Færslur: 2013 Desember
22.12.2013 18:34
Það eru að koma jól
hér hvað kallinn dóttir hans og dótturdóttir eru flink í dansi
22.12.2013 13:53
Arnarfell
Þeir voru stoltir Sambandsmenn af sínu nýja skipi sem þeir máttu svo vera

Einhverntíma heyrði ég SÚÐINA kallaða "Járnbraut smáhafnanna". Þetta mátti svo sannarlega yfirfæra á Sambandskipin Ég man t.d eftir ARNARFELLI nýju og svo öllum öðrum skipum Skipadeildarinnar í Borgarnesi þegar ég var strákur Og ég er viss um að ARNARFELLIÐ kom með epli í sinni fyrstu viðkomu þar því ég þykist muna eplayktina um borð í skipinu En eina Eimskipafélags skipið sem ég man eftir á þessum árum var Selfoss I. En þetta hafði jú allt með stærð skipanna að gera

Arnarfell I
Skipið var smíðað hjá Sölvesborgs Varvs & Rederi Sölvesborg Svíþjóð 1949 Rederi sem Arnarfell, fyrir Skipadeild SÍS Heimahöfn Húsavík Það mældist: 1381.0 ts, 2300.0 dwt. Loa: 88.80. m, brd: 12.40. m Skipið var selt úr landi 1973 og fékk nafnið ALEXIA og 1979 ELAFRIC Nafn sem það bar þar til það var rifið hjá Eleusis Shipyards SA, Eleusis Grikklandi í desenber 1983
Sverrir stýrði ARNARFELLI nýju

