Færslur: 2014 Mars
28.03.2014 14:46
Málin að skýrast
Í morgun voru svo teknar myndir af"skilvindunum" og "úrgangsvatnstanknum".Niðurstöður fengnar síðar.Þessum myndum er stolið af netinu og hafa ekkert með mínar skilvindur að gera
Nú svo er það strætó til Stykkishólms á sunnudagskvöld í lenginguna hjá Jósef.verð þar í viku.Þar verður tekið á móti mér af góðum vini Kristjáni Guðmundssyni vélstjóra. Nú þegar ég ferðast um í borg óttans er ég yfirleitt ferjaður af manni með farmannaprófið Sigurði Gunnlaugssyni ekki veitir af í ranghölum fg borgar Nú svo er kallinn í góðu yfirlæti á herb 309. á Sjúkrahótelinu.Og þær skiftast á á morgnana önnur sennilega frá Afríku og hin frá Asíu að kíkja á kallinn. Og þá gildir lögmálið "bara skoða ekki snerta" Þetta hefði nú einh..... jæja ekki lengra út á hinn hála ís
25.03.2014 13:57
Klössun
24.03.2014 21:27
KLÓ
KLÓ heitir báturinn nú en hann fær nú sennilega nafnið BLÍÐA bráðlega
Svo höfum við það eins og með fragtdallana:
Skipið var smíðað hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði Ísland 1990 sem: KLÓ Fáninn
var: íslenskur Það mældist: 6.88 ts, 10.41 dwt. Loa: 10.81. m, brd
3.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er
sá sami.Vélaraflið ætti að var nægilegt því í bátnum er 2 Gummingasvélar
og munu hestöflin vera 401.47. Gaman að þessu
© óli ragg
23.03.2014 15:23
Hlífiskjöldur skipanna
"Hlífiskjöldur skipanna" En 1 sept. það ár braust WW2 út með mikilli hættu fyrir sjófarendur á N- Atlantshafi Þessi þarna nefndur "Hlífiskjöldur" mun hafa veitt Íslenskum skipum einhverja vörn í byrjum stríðsins En svo kom hafnbann Þjóðverja. Kæmi til stríðs í dag skildi fáninn sem skip Gufuskipafélags AG sigla undir veita þeim íslensku sjómönnum sem á þeim eru nokkra vörn???
Skipin sem um er rætt könnumst við mörg okkar við
Hér heitir Katla MANCHIONEAL
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk1911 sem MANCHIONEAL Fáninn var: norskur Það mældist: 1654.0 ts, 2010.0 dwt Loa: 77.80. m, brd 10.90. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1934 KATLA - 1945 REYKJAFOSS - 1949 NAZAR - 1955 CERRAHZADE Nafn sem það bar síðast undir tyrkneskum fána En það var rifið í Tyrklandi 1967
Hér sem KATLA með "öryggisskildina" á síðunum
. úr mínum fórum © ókunnur
GULLFOSS I

Skipið var smíðað hjá Kjøbenhavns Flydedok í Kaupmannahöfn 1915. Það þjónaði svo Eimskipafélaginu til 1940 að það var kyrrsett af þjóðverjum í Kaupmannahöfn Félagið hafði fengið tryggigarféð skipsins úborgað og var það því félaginu óviðkomandi þegar það fannst í Kiel 1945 illa farið eftir að þjóðverjar höfðu notað það sem sjúkraskip um tíma. 1947 keyptu færeyiskir aðilar það og skírðu það Tjaldur. Skipið var svo í eigu þeirra til 1953 að það var rifið í Hamborg
Gullfoss I með dönsku með "öryggisskildina" á síðunum í WW1
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Á stjórnpalli GULLFOSS I
23.03.2014 12:36
Skip Samvinnumanna
HELGAFELL I
Nú í sumar bættust þýzkir samvinnumenn í hóp þeirra, sem eiga hafskip. Um miðjan júlímánuð fór fyrsta skip þeirra, Heinrich Lorenz, reynsluför sína og síðan fyrstu ferðina til Finnlands. Skip þetta er nokkru stærra en Sambandsskipin og því í raun réttri stærsta kaupskip samvinnumanna í heiminum. En það heldur ekki þessum heiðri lengi. Þegar hið nýja Helgafell fer reynsluferð sína seinni hluta september, mun það taka þennan titil aftur af Þjóðverjum: Heinrich Lorenz er 3200 þungalestir, en Helgafell 3300!
Heinrich Lorenz sem WIEDAU
Sömuleiðis er Helgafell rúmum meter lengra en þýzka skipið! Það er gaman að svona góðlátlegri samkeppni (sem raunar var engin samkeppni, því hvorugur vissi um hinn), en hitt er ánægjulegast, að samvinnumenn fleiri landa skuli leggja fyrir sig siglingar og ýta úr vör myndarlegum skipum, sem eru eign fólksins sjálfs og sigla í þess þjónustu" Tilvitn.lýkur.
