Færslur: 2017 Nóvember
14.11.2017 19:00
Annar árekstur
14.11.2017 10:14
Harður árekstur
hafnarborginni Jebel Ali í Sameinuðu Arabísku Furstadæmana
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
© Mynd úr gCaptain
© Mynd úr gCaptain
Hitt skipið Ever Smart
Skipið var smíðað hjá Mitsubishi í Kobe Japan 2005 sem: HATSU SMART Fáninn var:Gíbraltar.Það mældist: 75246.00 ts, 78693.00 dwt. Loa:300.00. m, brd 42.90. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum:2008 EVER SMART Nafn sem það ber í dag undir breskum fána
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Það sást ekki mikið á þessum risa eftir árekstrurinn
© Mynd úr gCaptain
Rannsóknarskýrslu um atvikið má sjá hér
13.11.2017 08:41
RANDZEL
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
12.11.2017 18:04
VEGA OMIKRON
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Skipið var smíðað hjá Yangfan Group í Zhoushan,Kína 2005 sem: HELENE Fáninn var:ATG Það mældist:9981.00 ts, 11788.00 dwt. Loa: 139.10. m, brd 22.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:12 VEGA POLLUX2016 VEGA OMIKRON Nafn sem það ber í dag undir Liberiu fána
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
11.11.2017 15:03
Nor Feder
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
05.11.2017 21:05
Meira um Thorefélagið
INGOLF
Árið 1897 hóf svokallað Thorefélag Þórarins E. Tuliniusar í Kaupmannahöfn ferðir hingað en ekki mun sú útgerð hafa reynst ábatasöm. Árið 1909 samdi landstjórnin þó við Thorefélagið um að sjá um siglingar hingað og taka upp viðkomu í Hamborg eins og margir íslenskir kaupsýslumenn höfðu áhuga á. Það var þó leyst undan þessum samningi 1912.Þórarinn E Tulinius stofnaði Thore hlutafélagið árið 1903 og var sjálfur framkvæmdarstjóri og aðalhluthafi. Félagið tók við skipum hans og keypti til viðbótar skipin Kong Inge (688 rúmlestir) og Scotland, (1000 rúmlestir) með 50 manna farþegarými. Thore félagið gerði Alþingi og landstjórninni í Reykjavík tilboð um siglingar til landsins og lofaði 36 ferðum á ári en Sameinaða gufuskipafélagið bauð hins vegar Íslendingum 30 ferðir en með lægri kostnaði en það hafði gert áður og tóku Íslendingar því tilboði hins Sameinaða gufuskipafélags fram yfir tilboð Thore félagsins. Þessi tvö félög áttu eftir vera þaðan frá í mikilli samkeppni við hvert annað sem bæði bætti samgöngur á milli landa,með auknum ferðum og lækkun gjalda því Thore félagið lækkaði farmgjöld milli Íslands og útlanda um 30% og fargjöld um 25%.93 Árið 1909 gerðu Íslendingar samning við bæði félög. Við Thore gerði landstjórnin samning til 10 ára um strandferðir og 24 millilanda ferðir til Íslands á ári. Þá áttu a.m.k. fjórar þessara millilandaferða að vera til Hamborgar, Leith og Íslands.
AUSTRI
Fyrir þetta fékk félagið 60 þúsund kr. í árlegan styrk. Á Alþingi 1909 var mikið rætt um samgöngumálin og m.a. rætt um það að stofna íslenskt hlutafélag með þátttöku landssjóðs til skipakaupa. Málinu lyktaði þó á þann veg að Birni Jónssyni ráðherra var falið að semja við Thore-félagið til 10 ára um siglingar og strandferðir. Skyldi félagið halda uppi árlega að minnsta kosti 20 ferðum milli Kaupmannahafnar og íslands, fjórum frá Hamborg og Leith, og einnig standferðum.Greiddi landssjóður Thore-félaginu 60 þús. kr. árlegan styrk. í beinu framhaldi af þessum samningi jók Thore-félagið hlutafé sitt um 550 þús. kr. og samdi við dönsku skipasmíðastöðina Helsingör Værft um smíði tveggja lítilla strandferðaskipa. Skip þessi hlutu nöfnin Austri 443 rúmlestir að stærð og Vestri sem var jafnstór, enda systurskip.
VESTRI