ARNARFELL
En nú er "Snorrabúð stekkur" En tvö af þeim skipafélögum sem þá þekktust mætti
segja að séu á lífi í dag, þótt með breittum nöfnum og mikið breittu eignarhaldi. Þótt hvorugt beri þá gæfu í dag að vera með sín glæsilegu skip undir fallegasta fána heim En ekki meira um það. Mér hefur alltaf þótt annað skip Skipadeildar SÍS, Arnarfell vera með fallegustu skipum sem við höfum átt.Í sambandi við þetta skip erum við Heiðar Kristins ekki sammála. Mér fannst alltaf Arnarfellið fallegra en Helgafell. En viðurkenni fúslega að það síðarnefnda hafi verið meira skip
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
Hér lýkur upptalningunni á "Nýsköpunarkaupskipunum" Geymi "Flaggskipið"aðeins
22.12.2013 13:41
Lagarfoss II
Nýr Lagarfoss
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið kom nýtt til Reykjavíkur þ 18 maí 1949 Hér í reynsluferðinni
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Sigurður Gíslason færði skipið nýtt til landsins
Með Jón Aðalstein Sveinsson sem yfirvélstjóra
Lagarfoss II var yngstur af "þrílembingunum" svonefndu.Margir telja þessi skip eina mesu "púlshesta" sem Eimskipafélag Íslands hefur átt.Fóru inn á flestallar hafnir landsins Að vísu ekki upp að bryggju í þeim mörgum. Þessi skip og önnur sem komu ný upp úr WW 2 og áhafnir þeirra áttu ríkan þátt í uppbyggingu þess þjóðlífs sem við lifum við í dag, Gleymum því aldrei.
Nýr Lagarfoss
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið kom nýtt til Reykjavíkur þ 18 maí 1949 Hér í reynsluferðinni
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Sigurður Gíslason færði skipið nýtt til landsins
Með Jón Aðalstein Sveinsson sem yfirvélstjóra
Lagarfoss II var yngstur af "þrílembingunum" svonefndu.Margir telja þessi skip eina mesu "púlshesta" sem Eimskipafélag Íslands hefur átt.Fóru inn á flestallar hafnir landsins Að vísu ekki upp að bryggju í þeim mörgum. Þessi skip og önnur sem komu ný upp úr WW 2 og áhafnir þeirra áttu ríkan þátt í uppbyggingu þess þjóðlífs sem við lifum við í dag, Gleymum því aldrei.
Nýr Lagarfoss
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið kom nýtt til Reykjavíkur þ 18 maí 1949 Hér í reynsluferðinni
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Sigurður Gíslason færði skipið nýtt til landsins
Með Jón Aðalstein Sveinsson sem yfirvélstjóra
Hér er skipið í friði og spekt í Hull
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1949 sem: LAGARFOSS Fáninn var: íslenskur Það mældist: 2923.0 ts, 2700.0 dwt. Loa: 94.70. m, brd 14.10. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1977 EAST CAPE - 1980 HOE AIK Nafn sem það bar síðast undir fána HONDURAS En skipið mun hafa verið tekið af skrá 2002
Hér að koma til Eyja í bræluskít
© Tryggvi Sig
Hér í óþekktri höfn að leiðarlokum sennilega
© photoship
© photoship
© photoship
Lagarfoss II lenti í nokkrum hremmingum miklum bruna 18 apríl 1950 Um það það má lesa Hér og fleiri voru þær hér má sjá færslu um tvær af þeim
21.12.2013 23:46
Dettifoss II
© Tryggvi Sig
DETTIFOSS II var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1949 fyrir Eimskipafélag Íslands Skipið mældist: 2918.0 ts 2700.0 dwt. Loa: 94.60 m brd: 14.10,m .Eimskipafélagið selur skipið Carlos A.Go Thong & Co á Philipseyjum 1969 og fær það nafnið DON SULPICIO og 1976 DON CARLOS GOTHONG sömu eigendur. Skipinu hvolfdi í höfnina í Cebu 12.10.1978
Hér er skipið í smíðum
©Handels- og Søfartsmuseet.dk
©Handels- og Søfartsmuseet.dk
©Handels- og Søfartsmuseet.dk
Jón Eiríksson færði DETTIFOSS II heim nýjanDETTIFOSS II
© Malcom Cranfield Shipsnostalgia
© photoship
© photoship
21.12.2013 18:37
Hæringur
Það var aldrei hægt að hæla Hæringi blessuðum fyrir fegurð Hér undir sínu fyrsta nafni MAUCH CHUNK
© L. Pesha,
Og svo var keypt stórt málmflutningaskip W J.CONNERS að nafni frá USA. Og var því breitt í fljótandi síldarbræðslu sem skildi mala gull næstu ár. En eins og allir vita bregðast krosstré sem önnur. Og kaupin á þessu skipu urðu eitt stærsta fiaskó í sögu islenskra flotans. Og satt að segja er ekki hægt að kenna neinu um það öðrum en blessaðri síldinni sem ástundum hefur leikið okkur grátt
Hér sem W J.CONNERS
US Army Photo
Þegar skipið var komið til landsins lét síldin ekki sjá sig. Sennilega fælst þetta ferlíki,Hann hafði verið byggður í Union DD skipasmíðastöðinni í Buffalo og hljóp af stokkunum 24-04-1901 undir nafninu"Mauch Chunk"fyrir Lehigh Valley Tptn Co, Buffalo og ætlað til hrájárnflutninga.Skipið var 116,3 metra langt og 15,4 m breitt með 1800 ha 3ja þjöppu gufuvél.Skipið hafði gengið kaupum og sölum og undir ýmsum nöfnum: 1921 W.J.CONNERS 1947 MALACCA STRAITS - 1948 W.J.CONNERS -
Hér sem HÆRINGUR

1948 er það svo selt Hæringi h/f í Reykjavík sem breytir því í fljótandi Síldarverksmiðju.Skipið kom til landsins 1948 en lá bundin við Ægisgarð með 2 undantekningum.1950 sigldi skipið austur á land og lagðist við akker á Gunnólfsvík þar sem það tók á móti 4-5 þús mál.1 mál samsvaraði ca 135 kg. Svo eftir langa reiðileysisdvöl í Reykjavíkurhöfn fór svo að síðustu tvö ár sín hér við land lá Hæringur í mynni Elliðavogs og Grafarvogs. Hafði honum verið siglt með stefnið upp í moldarbakka sem þar var. Á þessum stað stóð skipið þar til það var selt til Noregs í september 1954.
Hér sem Hæringur
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Ingvar E Einarsson var allan tíman skipstjóri á HÆRINGI Ingvar skrifaði nafn sitt skýrt í siglingasögu íslendinga Hann varð fyrstur íslenskra skipstjóra til að sigla skipi sínu í gegn um Panamaskurð þá skipstjóri FANNEY. Svo kom Bjarni Jónsson með TRÖLLAFOSS síðan Ingvar aftur og þá HÆRING

