Færslur: 2010 Mars

31.03.2010 21:43

Iceberg I

Það er nú kannske að æra óstöðugan að skrifa um sjórán við Sómalíu En þetta skip var tekið á mánudag 10 sml út af strönd Yemen Áhöfn skipsins 24 menn er frá ýmsum löndum. Yemen,Indlandi Ghana,Sudan, Pakistan og Philipseyjum. Það var nafnið Iceberg i sem hristi upp í mér.Skipið er byggt 1976 í Rochelle-Pallice Shipsyard í La Rochelle í Frakklandi Og er af svokallaðri roro gerð.Það mældist 2550.0 ts 3960,0 dwt. Loa: 98.0 m brd: 18,0 m, 1sta nafn var Gara Djebilet 2005 Gulf Flower 2007 Iceberg I. Mér er alveg sama hvað hver segir.Ég er viss um að allavega um borð í sumum skipunum eru vitorðsmenn sjóræningana.Lítum nánar á skipshöfn þessa skips. Hver skyldu meðalaun þeirra vera ? Og sjáíð hve hár skrokkur skipsins er og ætti að vera erfiður uppgöngu  Og ég er líka handviss um að það eru alþjóða glæpasamtök sem standa að þessum arðsömu ránum. Þessir sómalar sem í þessu standa hafa enga þekkingu á að skipuleggja sig svona. Og ekki lýsa húsakynni þeirra neinum útrásarvíkinga stíl

m/v Iceberg I
             @yvon Perchoc

Lokað fyrir álit

31.03.2010 20:34

Ekki algengt skipsnafn

Ekki ætla ég mér að gera lítið ú einum eða neinum þótt ég velti fyrir mér þessu furðulega skipsnafni. Skipið var byggt hjá Swan Hunter WR Wallsend Bretlandi 1923 fyrir Ellerman Lines í Newcastle Það mældist 1773.0 ts 2352.0  dwt. Loa: 82.90, m brd: 12.70 m  Skipinu var sökkt í loftárás á ytri-höfn Beirut 14-07-1941. Þegar þetta skeði var morsið alsráðandi  talstöðvarsanband yfirleitt ekki komið til sögunnar, En maður gæti hugsað sér loftskeytamannin kalla skipsnafnið :"it is já og sv,fr" Og maður verður að hafa í huga þessi mál á þeim tíma.Ég vona svo sannarlega að ég móðgi engan þó ég velti þessu skrítna nafni fyrir mér. Og gaman væri að vita hvort nafnið hefði aðra merkingu en þá sem ég hef í huga og ég vona að menn skilji hvað ég meina


@ric cox

Lokað fyrir álit

31.03.2010 16:26

Frosið

Þetta skip lestar hér frosið hér í dag Það var smíðað hjá Århus Shipyard,Århus Danmörk 1997 sem Oryon Fyrir danska aðila. Það mældist 3817,0 ts 4225.0 dwt. Loa: 97.70 m brd: 15,73, m. Það gengur svo undir nokkrum nöfnum næstu ár: 2004  Frio Vigo  2007 Belbek og 2006 Green Lofoten nafn sem það ber í dag


@oliragg
                                       @oliragg

Lokað fyrir álit

30.03.2010 22:41

Still going strong

Hér er skip sem margir þekkja. Gert hefur verið grein fyrir því á síðunni. Eftir mínum uppl. siglir það undir nafninu Capt Ivan Og er undir fána St Kitts/ Nevis. En mig minnir að einhver hafi haft nýrri upplýsingar



@Ric Cox


@Chris Cartwright





@Ric Cox

Hér er skipið eins  og það lítur víst út i dag En Markús sendi mér þessa mynd
Lokað fyrir álit

30.03.2010 21:59

Hver og hvort ?

