Færslur: 2010 Febrúar

23.02.2010 17:52

Frosið og lýsi

Það hefur verið nóg að gera hérna við höfnina fyrir óveðrið. Hér lestaði frosið ,skip sem byggt var hjá Frederikshavn Værft Frederikshavn Danmörk fyrir danska aðila 1980 sem Pacific Governess Það mældist 1574 ts 2110 dwt. Loa: 75,40 m brd: 13,30 m 1990 fær skipið nafnið Reefer Governess 1996 Nordic Ice og 2003 Ice Louise nafn sem það ber í dag og undir NIS fána



Hitt skipið var að lesta lýsi? Það var Byggt hjá Yardimci í Tuzla Tyrklandi 2004 sem Clipper Leader fyrir danska aðila, Það mældist:6499.0.ts 10048.dwt Loa:118,40 m brd:19.0 m 2004 fær skipið nafnið Panam Trinity og síðan aftur  Clipper Leader.

 
Lokað fyrir álit

23.02.2010 08:54

Akrafell

Fyrir nokkrum dögum bullaði ég tóma vitleysu hvað varðaði Akrafell En til að bæta úr því kem ég aftur með skipið. Það var byggt hjá Orskov Christensens í Frederikshavn Danmörk fyrir danska aðila 1993 sem Inger C. Það mældist 10546,0 m 12200 dwt. Loa: 149.0 m brd 23.10 1997 fær það nafnið Arktis Star. 2001 Maersk Juan 2004 Alianca Pacifico 2006 Pegasua og 2008 Akrafell. Ég biðst afsökunnar á .essum mistökum. En Jónas benti mér á þau og er ég honum virkilega þakklátur


@torfi haralds

                                           @oliragg

Lokað fyrir álit

20.02.2010 19:10

Ljótur.ljótari.ljótastur

Þetta er held ég það ljótasta skip sem ég hef séð. Og saup maður þó nú marga fjöruna hvað þetta snertir í"Far East" og Carabbean.Þetta skip sem heitir þessu skemmtilega nafni: Fantastic Dolphin var byggt hjá Hasimoto í Kobe Japan 1975,sem Korean Lifter Fyrir S-Kórenska aðila.Það mældist 1590.0 ts 2942.0 dwt, Loa: 65.80 m brd: 15.30 m 2002 fær það nafnið sem það ber í dag Fantastic Dolphin og er undir flaggi Malaysiu


@ Jonathan Allen Shipsnostalgia

Lokað fyrir álit

19.02.2010 20:28

Jöklar

Hérna eru myndir af skipum sem  fluttu mikil verðmæti frá landinu.Þótt 2 hafi verið fjarri landinu í lengri tíma með  íslenskt flagg  í skut. Ég fékk 2 myndir sendar frá velunnara síðunnar sem ekki gat greint frá ljósmyndaranum. Og ef einhver kannast við myndir sem sá hinn sami hefur tekið bið ég hann að láta mig vita. Ef myndin er óvelkomin á síðuna mun ég taka hann strax út og biðjast afsökunnar.Þótt sumum þyki það kannske of seint í rassinn gripið. En myndirnar vekja bara upp gamlar minningar svo ég stóðs ekki freistingarinnar að birta þær. En tunnumyndina af Drangajökli sendi mikill velunnari síðunnar Sigmar Þór mér og er eiganda getið við myndina. En að fyrsta skipinu.Langjökull smíðaður hjá Århus Drydock 1959 Danmörk Fyrir Jökla h/f Reykjavík. Skipið mældist 1987,0 ts. 2000.0. dwt. Loa: 87. 90 m brd: 12.60 m Skipið var selt 1967 til N-Kóreu og fær nafnið Mag 1 1967 Poong De San 1995 La Pal San. Skipið var tekið af skrá 2001