Hér er HEINRICH LORENZ undir nafninu WIEDAU
© Rick Cox
Skipið var smíðað hjá Jos.L.Meyer í Papenburg Þýskalandi 1954 sem HEINRICH LORENZ Fáninn var: þýskur Það mældist: 1866.0 ts, 2952.0 dwt Loa: 85.50. m, brd 12.30. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum En 1959 fékk það nafnið WIEDAU Nafn sem það bar síðast undir sama fána.En 1975 lendir skipið í árekstri við pólst skip Miecsylaw Kalinowski. og endaloks skipsins urðu þessi
HELGAFELL I
@Predrag Pavic
Smíðað 1954 í Oskarshamns Varv. Oskarshamn Svíþjóð Sem HELGAFELL Fáninn var Íslenskur Það mældist .2194.0 ts 3250.0 dwt.
Loa;88.2 Brd 12.4.SÍS selur skipið 1979 og fær það nafnið Susan.
Skráður kaupandi Mouhahal Sg Co 1982 er skipið selt og fær nafnið
Laurence( í sumum gögnum Lawrence) Skráður kaupandi Navimpex. 31-03-1982
brennur skipið í Constanta.Það er svo rifið í Indlandi í nóv, 1988
20.03.2014 11:42
Höegh St.Petersburg
HÖEGH ST. PETERSBURG
© Pilot Frans
Skipið var smíðað hjá Daewoo SB & ME Co í Okpo S-Kóreu 2009 sem: HÖEGH ST. PETERSBURG Fáninn var: norskur Það mældist: 68392.0 ts, 27352.0 dwt. Loa: 228.78. m, brd 32.25. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og sama fána
© Pilot Frans
© Pilot Frans
18.03.2014 19:40
Vidfoss
VIDFOSS
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var smíðað hjá Århus Flydedok í Århus Danmörk 1990 sem
Ice Clipper Það mældist:3652.0 ts 3039.0 dwt. Loa: 92.90 m brd 15.40 .
1992 fékk skipið nafnið San Carlos Pride. Og 1993 nafnið Ice Bird Nafn sem það bar svo þar til nýlega að það fékk nafnið VIDFOSS og er að sjálfsögðu undir fána: Antigua and Barbuda
VIDFOSS
© Marcel & Ruud Coster
Vidfoss er í Sandvedalá sem er í Hildal i Odda kommúnu Hördalandi,Noregi
Tekið af Wikipedia,© Frokor
ICE BIRD
© oliragg
© oliragg
© oliragg
18.03.2014 16:05
STIGFOSS
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var smíðað hjá Århus Flydedok í Århus Danmörk 1990 sem Ice Star fyrir danska aðila. Það mældist:3652.0 ts 3039.0 dwt. Loa: 92.90 m brd 15.40 Skipið hefur nú fengið nafnið STIGFOSS ,en er undir fána Antigua and Barbuda Að sjálfsögðu
© Marcel & Ruud Coster
Stigfoss mun vera í ánni Istra, sem er á Mæri og Römsdal, Noregi
Tekið af Wikipedia,© Frokor
Ice Star
Ice Star
© Maestro
18.03.2014 12:33
Tai An Kou
TAI AN KOU
© Arjan Elmendorp
Skipið var smíðað hjá Guangzhou Intnl í Guangzhou,Kína 2003 sem:
TAI AN KOU Fáninn var: kínverskur Það mældist: 14184.0 ts, 18000.0 dwt. Loa: 156.00. m, brd 32.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
TAI AN KOU
© Pilot Frans
© Pilot Frans
© Pilot Frans
© Pilot Frans
© Pilot Frans
17.03.2014 16:13
Wilson Larvik
WILSON LARVIK
© óliragg
Skipið var smíðað hjá Slovenska Lodenice í Komarno, Slóvaníu 2010 sem: NIKLAS Fáninn var: Líberíu Það mældist: 2452.0 ts, 2500.0 dwt. Loa:87.83. m, brd12.80. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum:En 2013 fékk það nafnið WILSON LARVK Nafn sem það ber í dag undir sama fána
WILSON LARVIK
© óliragg
© óliragg
Hér sem NIKLAS
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
16.03.2014 12:57
Morning Glory
Það hverfur fleira en flugvélar nú til dags Sem illmögulegt er að útskýra. Þetta tankskip MORNING GLORY er horfið með farm að virði US $ 24 milljónum.