Að morgni þess 12 mars 1951 var starfsmaður Reykjavíkurhafnar að þíða vatnleyðslu með olíulampa undir Ægisgarði þegar eldur læsti sig í bryggjuna En betur fér en á horfðist. Sverrir Hannesson segist muna atburðinn Sjá álit frá honum við færsluna "Fyrir ca 60 árum"
Svona var fyrirsögn Alþýðublaðsins um atburðinn

20.12.2013 21:06
Katla
Svona sagði Morgunblaðið frá skipinu 27 nóv 1948

Rafn Sigurðsson stýrði KÖTLU frá byrjun til dauðadags 12 sept 1960 (hann varð bráðkvaddur um borð í skipi sínu) að undanskildum nokkrum mánuðum 1957 að hann fylgdist með smíði og sigldi heim næstu nýsmíði útgerðarinnar ÖSKJU
Rafn Sigurðsson
Skipið var smíðað hjá Sölvesborgs Varvs í Sölvesborg Svíþjóð 1948 Fyrir Eimskipafélag Reykjavíkur. Skipið mældist: 1331 ts ,2325 dwt. Loa: 83.77.m brd 12.38.m. Skipið var selt 1966 M.Marcantonakis á Kýpur og fær nafnið DELFI 1973 er skipið selt til Rokopoulos & Souris og fær mafnið Las Palmas.Skipið var selt 1978 og fær nafnið Rana Og sama ár fær það gamla nafnið Katla Skipið var rifið á Gadani Beach Pakistan 1981
Hér nýleg í Vestmannaeyjum
@Tryggvi Sig
Hér á siglingu á Humber @ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Hér í erlendri höfn 1965
© T.Diedrich
Hér sem Delfi 1967 © T.Diedrich
20.12.2013 20:17
Goðafoss III
Svona sagði Morgunblaðið frá komu skipsins 24 mars 1948
GOÐAFOSS III var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1948 fyrir Eimskipafélag Íslands Skipið mældist 2905.0 ts 2675 dwt.Loa: 94.70.m brd: 14.10.m Skipið var selt grískum aðilum 1968 og skírt ARIMATHIAN og 1970 fær það nafnið KRIOS. Það sekkur 24-01-1971 á 02°17´N og 029°55´W. Skipið var þá á leið frá Montevideo til Pireus með bæði frosið kjöt og lifandi sauðfé
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Pétur Björnsson stýrði skipinu í fyrstu
Með Hallgrím Jónsson sem yfirvélstjóra
Hér er skipið að lesta á frosinn fisk í Vestmannaeyjum
Hér að losa í New York

Mynd úr mínum fórum © óþekktur
20.12.2013 19:34
Hermóður
Svona sagði Morgunblaðið frá komu skipsins 12 nóv 1947
Guðni Sigmundsson Thorlacius hafði marga fjöruna sopið hvað sjómennsku varðaði Hann var í fríi þegar skipið fórst
Úr safni Sjómannadagsráðs © ókunnur
Hermóður var smíðaður hjá Finnboda Varf í Stockholm Svíþjóð fyrir Ríkissjóð Íslands Það mældist: 209.0 ts, Loa: 34.0. m, brd: 7.03. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni En það fórst við Stafnes í ofviðri 18 febrúar 1959
Skannað úr bók © ókunnur
Skannað úr bók © ókunnur
20.12.2013 17:02
FOLDIN
En eftir VATNAJÖKLI kom skip sem smíðað var fyrir skipafélagið Fold í Reykjavík hjá Kalmar Varv í Kalmar í Svíþjóð 1947 (tilbúið í nóv) sem FOLDIN. Það mældist 621.0 ts ??? dwt. Loa: 51.81 ,m brd: 8,80 m. Jöklar h/f í Reykjavík kaupa skipið 1952 og fær það nafnið Drangajökull. Skipið fórst 1,5 sml NNW af Stroma í Pentland Firth 28-06-1960. Mannbjörg varð. Og ég held að minnið sé ekki að klikka þegar ég held að messastrákurinn hafi heitið Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson og var einusinni í borgarstjóri í Reykjavík Mér fannst alltaf Foldin/ Drangajökull með fallegri skipum í flotanum
Hér sem FOLDIN
Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínu safni © ókunnur
Hinn dugmikli skipstjóri Ingólfur Möller sem færði Foldina nýja til landsins Og var með skipið lungan úr tímanum sem það var til
Hér sem Drangajökull
Úr mínu safni © ókunnur
Hér að lesta tunnur í Flekkefjord 1956
© Guðlaugur Gíslason
Hér komin með farminn til Íslands
© Guðlaugur Gíslason
Hann gat verið svalur inn Massachusetts Bay Drangajökulsmenn að berja ís af Maðurinn til vinstri mun vera Sigurður Eyjólfsson Þekktur "Jöklamaður"
Hér eru tveir"Jöklar" staddir í New York sennilega 1955.Vatnajökull og Drangajökull Þetta er virkilega söguleg mynd Og ímyndið ykkur að þessi litlu skip skuli hafa verið í siglingum vestur um haf jafnvel um hávetur Það væri verðugt verkefni fyrir vel rithæfan mann að skrifa bók um "vesturhafssiglingar" íslendinga á síðustu öld. Þótt ekki hafi skipin sem þær stunduðu, verið stór yfir höfuð þá held ég að þessi hafi verið með þeim minnstu
20.12.2013 16:09
Þrjú skip á þremur dögum

