Færslur: 2013 Desember
31.12.2013 15:58
Mælifell I

@ Graham Moore.
Skipið var smíðað sem fyrr sagði hjá Aukra Bruk, Aukra Noregi sem Mælifell fyrir Skipadeild SÍS 1964. Það mældist: 1879.0 ts 2740.0 dwt. Loa: 88.90.0 m brd: 13.70 m. . Skipadeildin selur skipið 1985, Manchuria Cia Naviera SA San í Lorenzo Honduras og fær það nafnið Langeland. Það er selt innanlands í Honduras1987 Kaupandi: Silenia International Trade S de RL Skipið heldur nafni.1988 er skipinu breitt í "cement carrier" 1989 er það selt Helga Sg Co Ltd á Möltu og fær nafnið:Scantrader. Skipið sigldi svo frá Bilbao 11-01-1990 áleiðis til Sharpness með sement í "bulk" Það sást ekki meir og með því fórust 12 menn
MÆLIFELL
Úr safni Óskars Franz @ókunnur


Úr safni Óskars Franz @ ókunnur

© Graham Moore.
Hér sem LANGELAND
© Patrick Hill

© Yvon Perchoc
© PWR
© Sharpnesship
Hér sem SCAN TRADER

© Henk Kouwenhoven

30.12.2013 19:47
Skeljungur I og hvalurinn
SKELJUNGUR
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
En hann var smíðaður í Amsterdam 1928 fyrir Olíusöluna í Reykjavík.Skipið mældist 147.0 ts. 218 dwt Loa; 33,50 m brd; 6.80 m 1934 er skipið lengt og mældist nú 177.0 ts 247,0 dwt Loa:36.99 m,1932 hafði Shell í Skildinganesi keypt skipið. Skipið skipar þann sess í skipasögu Íslands að vera fyrsta afturbyggða kaupskipið sem byggt var fyrir Íslendinga og einnig fyrsta tankskipið En endalok skipsins urðu að 1947 var hann seldur Grana h/f á Hjalteyri sem breytti því í síldveiðiskip. Skipið sökk sama ár á síldarmiðunum fyrir Norðurlandi
SKELJUNGUR I
© Sigurgeir B Halldórsson
Mynd úr mínum fórum © óþekktu
Og hérna er skemmtileg saga úr Víðir þ 19-10-1934 En Víðir var vikublað sem gefið var út í Vestmannaeyjum á sínum tíma
30.12.2013 16:58
Úðafoss
Hér sem MERC AFRICA

© BANGSBO MUSEUM
Skipað var smíðað hjá Frederiksværft í Frederikshavn Danmörk sem MERC AFRICA fyrir Mercandia (Per Henriksen )1971 Fáninn var danskur Það mældist 499.0 ts 1372.0 dwt,loa:68.00 m.Brd:12.30, Það hefur gengið undir eftirfarandi nöfn gegn um tíðina.1974 UDAFOSS - 1984 BRAVA PRIMA - 1993 AL ANDALUS - 1997 NADAH -1999 LA PINTA - 2001 GENI ONE -2004 JIHAN - 2006 LAFTAH - 2011 ALRABEE Nafn sem það ber í dag undir fána Tanzania
Hér sem MERC AFRICA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér sem ÚÐAFOSS
Hér undir nafninu Laftha
30.12.2013 13:38
Kyndill I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Pettje Shipyard Waterhuizen Hollandi 1955 fyrir Shell á Íslandi.Það mældist 778.0 ts.969.0 dwt Loa:60.30.m brd:10.0 m Skipið var selt til Englands(Effluents Svcs) 1974 og fær nafnið THIRLMERE Eftir mínum heimildum var skipið rifið í Milford Haven 1988
Hér sem KYNDILL

Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér sem THIRLMERE
© Peter William Robinson
28.12.2013 21:24
FREYA
Þessi skemmtilegu mynd sendi Bjarni Halldórs mér af KYNDLI eins og skipið hét hér lendis En hún er tekin á Drangsnesi
Skipið var smíðað hjá Skaalurens Værft í Rosendal Noregi.1982 sem Torafjord Það mældist 1198.0.ts.2500. dwt. Loa:80,90 m brd:13.0 m. Sömu aðilar sem áttu Kyndil II keyptu skipið 1985 og skírðu KYNDILL. Skipið var svo selt 2002 og fékk það nafnið Frigg og í júní 2013 rússneskan fána og nafnið FREYA Já nafnið er ekki með J
Hér sem FRIGG
© Tore Hettervik
© Tore Hettervik
© Tore Hettervik
© Tore Hettervik
© Tore Hettervik
28.12.2013 13:22
NOUR-M
Hér sem ANNE METTE.
© Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Svendborg Skibs í Svendborg Danmörk 1972 sem ANNE METTE Fáninn var: danskur Það mældist: 499.0 ts, 1405.0 dwt Loa: 75.40. m, brd 12.90 m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1984 SILVANA - 1991 SEA TRADER - 1994 VASILIS -1997 AGNES - 2001 ATHOS - 2004 SEA HOPE III - 2005 MR.LULU - 2007 NOUR-M. Nafn sem það bar síðast undir fána Sierra Leone
ANNE METTE
© Peter William Robinson
Hér sem NOUR-M.
© Mahmoud shd
26.12.2013 18:05
Kyndill II
Hér sem GERDA BRÖDSGÅRD
@ photoship
Skipið var smíðað hjá Frederikshavn Værft Frederikshavn Danmörk. sem Gerda Brodsgaard 1968. Skipið mældist 499.0 ts 1221.0 dwt. Loa:60,63.m brd: 10.22.m Olíufélagið Skeljungur h/f og Olíuverslun Íslands h/f kaupa skipið 1974. 1985 er nafni skipsin breitt í Kyndil II Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum
- 1986 REEDNESS - 1997 SPIRO F. Nafn sem það ber í dag sem "bunkerboat" á Möltu undir þess lands fána
Hér sem KYNDILL II
© Patrick Hill
© Patrick Hill
Hér sem REEDNESS
© Patrick Hill
© Patrick Hill
Hér sem SPIRO F.
© Capt.Lawrence Dalli
© Pilot Frans
26.12.2013 12:48
VESTRI ex BELLATRIX
Hér sem BELLATRIX

Skipið
var byggt hjá Frederikshavn Værft og Tørdok A/S í Frederikshavn Danmörk
1964 sem BELLATRIX Fáninn var: danskur Það mældist: 299.0 ts,
617.0 dwt. Loa:48.00. m, brd
9.20. m Skipið gekk aðeins undir tveimur nöfnum: En eins og kemur fram
hér á eftir var það keypt hingað til lands 1972 og fékk þá nafnið
Vestri Nafn sem það bar undir íslenskum fána.En það sökk út af Akranesi
12-02-1974 Mannbjörg varð

En þetta var nú ekki öll sagan því 20-01 1969 þegar það var á leiðinni frá Halmstad (Svíþjóð) til Dunkirk( Frakklandi) með trjákvoðu rakst það á KAMERAD frá Hamborg í Norðursjó í niðaþoku. Skipinu hvolfdi við eyjuna Juist. Tveir menn misstu lífið. Skipið náðist upp, 27.01.1969: dregið til Hamborgar og leit þá svona út



21.03.1969: Selt Karl M. Jensen, Frederikshavn,"as is" 14.07.1972: var það svo selt Jóni Franklin, Flateyri skírt VESTRI.
Hér í endurbyggingu


