Færslur: 2012 Mars
31.03.2012 23:00
Azamara Quest
Skipinu er nú beint til Sandakan í Malaysia á þriggja til sex sjml hraða. Það mun taka einn eða tvo sólahringa. En þar á að flytja þá farþega sem vilja halda ferðinni áfram um borð í annað skip sama félags. Þeir sem vilja heim eru ferjaðir þangað frítt og hin fyrirhugaða fer endurgreidd Allir farþegar eru óhulltir. En fimm úr áhöfn eru slasaðir eða eru með snert af reykeitrun. Einn þó mest en hann er ninna slasaður en álitið var í fyrstu. En mun fluttuir á spítala strax og skipið kemur til hafnar
© Will Wejste
Skipið er byggt hjá Atlantique (Alsthom) í St Nazaire Frakklandi sem R SEVEN fyrir mér óþekkta aðila en fánin var Liberíu. Það mældist: 30277.0 ts 2700.0 dwt. Loa: 181.00. m , brd: 25.50 m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 2003 DELPHIN RENAISSANCE , 2006 BLUE MOON , 2007 AZAMARA QUEST Nafn sem það ber í dag undir fána Möltu
© Will Wejster
31.03.2012 21:38
Fortuna
Flutningaskipið Fortuna strandaði við höfnina í Helvik við Egersund, Noregi aðfaranótt 29 eða snemma að morgni 30 mars En komst aftur á flot sama dag með hjálp dráttarskips. Við athugun eftir strandið kom í ljós að gat var á botnini skipsins.Gert var við það svo skipið kæmist í dock
Skipið á strandstað.
Myndin er frá Maritime Bulletin © Norway Rescue site
Hér sem Wirdum
Skipið var byggt hjá Slovenske Lodenice í Komarno Slóveníu (eins og margir Wilsonarnir) 1993 sem COMET ( í byggingu PREUSSEN ) fáninn var Antigua and Barbuda Það mældist: 2446.0 ts 3735.0 dwt Loa: 81.00. m, brd: 12.90 m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum : 1993 WIRDUM 1993 SAAR BREDA 1996 WIRDUM 2007 HAVSTEIN Og 2010 FORTUNA Nafn sem það ber í dag undir fána: Bahamas
Hér sem Wirdum
© Will Wejster
31.03.2012 21:21
Meiri halli
"En semsagt þetta er "Captain Most" í Aveiro 1988 Þeir lágu fyrir framan okkur á Hvítanesinu og færðu síðan aftur fyrir okkur.Hann datt á hliðina þegar hann var að koma að bryggjunni. Hver ástæðan var vissum við ekki,en skipstjórinn sagði að vélstjórinn væri vitlaus og hinn sagði það sama um skipstjórann.Hvort annar þeirra eða báðir flugu heim man ág ekki"
© Bjarni Halldórsson
30.03.2012 20:17
Gamlir og lúnir
Arwad Star ex Bakkafoss
Mahmoud H
© Helen Krmic
Þetta skip var byggt hjá Sietas í Neuenfelde, Þýskalandi 1972 sem : ESTEBOGEN fyrir þarlenda aðila.. Það mældist: 999.0 ts 2463.0 dwt Loa: 88.50 m, brd: 13.80. m 1975 fær skipið nafnið SCOL UNIT 1978 aftur nafnið ESTEBOGEN 1984 kaupa Nesskip h/f á Seltjarnarnesi skipið og skírir VESTURLAND 1985 tekur Eimskipafélag Íslands það á þurrleigu og skírir URRIDAFOSS 1991 er það selt til Danmerkur og skírt STEVNS SEA Síðan hefur skipið gengið undir þessum nöfnum: 2002 SEVEN SEAS , 2005 MAHMOUD H. 2006 SEA QUEEN 2007 SERINE
© Helen Krmic
© Helen Krmic
Og í þeim gögnum sem ég hef undir höndum er þetta sagt um skipið
Flag :Not Known Status of ship In Casualty Or Repairing (since 22-01-2008)