Hvort skipið hafði rými fyrir 72 farþega á tveimur farrýmum. Þá eignaðist Thore-félagið þriðja skipið á þessu ári, 1910, e/s Ask, 937 rúmlestir að stærð, smíðaður í Kaupmannahöfn 1891. Seljandi var danska skipafélagið Aktiv og kom skipið fyrst til Islands í október 1910. Að því meðtöldu hafði félagið nú fimm eigin skip í millilandaferðum: Sterling, Kong Helge, Ingolf, Mjölni og Ask. Auk þeirra voru þrjú skip félagsins að staðaldri í strandferðum á tímabilinu apríl október: Austri, sem sigldi austur og norður fyrir land til Akureyrar, Vestri, sem sigldi vestur og norður fyrir land til Akureyrar, og Perwie, sem einkum var í ferðum við suðurströnd landsins Á fyrsta ári samningstímans, 1910, fóru skip félagsins 63 millilandaferðir, þar af 36 áætlunarferðir. Á þessu ári hófust reglubundnar siglingar til Hamborgar í fyrsta sinn og kom Kong Helge til Reykjavíkur úr fyrstu ferðinni þaðan2. apríl. En fljótlega kom í ljós mikill hallarekstur á strandferðaskipunum og svo fór að Thore-félagið var leyst undan samningnum frá 1909 að eigin ósk. Eftir nokkrar umræður á Alþingi, þar sem m.a. var rætt um að landssjóður keypti Austra og Vestra af Thore-félaginu, lyktaði málinu á þann veg að samið við Sameinaða gufuskipafélagið danska. Voru strandferðaskipin því strax seld að loknum ferðum hér í október 1912
ASK seinna HEKLA
Fyrr á því ári hafði Þórarinn E. Tulinius látið af starfi framkvæmdastjóraThorefélagsins, en við starfi hans tók danskur maður Hendriksen að nafni, er áður hafði starfað hjá Sameinaða gufuskipafélaginu. Við þessi umskipti fækkaði mjög ferðum Thore-skipanna hingað til lands og árið 1914 lögðust þær alveg niður. Þá var skipastóll félagsins eftirtalin fjögur skip: E/s Sterling 1030 rúml. E/s Hekla (áður Ask) 937 rúml. E/s Kong Helge 883 rúml. og E/s Mjölnir 543 rúmlestir.Í ráðherratíð sinni var BjörnJónsson hlynntur því að landssjóður keypti skip Thorefélagsins til að brjóta af þjóðinni alveldi erlendra skipafélaga í siglingamálum. Ekki varð þó úr þeirri framkvæmd og þar kom að strandferðaskipin Austri og Vestri voru seld til Noregs, eins og áður er getið, þar sem þau voru lengi notuð og reyndust vel. íslendingum þótti illt að missa þessi skip úr þjónustu sinni,frumkvæði Thorefélagsins varð öðrum fyrirmynd og eggjaði menn til dáða í siglingamálum þjóðarinnar Þórarinn E. Tulinius og síðar Thorefélagið höfðu skip sín í förum frá Danmörku til íslands á öllum tímum árs. Strönduðu skip hans alloft og eitt fórst í hafís,eins og e.t.v. við mátti búast, norðanlands og austan, þar sem vitar voru fáir og veður oft válynd að vetrarlagi. Ekki lét Þórarinn það á sig fá og keypti ný skip í stað hinna sem fórust. Hélt Þórarinn E.Tulinius og Thorefélagið uppi reglubundnum ferðum milli Íslands og útlanda auk strandferða hér um nær tveggja áratuga skeið.Meðal þekktra manna sem voru skipstjórar á Skipum Thore-félagsins má nefna m.a
Júlíus Júníusson sem stýrði AUSTRA
Guðmundur Kristjánsson sem stýrði VESTRA
Og síðastur skal til sögunnar nefndur
Emil Nielsensem sem stýrði STERLING
Þórarinn E Tulinius tók með skipum sínum upp heilbrigða samkepni við aðra, er héldu hér uppi siglingum Jafnframt skapaði það trú manna á möguleika íslenskra siglinga. trú, sem síðar bar ávexti í stofnun Eimskipafélags Íslands. Mér finnst satt að segja margt benda til að Þórarinn E. Tulinius hafi verið "með puttana í " að stofna Eimskipafélag Íslands 1914. Það er víst að hann og Björn Jónsson ritstjóri seinna Ráðherra voru miklir vinir. Og sonur Björns Sveinn seinna Forseti þekktust vel. En eins og menn vita var Sveinn einn af aðalhvatamönnum stofnunnar E.Í,
Þórarinn E. Tulinius