VATNAJÖKULL I

Úr safni Hjörvars Sævaldsonar © Bjarni Bjarnason
Vatnajökull var smíðaður fyrir Sölumiðstöð Hraðfrystihúsa íLidingöverken,Lindingö Svíþjóð1947 Mældist :924 ts Loa:61,50 m brd 9,70 m Skipið selt til Grikklands 1964 og fær nafnið Evancelistria V Það varð fyrir stýrisbilun og rak á land við Sardínu 19-01-1981 Og grotnaði svo niður í höfninni í Gagliari
Hinn farsæli skipstjóri á Vatnajökli Bogi Ólafsson fyrir miðri mynd með áhöfn sinni

Úr safni Hjörvars Sævaldsonar © ókunnur
VATNAJÖKULL I
© Rick Cox
Úr safni Hjörvars Sævaldsonar © Bjarni Bjarnason
20.12.2013 11:53
Eftir WW2
Herðubreið og fyrsti skipstjórinn hennar
Úr safni Tryggva Sigg
Guðmundur Guðjónsson

Skipið var smíðað hjá George Brown & Co í Greenock Skotlandi 1947 sem HERÐUBREIÐ Fáninn var:íslenskur Það mældist: 366.0 ts, 350.0 dwt Loa: 45.30. m, brd7.60. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum En 1971 fékk það nafnið ELEONORE I Nafn sem það bar síðast undir Panama fánaEn það var rifið í Alsír 1978

© Sigurgeir B Halldórsson
Skipið var smíðað hjá George Brown & Co í Greenock Skotlandi 1947 sem SKJALDBREIÐ Fáninn var:íslenskur Það mældist: 370.0 ts, 350.0 dwt Loa: 45.30. m, brd7.60. m Skipið gekk aðeins undir þessum nöfnum: 1966 VIKING BLAZER - 1969 MARIANTHI - 1970 ALEXANDROS V - 1980 FROSINI Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En það var svo rifið í Grikklandi (Perama) 1984
Skipaútgerð Íslands var líka fyrst til eftir WW 2 að koma með"alvöru" (með mikilli virðingu fyrir "Breiðunum") farþegaskip
HEKLA
Úr safni Tryggva Sigg
Og skipstjóri hennar Ásgeir Sigurðsson

Skipið var smíðað hjá Aalborg Værft í Aalborg Danmörk 1948 sem HEKLA Fáninn var: íslenskur Það mældist:1456.0 ts, 557.0 dwt Loa: 72.70. m, brd 11.00. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1966 KALYMNOS - 1968 ARCADIA - 198 KALYMNOS Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipið var rifið í Grikklandi 1983
19.12.2013 16:55
Eimskipafélag Íslands
Á 20 ára afmæli kom þetta fram um þróun skipastóls félagsins 1915. Tvö skip 2300 dwt 1921 Þrjú skip 4800 dwt 1927 Fjögur skip 6300 dwt 1928 Fimm skip 7400 dwt. 1930 sex skip 9400 dwt Fjögur skip sem þá voru í notkun hjá félaginu lét það byggja Gullfoss.1915 Goðafoss 1921 Brúarfoss 1927 og Dettifoss 1930. Tvo af skipunum sem í notkun voru hafði félagið keypt notuð. Lagarfoss 1917 og Selfoss 1928 En félagið hafði gert skipið út fyrir Landsjóð frá 1917
Skip og skipstjórar þeirra voru 1934 þessi
SigurðurPétursson
Skip hans GULLFOSS I
Mynd úr mínum fórum © ókunnur
Jón Eríksson
Skip hans LAGARFOSS I
Mynd úr mínum fórum © ókunnur