Hér sem SERINE 20 05 2011 IN SIBENIK AFTER SHE ROUN AGROUND ON ISLAND UNIJE STILL IN SIBENIK READY FOR SCRAP
© Helen Krmic
30.03.2012 20:03
Lómur
Lómur
© oliragg
© oliragg
© oliragg
29.03.2012 23:59
Ramona 2
Hér er skipið sem Maria H
© Will Wejster
Keadby railway bridge
Hér er skipið eftir þá viðureign
© Maritime Danmark
© Maritime Danmark
Finnsk skip virðast vera í áhættuhóp hvað árekstra við brýr varðar Hérna eru myndir af árekstri finnska flutningaskips og Caland - Bridge í Eupopoort í Rotterdam 2010. En þá varð einhver misskilningur hjá brúarvörðum sem eftir að hafa hleypt stóru bílaflutningaskipi mundu ekki eftir, eða vissu ekki af finnska flutningaskipinu Najaden og voriu að lækka brúnna þegar skipið bar að.með þessum afleiðingum

© Hans Esveldt

© Hans Esveldt
29.03.2012 12:00
Ramona
Skipið sem Maria H
Skipið var byggt hjá Surken SY í Papenburg í Þýskalandi 1985 sem Maria H fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 1297.0 ts 1529.0 dwt Loa: 74.90. m ,brd: 10.60 m 2008 er skipið selt til Finnlands og fær nafnið Ramona
Svona leit skipið út eftir viðureignina við brúna á Limafirði
© BT
28.03.2012 23:42
Gamall en stór og kannske betri
Brúarfoss IV
© photoship
© photoship
28.03.2012 22:50
Einn gamall en lítill og góður
Askja
Kljáfoss
@Allan Alchedmi
@Allan Alchedmi
@ Photoship
@ Photoship
28.03.2012 19:12
Úti í Heimi
http://www.rossfraght.ru/en/index.php?Qid=SL$617$$100
Hérna er færsla inn á síðunni 27 nóv 2011
http://fragtskip.123.is/blog/yearmonth/2011/11/
27.03.2012 18:10
Buenos Aires Express
Höfnin í Caucedo,
Hér er skipið undir nafninu MSC SHENZHEN
© Hannes van Rijn
Skipið var byggt hjá Hyundai SY í Ulsan S-Kóreu árið 2000 sem CSCL SHANGHAI. Fáninn í byrjun grískur. Skipið mældist: 65054.0 ts 68122.0 dwt. Loa: 274.70 m, brd: 40.10 m Skipið hefur gengið undir nokkrum nöfnum á ferlinum: 2008 MSC SHENZHEN - 2010 RIO BLACKWATER - 2010 BUENOS AIRES EXPRESS. Skipið veifar í dag fána Liberiu
Hér er skipið undir nafninu MSC SHENZHEN
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
26.03.2012 21:24
En og aftur
Spring Bok
© Hannes van Rijn
Skipið var byggt hjá Koyo DY Co í Mihara, Japan 1884 sem SPRING BIRD Fáninn var Panama. Skipið mældist: 12113.0 ts 10113. dwt Loa: 150.70. m brd: 24.10 m Skipið hewfur gengið undir þessum nöfnum á ferlinum: 1988 SPRING BEE - 2002 SPRING BOK Og núverandi fáni :Hollenskur
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
Gas Arctic
Skipið var bygggt hjá Appledore SB í Appledore Bretlandi 1992 sem TARQUIN GROVE fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 2985.0 ts 3590.0 dwt. Loa: 88.40 m brd: 14.20 m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum : 2000 CAP PATRICIA - 2005 GAS ARCTIC Nafn sem það ber í dsag undir: Maltafána
25.03.2012 16:10
Tengingar við Ísland
Fyrst er að nefna skip sem byggt var í Hollandi 1961 sem Echo en keypt til Íslands af Eimskipafélagi Íslands og fékk nafnið Ljósafoss Skipið sökk 1997. Þegar það var á leið til Indlands þar sem átti að rífa það.
