Færslur: 2010 Júní

30.06.2010 00:47

Brúarfoss III

Byggður hjá Paul Lindenau í Kiel 1978 fyrir A. Merzario á Ítalíu.13478 ts 12294 dwt, Loa:173.m brd 21,7.m.1sta nafn Merzario Persia.1986 nafni breitt í Persia. 1988 kaupir Eimskip skipið og skírir Brúarfoss. Eimskip selur skipið 1996 og fær það nafnið Vega. 1998 fær skipið nafnið Amandine og 2003 nafnið Amanda. Skipið var um skeið stærsta skip undir íslensku flaggi. Nú er þetta mikla skip ( á íslenskan mælikvarða) komið í "pottana" í hinum íllræmda skipakirkjugarði Alang á Indlandi


@Tryggvi Sig

Lokað fyrir álit

29.06.2010 20:36

Kano II

Þetta skip Kano II  hefur siglgt um heimahöfin síðan 1978 undir nokkrum nöfnum m.a Lorena B , Kala Salada , Cala Teram , North Coast, Álafoss., Dana Atlas Skipið skifti um  flagg eða heimahöfn  í janúar í ár. Frá Panamaflaggi til Belize City.


@Tomas Johannesson
Lokað fyrir álit

28.06.2010 18:22

Nóg að gera

Hér er nóg að gera við útflutning. Green Ice er komið í höfn og Silver Lake liggur út af Eiðinu. Hér snúast hjólin til stuðnings þjóðarhag. Hér verður fjármagn til svona til fróðleiks stórra hópa þjóðfélagsins.
Green Ice var byggt 1985 hjá Fossen Motor Værksted í Rissa,Noregi sem Svanur fyrir þarlenda aðila. 1988 fær skipið nafnið Thinganes og 1993 Green Ice nafn sem það ber í dag og veifar fána Bahamas





Eitthvað er maður óviss á "zúmmið" á myndavélinni. En Silver Lake liggur út af Eiðinu og bíður lestinnar 



Lokað fyrir álit

27.06.2010 15:47

Laugarnes

Þegar máttarvöldin höfðu  fært mér eða réttara sagt myndavélinni minni Green Bergen uppí hendurnar.Þá má segja að "meðafli" hafi fylgt. Litli "tankarinn" Lauganes fylgdi með. Skipið var byggt hjá Saksköbing Værft A/S 1978,Fyrir Godthåb, Grönlands Handel KNI sem Orsiaat. Skipið mældist 372,0 ts  465.0 dwt, Loa: 35.0 m   brd 8,74.m, Bjarni Halldórsson skipstjóri skipsins hafði samband og sagði mér að 1998 hafi skipið verið lengt um 10 metra svo nú mælist það loa: 45.0 m Oliufélagið h/f kaupir skipið 1998 og skírir Bláfell II 1999 er skipið svo skírt Laugarnes





Lokað fyrir álit

27.06.2010 12:27

Fastir liðir eins .....

Ég hef oft sagt að það sé vakað yfir mér af ja æðri öflum. Það hef ég marg reynt  í lífinu. Og nú er meira segja farið að hlusta á letiduttlunguna í mér. En þannig var að á föstudag kom ég á "vigtina" Þá meina ég "hafnarvogina"

Kom á föstudag



Mín eigin er komin lengst undir rúm þar sem næst ekki í hana og á hafnarvogina fer ég ekki eins og gömul vinkona hélt út af þyngdinni heldur út af félagsskapnum En þegar hún spurði mig um daginn hvernig ég eyddi deginum sagðist  ég fara  á viktin á hverjum degi Já fylgistu svona vel með þyngdinni Sagði hún þá, Nei á hafnarviktina svaraði ég. Gvöð Óli ertu orðin svona þungur sagði hún þá. Jæja að byrjunni aftur.



Eg kom sem sagt á "Viktina" á föstudaginn þá var Green Bergen komin til að lesta frosið. Þegar ég frétti að skipið yrði sennilega hér einnig á laugardag nennti ég ekki heim eftir myndavélinni en henni hafði ég gleymt. Ég fór svo í gær og myndaði skipið. En þegar ég var að hlaða myndunum inn á tölvuna eyddí ég þeim óvart af asnaskap.