©Handels- og Søfartsmuseets
Skip hans BRÚARFOSS
Mynd úr mínum fórum © ókunnur
Skip hans Selfoss
Einar Stefánsson
Skip hans DETTIFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Mannamyndir skannaði ég úr gömlum bókum
17.12.2013 23:44
Farmennska
það dettur í mig einstaka sinnum að fara að hugsa. Og þá stundum sem nú, um íslenska farmenn sem er að blæða út. Þá meina ég sem
stétt..Hverjum er um að kenna hvorki get ég eða vil dæma um. Var of
lengi frá landinu til að geta það af einhverju viti. En eitt er víst
hverjum sem það er að kenna þá er virkilega illa komið fyrir stéttinni . Og sökudólkarnir hverjir þeir svo eru ættu að skammast sín. Nokkuð sem þeir sennilega ekki kunna. Þessi stétt sem siglu mörgum af fallegustu og best viðhöldnu skipunum sem sáust á höfunum Þessi stétt sem ekki síður flutti björg í bú
íslendinga,en fiskimennirnir,með fullri virðingu fyrir þeim.Lítið yrði úr aflanum ef engin væri til að flytja hann til neytenda erlendis.Að maður tali nú ekki um nauðsynjavörur erlendis frá
HVASSAFELL var fyrsta nýsmíðin eftir WW2 Að ég held. En þegar skipið var keypt til landsins var smíði þess langt komið
© söhistoriska museum se
TRÖLLAFOSS var stærsta skip flotans um tíma Var keyptur notaður Fyrsta skip Eimskipafélags Íslands eftir WW2
© Charlie Hill frá Swinefleet/Peter William Robinson
VATNAJÖKULL var fyrsta kaupskipið sem pantað var og smíðað fyrir íslendinga eftir WW2
Úr safni Hjörvars Sævaldsonar © Bjarni Bjarnason
En maður verður hugsi yfir framtíð íslenskra siglinga ekki síður en fiskveiða.Hvar endar þetta.Ný og fullkomin skip fást ekki mönnuð íslendingum.Það getur varla verið langt í að útlendir hafnsögumenn verði ráðnir við hafnir landsins.Þó ég viti um eitt dæmi að ekk iskipstjórnar lærður hafnsögumaður hafi sinnt því starfi,og það gerði hann með svo miklum sóma að frægt var út um heim.Þá meina ég hinn mikla atorkumann Jón Sigurðsson kenndan við Látra í Vestmannaeyjum.
GOÐAFOSS III Var fyrsta skipið sem smíðað var fyrir Eimskipafélag Íslands eftir WW 2 Hér við komuna til Reykjavíkur í mars 1948
GULLFOSS var stolt íslenska flotans á eftirstríðsárunum
© söhistoriska museum.se
ÞYRILL var fyrsta olíuskipið sem keypt var til landsins eftir WW2
Mynd úr safni Guðlaugs Gíslasonar
Mynd úr safni Tryggva Sig
Ég skrifaði smá færslu í gær um hluta af Reykjavíkurhöfn Lífið við hana var þá allt annað en nú.Og hugur margs ungs manns hefur mögulega beinst að sjómennsku við að koma þangað í gamla daga. Kannske við að veiða kola við Verðbúðar eða Loftsbryggju. Hvar sjá unglingar nútímans eitthvað í líkingu við það sem við sáum. Hvergi. Bryggjur,allavega sem flutningaskip liggja við eru nú lokuð almenningi Gullaldarskeið íslenskrar farmennsku var ekki runnið upp 1953. En þegar ég hugsa um gömlu góðu höfnina langar til taka mér bessaleyfi til að breyta aðeins teksta Ása úr Bæ þegar hann yrkir um götuna sína.Breyta nafninu götu ú höfn þó það standist engin lögmál bragfræði:
Ó, gamla gatan mín, í
Ó, gamla höfnin mín,
ég glaður vitja þín,
og horfnar stundir heilsa mér.
Hér gekk ég gullin spor,
mín glöðu æskuvor
sem liðu burt í leik hjá þér.
BRÚARFOSS II eitt af alfallegustu skipum íslenska kaupskipaflotans sáluga