Echo

© Huug Pieterse
Næsta skip hefur enga tengingu við Ísland að ég veit nema nafnið Askja byggt í Noregi 1967 sem CARIBIA En endaði ævina sem Askja á ströndinni á Aliaga 2003
CARIBIA

© Huug Pieterse
© Huug Pieterse

© Huug Pieterse
Næsta skip var byggt í Danmörk 1982 sem Herborg. Skipið var oft í leigu hjá Skipadeild SÍS Og ef ég er ekki að bulla þess meira, einusinni með íslenskan skipstjóra. Guðmund Arason?? Skipið heitir í dag Samson og er undir fána Chile

© Huug Pieterse
24.03.2012 15:57
PHØNIX
Ég hljóp heldur
betur á mig varðandi póstskipið Phönix. Ég leitaði að myndum af því á
Handels og Söfartmuseum Dk (en frá þeim hef ég leyfi ) en fann enga. Svo
hafði góður vinur minn Guðlaugur Gíslason samband við mig og sagði mér
af myndum af skipinu í bókinni Póstsaga Íslands. Eftir það samtal fór
ég aftur á stjá og áttaði mig svo á stafnum Ö sem danir skrifa oft sem Ø Nafnið var nefnilega skrifað PhØnix
hjá H.& S. M. Svo þetta ættu að vera réttar myndir. Þetta heitir
víst að vinna ekki heimavinnuna sem skildi Og biðst ég afsökunnar á því
Þessi mynd er sögð af Phönix
Pósskipið Phönix er komið í
umræðuna etir 131 ár frá strandi þess Hér er lýsing af því í blaði sem
hét "Fréttir frá Íslandi" ??? 1 tölublaði 1881 :"En auk þessara
skipaslysa er hér vert að segja nákvæmar frá afdrifum
miðsvetrarferðarinnar, er hingað var ætluð samkvæmt samningi ráðgjafa og
Gufuskipafélagsins árinu áður. Þegar póstskipið Phönix var
komið hér undir land og fyrir Reykjanes, hreppti það hið ofsalegt
norðan veður, sem skall á aðfaranótt hins 29. janúar; frostið var svo
mikið, að allt sjórok, sem bar yfir skipið, fraus þegar og urðu því
kaðlar, reiði og allt þilfar að einum bunka.
Og þessi
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Samt
var skipinu alltaf haldið upp í vindinn. Loksins þann 31., kl.01 e. m.
,strandaði það á skerjum fram undan Skógarnesi í Miklaholtshreppi í
Snæfellsnessýslu. Voru þá skipverjar allir mjög þrekaðir orðnir og nær
aðfram komnir af kulda og kali. Þó gátu þeir komizt allir í land þar upp
í fjöruna á tveim bátum er til skipsins heyrðu, og voru búnir að því um
kl. 6. Stóðu þeir þar þá í fjörunni 24 saman í blindbil og
grimmdarhörku, holdvotir og kaldir; samt áræddu 5 af þeim að reyna að
leita byggða, en hinir Iétu fyrir berast a meðan í fjörunni. Þessir 5
menn fóru af stað og komust heim að Skógarnesi, og voru nær dauða en
lífi, og báðu bjargar. Var þá þegar um kvöldið sent til næsta bæjar og beðist mannhjálpar til þess að ná mönnunum og koma þeim heim til bæja.
Var
svo gjört, og þegar farið til sjávar og fundust skipverjar þar víða
illa til reika, og höfðu nokkrir þeirra látið fyrir berast í klettaskoru
einni, sem hálffull var með sjó og ís, en aðra hafði hrakið þar með
fjörunni. Þó fundust þeir að lokunum allir, og urðu leiddir, dregnir eða
bornir til Skógarness. Var þessu lokið um nóttina kl. 4. Voru þá margir
illa kaldir, og fiestir nokkuð, og þrír þeirra til stórskemmda. Kíhl
skipstjóri var skaðkalinn á vinstri hendi.
Matgjörðarmaður skipverja var verst leikinn og lést hann skömmu síðar af sárum sínum. Nú var þegar sent til Reykjavíkur, til þess að boða þessi voðatíðindi, og brá póstmeistarinn þegar við og fór með lækni vestur og annaðist um það, er hans efni snerti, og kom hann með fjóra af skipverjum að vestan með sér, en 14 voru komnir áður, en fimm voru eftir í sárum, og biðu þangað til þeir voru orðnir ferðafærir.