@ torfi haraldsson

 Næsta skip Drangajökull var smíðaður hjá Van der Wert í Deest Hollandi 1961 fyrir Jökla Skipið mældist 1909 ts  2100 dwt, Loa: 86.0 m brd. 12,60 m. Það var selt til N-Kóreu 1967 og fær nafnið Mag 2 1968 Na Pal San 1995 Bong Dae San. Nafn sem skipið ber enn þann dag í dag undir fána N-Kóreu


@ ókunnur
 Hér er skemmtileg mynd. Og vísar til 2ja verkunar aðferða frystingar og söltunnar


@sig. sigurðsson frá stakkagerði

Síðastur í upptalningunni er Hofsökull smíðaður hjá Granemouth Dock Yard í Granemouth Skotlandi 1964 fyrir Jökla. Skipið mældist 2361.0 ts  2860,0  dwt. Loa:89.50 m brd: 13,80 . Eimskipafélag íslands kaupir skipið 1977 og skírir Stuðlafoss. Það er selt úr landi 1986 og fær nafnið Malu. 1989 Miss Xenia 1993 Maya Reefer Skipið var svo rifið í Alang í mars 2003


@ókunnur

Lokað fyrir álit

18.02.2010 00:04

Kano III ex Álafoss

Hér er Álafoss II í nýjasta búningnum


@Marcel Coster


@Marcel Coster

Lokað fyrir álit

15.02.2010 22:12

Hvað tengdi þau??

Hérna eru tveir af eldri gerðinni. Það var nokkrir hlutir er tengdu þessi skip samana Hverjir voru það?
Svarið er komið bæði hétu sama nafninu og bæði höfðu verið í eigu Hafskip.Og nokkrir af sömu mönnunum höfðu haft skipstjórn á þeim.Fyrra skipið var smíðað hjá Kremer Sohn í Elmshorn í Þýskalandi fyrir Hafskip  1959 sem Laxá.(heimahöfn Vestmannaeyjar) Skipið mældist 352,0 ts 715,0 dwt. Loa:59,40,m brd: 9,0 m Fraktskip h/f (Þórir Kristjóns, Tryggi Blöndal. Karl Jónsson) í Reykjavík kaupa skipið 1974 og skíra Vega. Þeir selja skipið 1977 úr landi og fær það nafnið Hermes. 1977 nafni Thyrella 1987 Tara 1990 Adnan Yunculer 1999 Ahsen nafn sem skipið siglir undir í dag 51 ári seinna og veifar nú fána Tyrklands


@hafliði óskarsson


@hafliði óskarsson
Næsta skip hét einnig Laxá. Það var byggt hjá Jadewerft Wilhemshaven í Þýskalandi 1967 sem Rolandseck fyrir þýska aðila. Það mældst 1000.0 ts 2030 dwt.Loa: 79,50 m brd 13.1 m Skipið er selt 1973 og fær  nafnið Simone Það kemst í eigu Hafskips 1975 og fær nafnið Laxá (heimahöfn Húsavík) Hafskip selja skipið úr landi 1985 og fær nafnið Katy Það skemmist ílla í bruna 1994 og rifið upp frá því í Ravenna
@hafliði óskarsson




@hafliði óskarsson

Velunnari síðunar Hafliði Óskarsson sendi mér þessar frábæru myndir


Lokað fyrir álit

15.02.2010 19:06

Framhalds-Saga

Ég sagði um daginn að saga þessa skips væri mér ekki kunn. En nú er ég komin með hana:Skipið var byggt hjá Schulte & Bruns í Emden Þýskalandi 1966 sem Peter Wessels fyrir þýska aðila. 1975 kaupir Hafskip h/f í Reykjavík skipið og skírir Rangá. Sjóleiðir h/f (Guðmundur Karlsson og Sigurður Markússon og fl) í Reykjavík kaupa skipið 1981 og skírir Saga (II). Skipið lendir í vélabilun í franskri höfn 1988. Skipið er selt uppúr því Fær flagg Madagascar 17 des 1988 og nafnið Anais Sett undir Panamaflagg 1990 og aftur flagg Madagascar 1991. Það er svo tekið af skrá 1993
Hér sem Anais myndin tekin í Brest




