Færslur: 2012 Júlí
31.07.2012 20:18
Bræður II
Hér að hlaupa af stokkunum
Skipið var byggt hjá
Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1954 sem Fjallfoss Fáninn var íslenskur Það mældist: 1796.0 ts, 2600.0 dwt. Loa: 93.10. m, brd: 13.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1977 CASCIOTIS -1981 PSATHI - 1989 VEFA - 1990 SEA FRIENDS 1994 GOD'S GRACE Nafn sem það ber í dag undir fána Nígeríu En þetta segir um skipið í þeim gögnum sem ég hef undir höndum "No Longer updated by (LRF) IHSF(since 26-08-2011)
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Stólar já eða tæki voru ekki mikið fyrir mönnum í brúnni
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
En vel búið að mönnum annarstaðar
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Bobby Ships Nostalgia
Hér á meðal stóru skipana í London á sínum tíma
© Fairfield Ships Nostalgia
31.07.2012 18:17
Bræður I
Hér eru þeir bræður. Tungufoss í forgrunni
Tungufoss I og Fjallfoss II Og voru fyrstu afturbyggðu skipin sem Eimskipafélag Íslands létu byggja. Þó skipin líktust Tröllafossi ekki mikið sagði einn af skipstjórum félagsins mér að reynslan af honum hefði verið í bakhöndinni vi smíði þessara Tökum fyrir fyrra skipið Tungufoss
Hér að hlaupa af stokkunum
Skipið var byggt hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1953 sem Tungufoss Fáninn var Íslenskur Það mældist: 1176.0 ts, 1700.0 dwt. Loa: 79.90. m, brd: 11.60. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum en 1974 fékk það nafnið AL MEDINA Þ. 03-06-1976 sökk það á .20°.35´0 N og 072°.45´0 A. Á leið frá Djibouti til Mumbay í ballast Þá undir fána Kýpur
Hér í reynsluferðinni ???
© Handels- og Søfartsmuseets.dk

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þær voru smekklegar íbúðirnar í Tungufoss

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
30.07.2012 18:57
Hermóður II
Febrúarmánuður 1959 mun lengi verða minnst, sem eins hörmulegasta slysamánaðar i sögu Íslands. í 34 ár ( Halaveðrið 1925 ) hafði grimmd Ægis ekki bitnað jafn sárlega á þjóðinni og þarna 1959.
Úr safni Sjómannadagsráðs © ókunnur
Og viðlíka grimmd hefur hann ekki sýnt síðan. Þjóðin var lengi i sorg og samúð allra beinist til hinna mórgu, sem svo skyndilega höfu verið sviptir ástvinum sínum þennan hræðilega febrúar mánuð. Þar sem 42 sjómenn týndu lífi. Af tveimur skipum. Annað skipið togarinn Júlí fórst víð Nýfundnaland með honum 30 menn. Hitt, vitaskipið Hermóður fórst má segja við bæjardyrnar 10 dögum seinna. Með skipinu fórust 12 menn. Þarna urðu yfir 50 börn föðurlaus.
Skannað úr bók © ókunnur
Þegar þarna var komið sögu var ég búinn að vera sjómaður í tæp sex ár. Og ég þekkti margar af mönnunum sem fórust. Aðallega af Júlí .Ég var hér í Vestmannaeyjum þegar þessi ósköp gengu yfir. Ég var málkunnugur kokknum á Hermóði (sem að vísu var þarna í afleysingum) og hafði verið að spjalla við hann nokkru áður en hann fór í sína hinstu för. Einmitt um sameiginlega kunninga á Júlí. Og maður átti eiginlega bágt með að trúa fyrstu fréttum sem bárust af Hermóðsslysinu. En hin bitri sannlekur kom svo brátt í ljós.