Skipið sat þar fast á skerinu, sem það var komið, og var sem hafísjaki að sjá; var nú þegar farið að gjöra ráðstöfun til þess
að bjarga einhverju úr því, en gekk lítið. Báta þá, er skipverjar
björguðust á í land, höfðu þeir misst, svo að eigi var nema einu
fjögramannafari á að skipa. Þó náðist
pósttaskan úr því og eitthvað lítið annað smálegt. En hefði annars verið
duglegar gengið fram í að útvega skip og báta, hefði verið alhægt að
bjarga miklu meiru, en það gat þá eigi orðið einhverra orsaka vegna. Eða
að minnsta kosti fór það svo, að skipið skriðnaði hægt og hægt niður af
skerinu og á kaf, og yddir á mastrið við fjörur.
Síðan rak allmikið úr
skipinu, þar á fjörur, og segja sögur að allóvendilega muni hafa verið
farið þar að með vogrek þessi, en þar eð torvelt hefir þótt að vottfesta
þær, og eigi er vissa um sönnur á þeim, viljum vér eigi fara lengra út í
þær hér. Margir biðu afarmikinn skaða við strand þetta, þar eð margt
það, er á skipinu var, var eigi vátryggt, og svo spillti
það og fyrir verslun og atvinnu manna. Sló óhug miklum á landsmenn við
þetta, og þóttust margir sjá af þessu, að erfitt rnundi ganga að fá
miðsvetrarferð komið á aftur. Þar eð þetta slys mundi verða haft til
afsökunar með að neita um hana, svo sem líka raun gaf vitni þetta árið
Þessi mynd er skönnuð úr samtíðablaði úr grein um póstferðir. Gæti þessvegna verið af öðru póstskipi
Gufuskipaferðunum til landsins var nú þetta ár hagað nokkru öðruvísi en árið áður, að því, er þau voru nú í sumum strandferðunum látin gjöra lykkju á leið sína til Reykjavíkur áður en þau fóru norður um land að austan. Alls voru ákveðnar 11 ferðir til landsins, og áttu 5 af þeim að fara kring um land allt. En þetta fór nokkuð öðruvísi en áhorfðist, því að í janúarferðinni strandaði Fönix i Faxaflóa, og komst við það hik á ferðirnar um sinn. Svo tálmuðu og hafísar hinni fyrstu ferð til norðurlandsins. Alþingi tók til umræðu gufuskipaferðirnar, og samdi áætlanir 3 til ferðanna, og fór fram á, að Borðeyri og Djúpavog væri bætt við komustaði skipsins.
Áætlun Gufuskipana 1881
Sömuleiðis mæltist það til, að Gufuskipafélagið stæði við samning sinn um lyftingarnar á skipunum, og sæi svo um, að dagfæði yrði eigi látið fara fram úr 4 kr. á fyrstu lyftingu. Gufuskipafélagið var mjög hrætt við miðsvetrarferðina, eftir að Fönix hafði farizt, og aftók að senda skip í janúar 1882, en lofaði að senda einni ferð fleira um sumarið, svo að ferðirnar yrði samt 11 talsins. Sömuleiðis kvaðst það ekki hafa á móti því, að fæðispeningarnir á 1. lyftingu væri settir niður í 4 krónur, ef viðurgjörningur væri að því skapi rýrari en áður, og að farþegar kring um Ísland þyrftu eigi að borga aðra fæðispeninga en þá, er þeir keyptu fyrir í eitt og eitt skipti, hvort sem það leyfi nær til allra lyftinganna eða eigi. Um leið gat Gufuskipafélagið þess rétt svona, að Alþingi mundi reyndar lítið eiga með að skipta sér af matarsölu á skipum sínum.
Phönix var byggður hjá
Henderson, J. SY í Renfrew Englandi 1862. fyrir danska aðila. Skipið
mældist 628 ts. Meiri upplýsingar hef ég ekki um skipið
23.03.2012 11:50
Stolt Valor
© Capt Ted
Síðustu fréttir eru að enn logi í skipinu En það er í togi, 45 mílur undan strönd Qatar.Einum úr áhöfninni er saknað
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
Skipið er byggt 2004 hjá Watanabe Zosen í Hakata Japan fyrir norska aðila. Það mældist: 15732.0 ts 25269.0 dwt. Loa: 150.00. m brd: 25.50 m Skipið veifar fána Liberiu