Færslur: 2013 Janúar
31.01.2013 20:07
Enn og aftur "fullur" rússi
AMETHYST
Skipið var byggt hjá Qingdao Hyundai í Jiaonan Kína 2011 sem: AMETHYST Fáninn var:öltu Það mældist: 3505.0 ts, 5280.0 dwt. Loa: 89.96. m, brd 14.50. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
AMETHYST
Áletrunin framan á brú skipsins ætti kannske að vera innan á henni.En eins og ég hef oft sagt er ég ekki hneykslaður yfir svona atburðum. Mér ferst það ekki. Og ég þekki vel hugmyndaflugið þegar maður var að réttlæta hlutina fyrir sér. En þetta er mikið vandamál ekki síst út af slíku
31.01.2013 12:06
Árekstur
CORAL ACE
© Hannes van Rijn
Skipið var byggt hjá Oshima SB í Oshima.Japan 1999 sem:CORAL ACE Fáninn var:Panama Það mældist: 25942.0 ts, 47286.0 dwt. Loa: 185.70. m, brd 31.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni undir fána sama fána
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
CSAV PANAMBY seinna LISA SCHULTE
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Skipið var byggt hjá Shanghai & Chengxi SY í Shanghai Kína 2006 sem: CSAV PANAMBY Fáninn var: Kýpur Það mældist: 35697.0 ts, 41500.0 dwt. Loa: 230.90. m, brd 32.20. m Skipið hefur gengið undir tveim nöfnum: En 2011 fékk það nafnið LISA SCHULTE Nafn sem það ber í dag undir sama fána
CSAV PANAMBY seinna LISA SCHULTE© Hannes van Rijn
"Anti pollution vessel" Mellum
© Andres Spörre
30.01.2013 22:44
Strand Esju
Baksíða Moggans 4 des 1963 af skipinu á strandstað
Þegar ljóst var, að skipið var fast á rifinu, var farið að reyna að ná því út með eigin vélarafli, en án nokkurs árangurs, og var þó létt á skipinu með því að láta dæla úr kjölfestugeymum. Þar sem skipið stóð rétt á rifinu, og ekkert var að veðri, var ákveðið að bíða morguns og flytja farþega ekki í land. Sváfu þeir vært um nóttina og höfðu sumir á orði daginn eftir, að þarna hefðu þeir átt beztu nótt sína á sjó Voru þeir svo teknir úr skipinu á sunnudag og gekk það greiðlega
Mynd úr safni Tryggva Sig
kilinum og freista þess á þann hátt að losa skipið af grunni. Hefði það verið í fyrsta skipti, sem reynt er að bjarga skipi á þann hátt hér við land. Ekki varð þó af því heldur kom olíuflutningaskipið Stapafell til hjálpar á háflæði um eitteytið aðfara nótt mánudags. Voru settir vírar milli Esju og Stapafells, sem varpað hafði báðum akkerum.
Stapafell dró Esju á flot
Tók Stapafell síðan í af fullu vélarafli (um 1200 hestöfl) og með þilfarsvindum sínum, en auk þess var Esja knúin af fullum krafti. Tókst þá að kippa henni á flot eftir röskan hálftíma..Eftir skoðun á Akureyri var skipinu siglt til Reykjavík En 15 botnplötur voru skemmdar Ekki ætla ég að fara nánar út í ástæðu þessa strands En miskilnigur og eða misheyrn áttu víst sinn þátt í því Og síðan 26 des lagði skipið af stað til Ålaborgar til viðgerðar. En mannekla hjá vélsmiðjum hérlendis olli því að skipið var sent erlendist til viðgerðar Skipið kom svo heim frá Ålborg 28 jan 1963 Svo eru 50 ár í dag frá því að talað var við minn gamla góða yfirmaður Sverrir Guðvarðarson í tilefni af heimsiglingunni en Sverrir var þá fyrsti stm Esju
Viðtalið við Sverri.
En í sambandi við umfjöllunina um flugvélina. þá var það gömul F89 orustuvél sem Varnarliðið var að gefa Slökkvuliðinu á Reykjavíkurflugvelli til æfinga. En sem sat svo föst við Sigtún í Garðabæ um tíma milli tveggja staura. Þurfti að skrúfa hluta af vængjunum af svo flugvélin kæmist leiðar sinnar
Esja II á kunnuglegum slóðum
Mynd úr safni Tryggva Sig
29.01.2013 22:03
-Suðri I
Hér undir fyrsta nafninu BARKEN
Í dag fékk ég myndir frá Morgen Rasmussen af skipinu strönduðu við innsiglinguna í Rönne á Bornholm Sú saga fylgdi að veður hefði verið sæmilegt og að rétt eftir strandið hefði fiskibátur komist nálægt skipinu og beðið um "spotta" En þá tók ekki betra við en þeir fengu báða enda á honum. Einhverjar sögur gengu um áhugaleysi um borð í Suðra um að losna úr strandinu
SUÐRI á strandstað
© Mogens Rasmussen
29.01.2013 18:20
Nordica
NORDICA
© Tomas Østberg- Jacobsen
Skipið var byggt hjá Slovenske Lodenice í Komarno í Slóvaníu 1998 sem: NORTHERN ISLAND Fáninn var: Möltu Það mældist: 2446.0 ts, 3680.0 dwt. Loa: 87.90. m, brd 12,90. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 2001 ANPERO - 2004 WANI TOFTE - 2005 ANPERO - 2007 ANTORA - 2010 NORDICA Nafn sem það ber í dag undir fána Gibraltar
28.01.2013 11:50
Meira lágbrú
FULHAM II
Collection of Rick Cox
Skipið var byggt hjá Burntisland SB Co í Burntisland,Bretlandi 1936 sem: FULHAM II Fáninn var: breskur Það mældist: 875.0 ts, 1595.0 dwt. Loa: 72.60. m, brd 11.70. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni:En það var rifið í Bretlandi 1970
GEORGE BALFOUR
Collection of Rick Cox
Skipið var byggt hjá S.P.Austin & Son í Wear Dock Bretlandi 1937 sem: GEORGE BALFOUR Fáninn var: breskur Það mældist: 918.0 ts, 1570.0 dwt. Loa: 72.80. m, brd 11.80. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni En 1943 var framparturinn endurbyggður?? En skipið var skipið rifið í Hollandi 1958
© photoship
© photoship
27.01.2013 19:32
Lágbrú
FERRANTI
Collection of Rick Cox