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skip eins og"Selfoss og Brúarfoss sem komu 1958 og1960,.Skip sem að mínu mati eru fallegustu farskip sem prýtt hafa úthöfin.Já nú er Snorrabúð stekkur Ég held að síðasta flutningaskipið sem byggt var fyrir Íslendinga og undir þeirra fána hafi verið BRÚARFOSS IV sem kom nýr til Reykjavíkur fyrsta júlí 1996 Eða fyrir 17 árum. Ég tel ekki ferjurnar Baldur og Herjólf eða hafrannsóknarskip með Það er ekkert tilefni til að gleðjast þótt við skipin hér á landi bætist fleiri skip með Caribbeanflaggi í skut Þetta er Ísland í dag.
BRÚARFOSS IV
© Andreas Spörri
Hér á árum árum áttu sumir ráðamenn stóra drauma,allavega á Sjómannadag um að gera Ísland að stórveldi í siglingum.Já það er sælt að láta sig dreyma en sú von hefur nú misst vængi sína Íslenska endurreisnin hófst upp úr næstsíðustu aldamótum Við fengum fullveldi við fengum svokallað lýðræði Og síðast og allsekki síst við fengum fallegan þjóðfána Sem allir SANNIR íslendingar eru stoltir af. Það sker í augun að sjá hann í mismunandi ástandi lafa sem gestafána í eigin landi nú til dags Og allt það sem gerst hefur best og mest síðan hér á landi síðan um næst síðustu aldamát er beint eða óbeint runnið frá þeim ávöxtum sem íslensk sjómannastétt hefur skapað Íslensk stjórnvöld ættu að sjá þann gæfuveg að íslenskir sjómenn sigli ÍSLENSKUM skipum prýdd sínum eina þjóðfána um heimshöfin Íslenskir sjómenn sem eru stoltir af sínu þjóðerni
Þetta litla skip INGÓLFUR var fyrsta kaupskip sem byggt var sérstaklega fyrir íslendinga Með alíslenska áhöfn
Munum að land vort fannst forðum af því að til voru djarfir menn sem lögðu út á hafið,þrátt fyrir ófullkomin skipakost. Uppáhalds efni í ræðuhöldum ráðamanna á tillidögum var hér á árum áður var um að við hefðum misst sjálfstæðið þegar við nenntum ekki lengur að sigla. Og um hve þarft það sé sjálfstæðri eyþjóð að sjá um sínar siglingar. En þeir láta farmannastéttinni blæða út hægt og hægt. Þá er eins og blóðið sé frosið í þeirra eigin æðum. Einusinni var það krafa til að ná flutningum til landsins að þeir færu fram með íslenskum skipum. En svo seldi einhver andsk...... sál sína og nú er staðan döpur í meira lagi Ekkert hefur verið gert til hagræðis íslenskri farmennskiu að mínu viti. Í þjóðvísu frá Álandseyjum segir m.a."vem kan ro utan årar" Já hver getur róið án ára. Íslensk stjórnvöld hafa ekki vilja í dag til að leggja til árarnar .Því miður.Og það er hverjum einasta svokölluðum alþingismanni til ævarandi skammar að láta þessi mál lönd og leið
Endalok fyrsta kaupskipsins sem pantað og smíðað var fyrir íslendinga eftir WW 2 má kannske herma upp á íslenska farmenn sem stétt um þessar mundir Við eigum ennþá dugmikla farmenn sem eiga mikið hrós skilið. En því miður muna ráðamenn hvaða stöðu þeir gegna, það bara einn dag á ári. Aðra 364 mega þeir bara éta sk.. Þ.e.a.s sjómennirnir Það hefur enginn alþingismaður og því síður ráðherra áhuga á þeim þá daga
VATNAJÖKULL komin að fótum fram eins og farmannastéttin sem slík
@yvon
@yvon
17.12.2013 22:25
Fyrir ca 60 árum
Hjálparkokkurinn við líkan af ELDBORGINNI 60 árum og rúmum 60 kg seinna
© Brynjar Ragnarsson
Við Ægisgarð lágu oft skip með mikla sögu bak við sig. Árið er 1953 og það er einhver mánudagur eða fimmtudagur því þá fer Eldborgin bara tvær Akranesferðir kl 0800 og 1700. Við verðum að vera snögg því þennan dag á hjálparkokkurinn að sjá um 3 kaffið og hann slóraði við uppvaskið eftir hádegismatinn.Við austanverðan Ægisgarð liggur eitt af frægustu skipum Íslenska flotans fyrr og síðar.Verksmiðjuskipið Hæringur.