Hér fullviðgerður
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© T.Diedrich
25.12.2013 23:25
URRIÐAFOSS II
URRIÐAFOSS
© Patrick Hill
Hér sem STEVNS SEA
@Chris Cartwright
Mahmoud H
© Helen Krmic
© Helen Krmic
© Helen Krmic
Hér sem SERINE
© Helen Krmic
25.12.2013 22:59
Fjallfoss IV
Ég held að Fjallfoss IV hafi tilheyrt flokki "óhappaskipa". Ekki ætla ég mér meir úti í þann hræðilega soglega atburð sem skeði við skipið aðfaranótt 10 febr. 1984 á Grundartanga
Hér er skipið sem LISA HEEREN
Skipið var byggt hjá Brand SY í Oldenburg Þýskalandi 1977 sem LISA HEEREN Fáninn var þýskur. Það mældist: 999.0 ts, 1683.0 dwt. Loa: 72.60. m, brd: 11.80. m Eimskipafélagið keypti skipið 1984. Notaði það t.d með ísfisk í gámum út og svo stykkjavöru frá Garston ( England) heim. Skipið var selt úr landi ( kínverjum??? ) 1989 og skírt PERINTIS. Fáninn var Panama.
Hér sem FJALLFOSS
© Ric Cox
Ekki tókst betur til í fyrstu ferðinni fyrir nýja eigendur en svo að skipinu hlekktist á í enska kanalnum Það mun hafa lagst á hliðina. Áhöfninni var bjargað frá þyrlum. Svö sökk skipið á 49°.53´N 003° 05´W Þetta þótti/þykir alvarlegt umhverfisslys minnir mig . En gámar með hættulegum efnum voru á reki í kanalnum og ráku svo upp á ensku ströndina. Ég held að slatti af þeim hafi aldrei fundist. Ég man að ég hitti Finnboga Finnbogason (þáverandi skipstjóra á Urriðafossi) í Rotterdam rétt eftir slysið og sagði hann mér að menn hefðu þurft að vara sig töluvert á stöðuleika skipsins Þ.e.a.s PERINTIS. Hann hafði verið með skipið um tíma.
Hér sem FJALLFOSS
© Patrick Hill
© Peter William Robinson
© Derek Sands
© Yvon Perchoc
24.12.2013 13:05
Reykjavíkurhöfn fyrir 60 árum
Hér er léleg mynd skönnuð úr dagblaðinu Vísi þess tíma

Skipafréttirnar þ 24/12 litu svona út

Og skipin voru þessi:
Öll skip Skipaútgerðarinnar
HEKLA
© Tryggvi Sig
ESJA
@Tryggvi Sigurðsson
HERÐUBREIÐ
Úr safni Tryggva Sig
SKJALDBREIÐ

© Sigurgeir B Halldórsson
ÞYRILL
Mynd úr safni Guðlaugs Gíslasona
Þessir frá Eimskipafélagi Íslands
DETTIFOSS
Úr safni Tryggva Sig
GOÐAFOSS

Mynd úr mínum fórum © óþekktur
GULLFOSS
© Torfi Haraldsson
LAGARFOSS
REYKJAFOSS
Úr safni Tryggva Sig
SELFOSS
Úr mínum fóru © ókunnur
TRÖLLAFOSS

ODDUR

Úr mínum fóru © ókunnur
Frá Skipadeild SÍS:
Arnarfell
JÖKULFELL
Jöklar
DRANGAJÖKULL mun hafa verið þó það komi ekki fram í skipafréttunum

Það hefur svo sannarlega verið þröngt á þingi þarna í"Gömlu höfninni"
23.12.2013 22:28
GUSTAV BEHRMANN
Hér sem DALHEM
© Andreas Spörri
Skipið var smíðað hjá Norderwerft í Hamburg (skrokkur) fullgert hjá Sietas, Neuenfelde 1977 sem: GUSTAV BEHRMANN Fáninn
var: þýskur Það mældist: 999.0 ts, 2939.0 dwt. Loa:88.40.m, brd 15.50. m
Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1977 CONTSHIP TWO - 1979
GUSTAV BEHRMANN - 1989 SABINE D. - 1996 DALHEM - 2006 VENTO DI PONENTE
Nafn sem það ber í dag undir fána Tanzaníu
Hér sem DALHEM
© Andreas Spörri
© Pilot Frans
© Pilot Frans
Hér sem VENTO DI PONENTE
© Jose Miralles
Þann 12-12-1995 var skipið sem þá bar nafnið SABINE D á siglingu í Kílarskurði Vildi þá ekki betur til en svo að stýrisvélin bilaði snögglega og sveigði skipið þvert fyrir annar skip BALTIC SHAMP sem hreinhega sökkti því. Hér er meira að sjá
um SABINE D á hliðinni í Skurðinum En myndirnar tók Hans Westhoff En skipinu var bjargað og gert við það og sigli það í dag undir fána Tanzaníu
23.12.2013 16:28
"Gullið"
Mogginn sparaði ekki svertuna í fyrirsögn á frásögn Ívars Guðmundssonar um reynsluför skipsins Þ 3 maí 1950