Skipið var byggt hjá Burntisland SB Co í Burntisland Bretlandi 1932 sem: FERRANTI Fáninn var: breskur Það mældist: 985.0 ts, 1317.0 dwt. Loa: 69.20. m, brd : 11.10. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni en það lenti í árekstri á Thamesánni 08-06-1955 var rifið upp úr því 1956
FERRANTI
JOHN HOPKINSON
Collection of Rick Cox
Skipið var byggt hjá S.P.Austin & Son í Wear Dock Bretlandi 1932 sem:JOHN HOPKINSON Fáninn var:breskur Það mældist: 996.0 ts, 1314.0 dwt. Loa: 69.20. m, brd 11.10. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni. En það var rifið í Bretlandi 1956
JOHN HOPKINSON
© photoship
© photoship
26.01.2013 21:09
Skipin í Halifax 1917 II
Hér má sjá lista yfir skipin sem skemmdust Og hér fyrir neðan er sagt frá nokkrum af þeim
CLARA
© photoship
Skipið var byggt hjá Russell SY í Glasgow Skotlandi 1903 sem: CLARA Fáninn var:Ungverskur Það mældist: 3932.0 ts, Loa: 100.70. m, brd 14.70. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum því 1920 fær það nafnið KRAKOW En þess ber að geta að 1917 keypti U.S.Govt skipið og setti undir fána USA. 1920 kaupir Polish American Nav Corp skipið sem heldur USA fánanum. Endalokin urðu þau að það kviknar í því í Havana,Kúbu 14- 10 -.1920 en skipið var í föstum ferðum New York-Havana. Skipinu var sökkt en 1925 var því bjargað aftur á flot .En 20.10.1926 rak það á land í fellibyl og var rifið upp frá því
PICTON
Skipið var byggt hjá Richardson Duck SY í Thornaby Bretlandi 1906 sem: PICTON Fáninn var: breskur Það mældist: 4758.0 ts, 5083.0 dwt. Loa: 115.40. m, brd 15.90. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1927 SEVEN SEAS TRANSPORT - 1929 HEINZ W.KUNSTMANN - 1938 HERTA ENGELINE FRITZEN Nafn sem það bar síðast undir þýskum fána En skipinu hlekktist á í mynni Nieuwe Waterweg 26.10.1941 Og dagði þar uppi
Hér logar afturhluti Picton
MIDDLEHAM CASTEL
Hér sem DELIA
Skipið var byggt hjá Hamilton í Glen Yard Bretlandi 1910 sem: MIDDLEHAM CASTLE Fáninn var: breskur Það mældist: 2889.0 ts, 4534.0 dwt. Loa: 115.80. m, brd 15.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1932 DELIA - 1934 BRIGHT WINGS - 1939 EVEROJA Nafn sem það bar síðast undir sama fána En skipinu var sökkt með tundurskeyti á 52°18´0 N og 053° 05´0 V þ 3 nóv 1941
Hér með laskaðan skorstein eftir sprenginguna í Halifax
Hér sem EVEROJA
© Uboat.net
STELLA MARIS
Einhverja eftirmála höfðu öll þessi ósköp t.d voru Aime Le Medec skipstjóri á Mont Blanc og Francis Mackey,hafnsögumaður handteknir og ákærðir fyrir manndráp Hafnarstjórinn Commander Wyatt var líka handtekinn og ákærður. Allir voru þeir svo sýknaðir í Hæstarétti En ferill Commander Wyatt varð aftur á móti á enda. Hérna lýkur þessum "glósum" frá mér um þennar hroðalega atburð. Ómerktar myndir eru sem fyrr sagði af hinum ýmsu heimasíðum
26.01.2013 19:08
Skipin í Halifax 1917 I
IMO þeyttist upp á strönd Darmouth
Mynd af MONT-BLANC
Skipið var byggt hjá Sir Raylton Dixon & Co í Middlesbrough Englandi 1899 sem: MONT Blanc: Fáninn var franskur: Það mældist: 3279.0 ts, Loa:97.50. m, brd 13.70. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni
Lestunarplan MONT BLANC
Hér má sjá skipshafnarskrá Mont Blanc
WINIFREDS systurskip MONT - BLANC
© photoship
IMO hér sem RUNIC
Af áhöfn IMO fórust sex skipverjar auk hafnsögumannsins
Skipið var byggt hjá Harland & Wolff í Belfast N-Írlandi 1889 sem: RUNIC Fáninn var: breskur Það mældist: 4833.0 ts, Loa: 131.30. m, brd 13.80. m 1895 fékk skipið nafnið TAMPICAN - 1912 IMO - Skipið komst aftur á flot 1920 og fékk nafnið GUVERNOREN Endalok þess urðu svo þau að það strandaði við Cape Carysfort, í Cow Bay, á Austur Falklandeyjum 03.12.1921
Hér sem TAMPICAN
Hér eftir sprenginguna
Málverk af þegar MONT BLANC logandi er að nálgast Pier no 6
Pier no 6 fyrir sprenginguna
Pier no 6 eftir sprenginguna
Myndir sem ekki eru sérstaklega merktar eru fengnar af hinum ýmsu heimasíðum af "Netinu"
frh
26.01.2013 17:47
Halifax 1917
Þann 1 des 1917 kl 2300 yfirgaf franskt skip es Mont-Blanc Gravesend Bay, New York. Áleiðis til Bordeaux. Þar sem skipið þótti frekar hægfara var ákveðið að það kæmi við í Halifax og kæmi þar inn I skipalest sem hæfði .því Og farmur skipsins var: In the holds 2366.5 tons of picric acid, both wet and dry, 250 tons of TNT, 62.1 tons of gun cotton. Secured on the deck, 246 tons of benzol in barrels. For the deck guns approximately 300 rounds, some on deck, some stored below. While it was common for ships to carry a significant bulk of explosives it was usually mixed with regular cargo Ekki gerði ég neina tilraun að þýða þestta.
Víkjum nú að Halifax Hinn 6. desember 1917 kl 07:30,.Sólin hækkaði á skýrum himinn yfir austurhluta hæðum Dartmouth í Halifax Slæða af reyk frá kom upp af skorsteinum húsa í morgunbirtunni og hlýja á Halifax ströndinni. Mæður vekja börnin sín í morgunmat, og kveðja þau svo til að fara í skóla, Kyssa eiginmenn sem fara til vinnu. Kaupsýslumenn opna verslanir, skrifstofur og verksmiðjur þar sem verkamenn voru þegar komnit til vinnu. Lögreglumönnum hafði verið úthlutað störfum sínum. Í höfninni, sjómenn að gera skip sín tilbúinn fyrir daginn.
Vettvangurinn