HÆRINGUR OG FANNEY
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hann hafði verið byggður í Union DD skipasmíðastöðinni í Buffalo og hljóp af stokkunum 24-04-1901 undir nafninu"Mauch Chunk"fyrir Lehigh Valley Tptn Co, Buffalo og ætlað til hrájárnflutninga.Skipið var 116,3 metra langt og 15,4 m breitt með 1800 ha 3ja þjöppu gufuvél.Skipið hafði gengið kaupum og sölum og undir ýmsum nöfnum: 1921 W.J.CONNERS 1947 MALACCA STRAITS - 1948 W.J.CONNERS - 1948 er það svo selt Hæringi h/f í Reykjavík sem breytir því í fljótandi Síldarverksmiðju.Skipið kom til landsins 1948 en lá bundin við Ægisgarð þar til hann var seldur til Álasunds með 2 undantekningum.1950 sigldi skipið austur á land og lagðist við akker á Gunnólfsvík þar sem það tók á móti 4-5 þús mál.1 mál samsvaraði ca 135 kg.
HÆRINGUR var kannske frægastur fyrir að slitna frá bryggju og loka Reykjavíkurhöfn um tíma 5 jan 1954
Eftir mikla þrautsegju og dugnað hafnsögumanna og starfsmanna hafnarinnar tókst að koma skipinu aftur að bryggju.Í ljóði sem ort var um atburðinn segir m.a:"En Hæringur karlinn var kátur / að komast nú loksins úr höfn ,/ og fádæmasvipmikil siglingin var / um sæfexta freyðandi dröfn. / Það var næstum eins og hér áður, / þegar útgerðin dafnaði best / þá var sími í stafni og skrifstofa í skut / en skuldunum safnað í lest / Engan grunaði þá hvað í loftinu lá / yfir ládauðum stjórnmálasæ / Þá var skipulagt allt,þá var skemmtilegt allt, / þá var skipstjórinn indælis gæ" Skipið bræddi síld í Álasundi í nokkur ár en var svo rifinn í Sandnessjöen 1957.
YOG 32
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Utan á Hæringi láu oft hin ýmsu skip.Fastagestur utaná honum var YOG 32 sem var Ameríkst olíuskip af svokallaðri YOG-5 Class Gasoline Barge (Self-propelled):gerð byggt 1944, í RTC Shipbuilding Corp., Camden, N.J.Skipið var 53 m langt og 10 m breitt með 1700 ha diselvél.Þetta skip sem setti ásamt Hæring svip sinn á höfnina var notað af ameríska hernum til olíuflutninga úr Hvalfirði til Keflavíkur.En lá lengst af utan á Hæringi.Sjóliðarnir eignuðust kærustur í Reykjavík eins og gengur og komu þær stundum í heimsókn.Einu sinni lágum við í klössun á Eldborginni utaná YOG 32 sem aftur var 3 skip frá Hæring.Svo einn daginn fór annað skipið sem lá utan á Hæring og komu þá allar"kærusturnar"um borð til okkar.Þær voru lítt að sér í skipategundum og töldu bara skipin.En þær voru fljótar að átta sig á að um borð um Eldborg var lítið um Coke,nælonsokka eða tyggjó. Manni er stundum hugsað til þessara stúlkna í núinu. Þær eins og ég og fl höfðu gaman að skemmta sér. En eru í dag kannske ornar ráðsettar frúr til margra ára langömmur m.m kannske En aftur að hafnar rápinu Skipið hvarf af landi brott og skiftir um flokk verður YO 48(Fluel Oil Barge)Ensíðar er það dregið til Nofolk og verður það YWN (non-self-propelled) Water Barge.1975 var skipið svo rifið.
FANNEY
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Eitt
af mörgum skipum sem lágu oft við Ægisgarð var Fanney skip
Fiskimálanefndar og Síldarverksmiðja ríkisins.Þetta skip var smíðað í
Tacoma(ekki langt frá Seattle) á vesturströnd USA Smíði skipsins tók 58