Og ég er harla viss um að Sveinn hefur sótt í "viskubrunna" Þórarins um Íslandssiglingar í aðdraganda þeirrar félagsstofnunnar. Og skyldi það hafa verið tilviljun ein að einn af skipstjórum THORE-félagsins var ráðin framkvæmdastjóri hins nýja félags. Ég læt þessum færslum um þennan, nú gleymda mikla baráttum mann um íslenskra strand- og millilandasiglingar lokið
Björn Jónsson Seinna ráðherra, vinur Þórarins og samherji í fullveldisbaráttunni þar sem siglingar til og frá landinu voru á oddinum
Efnið hef ég sótt hingað og þangað.M.a frá Guðmundi Sveinssyni safnstjóra á Norðfirði Þesstíma blöðum þ.á.m "Norðurland" "Austurland" "Eimreiðin" o.fl Svo og grein eftir Guðmund Sæmundsson í Sjómannadagsblaðinu 1987. Ég mun seinna koma með nánari upplýsingar um skipin sem komu við sögu í þessum færslum
05.11.2017 20:50
Thorefélagið
Þórarinn Erlendur Tulinius

Á vetrum var hann erlendis, við framhaldsnám í verslunarskóla og til frekari þjálfunar í verslunarfræðum. Árið 1887 settist Þórarinn Erlendur að í Kaupmannahöfn og átti þar síðan heima til æviloka. Í Danmörku tók hann upp þann hátt að skrifa sig Thor E. Tulinius, og það nafn notaði hann jafnan eftir það. Árið 1889 stofnaði Þórarinn eigið fyrirtæki, umboðs- og heildverslun, og gerðist einkum umboðsmaður íslenskra kaupmanna. Fyrirtækið var smátt í sniðum í byrjun, en viðskiptin uxu brátt. Leið ekki á löngu uns Þórarinn hóf jafnframt umboðssölunni verslunarrekstur á Íslandi.
Mjölnir
Árið 1899 kaupir hann verslun bróður síns Carl Andreas Tulinius á Fáskrúðsfirði, keypti síðan verslun á Hornafirði og aðra á Akureyri. Eftir lát föður síns árið 1905, festi hann kaup á verslun hans á Eskifirði. Þessar fjórar verslanir rak hann lengi, jafnhliða öðrum umsvifum. Einnig rak hann eigin skipakost til vöruflutninga. Árið 1903 var að hans forgöngu stofnað í Kaupmannahöfn nýtt hlutafélag sem fyrst og fremst skyldi einbeita sér að gufuskipaferðum milli Íslands og annarra landa. Nefndist félag þetta "A/S Dampskibsselskabet THORE".
KONG HELGE
Sjálfur var Þórarinn langstærsti hluthafinn og frá upphafi aðalforstjóri og lífið og sálin í fyrirtækinu. Um áramótin 1912-1913 lét hann af forstjórastarfi þar, enda höfðu Danskir menn þá náð fullum yfirráðum í félaginu. Hlutafélagið tók við skipum hans Perwie og Mjölnir, og keypti til viðbótar Kong Inge og Skotland, og strandaði það síðarnefnda fyrsta árið við Færeyja. í stað þess keypti félagið Kong Tryggve , og síðar bættust Kong Helge við.
KONG TRYGGVE

Auk þessara skipa hefir félagið haft til jafnaðar 3 til 4 leiguskip í förum hingað til lands. í vetri var varð félagið fyrir þvi óhappi að missa Kong lnge og Kong Tryggve í vetrarferðum fyrir norðan land. En í stað þeirra voru svo keypt eimskipin SterIing og lngólf en þau þóttu þess tíma hraðskreið og góð skip, og er einkum þótti Sterling gott farþegaskip Það má geta þess í framhjáhlaupi að allir fyrstu skipstjóranir hjá Eimskipafélagi Íslands höfðu fengið sína þjálfum í Íslandssiglingum hjá Thorefélaginu . SCOTLAND
Fr. Holme hét danskur stórkaupmaður sem snemma hafði gerst helsti lánardrottinn Gránufélagsins. Vegna mikilla skulda félagsins fékk hann brátt veð í öllum eignum þess og varð loks aðaleigandinn og hlaut að annast reksturinn. Þeir Holme og Thor E. Tulinius ákváðu nú að hefja samstarf um verslun og útgerð á Íslandi, stofna í því skyni nýtt hlutafélag og láta allar hina íslensku verslanir sínar renna inn í það.
STERLING
Hinn 18. sept. 1912 var stofnað hlutafélagið "De forenede Islandsforretninger" Hinar sameinuðu íslensku verslanir. Skyldi fyrirtækið reka verslun og fiskveiðar á Oddeyri við Eyjarfjörð, á Siglufirði, í Haganesvík, á Grafarósi, á Sauðárkróki og á Austfjörðum á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Seyðisfirði og Borgarfirði. Hlutaféð var upphaflega 500 þús. kr. En brátt aukið í 700 þú. kr. Í stjórn félagsins voru þrír stórkaupmenn, Fr. Holme, Thor E. Tulinius og Hans H. Styhr. Framkvæmdarstjórar voru þrír, einn í Danmörku og tveir á Íslandi. Íslensku framkvæmdastjórarnir voru Otto Tulinius á Akureyri, bróðir Þórarins, og Jón C.F. Arnesen á Eskifirði sem stjórnað hafði verslun Tuliniusar þar.
Hér er STERLING á ytrihöfn Reykjavíkur Við komu Friðrilks VIII 1907
Rekstur þessa stóra fyrirtækis gekk vel fyrstu árin. Árið 1918 var ákveðið að auka hlutafé þess úr 700 þús. kr. Í 1,5 millj. kr. Á því ári keypti Sameinaða eina stærstu og grónustu verslun á Íslandi, Ásgeirsverslun á Ísafirði, ásamt útibúum hennar. Auk áður talinna verslunarstaða á Norðurlandi og Austfjörðum rekur félagið um þessar mundir verslun, skipaútgerð og iðnað á Ísafirði, Flateyri, Bolungarvík, Hesteyri, Arngerðiseyri og Látrum í Aðalvík. Skömmu eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri bættust í hópinn hjá Sameinaða verslanir sem átt hafði Louis Zöllner kaupsýslumaður í Englandi. Var Sameinaða tvímælalaust langstærsta verslunarfyrirtæki sem nokkru sinni hafði starfað hér á landi eftir einokrun, með verslunarrekstur á um 20 stöðum í þremur landsfjórðungum og mikla útgerð að auki. En kreppa sú, sem tók að gera vart við sig fljótlega eftir lok styrjaldarinnar og fór smá saman harðnandi, lék mörg verslunar- og útgerðarfyrirtæki grátt. Þar á meðal voru "Hinar sameinuðu íslensku verslanir". Árið 1925 reyndist fyrirtækinu afar þungt í skauti. Þá var dræm sala á íslenskum afurðum og tölvert verðfall. Næsta ár fór kreppa þessi vaxandi, íslensk vara seldist seint og á mjög lágu verði. Þetta ár komst Sameinaða í þrot og var gert upp með miklu tapi á árunum 1926-1930. Missti Þórarinn E. Tulinius þar allar eignir sínar.Síðustu ár ævi sinnar átti Tulinius við þröngan kost að búa, en hélt að sögn kunnugra manna virðingu sinni og reisn allt til hinstu stundar. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 10. nóvember 1932, 72 ára að aldri. Hann var kvæntur danskri konu, Helgu dóttur Frich vélaverksmiðjueiganda í Árósum. Heimili þeirra hjóna var hið mesta höfðingsheimili og voru þeir Íslendingar ófáir sem nutu þar gestrisni og alúðar. Það er margt óskrifað enn um þennan merka mann. Ég mun "tutla" meiru innn hér um hann. Og vil taka það fram að góður vinur minn Guðmundur Sveinsson fv umboðsmaður Ríkisskip á Norðfirðið hefur heldur betur verið mér haukur í horni við þessi skrif. Matað mig á ýmsum fróðleik um þann mæta mann Þórarinn E Og kann ég Guðmundi miklar þakkir fyrir
05.11.2017 20:24
Meir af frumherjum
Þórarinn E Tulinius