Á North Street járnbrautarstöðinni farþegar biðu morgunlestanna Kl 07:30, hafði es Mont-Blanc, undir stjórn Francis Mackey hafnsögumanns Aime Le Medec, skipstjóra yfirgefið legupláss sitt við- McNab Island og hélt inn í höfnina á sex sml hraða. Rétt á undan á innleið gegnum kafbáturnetin var bandarískt skip es Clara sem hafði komið um morguninn.
Um borð í því skipi var Edward Renner sem hafnsögumaður Í Bedford Basin hafði áhöfn es IMO skipstjóri Haakon From skipstjóri híft upp akkerið. IMO var á leið inn að Narrows,William Hayes hafnsögumaður var um borð. Imo var að mæta Glara sem var að koma að Pier 9 með stefnu á lægi við vesturenda Eftir að hafa skipst á hljóðmerkjum gefur Renner, Hayes færi á að beyja til bb svo Imo kæmi rétt í kanalinn Þannig mættust skipin öfugt.
Mikinn reyk lagði upp af MOUNT-BLANC
Þegar þau mættust kallaði Renner í gjallarhorn til Hayes að annað skip væri á eftir sér. Strax á eftir mætir IMO dráttarbátnum STELLA MARIS sem var með tvo öskupramma í togi Skipstjóri STELLA MARIS sveigði nær ströndinni Halifaxmeginn til að gefa IMO meira pláss From skipstjóri hafði slegið nokkuð af ferð og IMO hélt áfram í Dartmouth Kanalinn nú með aukinni ferð. Þegar bilið milli IMO og Mont-Blanc er ¾ úr sml þegar stjórnendur skipanna sjá hvern annan og skilja að stefnur þeirra myndi skerast. Þrátt fyrir að IMO setti strax á fullaferð afturábak sigldi skipið inn í hlið. Þarna varð sá árekstur tvegga skipa sem hvað skelfilegustu afleiðoingar hafa haft ( að ég held) í kunnri sögu siglinga
Svæðið sett inn á nútímakort af Halifax
Þegar kviknaði í MONT-BLANC við áreksturinn lagði mikin reyk upp frá skipinu. Mikill fjöldi fólks dreif að höfninni vegna þess Það var svo tuttugu mínútum seinna sem aðalsprengingin var í skipinu Með þeim skelfilegu afleiðingum að um 1950 manns var talið að hafi misst lífið 9000 særðust meira eða minna 1200 byggingar eyðilögðust eða skemmdust . Það einkennilegast við þetta allt var að áhöfn Mont-Blanc komst lífs af að einum manni undanskildum sem dó af sárum sínum. Skipið hafði ekki skemmst svo mikið við áreksturinn. En með vitund um farm skipsins skipaði Aime Le Medec skipstjóri mönnum sínum að yfirgefa skipið með það sama í staðin fyrir að reyna að slökkva eldin sem kveiknað hafði í benzol tunnum á dekkinu
Það má sjá Dartmouth Kanal . hér
25.01.2013 20:51
Leitað hælis
MARIANNE DANICA
Það þurftum við að gera þegar við komum á Marianne Danica til Charleston í jan 2005 með sprengiefni Okkur var fylgt síðustu sjml af herskipum og á akkerisplássið. Við vorum látnir setja "lóðsleiðarann" út bb megin. Skipstjóranum skipað að standa á brúarvæng bb megin. Þeim megin kom svo MOB -bátur frá herskipi sem lá þeim meginn við okkur Sem settu sjóliða þeim megin um borð.Á meðan var restin af okkur var svo skipað að stilla okkur upp stb. með hendur aftur á hnakka og snúa andlitum seside Stb við okkar ca 30 -50 m lá svo herskip og tíu sjóliðar um borð í því sem miðuðu byssum á okkur.
MARIANNE DANICA
© Will Wejster
Hefði mig farið að klæja t.d í hnébótinni og ósjálfrátt hreift hendina
til að sinna því hefði ég verið sallaður umsvifalaust niður. Þessir menn svífast
einskins telji þeir sér ógnað. Og þeir taka lítið mark á hrokafullum
ráðherra sem svona óbeint segir þeim bara að halda kja... þar til hann
sé búinn að setja einhver lög einhverntíma. Góður vinur minn danskur
þurfti að hýrast í fangelsi 4 mánuði fyrir "kjaftbrúk" við Coast Gards Offisera í Miami . Ég
hugsa að litlu hafi einusinni munað með mig en skipstjórinn sá að hverju
stefndi og rak mig niður áður en það skeði. Ég hreinlega vorkenni
innanríkisráðherra fyrir vanvisku hans í þessu máli og telji sig hafinn
yfir þessa gæja."Bíðið bara þar til ég er tilbúinn með mín lög" Miklir menn erum við Hrólfur minn og fallega pissar Brúnka
© Derek Sands
Og ég hreinlega skil ekki hvað margt fólk er "bláeygt" gagnvart þessum svo kölluðum hælisleitendum. Sem eru sí og æ að brjóta íslensk lög til að komast burtu úr "hælinu". Brot sem venjulegur íslendingur væri allavega búinn að fá stórsektir fyrir. Jafnvel fangelsi vegna síbrota á þeim. Nei ég held að Ögmundur ætti að hlusta á klukkurnar sem nú glymja honum. Og taka þann klukknaglym með fullri alvöru áður en of seint reynist. Það verður þrautin þyngri að komast upp af þeim stalli við gætum verið settir á Ef ekki er hlustað á varnaðarorðin við því nú af alvöru
REYKJAFOSS
© Jochen Wegener
24.01.2013 19:12
Molat
MOLAT
Skipið var byggt hjá Tsuneishi Cebu í Balamban. Philipseyjum 2000 sem: KALI Fáninn var Möltu Það mældist: 17928.0 ts, 28385.0 dwt. Loa: 172.00. m, brd 27.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum, en 2008 fékk það nafnið MOLAT Nafn sem það ber í dag undir fána Króatíu
MolatMolat við komuna til Sunderland
23.01.2013 20:16
Eldur í Heimaey
Fyrsta kaupskipið til Vestmannaeyja í "Gosinu" mun hafa verið Hekla II Eftir upplýsingum frá Atla Michelden sem var stm á skipinu
Hekla II
Eimskip mun hafa sent þrjú skip strax á vettfang "Gosmorguninn":Þau voru þessi:
Brúarfoss
©Tryggi Sig
Dettifoss
© Photoship
Reykjafoss
© Photoship
Herjólfur I Var víst ötull í Heimaayjagosinu og kom mikið við sögu