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Skipið var smíðað hjá Kanasashi í Toyohashi, Japan 1993 sem: BANDAR AYU Fáninn var: Panama Það mældist: 21804.0 ts, 36345.0 dwt. Loa: 179.90. m, brd 28.10. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 2005 PERGIWATI - 2008 GULF GLORY - 2014 MORNING GLORY Nafn sem það ber í dag undir fána N-Kóreu
Hér má lesa meira um þennan dularfulla atburð
15.03.2014 19:34
Lagarfoss I
LAGARFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Við skulum grípa niður í Morgunblaðið þ 20 maí 1917 En EI hafði leigt togara til að sigla móti skipinu. Og var lúðrasveit með í för:
"Nú var siglt þangað er hann lá og þá er komið var svo nærri, að heyra mátti milli skipanna, lék hornaflokkurinn »Eldgamla ísafold«. Þá var svo skamt í milli, að menn gátu séð hvar á hlið hins nýja skips voru máluð þrjú »Dannebrog« og orðin »Lagarfoss. - Danmark*. En þegar enn nær dró, sást aftan á skut skipsins letrað: »Lagarfoss, Reykjavík«.Gullfoss sigldi hingað til lands með dönsku merki á hliðunum. En þau voru þó þvegin af áður en skipið kom hingað, til þess að vér Reykvíkingar skyldum ekki hafa þá raun að horfa á þau.
LAGARFOSS I við komuna til Reykjavíkur í fyrsta sinn 1917
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Siðan höfum vér þó séð hverja vernd danski fáninn getur veitt okkur, en »Lagarfoss« siglir umhverfis landið hálft og hampar því hvarvetna framan í menn að dönsku einkennin séu »skjöldur vor og skjól«. Á þetta lengi svo að ganga, að vér siglum undir fölskum fána, villum á okkur heimildir, okkur sjálfum til stórtjóns ef til vill? Og svo vona ég að menn hneyklist eigi á þessum útúrdúr frá ferðasögunni. Hann er fram kominn vegna þess, hve illa lét í eyrum að fagna dönsku skipi, sem vér eigum þó sjálfir, með "Eldgamla Isafold" Tilvitnun lýkur
LAGARFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Lagarfoss I sigldi farsællegaí báðum WW. Í ferðum milli Íslands og USA 1917-1920 Og skipið var statt í Halifax í hinnu miklu sprengingu sem þar varð 1917 án þess þó að skemmast 1920 var skipið eiginlega endurbyggt í Kaupmannahöfn Eftir það var skipið bæði í ferðum til Vesturheims og Evrópu Eftir 1922 var það eingöngu í Evrópusiglingum 1927 byrjaði skipið að sigla áætlunarferðir þar sem siglt var frá Kaupmannahöfn um Leith til Djúpavogs og síðan um Austfirði,Norðurland til Norðurfjarðar á Ströndum Þar snúið við og sigld sama leið til baka.
LAGARFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Í þessum ferðum var skipið svo til 1940 að Norðurlönd lokuðust vegna stríðsins. Þá hóf skipið aftur Vesturheimsferðir og sinnti þeim til 1945 að stríðinu lauk Eftir það sigldi það aftur til Norðurlanda og Evrópu Þar til yfir lauk En 13 mars 1949 þegar skipið var statt í brælu undan Danmerkurströndum brotnaði öxull aðalvélarinnar. SELOSS I dró þá skipið inn til Frederikshavn. Ekki þótti borga sig að gera við vélina og var skipið selt til niðurrifs Það kom svo til Kaupmannahafnar í togi 13 apríl 1949 og var rifinn þar. Hafði þá þjónað Eimskipafélagi Íslands í 32 ár
Fyrsti skipstjóri hérlendis var Ingvar Þorsteinsson
Með Gunnar W Sörensen sem yfirvélstjóra
LAGARFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
LAGARFOSS í Reykjavíkurhöfn eftir stríð
© Tóti í Berjanesi
© Tóti í Berjanesi
13.03.2014 15:29
MERMAID
Hér sem FEHN CENTURY
© Pilot Frans
Skipið var smíðað hjá Krupp Ruhrorter í Duisburg þýskalandi 1985 sem: MERMAID Fáninn var: þýskur Það mældist: 1857.0 ts, 2200.0 dwt. Loa: 80.70. m, brd 12.70. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 2011 FEHN CENTURY - 2013 MERMAID Nafn sem það ber í dag undir fána Moldóvíu
Hér sem MERMAID
© Pilot Frans
Hér má lesa meir um vandræði skipsins
12.03.2014 17:07
YUSUF CEPNIOGLU