Þórarinn E Tulinius var fæddur á Eskifirði 1860 og var sonur Carls D. Tuliniusar kaupmanns og konsúls þar, sem andaðist veturinn 1904, og konu hans Ouðrúnar Þórarinsdóttur prófasts Erlendssonar á Hofi í Álftafirði, og andaðist hún sama ár og maður hennar. í móðurætt var Þórarinn kominn af gömlum og góðum íslenskum ættum og gat rakið ætt sína upp til landnáms manna. Faðir hans var Suður- Jóti að ætt, og kom ungur til Íslands, um miðja síðustu öld. Var síðan verslunarstjóri fyrir verzlun Örum & Wulffs á Eskifirði og eignaðist þá verslun 1863, og rak hana fyrir sinn reikning þar til um aldamótin 1900 að sonur hans tók við. Þórarinn Tulinius ólst upp í foreldrahúsum, þar til hann var 9 ára, þá var hann sendur til Danmerkur; gekk síðan á lærðaskólann í Hróarskeldu og tók þar fjórðabekkjarpróf og hætti þá því námi
Eitt af seinni skipum Thorefélagsins Kong Helge
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hekla ex Ask eitt af seinni skipum Thorefélagsins
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
PERWIE hét seinna CLARA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Frh
05.11.2017 08:19
Gullfoss I
Efst við sigluhúna blöktu einkennisfánar félagsins blár kross (Þórshamar) á hvitum feldi og ýmsar skrautveifur teygðust niður að þilfari. í afturstafni var Dannebrog póstfáni. Málað var yfir dðnska þjóðernistáknin á hliðum skipsins, svo sem fyr er sagt, og skal þar ekki fleiri orðum að vikið. En í landi blöktu margir danskir fánar og var það skiljanlegt og fyrirgefanlegt af þeim er danskir eru þótt þeir veifi sinnar eigin þjóðar fána. En íslendingum,bornum og barnfæddum hér er það eigi afsakanlegt að vilja heldur sýna lit annara þjóða en sinnar eigi" Svo mörg voru þau orð Morgunblaðsins Þarna lá andi Ungmennafélagana í lofti. Í dag er maður jafnvel bendlaður við ofstækismenn í ónefndu landi ef maður lætur eitthvað upp í anda ungmannafélagana.þessara ára
Innanlands var bláhvíti fáninn notaður án þess að menn hefðu áhyggjur af löggildingu hans þar til árið 1913 að ofurnákvæmur danskur skipherra lagði hald á einn slíkan sem maður hafði haft uppi í árabát innan hafnar Reglufesta skipherrans olli uppnámi í Reykjavík og þusti fólk til og flaggaði bláhvítum fánum hvar sem þá var hægt að festa Í framhaldinu krafðist nú Alþingi löglegs fána til innanlandsnota og var það samþykkt árið 1915, reyndar með þeirri breytingu að rauðum krossi var bætt inn í þann hvíta
Gullfoss I
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1915 fyrir hið nýstofnaða Eimskipafélag Íslands. Það mældist 1414,0 ts 1200,0 dwt Loa: 70.10,m brd: 10.70 Farþegar 74.,Skipið var kyrrsett í Kaupmannahöfn þegar Þjóðverjar gerðu innrás í Danmörk 9 apríl 1940, Áhöfnin kom svo heim um haustið með Esjunni í hinni frægu Petsamoferð, Skipið "fannst"svo í Kiel eftir stríð 1945 í slæmu ástandi.Eimskip hafði fengið tryggingafé skipsins greitt og hafði því eki lengur umráð yfir því En félagið var að hugsa um að fá skipið til baka en það reyndist ekki borga sig enda var þá bygging á nýju skipi komin á koppinn., Tveir íslendingar keyptu skipið og komu því til Gautaborgar og láta gera það upp. Þegar því var lokið seldu þeir Skipafélagi Föroyja í Færeyja skipið. Og fékk skipið þá nafnið Tjaldur. Það var selt til Þýskaland og rifið 1953 og þá undir nafninu Tjaldur gamli
Eini fasti skipstjóri skipsins undir íslenskum fána var Sigurður Pétursson skipatjóri
Með Haraldi Sigurðssyni sem yfirvélstjóra. Sem var á skipinu allan tíman eins og Sigurður
Gullfoss I við Vestmannaeyjar
Gullfoss I