Hér eru 2 skip Ég spyr Hvaða skip er þetta? Þetta skip var byggt hjá Frederikshavns Værft. Frederikshavn fyrir Mercandia (Per Hendriksen) Danmörk sem Mercandian Shipper 1975 Það mældist: 1599.0 ts 2999,0 dwt. Loa:78,50,m brd: 13.10 m  Skipadeild SÍS Kaupir skipið 1979 og skíra Helgafell (II) Það er selt úr landi 1984 og fær nafnið Speranza 1990 Europe 92. Eftir þeim gögnum sem ég haf er status á skipinu::Laid-Up since 01-09-1998

@ric vinc
Og ég spyr hvort þetta sé skip sem Þorvaldur Jónsson gerðu ú fyrir nokkrum árum ? Þetta skip er byggt hjá Ton Bodewes Franeker Hollandi 1975 sem Daniel fyrir þarlenda aðila. Það mældist 1377.0 ts 2349.0 dwt. Loa: 76,40 m brd: 12.00 m. 1987 fær skipið nafnið  Daniella 1994 Daniel D 1998 Ivy 2002 Ivy I Eftir mínu gögnum er status á skipinu: Laid-Up since 13-11-2009

Lokað fyrir álit

30.03.2010 21:38

Mjöl

Laxfoss var hér í dag að lesta mjöl .Skipið hefur verið kynnt hér á síðunni áður




Lokað fyrir álit

29.03.2010 19:25

Lýsi

Þetta skip Oralake var hér á laugardag að lesta lýsi Skipið var byggt hjá Celiktrans í Tuza Tyrklandi 2004 Það mældist 1950.0 ts 2650,0 dwt. Loa: 82,50 m brd: 12,50 m. 1sta nafn var Elka-S Síðan strax 2004 Oralake, 2005 Baltic Swan 2006 Oralake 











Lokað fyrir álit

29.03.2010 18:46

Gamlr og gleymdir

Hér er skip sem eldri lesendur síðunnar kannast við Öllum þessum skipum hefur verið gerð skil hér á síðunni

@peter.longhurst shippotting (Bunt) shipspotting



@peter.longhurst shippotting (Bunt) shipspotting

@peter.longhurst shippotting (Bunt) shipspotting

@Rick Cox
Til að létta mönnum vagaveltur er þetta Glaciar Azul sem seinna varð Mávur@Rick Cox

                 @Rick Cox

@peter.longhurst shippotting (Bunt) shipspotting

Lokað fyrir álit

25.03.2010 18:15

Íslenskt og danskt

Mennigarlegur ráðgafi síðunnar Tryggvi Sig sendi mér  þessa syrpu og kann ég honum bestu þakkir fyrir.Við byrjum á Kyndli. En fjallað hefur verið um skipið áður hér á síðunni



Svo er það skip sem byggt var hjá The Lindenau GmbH Schiffswerft & Maschinenfabrik í Kiel þýskalandi fyrir Ítalska aðila 1978 og hlaut nafnið Merzario Arabia.það mældist 12817.0.ts 9745.0 dwt Loa: 172.0 m brd: 21.70. m 1986 fær skipið nafnið Jolly Ocra 1987 Duino Eimskipafélagið kaupir skipið 1988 og skírir það Laxfoss (V hjá Eimskip) Skipið er svo selt? úr landi 1996 og fær nafnið Silkeborg. 1997 nafnið Lyra 2003 Strada Maestra og 2008 aftur Silkeborg .nafn sem það ber í dag undir Panamafána





Að lokum 1 danskur sem ég sigldi nokkru sinnum á Skipið var byggt hjá Saksköping M&S í Saksköping Danmörk 1991 fyrir H.Folmer í Kaupmannahöfn  sem Karina Danica. Skipið mældist 1352.0 ts 2130 dwt. Loa:69.40 m . Í augnablikinu er skipið  á leið til Wilmington USA. Og ég veit hvað það þýðir Vopn til Persaflóans Fór margar þannig ferðir á þessum og öðrum skipum félagsins