Þarna hafa menn skilið að þjóðir geta verið dæmdar eftir útliti skipa sem bera fána þess.m.a.í vinsælum "sightseeing" ferðum í erlendum hafnarborgum. Þegar GULLFOSS var afhent Eimskipafélagi Íslands 27 apríl 1950 tók Dithmer forstj. Burmeister & Wain til mál og þakkaði E.Í. fyrir það traust, sem það hefði sýnt Burmeister & Wain með því að trúa félaginu fyrir að byggja fjögur skip á þeim 5 árum, sem liðin væru eftir styrjaldarlok. Forstjórinn gat þess, að nokkru fyrir stríð hefði verið verið byrjað að ræða um byggingu farþegaskips fyrir Eimskipafélagið, en nokkuð hefðu áætlanir verið lausar í böndunum til að byrja með og í gamni hefði þetta skip, sem þá var aðeins til í hugum nokkra manna, eða á pappír, verið nefnt "Fantasifoss". Strax eftir stríðslok hefði svo verið tekið til þar sem fyrr var frá horfið og áætlanir gerðar um Gullfoss, sem nú væri fullbúinn. Óskaði Dithmer skipinu, eigendum þess og áhöfn blessunar í framtíðinni og kvaðst vonast til að frá skipasmíðarstöðvarinnar hálfu hefði verið vel unnið.
Teikning af FANTASÍFOSS
Smíði þess tók sextán mánuði og kostaði fjögur mannslíf. Danskur "meglari" sem ólst upp rétt hjá Asiatiskplads þar sem Gullfoss lá hér fyrr að árum sagði mér að þeir dönsku hefðu öfundað íslendinga af þessu skipi. Komur þess og brottfari hefðu verið svo tilkomumiklar og mannmargar. Sérstaklega brottfarið því þá hafi hljómað frægt kveðjulag úr hátölurum skipsins. Skipið þjónaði íslendingum í tuttugu og þrjú ár Eða frá 1950 til 1973
Hér í smíðum
© söhistoriska museum.se
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1950 sem GULLFOSS Fáninn var íslenskur Það mældist: 3858.0 ts, 1850.0 dwt. Loa: 108.20. m, brd: 14.50. m Skipið gekk aðeins undir tveimur nöfnum en Eimskipafélagið seldi skipið 173 til Beirut og fékk það nafnið MECCA og fékk fána Saudi Arabíu En 18- 12- 1976 kom upp eldur í því þegar það var að sigla í Rauðahafinu. Skipið lagðist á hliðina og sökk Mannbjörg varð
Hinn farsæli skipstj. Pétur Björnsson færði skipið nýtt heim í maí 1950 og stjórnaði því þar til 19 nóv 1951 að hann lét af því vegna aldurs
GULLFOSS
Eldur kom mikið við sögu þessa skips. Þrívegis kviknaði í því á byggingartímanumn Alvarlegasti bruninn var í des 1949.En fjórir menn fórust þá þegar eldur kviknaði í tjöru í lestinni þegar verið var að einangra hana Tveir menn fórust strax en fjórir náðust illa brenndir og létust tveir af þeim nokkru síðar 1963 kviknar enn í skipinu, nú .þegar það var í viðgerð í Kaupmannahöfn. Miklar skemmdir urðu en ekkert manntjón.Nú um síðasta brunan í því má sjá hér að ofan
GULLFOSS
Úr vélarrúmminu
Úr salarkynnum skipsins
"Gullfoss með glæstum brag" var stundum sungið
© söhistoriska museum.se
Hér eru nokkrir gullmolar úr safni Guðjóns V, Síðasta skipshöfnin á M/S Gullfossi. Myndin tekin í Kaupmannahöfn 1973