@Yvon Perchoc
Hérna sem Saga. Myndin tekin í Ålaborg
                          @oliragg

Lokað fyrir álit

15.02.2010 18:42

Líf í tuskunum


Hér er aldeilis líf í tuskunum

http://www.youtube.com/watch?v=RvOppCMNS84
Lokað fyrir álit

14.02.2010 16:25

Wilson Hawk

Wilson Hawk var að losa ca 1200 ts af salti hér í Eyjum í dag. Skip þetta sem eins og öll Wilson skipin er vel við haldið og snyrtilega að sjá þá það sé orðið (eftir mínum bókum)16 ára gamallt Það var smíðað hjá Pattje Shipyards í Waterhuizen Hollandi sem Hugo Skipið bar fyrst Cypurflagg.Það mældist:  2811.0 ts 4258.0 dwt. Loa: 91.20 m brd: 13.90 m Skipið kemur í drift hjá Wilson Ship Management AS 2006 og fær nafnið Wilson Hawk. Og fór undir flagg Barbados Sem sagt:"frekar lítill snyrtilegur og vel viðhaldinn  coastari"


@oliragg 

Lokað fyrir álit

11.02.2010 19:15

Muna menn eftir þessum ??

Þó þetta sé aðalega ætlað fyrir fragtskip læt ég hér 1 togara fylga með Þessi togari komst í heimsfréttir fyrir tæpum 50 árum vegna atburða hér á landi. Muna menn eftir  skipinu og á hvaða hátt það tengdist Íslandi fyrir utan atburðina ?? Jú þetta var hið sögulega skip Brandur Sem tekið var í Landhelgi 25 apríl 1967.Það var flugvél "Gæslunnar"sem stóð skipið að ólöglegum veiðum 3,5 sml innan við landherlgislínuna á Eldeyjabanka.Varðskipið Þór fylgdi svo skipinu til Reykjavíkur. . Var mál skipstjóra tekið fyrir og var haldið að því lyki fimmtudaginn 27 apríl en þetta dróst og svo vegna helgarleyfa og 1sta mai´átti að halda þeim áfram þriðjudaginn 2 maí.Þetta fór í taugarnar á Bernard Newton skipstjóra skipsins sem var eigandi skipsins á móti Þórarni Olgeirssyni yngri.Newton tældi þá 2 lögregluþjóna sem stóðu vagt með heitu tei inn í kompu á stjórnpalli og læsti þá þar inni og leysti landfestar.Og hreinlega "strauk"út úr höfninni.Þetta skeði 0115 aðfaranótt sunnudagsins 29 apríl.Skipið átti"bókaðan" brottfarartíma hjá Hafnarvagt.Þeir, varðmenn í skýli landhelgisgæsku og götulögreglumenn á vagt sáu er skipið sigldi út úr höfninni en héldu að máli þess væri lokið. Skipið "fannst" svo 11 tímum seinna 44 sml frá Snæfellsnesi Og aftur var það flugvél LHG sem fann skipið Varðskipið Óðinn fylgdi svo skipinu aftur til hafnar í Reykjavík.Newton fékk svo 300.000 kr sekt og 3ja mánaða varðhald skilorðsbundið .Auk upptekningu á veiðarfærum og afla Settar voru tryggingar og skipið sigli frá Reykjavík 5 mai. Þau urðu örlög Newton sem stundum var kallaður "The Beast of Bostons" urðu þau ,að eftir að hafa hætt skipstjórn ári eftir þessa atburði þá myrti sonur hans hann nokkuð mörgum árum seinna. En Newton hafði snúið sér að rekstri næturklúbba eftir að hann hætti á sjónum