Og enn spilaði letin aðalhlutverkið. Ég nennti ekki niðureftir end átti ég einhverstaðar mynd af skipinu. En svo kom sunnudags hafnarrúnturinn og viti menn skipið á sama stað. Annars voru fastir liðir eins og venjulega á fimtu og föstudag hvað Eimskip og Samskip varðar

Lokað fyrir álit

25.06.2010 22:26

Sitt af hvoru tagi

Menn undruðust satt að segja stundum málningarvinnuna þegar gömlu ´nýsköpunnartogararnir voru málaðir sérstaklega í Englandi, Þá var oft hreinlega allt málað sem á vegi pensilsins varð. T.d dauðir fiskar og jafnvel kaðalspottar. Þetta sá maður oft, Eitthvað þessu líkt

Ekki svona. Hér er þó krækt fyrir hindrunina


 En svona getur farið ef athyglin er ekki í lagi







Og hér hefur oltið illilega



Hér er sennilega lekur forpikkur Eða hvað??


Og að lokum gamall bróðir Þyrils

Lokað fyrir álit

25.06.2010 21:15

Drangajökull I

Ég bloggaði um daginn um Foldina seinna Drangajökul I, Mér fannst þetta alltaf fallegt skip eins og myndirnar sýna en þær að þeirri 1stu undanskilinni eru frá Guðlaugi vini mínum Gíslasyni. Sem var um tíma stýrimaður á skipinu.

Hér að lesta tunnur í Noregi


 
Komin með farminn til landsins Takið eftir útkíksskýlinu ofan á brúnni

Lokað fyrir álit

25.06.2010 18:17

Lagarf

Byrjum á baksíðu Moggans 6 ágúst 1964


Myndirnar sem hér fylgja eru teknar um borð í Þyrli þarna í ágústbyrjun 1964 og sýnir þennan sögulega atburð. Guðlaugur Gíslason sem var stýrimaður um boð ásamt Páli þ Finnsyni tók þessar myndir og var svo vinalegur eins og hans er von og vísa að lána mér þær til birtingar hér. Bogi Einarsson (minn gamli skipstjóri af Esju 3 og 4)  var skipstjóri á Þyrli er þetta var.


Ekki var þyrill neitt "augnayndi" En allir sem ég þekkti og voru á honum töluðu um hann með virðingu, Hann var byggður  hjá Pensacola Ships Yard í Pensacola USA 1943. Sem YO 127 ( Fuel Oil Barge)  Fyrir US Navy. Hann mældist 600.0 ts 980.0 dwt.Loa: 53.0 m brd:9.80 m Hann kom til landsins með Us navy einhventíma eftir komu Sjóhersins til Íslands í júlí 1941 Hann gleymdist svo að sögn eftir stríðið í Hvalfirði og Ríkissjóður fékk hann fyrir lítið. Hann fær nafnið  Þyrill 1947. Eftir þessa velheppnuðu tilraun með síldarflutninga kaupir Einar Guðfinnsson skipið 1965 og skírir 1968 kaupir Sigurður Markússon skipið. Það er rifið í Belgíu 1970   



Hér í ísnum í "Sundunum" við Kaupmannahöfn



Hér í sæmilegu veðri við Látrabjarg



Og svo þessar merku myndir frá síldarflutningartilrauninni sem Mogign skýrði frá hér að framan



















Allar myndirnar eru úr safni Guðlaugs Gíslasonar

Lokað fyrir álit

20.06.2010 00:44

Ljúft að láta sig dreyma

Og þá þýðir ekkert á láta víl og sút ná á sér tökum Þá er um að gera að hugsa um næturrhyhtman í Carabbean Sea

http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/23287/
Lokað fyrir álit

20.06.2010 00:31

Svo getur farið illa

Svo getur farið ílla eaf ýmsum ástæðum

http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/23286/
Lokað fyrir álit

20.06.2010 00:26

Munaði litlu

Hér munar litlu að illa færi.Near-missVeronica B í Gibraltar En eins og í góðum sögum endaði þetta vel

http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/23285/

Lokað fyrir álit

19.06.2010 23:41

Síðasta vika

Það er með endemum hvað sokkarnir mínir eru þröngir sérstaklega fyrir hádegi og um hátíðar og helgar. Þessvegna missi ég alltaf af Eimskipafélagsskipunum sem eru alltaf farin þegar ég kemst í sokkana. En Samskip taka tillit til þessara sokkavandræða og eru sjaldan farnir um hádegi.Nú 17 júni var virkilega slæmur en þá var hér að lesta frosið .En í gær föstudag var Alma hér að lesta frosið



