 dwt. Loa: 106.50. m brd: 14.80. Skipið gekk svo undir nokkrum nöfnum gegn um tíðina Síðasta fékk það 1981 Cefallonia Sun Skipið var tekið af skrá 1998
En svona leit nefið á Lagga út
Myndirnar eru skannaðar úr Mogganum
En sagan er ekki öll. Þriðudaginn 3 nóv sama ár lendir Laggi aftur í árekstri nú fyrir utan Rotterdam og nú varð það svíi sem sigldi inn í bb síðu skipsins . Það má segja að svíinn sem hét Amazonas hafi gert tvær atrennur því fyrst kom hann á Laggann rétt aftan við hið nýlega stefni hans og síðan aftur og nú miðskips. Laggi stóðst árásina en var frá í þá 5 daga sem tók að gera við skemmdir.
Amazonas
© söhistoriska museum se
Skipið sem var kæliskip var byggt hjá Kockums MV í Malmö Svíþjóð 1943 fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 7371.0 ts 7885.0 dwt. Loa: 135.60.m brd: 17.40.m 1964 fær skipið nafnið Golden Wonder Það var rifið í Englandi 1973
© söhistoriska museum se
Og hér er Laggi nýr og óskemmdur

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Og hér rétt fyrir sjósetningu með "gamla nefið"

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér við sjósetninguna

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Ég þakka Hallgrími fyrir ábendinguna. Og það væri gaman ef fleiri gerðu svipað. Minntust einhverra atburða og ég reyndi svo að vinna úr því
Lokað fyrir álit
22.01.2012 22:21
RAKAN M
Velunnari síðunnar Gunnar Th í Kópavogi minnti mig á gamla Selnesið. Ég held að saga þess hafi verið birt hér. En það má kannske segja að góð vísa sé aldrei of oft kveðin. Skipið var byggt sem Risnes hjjá Appledore SB í Appledore Englandi 1975 fyrir norskan aðila sem ekki þarf að kynna. Það mældist: 3645.0 ts
5699.0 dwt. Loa: 102.30. m brd: 15.60. m Ísskip dótturfyrirtæki Nesskip á Seltjarnarnesi kaupir skipið 1979 og skírir Selnes. Skipið er selt úr landi 2004 og fær nafnið Wilson Muuga.Það er aftur selt nú eftir frægt strand 2007 og skírt Karim fáninn Cambódia 2009 selt og skírt Enas H, fáninn Bolivía og 2011 skírt Rakan M nafn sem það ber í dag undir fána Tanzaniu
Hér sem Wilson Muuga

© Will Wejster

© Will Wejster
Hér sem Karim

© Gerolf Drebes
Hér sem Karim

© Christian Plagué

© Christian Plagué
Hér sem Enas H

© Mahmoud shd

© Mahmoud shd

© Mahmoud shd
Hér sem Wilson Muuga
© Will Wejster
© Will Wejster
Hér sem Karim
© Gerolf Drebes
Hér sem Karim
© Christian Plagué
© Christian Plagué
Hér sem Enas H
© Mahmoud shd
© Mahmoud shd
© Mahmoud shd
Lokað fyrir álit
22.01.2012 17:54
Junior Lotte
Þetta skip heitir í dag Anita. Það hét einusinni Junior Lotte og var þá um tíma leiguskip Eimskipafélags Íslands. Skipið var byggt hjá Kramer & Booy í Kootstertille Hollandi 1975 fyrir danska aðila. Það mældist: 1599.0 ts 3632.0 dwt. Loa:
93.00. m brd: 13.60 m Skipið fékk nafnið Nova 1984 1990 Pafic 1992 Larissa Star 1993 Junior 1995 Anita Nafn sem það ber í dag undir Cook islands

© Arne Jürgens


© Will Wejster

© Will Wejster
© Arne Jürgens
© Arne Jürgens
© Will Wejster
© Will Wejster
Lokað fyrir álit
20.01.2012 19:33
Dorado
Þetta skip var einusinni í þjónustu Eimskip Það var byggt hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi 1985 sem Dorado fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 3120.0 ts 4100.0 dwt. Loa:
88.60. m brd: 14.50. m Skipið hefur gengið undir ýmsum nöfnum á ferlinum. M.a 1985 BAND AID EXPRESS - 1986 DORADO - 1993 LIBRA - 1996 OTTO DANIELSEN. 2011 KNIDOS nafn sem það ber í dag undir Panama fána
Hér sem Otto Danielsen

© Arne Luetkenhorst

© Arne Luetkenhorst

© Gerolf Drebes

© Gerolf Drebes
Hér sem Otto Danielsen

© Arne Luetkenhorst

© Arne Luetkenhorst

© Gerolf Drebes

© Gerolf Drebes
Lokað fyrir álit
20.01.2012 19:14
Selfoss VI ??
Ekki er ég alveg viss á í hvaða röð með nafnið Selfoss þessi er. Ég held VI. En vinur minn Tryggvi Sig tók þessar myndir af skipinu á fimmtudaginn fyrir viku þegar skipið var á leið til útlanda