Lokað fyrir álit

25.03.2010 17:52

Gamall vinur

Þessar myndir sendi mér mikill velunnari síðunnar, Sæmundur Þórðarson af "gömlum vini" Hofsjökli. Ýmis "fjörleg"viðskifti áttu sér stundum stað á þeim stað sem myndirnar eru teknar. Ég hef sagt frá skipinu áður hér á síðunni.Ég þakka Sæmundi kærlega fyrir myndirnar


@sæmundur þórðarson


@sæmundur þórðarson

Lokað fyrir álit

24.03.2010 23:06

Auglýsing


 Hérna er auglýsing sem ég var beðinn um a´birta og geri ég það með mikilli gleði

Lokað fyrir álit

24.03.2010 18:55

gamlir horfnir"félagar"

Fyrst er það skip sem byggt var hjá Ålborg Skibsværft Ålborg Danmörk 1939 sem Esja (II) fyrir Skipaútgerð Ríkisins. Það mældist 1347.0 ts 500.0 dwt. Loa;70.30 m brd: 10,90 m. það tók 148 farþega. Skipið er selt til Bahamaeyja 1969 og fær nafnið Lucaya 1973 fær það nafnið Ventura Beach 1977 Nwakuso og 1979 aftur nafnið Ventura Beach. Það sökk á Mesuradu fljótinu í Momróvía 28-07-1979
Hér sem Esja


Hér sem  Lucaya Myndin tekin á Kanaríeyjum


@torfi haraldsson
Hér sem Ventura Beach Myndin tekin fyrir utan höfnina í Monróvía


@markus berger

Hér sem Nwakuso Myndin tekin í Monróvíu


@snæbjörn ingvarsson
Næst er það skip sem byggt var líka hjá Ålborg Skibsværft Ålborg 1948 sem Hekla (I) fyrir Skipaútgerð Ríkisins 1948 Það mældist 1456.0 ts 557.0 dwt. Loa: 72.70 m brd 11.0 m Skipið var selt til Grkklanda 1966 og fékk nafnið Kalymnos 1968 Arcadia og aftur 1968 Kalymnos. Það var rifið í Megara 1983
Hér sem Hekla



Hér sem Kalymnos Þarna er búið að byggja yfir afturdekkið. Myndin tekin á Milos Grikklandi


@snæbjörn ingvarsson


Svo er það skip sem var byggt hjá Neptun VEB í Rostock 1970 sem Hansa Trade fyrir norsk/þýska aðila.Það mældist: 3054.0 ts. 4410,0 dwt. Loa:103,0 m brd:14.60 m Fraktskip h/f í Reykjavík kaupa skipið  1975. Skipið hélt nafni og fána sem var Singapoore meðan skipið var í eigu íslendinga. Það var selt til Brasilíu 1979 og fær nafnið Rio Bravo. Síðan nöfnin 1986 San Carlos 1986 Feeder Gulf 1989 Agios Nicolaos 1992 Alimos I 1993 Sofia 1994 Sea Empress 1997 Lucy Star. Skipið virðist hafa verið rifið 1997

Hér sem Hansa Trade. Myndin tekin í Monróvíu

@snæbjörn ingvarsson


Hér sem Feeder Gulf:

 

Lokað fyrir álit

18.03.2010 12:11

Skálkurinn

Áhöfn þessa skips sem var hér í höfninni í gær lenti í miklum hremmingum í Hafnarfirði um daginn er þeir rugluðust á krönum við losun, Skipið var byggt hjá Ferus Smit Westerbroek Hollandi 2000 fyrir þarlenda aðila og fékk nafnið United Glory. Það mældist 3653.0 m 6535.0 dwt. Loa: 103.0 m brd: 15,0 m. 2000 er strax  skift um nafn í Bro Glory.  Það sigli undir hollenskum fána




Lokað fyrir álit

15.03.2010 17:54

Hverjir eru þetta???