Úr mínum fórum © ókunnur
Verð að skjóta hér inn sögu sem Sigurður Guðmundsson frá Háeyri segir í nýútkominni bók sinni "Undir hraun" Þar segir Siggi frá að hann kom inn í búð sem Kaupfélagið hélt opinni uppi á Hólagötu Um leið og hann gengur inn er honum litið í átt að "Fellinu" Og lá þá gosið algerlega niðri.Engan afgreiðslumann var að sjá inn í búðinni. Hann kallar þá inn :"Ekkert gos " Þá var svarað innan úr lagernum:"Nei bara malt gosið kemur með Herjólfi á fimmtudaginn"
© Tryggvi Sigurðsson
Esja III Myndin tekin á Cap Verde eftir að hún var seld úr landi
© óli ragg
Lúðvík Friðriks segir Írafoss hafa verið sendan 24-5 jan ´73 til Eyja
© Photoship
Sá einhverntíma mynd í blaði af Laxfoss I í Eyjum fljótlega eftir "Gos"
Einnig af Hofsjökli

© T.Diedrich
Guðjón B Vilinbergsson fv yfirvélstjóri kom inn á sögu Gullfoss viðkomandi "Gosinu" í "Kastljósinu í kvöld (23-01-2013)
© Torfi Haraldsson
23.01.2013 13:02
Grundarfoss
Merc Australia í góðum félagsskap