Tvö fyrstu skip Eimskipafélags Íslands GULLFOSS OG GOÐAFOSS

Úr safni Hlöðvers Kristjánssonar
Sigurður Pétursson og danskur hafnsögumaður á stjórnpalli GULLFOSS I
Ef maður flettir Mogunblaðinu þ 13 ágúst 1944 blasir þessi frétt við manni
Ekki stóðu nú þjóðverjar við loforðin sem gefin voru samkvæmt fréttinni enda töpuðu þeir stríðinu
Skipið var ílla farið eftir stríðið þrátt fyrir loforð um annað
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þarna má sjá þá GULLFOSS II og TJALDUR ex GULLFOSS I
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
04.11.2017 14:35
Meira af fyrstu kaupskipunum
A.ASGEIRSSON

Þetta var fyrsta gufuknúna millilandaskipið í eigu Íslendinga og flutti vörur til og frá versluninni og sigldi með saltfisk til Miðjarðarhafslanda á haustin. Ásgeir varð að þigga nafnbótina Etatsráð úr hendi konungs 1908 Segir sagan að Ásgeir hafi verið lítt hrifin af nafnbótinni En hún var dönsk tignarnafnbót sem sumir báru fyrr á öldum. Tignin gekk ekki í arf. Um 1930 var hætt að notast við þessa nafnbót. Konungur sæmdi menn tigninni, en hún taldist vera af "þriðja flokki" (da. tredje rangklasse), þ.e.a.s. þeim mönnum leyfðist að líta á sig sem nokkurs konar aðalsmenn, sem hana báru. Einnig fylgdi sá réttur tigninni, að mönnum leyfðist að koma dætrum sínum að í Vemmetoft klaustri.Etatsráðstign fylgdi hvorki embætti né aðrar skyldur, og var hún aðeins virðingartitill, í það minnsta frá því um 1700 Til dæmis var H.C Andersen etatsráð. Meðal þekktra Íslendinga sem þessi nafnbót var veitt voru:Finnur Magnusson og Magnús Stephensen
Fiskireitir í Neðstakaupstað 1910

Úr "Skírni" þ 01-01-1893
"Ásgeir kaupmaður Ásgeirsson lét t.d gera í Kaupmannahöfn fiskverkunarvél, er var smíði skipstjórans á gufubát, sem Ásgeir kaupmaður á og "Ásgeir litli" beitir; lét hann siðan nota vél þessa á Ísafirði; hún er knúð áfram með gufuafli og þvær 60 fiska á mínútunni; kvaö hún leysa það fullt eins vel af hendi eða betur en unnt er með handafli einu saman. Við vélina þarf að eins 2 menn og má vænta, að hún geti komið þeim að miklum notum, er mikinn sjávartitveg hafa"Sífellt vaxandi umsvif Ásgeirsverslunar urðu til þess að stofnuð voru útibú á Flateyri, Hesteyri og Arngerðareyri, í Höfn í Hornvík, í Bolungarvík og á Suðureyri. Að auki hafði verslunin fiskmóttöku víða um Djúp og Hornstrandir. Líkur hafa verið leiddar að því, að Ásgeirsverslun hafi á mektarárum sínum átt 10-15% alls saltfisks sem fluttur var frá Íslandi, miðað við verðmæti, og stundum mun meira. Saltfiskur var langmikilvægasta útflutningsafurð Íslendinga á þessum tíma og vafasamt að nokkurt annað fyrirtæki hafi í annan tíma átt eins mikla hlutdeild í heildarútflutningi þjóðarinnar. Straumhvörf urðu í vinnslu sjávarfangs og geymslu á beitu þegar farið var að reisa íshús hér á landi á síðustu árum 19. aldar. Fyrsta íshúsið á Vestfjörðum byggði Ásgeirsverslun í Neðstakaupstað á Ísafirði árið 1896 og var ísinn tekinn á Pollinum
Fyrsta Íshus á Ísafirði 1896