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson
Lokað fyrir álit
17.01.2012 18:15
Danica Red
Í Desember 1999 lenti danska flutningaskipið Danica Red í hremmingum í "Biscay Bay" Í virkilega slæmu veðri. Skipið hafði lestað akkeriskeðju fyrir borpalla í Bilbao til Aberdeen. Það fékk á sig öflugan sjó sem kastaði skipinu á hliðina. Þegar það rétti sig var það með 60° halla.Farmurinn hafði kastast mestallur yfir í stb síðu
Skipið á réttum kili

© Andreas Spörre
Skipstjórinn reyndi að rétta skipið með dælinguna. En það tókst ekki og hann sendi út neyðarkall Franskar þyrlur hífðu svo þrjá skipverja upp úr En skipstjórinn og stýrimaður urðu eftir um borð, og tókst þeim að koma skipinu til Brest
Við komuna til Brest 27 des 1999

© Yvon Perchoc
Skipstjórinn var þarna í sinni fyrstu ferð sem slíkur. Það gæti hafa haft sín áhrif. En hann viðurkenndi nú fyrir mér þegar við ræddum saman um þetta seinna að þetta hafi verið "bölvuð vitleysa" í sér. Og ég sjálfur hefði nú látið hífa mig upp og látið "dallinn" flakka. Þvi enginn vissi með vissu um ástandið. Það komst enginn niður í lest svo skipstjórinn hafði enga hugmynd um hvernig umhorfs var þar. Þessvegna hefði skipið geta farið í næsta broti En orsökin fyrir þessu og það sem líka bjargaði þeim var að lest skipsins var ekki "boxhold" en með millidekki með frekar litlum millidekkslúgum Keðjan kasta svo út í síðuna. En millidekkið hefur svo stoppað heila klabbið og forðað skipinu frá að hvolfa

© Yvon Perchoc
Skipið var byggt hjá Saksköbing M&S í Saksköbing Danmörk 1983 fyrir H. Folmer Kaupmannahöfn sem Danica Red. Það mældist 299.0 ts 950.0 dwt. Loa: 60.00.m brd: 9.70. Skipið er undir DIS fána

© Yvon Perchoc
Frakkarnir kölluðu vin minn Helge Andersen: skipstjóra "the ironman" í viðtölum þegar hann var kominn heilu og höldnu til Brest Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók í Bilbao við lestun á svona keðjum og við losun í Corpus Christi Texas Þegar ég tók þessar myndir var ég á Danica Sunrise.En það skip var með boxhold neðri lest og því minni hætta á að keðjan kastaðist til
Hér erum við að byrja á lestun í Bilbao
Þessar keðjur voru engin smásmíði. Ég man ekki elgur hve mikið hver hlekkur vóg Og eins og kannske má sjá var undirlestin á "Sunrise" boxhold. En millidekkið á "Red" var stærra. Þ.e.a.s millidekslúgurnar þar voru miklu styttri


Hér erum við að losa Í Corpus Christi


Skipið á réttum kili
© Andreas Spörre
Skipstjórinn reyndi að rétta skipið með dælinguna. En það tókst ekki og hann sendi út neyðarkall Franskar þyrlur hífðu svo þrjá skipverja upp úr En skipstjórinn og stýrimaður urðu eftir um borð, og tókst þeim að koma skipinu til Brest
Við komuna til Brest 27 des 1999
© Yvon Perchoc
Skipstjórinn var þarna í sinni fyrstu ferð sem slíkur. Það gæti hafa haft sín áhrif. En hann viðurkenndi nú fyrir mér þegar við ræddum saman um þetta seinna að þetta hafi verið "bölvuð vitleysa" í sér. Og ég sjálfur hefði nú látið hífa mig upp og látið "dallinn" flakka. Þvi enginn vissi með vissu um ástandið. Það komst enginn niður í lest svo skipstjórinn hafði enga hugmynd um hvernig umhorfs var þar. Þessvegna hefði skipið geta farið í næsta broti En orsökin fyrir þessu og það sem líka bjargaði þeim var að lest skipsins var ekki "boxhold" en með millidekki með frekar litlum millidekkslúgum Keðjan kasta svo út í síðuna. En millidekkið hefur svo stoppað heila klabbið og forðað skipinu frá að hvolfa
© Yvon Perchoc
Skipið var byggt hjá Saksköbing M&S í Saksköbing Danmörk 1983 fyrir H. Folmer Kaupmannahöfn sem Danica Red. Það mældist 299.0 ts 950.0 dwt. Loa: 60.00.m brd: 9.70. Skipið er undir DIS fána
© Yvon Perchoc
Frakkarnir kölluðu vin minn Helge Andersen: skipstjóra "the ironman" í viðtölum þegar hann var kominn heilu og höldnu til Brest Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók í Bilbao við lestun á svona keðjum og við losun í Corpus Christi Texas Þegar ég tók þessar myndir var ég á Danica Sunrise.En það skip var með boxhold neðri lest og því minni hætta á að keðjan kastaðist til

Þessar keðjur voru engin smásmíði. Ég man ekki elgur hve mikið hver hlekkur vóg Og eins og kannske má sjá var undirlestin á "Sunrise" boxhold. En millidekkið á "Red" var stærra. Þ.e.a.s millidekslúgurnar þar voru miklu styttri


Hér erum við að losa Í Corpus Christi


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5666
Gestir í dag: 220
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195759
Samtals gestir: 8364
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 21:42:19