daga. Það var 158 ts að stærð og því var siglt til Íslands og var fyrsta
íslenska skipið sem var siglt gegn um Panamaskurðin.Sjóleiðin var 9095
sml. Endalok þess skips urðu þau að það sökk undan Horni eftir að hafa
siglt á ísjaka 2 maí 1968. Vestanverðu
við Ægisgarð lá í mörg ár bátur að nafni Bragi.Skipið var byggt í USA
1944.Eftir langa legu hallandi undir flatt við Ægisgarð gekk það kaupum
og sölum í mörg ár.Endalokin urðu þau að það var rifið á Neskaupstað1971.
BRAGI
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Utan á Braga lá í mörg ár b/v Íslendingur.skip með sögu bak við sig .Skipið var byggt í Englandi 1893.Var 146 ts með 2ja þjöppu gufuvél.Það kemst í eigi Íslendinga 1908.9 des 1926 sökk það af ókunnum orsökum þar sem það lá á legu sinni á Eiðsvíkinni..Skipinu var bjargar af sjávarbotni 1941 og það endurbyggt og sett í það 500 ha Fairbanks diselvél.Það gekk svo kaupum og sölum þar til 1961 að það var tekið af skrá.
Gömul mynd af ÍSLENDING Skipið var mikið breytt þarna 1953
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Fleiri skip höfðu mismunandi viðlegu við Ægisgarð en við höfum ekki tíma til að skoða fleiri.3 kaffið er á næsta leiti og svo er það Akranesferð kl 1700.En á eitt skip sem ég tel eiginlega öruggt að legið hafi við Ægisgarð einhverntíma.Þó ekki þarna 1953 ástæðan var sú að það fórst 13 jan 1952 við Orkneyjar og með því 8 menn.Skipið mun hafa verið smíðað fyrir Dr Charcot, Jean-Baptiste Hvort þarna var komið hið fræga skip Dr Charcot, Jean-Baptiste" FRANÇAIS"veit ég ekki fyrir víst en tel töluverðar líkur á að svo sé.Eftir því sem ég kemst næst voru bara 2 skip smíðuð fyrir doktorinn FRANÇAIS og Pourquoi pas? Eftir bók Jóns Björnssonar var Eyfirðingur smíðaður í Frakklandi fyrir Dr Charcot En ef svo var þá átti þetta skip mikla sögu áður en það komst í eigu Íslendinga.Það var smíðaða úr eik 1908 af virtum skipasmið:" Pere Gautier" í St.Malo.Fyrir Dr Charcot,
FRANÇAIS seinna EYFIRÐINGUR
© Photoship
Hinn
þekkta vísindamann sem fórst með þá verandi skipi sínu Pourquoi pas? En
aðalástæðan fyrir að ég hef skipið með í þessum hugleiðingum er að það
hafði fyrir nokkrum árum áður komið nokkrum sinnum í Borgarnes til að
lesta hey til óþurrkasvæða N og A-lands.Þá hafði myndast smá
kunningsskapur milli mín og kokksins sem hét Vernharður Eggertson.Vernharður sem var 43 ára er hann fórst var skáld og
skrifaði undir nafninu"Dagur Austan" Hann var mikill ævintýramaður Tók t.d þátt í Borgarastríðinu á Spáni Og í hitteðfyrra (að mig minnir) kom út bók um ævintýri hans En nú þarf hjálparkokkurinn af Eldborginni að fara að drífa
sig um borð og hella upp á könnuna.2 skeiðar af kaffi og brot af kaffibæti Og smá sletta af sósulit að skipan kokksins
16.12.2013 19:46
MORMACPENN
© photoship
Skipið var smíðað hjá Ingalls í Pascagoula USA 1946 sem MORMACPENN Fáninn var: USA Það mældist: 7909.0 ts, 12979.0 dwt Loa:n 150.00. m, brd 21.20. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum:En 1971 fékk það nafnið SILVER LARK Nafn sem það bar síðast undir sama fána. En skipið var rifið á Taivan1972
MORMACPENN
© photoship
Svona sagði Mogginn frá atvikinu þ 23 nóv 1954

MORMACPENN
© photoship
Ég man eftir þessum atburði Ég var þá byrjaður á Eldborginni. Og við lágum í Reykjavíkurhöfn og heyrðum skruðningana þegar skipið rakst á.