     @Steve Farrow

Lokað fyrir álit

11.02.2010 16:49

Goðafoss 1 til 3

Það hefur verið svolítið athyglisverð örlög skipa sem borið hafa nafnið Goðafoss hjá Eimskipafélag Íslands Við skulum líta á það:Goðafoss I var byggður hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1915 fyrir hið unga Eimskipafélags Íslands.Skipið mældist 1300 ts 1374 dwt Loa:69.0 m brd 10.70 m.Skipið tók 56 farþaga. Ekki átti þetta skip langt líf fyrir sér.En það strandaði við Straumnes þ 30-11-1916 Og varð þar til. Mun enn vera hægt að sjá leifar af skipinu rúmum 90 árum síðar


Ég kem seinna með fleiri Goðafossa
Goðafoss II var byggður hjá Svendborg Skipsværft Svendborg Danmörk 1921 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist:1542.0 ts 2000,0 dwt.Loa: 73.22.m brd 10.86. m.Endalok þessa skips urðu en hörmulegri en þess fyrra með þessu nafni En þýskur kafbátur U-300 undir stjórn Fritz Hein sökkti skipinu út af Garðskaga10-11- 1944. 



Fræg er sagan af unga USA Army liðsforinganum sem misti unga íslenska unnustu sína sem gekk með 2 barn þeirra og ungan son í þessum hörmulega atburði. ( er hægt að kalla svona slys?) Eftir að stríði lauk og eftir að hafa gengið í skugga um hver hafði haft stjórn á kafbátnum sem sökkti Goðafossi fann hann út heimilisfang Fritz Hein í Batavíu Hann fór þangað vopnaður skammbyssu til að skjóta hann. En hann hitti fyrir systur Hein sem sagði honum að bróðir hennar  hefði verið drepinn þegar HMS Recuit og HMS Pincher sökktu U-300 V af Cadiz. Hann snéri ser þegandi við og gekk í burtu

 Fritz  Hein

Kafbátur sömugerðar og U-300


Og ofjarlarnir HMS Pincher og HMS Recut



Næsti Goðafoss var byggður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1948 fyrir Eimskipafélag Íslands Skipið mældist 2905.0 ts 2675 dwt.Loa: 94.70.m brd: 14.10.m Skipið var selt grískum aðilum 1968 og skírt Arimathian og 1970 fær það nafnið Krios. Það sekkur 24-01-1971 á 02°17´N og 029°55´W. Skipið var þá á leið frá Montevideo til Pireus með bæði frosið kjöt og lifandi sauðfé


 

Lokað fyrir álit

05.02.2010 21:22

Hverjir eru/voru þetta ??'

Öll þessi skip flögguðu íslenskt Hver voru/eru þau???
Fyrst er skip sem á myndinni heitir heitir Else Danielsen:Skipið jvar smíðað hjá Kerstholt Shipyard í Groningen Hollandi 1961 undir fg nafni Það mældist 811.0 ts 1219 dwt. Loa:64.0 m brd: 10,10 m Skipaleiðir h/f Reykjavík keyptu skipið 1961 og skíra Anna Borg. Skipið er selt 1969 til Hollands og fær nafnið Elisabeth Holwerda.1974 fær skipið nafnið Deepa Surya 1984 Cahaya Harapan. Skipið endaði ævi sína í Indónesíu 1989  
                                                    @Krees Heemsklerk


Næsta skip hét hér Ljósafoss Skipinu hefur verið gerð skil á síðunni áður


@Yvon Perchoc

Næst er skip sem hér bar nafnið Mælifell Saga skipsins hefur verið áður á síðunni

@Yvon Perchoc

Og svo er það skip sem var byggt Schulte & Bruns í Emden Þýskalandi 1966,sem Peter Wessels fyrir þýska aðila. Það mældist 499.0 ts 1198.0 dwt Loa: 76.72. m brd: 11.52.m  Hafskip kaupa skipið 1975 og skíra Rangá (II) Sjóleiðir h/f Reykjavík kaupa skipið 1981 og skíra Saga Endalokin eru nokkuð á huldu En það hafði orðið fyrir alvarlegri vélabilun í höfn í Frakklandi En sá sem á myndina fullyrti að að skipið sem á myndinni heitir Anais eins og sést sé umrædd Saga.Allar upplýsingar eru vel þegnar.