© Maritime Bulletin
Skipið var smíðað hjá Peters, Hugo SY í Wewelsfleth Þýskalandi 1995 sem NORTHSEA Fáninn var: ATG Það mældist: 4984.0 ts, 6928.0 dwt Loa: 116.40. m, brd 19.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1995 TEXEL BAY - 1996 NORTHSEA TRADER - 1997 GRACECHURCH COMET - 1999 NORTHSEA
TRADER - 2000 MSC KRASNODAR - 2001 NORTHSEA TRADER - 2010 YUSUF CEPNIOGLU Nafn sem það bar síðast undir tyrkneskum fána
Hér er skipið sem NORTHSEA TRADER
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Dapurleg sjón
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
Hér má sjá fleiri myndir af strandstaðnum
10.03.2014 19:02
Í eldlínunni mars 1941
REYKJABORG RE 64
Þann10 var b/v Reykjaborg RE 64 skotin í kaf af þýskum kafbát Skipstjóri hét Ásmundur Sigurðsson og var bróðir okkar ástsæla skólaskóla Stýrimannaskólans Jónasar Og ef minnið er ekki að bregðast mér þá var einn af aðaleigendum skipsins Guðmundur Jónsson löngum kendur við gamla skip sitt Skallagrím. Guðmundur var faðir hins farsæla skipstjóra á Skeljungi II og Kyndli I Péturs sem margir eldri farmenn muna eftir Hér má lesa inn á Uboat.com nákvæmlega um hvað skeði Reykjaborgin hafði lagt af stað frá Reykjavík síðdegis þ 8 mars 1941 áleiðis til Fleetwood
Ásmundur Sigurðsson Skipstjóri
Eins og sést inni á U-bout.com komust þrír skipverjar á fleka.Sem þeir hírðust á í sólarhring áður en var bjargað af korvettunni HMS PIMPERNEL En þá var einn þeirra látinn af sárum sínum Togarinn Vörður fann svo flekann og kom með hann til Reykjavíkur 17 mars 1941
Aðrir sem fórust með REYJABORG
Runólfur Sigurðsson skrifstofustjóri Fiskimálanefndar var farþegi með Reykjaborg
Hér er flekinn af Reykjaborg hífður í land úr Verði
Þeir sem komust á björgunarflekan af Reykjaborg:
Eyjólfur Jónsson háseti (1904-1988)
Sigurður Hansson kyndari ( 1910-1951)
Kristófer Óskar Vigfússon komst á flekan en lést af sárum sínum fyrstu nóttina Bróðir hans Guðjón var 1 vélstj á Pétursey sem sökkt var 2 dögum seinna
FRÓÐI
Línuveiðarinn Fróði var einnig á leið til Fleetwood þegar árás (frá U Boat.com) var gerð á það kl 0800 LMT þ 11 mars 1941 Af 11 manna áhöfn komust 6 lífs af úr hildarleiknum En skipið komst við illan leik til Vestmannaeyja. Vélskipið Skaftfellingur sem einnig var á leið til Fleetwood gat látið vita hvernig komið var fyrir skipinu. Og eftir að gengið var úr skugga um að skip kæmi á móti Fróða hélt Skafftfellingur áfram En Fróði hélt áfram ferð sinni til Eyja Það er skemst að segja að hjálparskipið sem sentvar á móti Fróða fór á mis við hann Skipstjóri Fróða Gunnar Árnason lifði af árásina sjálfa er særðist til ólífis í henni Honum tókst þó helsærðum að stjórna siglingu skipsins langleiðina til Eyja. Sýndi hann þar af sér aðdáunnarverða karlmennsku mikið viljaþrek og drenglund.En þegar hann fann að hverju dró fól hann skipstjórnina í heldur eina hásetans sem á lífi var Guðmundar Einars Guðmunsssonar Gunnar skipstjóri lést svo af sárum sínum klukkutíma áður en skipið kom til Eyja
Þeir sem fórust með FRÓÐA
Hér eru fjórir af þeim sex sem komust lífs af úr þessum hildarleik
Sverrir Torfason lést 1999
Guðmundur Einar Guðmundsson háseti (1906- 1993)
Sveinbjörn Davíðsson 1 vélstjóri (1912-1986) særðist illa á báðum höndum
Fróði kominn til Reykjavíkur með lík fórnarlambana á þilfari þ 15 mars 1941
PÉTURSEY
Línuveiðarinn Pétursey IS 100 lagði af stað frá Vestmannaeyjum 10 mars 1941 til Fleetwood En skipinu var sökkt (U Boat.com) 12 mars 1941 Enginn af áhöfninni komst af
PÉTURSEY hér sem PAUL SI 25
Þeir sem fórust með PÉTURSEY
Skipið á myndinni er ekki rétta PÉTURSEY. Þetta skip hafði borið nafnið PÉTURSEY en var svo gefið nafnið ÖRN GK 5 1932 Það skip fórst svo með allri áhöfn út af Mánáreyjum 8 ágúst 1936
- 1
- 2