Talsíminn var fundinn upp árið 1876 og breiddist þessi nýja tækni hratt um heiminn. Til Danmerkur barst síminn árið 1877 og þremur árum síðar var komið upp talsímakerfi í Kaupmannahöfn. Íslendingar erlendis komust vitaskuld í kynni við þetta undratæki. Þó varð dráttur á að menn reyndu að koma á talsambandi hér á landi. Það er Ásgeir kaupmaður yngri sem á heiðurinn af því að hafa fyrstur látið leggja síma á Íslandi. Hann var sem fyrr segir einn af aðsópsmestu athafnamönnum landsins og þótti bæði framsýnn og djarfhuga. Verslun hans og útgerð urðu risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða enda urðu þau undirstaða mikils og blómlegs atvinnulífs á Ísafirði. Eins og áður sagði hafði Ásgeir jafnan vetursetu í Kaupmannahöfn og þar kynntist hann gildi talsímans. Þegar hann kom til Ísafjarðar vorið 1889 hafði hann í farteski sínu símtæki og efni í símalínu. Að sjálfsögðu var enginn maður á Ísafirði sem kunni til símalagningar en Ásgeir fékk til verksins þekktan hagleiksmann, Guðmund Pálsson, sem var beykir og þúsundþjalasmiður hjá Ásgeirsverslun. Hann lagði símalínu um hálfan kílómetra milli Faktorshússins í Neðstakaupstað og verslunarhúss Ásgeirsverslunar við Aðalstræti (nú Aðalstræti 15).
Fyrsta talsímatækið á Ís

© Ljósmyndasafn Ísafjarða
Guðmundur Pálsson er þannig í raun fyrsti símamaðurinn á Íslandi. Síðan var önnur lína lögð frá Faktorshúsinu í vefnaðarvörudeild Ásgeirsverslunar, sem var þá í húsi því sem síðar var Aðalstræti 20 en hefur nú verið rifið. Þessar fyrstu símalínur landsins voru í notkun þar til símakerfi innanbæjar á Ísafirði var tekið í notkun árið 1908. Áður hafði verið lögð lína milli Ísafjarðar og Hnífsdals og var hún tekin í notkun árið 1892. Ásgeir kom einnig á fót hvalveiðistöð á Uppsalaeyri í Seyðisfirði í Djúpi í félagi við Norðmanninn Stixrud og gerðu þeir út tvo hvalveiðibáta. Hvalveiðastöðina sem þeir Á.G Asgeirsson reistu á Uppsalaeyri við Seyðisfjörð vestra,var svo síðar flutt austur á Eskifjörð og reknar þar hvalveiðar um tíma.Þeir voru einnig sagðir eiga marmaranámu í Noregi en það er óstaðfest Fyrir ýmsum nýbreytingum gekst Ársgeirsverslunin á fyrri árum. Einna fyrstur mun Ásgeir hafa látið leggja sporbraut um verslunarlóðina til fisks og vöruaksturs; hafskipabryggja, myndarlegri en þá tíðkaðist, var bygð og þilskipaútgerð rekin í stórum stíl, eftir því sem þá gerðist
Á.G.Ásgeirsson stofnsetti hvalveiðistöð í Seyðisfirði

Ásgeir G. Ásgeirsson varð bráðkvaddur í Danmörku árið 1912 í blóma lífsins aðein 56 ára gamall Og gekk dánarbúið þá óskipt til móður hans, frú Sigríðar Ásgeirsson. Verslunin var rekin áfram til ársins 1918 undir stjórn J. M. Riis, mágs Ásgeirs. Sigríður Ásgeirsson lést 1915 og ákváðu erfingjar hennar að selja fyrirtækið. Nokkur útibúanna voru seld kaupmönnum á svæðinu en Hin sameinuðu íslensku verslanir keyptu meginhlutann. 30. nóvember 1918 var síðasti dagurinn í 66 ára sögu Ásgeirsverslunar.
Þarna má sjá stakkstæðin á öndverðri 20 öldimmi á Ísafirði

Fyrirtækið sem í upphafi tengdist Jóni Sigurðssyni og þjóðfrelsisbaráttunni sterkum böndum hætti þannig starfsemi daginn áður en Íslendingar fengu fullveldi. En sem betur fer áttu íslendska þjóðin fleiri svona bjartsýna og djarfhuga menn sem sáu nauðsyn þess að siglingar til og frá landinu væru í höndum landsmanna sjálfra
04.11.2017 14:20
Meira af fyrstu kaupskipunum
Ásgeir G Ásgeirsson ásamt fl fyrir utan hús sitt á Ísafirði 1908