@Yvon Perchoc

Næst er það Afríka sem hér hét Eldvík Frá skipinu hefur verið sagt fyrr á síðunni


@Yvon Perchoc

Næst er skip sem var byggt sem var byggt hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavn Danmörku Fyrir Merc Scandia (Per Hendriksen) 1974 og fékk það nafnið Mercandian Exporter.Það mældist 1599.0 ts 2999.0 dwt. Loa: 78,50 m brd: 13.10 m Skipadeild SÍS kaupir skipið 1979 og skírir Arnarfellþ Skipið er selt úr landi 1988 og fær nafnið Vestvik 1990 Alcoy 1992 Apache 2001 Captain Yousef 2007 Chrystal Wafe. Nafn sem skipið siglir undir í dag og undir flaggi N-Kóreu


@Yvon Perchoc

Næst er skip sem var byggt hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavn Danmörku Fyrir Merc Scandia (Per Hendriksen) 1974 og fékk það nafnið Mercandian Transporter. Eimskipafélagið kaupir skipið 1977 og skírir Fjallfoss. Skipið er selt 1983 og fær nafnið Sandra K og síðan eftirfarandi nöfn:1984 Pico Do Funcho 1989 Shang Thai Honor 1997 Siic Evo 1998 Ocean Executive 2000 Al Katheeris II 2003 Al Noor 2004 Ghazal 2005 Ghazal 1 2006 Fatheh Al Rahman 2009 Tabark sem það siglir undir í dag og undir flaggi Sierre Leone 

@Yvon Perchoc

Næst er skip sem var byggt hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavn Danmörku Fyrir Merc Scandia (Per Hendriksen) 1978 sem Dana Atlas. Eimskip tók skipið á leigu 1980 og kaupir það  1981 og skírir Álafoss. Skipið er selt úr landi 1989 og fær nafnið North Coast  og sama ár Cala Teram 1990 Cala Salada 2000 Lorena B 2006 Kano II nafn sem skipið hefur í dag og undir flaggi Panama




@Yvon Perchoc

Lokað fyrir álit

05.02.2010 16:53

Farnir úr landi en enn að sigla

Fyrst er það skip sem byggt var sem Tasso hjá Jansen M í Leer Þýskalandi 1968 fyrir þýska aðila Það mældist: 1458.0 ts 2879.0 dwt  Loa: 68.0 m brd 11.80 m 1971 fær skipið nafnið Heidi og 1975 kaupir Skipafélagið Víkur skipið og skírir Eldvík (II) Skipið er selt úr landi 1989 og fær nafnið Cidade De Faro 0g 1992 Africa og 1995 Albert J Nafni sem það siglir undir í dag  Myndin tekin í sept 1988 í Lissabon


@Yvon Perchoc

Næsta skip var smíðað sem Ulstraum 1972 Sem fékk nafnið Ljósafoss hér á landiSagan hefur verið sögð hér á síðunni.En skipið siglir í dag undir nafninu Al Yamama og er undir flaggi Sierra Leone

@Yvon Perchoc

Næst er skip sem byggt var sem Nordkynfrost 1972 En hét hér á landi nokkrum nöfnum en síðast Hera Borg Skipið er enn í notkun og heitir í dag Mwana Kukuwa og siglir undir fána Cornoros?


@Yvon Perchoc

Lokað fyrir álit
  • 1
Flettingar í dag: 2058
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 192151
Samtals gestir: 8197
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 14:11:51
clockhere