Og Arnarfell í þessu vanalega





Lokað fyrir álit

16.06.2010 18:04

Óhapp

Mikhail Voytenko var staddur á skipi sínu San Gwann í hafnarborginni  Durres í  Albania. Þegar hann varð vitni að eftirfarandi sem hann festi á filmu: 14 Júní  kl 1630 LT kom general cargo skipið Storman Asia inní höfnina með ætlun að leggast að bryggju Gef Mikhail orðið:


"Usually in Durres such operations are very quiet, but now we on bridge heard wild pilot's cries - Stop engine, Full astern! By a chance our VHF was on the same 72 Channel, so we heard how Master translated Pilot's orders into Indian for crew.


Then we heard as Master told Pilot that his engine can't switch from Ahead to Astern. At 1639 at speed about 6 knots Storman Asia struck Rubby at 90 degrees angle in fore area. Ruby damaged starboard fore where she was struck by Storman Asia and along all portside from Berth. No injures.
Ruby IMO 8897198 Flag Russia build 1985 DWT 2759. Storman Asia IMO 7533721 Flag Madeira build 1976 DWT 2487."



@Mikhail Voytenko

@Mikhail Voytenko

@Mikhail Voytenko


@Mikhail Voytenko

@Mikhail Voytenko

@Mikhail Voytenko
Það er ekki mikið um þetta að segja en mig langar að spyrja:" Hvað með akkeri Storman Asia" ???
Lokað fyrir álit

09.06.2010 18:38

Fleiri afturbyggðir

Hérna hefðu þær systur Herðubreið og Skjaldbreið átt að vera hér en þær stöllur tilheyra ekki þeim skipum sem ég hafði í huga. En þær fá sinn sess hér seinna. En þá að afturbyggðum millilandaskipum. Reynsla Eimskipsmanna af Tröllafossi varð til að hugmyndir um afturbyggð smáskip komust á koppinn.Frumhönnun á 2 næstu skipum sem byggð voru fyrir félagið var frumraun manns sem átti eftir að setja "svip" sinn á skip félagsins á eftirkomandi árum.Viggó E Maack Fyrra skipið Tungufoss þótti ekki eins vel heppnað og það seinna. Ýmsar nýungar voru í þessum skipum. Möstrin voru öðruvísi og tvískift. og lestarna án stoða og fl 

Möstrin yrðu til að meira pláss varð fyrir dekkfarma. Mig minnir t.d. á síldarárunum hafi Tungufoss verið stundum kallaður "Tunnufoss" En hann var byggður 1953 hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk. Fyrir Eimskipafélagið. Skipið mældist 1176.0 1700.0 dwt. Loa:79.90 m brd: 11.60 m. Skipið var selt úr landi til Saudi Arabíu 1974 og skírt Al Medina. Það strandaði við Indland (20°35´0 N 072° 45´0 A) á leið frá Djibouti til Mumbay( Bombay) 03-06-1976. Og var rifið á strandstað






Fjallfoss var smíðaður 1954 Ég hef lýst skipinu á síðunni,. Það var bæði breiðari og lengri en Tungufoss












Lokað fyrir álit

09.06.2010 13:12

Síðasta flaut

Hér á árum áður þeyttu strandferðaskipin flautur sínar til að boða brottfarir. Hvernig útsspilið var man ég ekki alveg. En mig minnir að á Akraborginni hafi verið 1 píp klukkutíma fyrir brottför í Borgarnesi þar sem stoppið var alltaf lengra en á Akranesi. 2 píp á hálftímanum 3 á korteri fyrir og svo 1 langt í kveðjuskyni fyrir standaglópa. Ekki má taka þessa upprifjum mína sem einhverja 100 % sagnfræði. En einhverjar reglur voru samt á þessu. En ég var beðinn  að birta eftirfarandi auglýsingu sem ég geri með glöðu gleði
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 838
Gestir í dag: 295
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197048
Samtals gestir: 8706
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 15:26:30
clockhere