Og þennan vilja þeirra drakk Ásgeir yngri í sig strax á barnsaldri Í grein eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum um Ásgeirsverslunina í "Vestra" 1918 segir m.a:" Ég minnist að hafa heyrt Asgeir yngri segja sem dæmi, hve fast hann hafi orðið að fylgja karli töður sínum, að oft hafi það verið, þá er þeir feðgar sátu heima hjá Jóni Sigurðssyni í Kaupmannahöfn. að á meðan karlarnir sátu að sumbli langt tram á nótt og ræddu um fullveldisbaráttuna og hvað væri fyrir Íslandi fyrir bestu þá hafl hann sofnað tram á borðið með epli, sem frú Ingibjörg hafði gefið honum, í hendinni".
Ásgeir G Ásgeirsson á samt konu sinni Lauru
© Ljósmyndasafn Ísafjarðar
En eftir dauða föður síns 1877 tók Ásgeir G Ásgeirsson við fyrirtækjum hans.1889 kaupir Ásgeir G 36 tonna gufubát Sem hann gaf nafnið Ásgeir litli í höfuðið á systursyni sínum Þetta var því fyrsta vélknúna (gufu) kaupskip í eigu Íslendinga. Ásgeir litli var notaður til áætlunarferða með póst og farþega í Ísafjarðardjúpi Einnig suður í Önundar- og Súgandafjörð Og N í Grunnavík Þessi litli bátur var líka fyrsti póst og farþegabátur á Íslandi Heimahöfn var að vísu alltaf í Kaupmannahöfn Og skipstjórar erlendir menn
ÁSGEIR LITLI
0
ÁSGEIR LITLI
© Ljósmyndasafn Ísafjarðar
© Ljósmyndasafn Ísafjarðar
Hér er A.ASGEIRSSON á Eskifirði
© Skjala-og myndasafn Norðfjarðar
© Ljósmyndasafn Ísafjarðar
© photoship

Ætli ég sé orðinn of skáldlegur þegar ég kalla Ásgeir G Ásgeirsson "guðfaðir" íslenskrar kaupskipaútgerðar Frh
04.11.2017 13:54
Upphaf siglinga íslenskra aðila og Sjálfstæðið
Jón Forseti
Var sá fundur vel sóttur og komu þangað menn víðs vegar úr sýslunni. Ásgeir Ásgeirsson frá Arngerðareyri, fæddur 1817, var einn þeirra sem mætti á fundinn og var það upphaf kynna þeirra Jóns. Ásgeir hafði frá unga aldri stundað sjómennsku og var nemma falin formennska. Skömmu eftir 1840 tók hann við stjórn á þilskipi og var þá ólærður að öllu öðru leyti en því, sem reynslan hafði kennt honum. Haustið 1846 sigldi Ásgeir til Danmerkur til náms í sjómannafræðum og varð fljótt tíður gestur í húsum Jóns. Tókst með þeim vinátta sem hélst meðan báðir lifðu. Er augljóst að Jón hefur haft mikil áhrif á Ásgeir og margar athafnir hans, eftir að hann kom heim aftur, voru í anda hugmynda Jóns og eflaust með hans hvatningu.
Ásgeir"skipherra"

© Ljósmyndasafn Ísafjarðar
Ásgeir átti stóran þátt í uppbyggingu þess þéttbýlis sem myndaðist á Skutulsfjarðareyri og það er því rétt að fylgja hér aðeins lífshlaupi hans, ekki síst til að draga fram hlut Jóns Sigurðssonar í þeirri uppbyggingu. Ásgeir lauk skipstjórnarnámi námi vorið 1847 og sigldi heim á þilskipi sem hann hafði fest kaup á í Danmörku. Þá um sumarið sigldi Jón einnig til að sitja þing. Aftur lagði hann leið sína vestur og hélt m.a. fund á Ísafirði þar sem hann kom inn á mjög mikilvægt mál sem var bætt meðferð fisks og verkun sjávarafla. Að hans dómi var brýn nauðsyn á umbótum í þessum efnum því ekki væri allt fengið með því að færa sem mestan afla að landi.