Þarna má þekkja marga kunna Eimskipafélagsmenn og konur Já og þekktar persónur úr þjóðlífi nútímans Fremsta
röð frá vinstri Ólafur Skúlason ritari. Friðþjófur Jóhannesson
loftskeytamaður. Helgi Ívarsson 3 stm Matthías Matthíasson 2 stm Þór
Elísson yfirstm Kristján Aðalsteinsson skipstj. Ásgeir Magnússon
yfirvélstj. Hreinn Eyjólfsson 1sti vélstj. Guðjón Vilinbergsson 2
vélstj. Gunnar Ingi Þórðarson 3ji vélstj.
Önnur röð frá vinstri Elí
Ingvarsson vélamessi. Martin Olsen aðstoðar vélstj. Örn Jónsson aðstoðar
vélstj. Otto Tryggvason aðstoðar vélstj, Gréta Magnúsdóttir
afgreiðslustúlka í búðinni. Jórun Kristinsdóttir afgreiðslukona í
búðinni Margrét Hjördís Hjörleifsdóttir þerna Margrét Sigurjónsdóttir
þerna Svava Gestdóttir þerna Rannveig Ásgeirsdóttir þerna. Elinbergur
Guðmundsson aðstoðarvélstj. Willy Kaj Cristensen birgðarvörður.Lilja
Kolbeins yfirþerna Alda Óskarsdóttir þerna Dóra Bjarnardóttir þerna
Aldís Ólafsdóttir þjónn Kristín Pétursdóttir þjónn Guttormur Hermann
Vigfússon Jakob Gunnarsson uppvaskari.Magnús Guðlaugsson dagm. í vél.
Þórólfur Tómasson ungþjónn
Aftasta röð óreglulega frá vinstri.
Hjálmar Karlsson háseti Ásbjörn Skúlason háseti. Ómar Norðdal
þilfarsdrengur Einar B Guðjónsson háseti Ágúst Erlendsson timburmaður
Þorsteinn Finnbogason dagm. í vél. Hilmar Snorrason háseti. Sveinbjörn
Kristjánsson uppvaskari, Þorsteinn Friðriksson bátsmaður Elías Gíslason
háseti Stefán K Jónsson vikadrengur Friðrik Friðriksson háseti Sigrún
Gunnarsdóttir uppvaskari Ægir Jónsson háseti. Áslaug K Jónsdóttir
uppvaskari Sævar Júníusson þjónn Sigvaldi Torfason þjónn yfirmanna
Þorfinnur Óli Tryggvason yfirþjónn Jón Þ Jónsson þjónn Magnús Þ
Einarsson þjónn Sigurður Jóhannsson þjónn Sveinbjörn Pétursson
matsveinn. Ingibergur Sigurðsson bakari Baldur Bjartmarsson matsvein
Tómas H Tómasson matsveinn Benedikt Skúlason ungþjónn Hjörtur
Hjartarson messi Sigurður Kristmundsson matsveinn Vignir Sveinsson
ungþjónn og Eggert Eggertsson yfirmatsveinn. Ef einhverjar skekkjur
eru í þessari upptalningu þá má sennilega rekja þær til gamals haus og
ófimra fingra síðuritara
Mynd úr safni Guðjóns V
GULLFOSS kom töluvert við sögu í Heimaeyjargosinu
Mynd úr safni Guðjóns V
Hér er Gullfoss í Hamborg 1973
© Guðjón V
© Guðjón V
Úr vélarúmminu B&V 12 strokka 4025 Hö
© Guðjón V
Hér undir nýju nafni Mecca og nýjum litum
© Guðjón V
Hér
er mynd af síðustu yfirmönnum í vél á skipinu í íslenskri eigu Myndin
tekinn í okt 1973 Frá vinstri: Guðjón Vilinbergsson, III vélstj. Hreinn
Eyjólfsson II vélst (látinn) Ásgeir Magnússon yfirvélst. (látinn)
Gunnar Ingi Þórarinsson IV vélstj. Ólafur Thoroddsen ravirki ( látinn)
Mynd úr safni Guðjóns V
Hér Mecca orðið hvítt og tilbúin í Pílagrímaflutninga
Mynd úr safni Guðjóns V