Skipið var byggt hjá Frederikshavn Skipsværft í Frederikshavn Danmörk 1971 fyrir P.Henriksen, sem Merc Australia Skipið mældist 499 ts ts.1372.0, dwt.Loa:76.60.m brd:12,30.m.Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1974 og skírir Grundarfoss.Eimskip selur skip1993 ,Skipið hefur síðan gengið undir þessum nöfnum: 1993 GULF PRIDE 1994 NORPOL PRIDE 1996 SEAWOLF 103 2000 TAISIER 2012 TAISIER AL RABEE 1. Nafn sem það ber í dag undir fána Sierra leone
Merc Australia

Hér sem Grundarfoss
© Ric Cox

© Derek Sands

© PWR
© PWR

© Capt Ted.
Hér sem TAISIER

© Cassandr
22.01.2013 21:14
Úðafoss
Hér sem Merc Africa
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var byggt hjá Frederiksværft í Frederikshavn Danmörk sem Merc Africa fyrir Mercandia (Per Henriksen)1971 Það mældist 499 ts 1372 dwt,loa:68.0 m.Brd:12.3 m. Eimskip kaupir skipið 1974,Þeir selja svo skipið 1984. Það hefur fengið eftirfarandi nöfn gegn um tíðina.1984 BRAVA PRIMA .1993 AL ANDALUS.1997 NADAH.1999 LA PINTA 2001 GENI ONE.2004 JIHAN 2006 LAFTAH 2011 ALRABEE Nafn sem það ber í dag undir fána Tanzmaníu
Hér sem Merc Africa

© BANGSBO MUSEUM
Hér sem ÚÐAFOSS
Úr mínum fórum © ókunnur
Hér undir nafninu Laftha