© Ljósmyndasafn Ísafjarðar
Ekki skipti minna máli að varan væri eftirsóknarverð vegna gæða. Vísasti vegurinn til að fá hátt verð fyrir fiskinn væri að vanda á allan hátt meðferð hans og verkun. Hvatti Jón Vestfirðinga til að hafa forystu um bætta fiskverkun og var niðurstaðan sú að á fundinum var kosin fiskverkunarnefnd sem vann svo að málinu í samstarfi við kaupmenn á staðnum. Skilaði þetta sér í mun betri vöru og treysti aðstöðu Íslendinga á saltfiskmarkaðnum. Þótti vestfirskur saltfiskur bera af öðrum saltfiski og var eftirsóknarverð vara á útlendum mörkuðum. Byggðu aðrir landsmenn síðan á þessari reynslu og kunnáttu. Eftir heimkomuna hélt Ásgeir þilskipi sínu til hákarlaveiða enda hagnaðarvonin þar mest. Ekki leið á löngu þar til hann tók að leita fyrir sér um möguleika á að stofna félagsskap um verslun og útgerð á Ísafirði. Ræddi hann einkum við bændur í Djúpinu og tóku margir líklega í málaleitan hans. Má telja sennilegt að Jón og Ásgeir hafi unnið saman að undirbúningi þessa máls því tilraun Ásgeirs var í fullu samræmi við skoðanir og vilja Jóns, sem hvað eftir annað hafði rætt og ritað um verslunarsamtök. Þegar kom að því að ganga formlega frá stofnun verslunarfélagsins, tóku menn hins vegar smám saman að skerast úr leik enda höfðu kaupmenn á Ísafirði, sem allir voru danskir, brugðist við hættunni með því að fara um sveitir þar sem þeir hittu bændur og skorti þar víst hvorki að fögur orð og girnileg fríðindi væru í boði. Ásgeir brást við þessu mótlæti með því hlaða skip sitt með fiski sjálfs síns og þeirra fáu útvegsbænda sem forsjá hans vildu hlíta, og lét í haf. Gerði hann góða ferð, hafði vetursetu í Danmörku og kom næsta vor til Ísafjarðar með töluverðan varning fyrir sjálfan sig og aðra. Haustið 1851 sigldi hann aftur utan með fisk og lýsi og kom heim vorið 1852, hlaðinn varningi, og opnaði sölubúð í Miðkaupstað á Ísafirði. Fór hún smám saman vaxandi eftir því sem árin liðu en samhliða rak hann útgerð og verkaði jöfnum höndum hákarlalýsi og saltfisk.Ásgeir "skipherra" eins og hann var oftast nefndur lést árið 1877 En hann lét eftir sig son Ásgeir Guðmund
Ásgeir G Ásgeirsson
© Ljósmyhdasafn Ísafjarðar
Ásgeir yngri ólst upp hjá foreldrum sínum, var í æsku við verslun föður síns á Ísafirði á sumrum, en á skrifstofu hans í Khöfn á vetrum. Ásgeir "skipherra" virðist snemma hafa ákveðið að hann skyldi taka við at sér, og tit þess að gera hann að duglegum kaupmanni, hafði hann sina einkennilegu aðferð. Að eins 12 ára gamlan tók hann fyrst son sinn með sér til útlanda. og tét hann jafnan lylgja sér, lét hann horfa á stórsjóana og kendi honum að stýra skipmu, enda varð hann mjög laginn sjómaður, þótt kaupmaður væti. í Kaupmannahöfn keypti hann svo fyrir son sinn stóra kistu fulla at ýms. um vamingi, sem hann varð sjáltur að selja, þegar heim kom. Þetta er nú orðinn langur formáli að sögu fyrstu gufu knúnu kaupskipum í íslenskri eigu.Og nú erum við loksins komin að fyrsta íslenska kaupskipaútgerðarmanninum Ásgeir G Ásgeirssyni frh
04.11.2017 05:32
Herjólfur I
Skipaútgerð Ríkisins lét smíða Herjólf I 1959
Svona segir Tíminn 13 des 1959 frá komu skipsins til Vestmannaeyja
Þetta segir Mogginn þ 15-12-1959

Herjólfur I

Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Bodewes, G.& H. í Martenshoek Hollandi 1959 sem Herjólfur Fáninn var:íslenskur Það mældist: 516.0 ts, 340.0 dwt Loa: 49.30. m, brd 9.40. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1977 LITTLE LILL - 1982 ABLE FOX - 1982 TILISA DEL MAR Nafn sem það bar síðast undir Honduras fána Herjólfur var sem sagt vseldur til Hondúras árið 1977. Skipið strandaði 13 júní 1983 við eyjuna Bonaire í Vestur Indíum og eyðilagðist. Myndin sem er af flakinu og er tekin árið 1988 er fengin að láni fra ShipSpotting.com
Tryggvi Blöndal skipstjóri stjórnaði skipinu fyrstu árin
Með Guðmund Erlendsson sem yfirvélstjóra
HERJÓLFUR I
© Tryggvi Sigurðsson
Hér eru tvær skemmtilegar myndir af skipinu sem mér hlutnuðust um daginn Stimplaðar aftan á Eyþór Kjaran Ekki getið um ljósmyndara
Líður að endalokum hérlendis
Úr Dagblaðinu þ júlí 1976
Svo 10 tbl Sjómannablaðsins 1977
Að síðustu Morgunblaðið þ 23 sept 1977
Mér hefur alltaf þótt þetta litla skip mjög svo snoturt
02.11.2017 16:40
Suðurland

©Handels- og Søfartsmuseets
©Handels- og Søfartsmuseets
Útgerð skipsins gekk vel þar til þ. 24/5 1901 að skipið sem hafði farið frá Nexö (Bornholm) kl 2140 strandaði við Hammer-Odde í svarta þoku . Farþegar og áhöfn var bjargað í land í björgunarbátum skipsins heilu og höldnu. Skipið náðist aftur á flot þ 2/6 sama ár það var dregið til Helsingør þar sem gert var við skemndir sem urðu miklar hjá Helsingørs Skibsværft
Á strandstað
©Handels- og Søfartsmuseets

©Handels- og Søfartsmuseets
©Handels- og Søfartsmuseets
Eftir að gert hafði verið við skipið og því var hleypt af stokkunum aftur þ 6/7 vildi ekki betur til en svo að því hvoldi eftit sjósetninguna. Gleymst hafði að dæla nægri kjölfestu (ballast) í skipið og eftirfarandi var talið með:" dels at der paa Mellemdækket henlaa ret anselige Vægte af Maskindele m. m., som rousede i Borde, dels at der var 40 Mand mer end nødvendigt om Bord, og dels at flere Koøjne ikke vare lukkede"


©Handels- og Søfartsmuseets


© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson

© Tryggvi Sigurðsson
- 1