Hér eru nokkrir gamlir og nýrri kunningar. Þetta er nú sennilega alltof létt, En hverjir eru þetta ? Fyst skal telja skip dem byggt hjá Werft D.W.Kremer Sohn í Elmshorn Þýskalandi sem Langá fyrir Hafskip 1965(síðasta skip sem þeir létu byggja fyrir sig) Það mældist 1276 ts 2233 dwt Loa;74.70 m brd 11.20.m, Skipið var selt úr landi 1985 og hlaut þá nafnið Margrid 1987 fær það nafnið Madrid 1991 Don Guillo 1992 Almirante Eraso 1998 Adriatik 2001 Sol del Cariber nafn sem það siglir undir í dagóg flaggar fána Sao Tome


@Ric Cox
Næst er það Bælarfoss Heitir í dag Mwana Kukuwa og er undir fána Comoros???? Ég hef gert grein fyrir honum áður hér á síðunni


@Ric Cox
Svo er það Valur. skipið byggt hjá Fiskestrand Værft Fiskestrand  Noregi 1973 fyrir Hólma h/f Ytri Njarðvík Það mælist 397,0 ts 945.0  dwt,Loa: 60,80 m brd: 9,50 m  1974 fær skipið nafnið Frendo Hvalsnes 1975 aftur Hvalsnes . Skipið var selt Nesskip h/f á Seltjarnarnesi 1976 og fær nafnið Vesturland. Nes h/f yfirtaka skipið 1982 og skíra Val.Skipinu hlekkist á í höfninni í Vyborg 22-10-1992 og það rifið upp út því  



@Ric Cox
Þá er það skip sem byggt var hjá Sietas í Neuenfelde í Þýskalandi 1985 fyrir þarlenda aðila sem Esperanza Það mældist: 3120.0  ts 3635 dwt. Loa: 88,60 m brd: 15.70 m. Eimskipafélagið tekur skipið á leigu 1988 og skírir Mánafæss, Það hverfur af landi 1992 og fær þá sitt gamla nafn Esperanza Síðan gengur það undir mörgum nöfnum næstu ár:M.a:1997 Fronter Colombia 1997 Manzur 1998 Melfi Panama 2000 Esperanza 2001 Anl Purpose 2002 Esperanza 2003 Karen Danielsen 2005 Renis 2005 Sider Red  2006 Mirabelle 2009 það nafn sem skipið siglir undir í dag með fána Togo



@Ric Cox
 Svo er það Skið sem byggt var hjá Örsköv Cristensens í Frederilkshavn Danmörk fyrir þarlenda aðila 1992 sem Maersk Euro Quarto Það mældist 7676,0 ts. 8609,0 dwt Loa:125.50 m brd. 20,80 m 2001 kaupir ? Eimskip skipið og skírir Brúarfoss. Það siglir undir fána Antiqua and Barbuda


@Ric Cox

Lokað fyrir álit

12.03.2010 16:17

Í dag

Þessir voru hér í dag að lesta útflutning, Fyrst skip sem byggt var 2005 hjá Sietas Shipsyard,Neuenfelde Þýskalandi sem Arnarfell fyrir Samskip. Það mældist 8830,0 ts 11143,0 dwt. Loa:137.50 m brd 21,60 m. Skipið siglir undir fána Færeyja


@oliragg
Næst er það skip sem smíðað var hjá Kleven Loland í Leirvik Noregi 1989 sem Erikson Arctic fyrir danska aðila. Það mældist 5084.0 ts 6120.0 dwt. Loa:109.0 m brd: 18.0 m, 1994 fær það nafnið Belinda, 1996 Wisida Arctic. 2000 Arctic Ice og 2001 Green Karmoy nafn sem það ber í dag undir fána Bahamas


@oliragg



@oliragg

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196478
Samtals gestir: 8430
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:39:32
clockhere