Skannað úr bók © ókunnur
Hermóður var byggður hjá Finnboda Varf í Stockholm Svíþjóð fyrir Ríkissjóð Íslands Það mældist: 209.0 ts, Loa: 34.0. m, brd: 7.03. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni En það fórst við Stafnes ??? 18 febrúar 1959
29.07.2012 14:51
Akraborg
Hér í reynsluför
Efri salurinn Reyksalur
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Neðri salur No smoking
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var byggt hjá Christensen's, H.C.í Marstal Danmörk 1956 sem Akraborg Fáninn var íslenskur Það mældist: 358.0 ts, ???.0 dwt. Loa: 45.00. m, brd: 8.40. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1980 CAPTAIN ZEEV HAYAN - 1991 POLARIS - 1991 AIR Nafn sem það bar síðast undir fána Ísrael. Því hlekktist á fyrir utan Haifa 31-01.1992 og var rifið 1993
© Torfi Haraldsson
Hver réði teikningum og öllum útbúnaði veit ég ekki. En við komuna 1956 var það minnstakosti 20 árum eftir tímanum að mínu áliti.. Trélúgur og segl yfir þeim látum það nú vera. En einfalda bómur með tógertum var nú ekki alveg eftir nýustu tísku þess tíma. Afturlest sem tók að mig minnir 16 ts vitagagnlaus nema sem afturpikkur. Og gangar sitthvoru megin við yfirbyggingu ofandekks sem sinnu engum tilgangi öðrum en að þar sullaðist bara sjór inni í veltingi.Hásetar matsveinn og aðstoðarmaður í vél bjuggu framm í og mötuðust þar. Í brælum þurfti að sæta lagi að komast klakklaust með soðninguna klakklaust fram í.
Hér á sama stað orðin svört
© Ástþór Óskarsson
Það er bersýnilegat að teikningin af Laxfossi hefur verið höfð til hliðsjónar þegar Akraborg var teiknuð. Það er oft með endemum hvernin íslendingar stóðu stundum að t.d útbúnaði m.a í brú og á fleiri stöðum. Ég kom eitt sinn upp í brú á nýju íslensku skipi. Og ég hreinlega spurði "Hvaða helv.... asni stjórnaði þessu " þá meinti ég niðurröðunina á stjórntækjunum. Ég vissi ekki að sá hinn sami stóð við hliðina á mér.
Hér orðin "supplyship"
© Photoship
Maður sem ég átti svo eftir að sigla mikið með. Það virðist alltaf vera síður ef þannig er staðið er að málum að mennirnir sem eiga að vera við stjórntækin sem sett eru í nýju skipin eru elstu starfandi skipstjórarnir sem jafnvel eru að hætta. Hafa ekkert fylgst með og eru bara ánægðir með ef þetta er eins og þeir hafa unnið með sl 20-30 ár
Hér sem CAPTAIN ZEEV HAYAN á Rhódos, 13 Október 1984
© Tony Garner
27.07.2012 17:37
Reykjavíkurhöfn í gamla daga
Úr safni Sjómannadagsráðs
Svarta skipið við Sprengisandinn hét Lingstroom og var sennilega leiguskip hjá SÍS.Utan á honum er varðskipið Ægir. Utan á honum tollbáturinn Örn og hafnsögubáturinn Nóri?? Við Ægisgarð má þekkja Vatnajökul, vitaskipið Hermóð dráttarbáturinn Magna dýptkunarskipið Grettir
Ég er mikið búinn að spekulera í skipinu að norðanverðu við Sprengisandinn fyrir framan Herðubreið sem ég tel að sé svarta skipið þar.fyrir aftan.Radarinn minnir á Sæbjörg en mér þykir brúin afsanna það Svo er Laxfoss í forgrunni. Þarna sjá menn að ekki var nú mikið hugmyndaflug til staðar þegar Akraborg var teiknuð Bara gamli Laxfoss (byggður 1935 lengdur 1945) straumlínulagaður. Og skipið Lingstroom er búið að vera mér erfitt. Hvergi stafur um það í þeim gögnum sem ég hef aðgang að
25.07.2012 21:26
MSC Flaminia frh
Og menn þar eru tilbúnir blossi eldurinn upp aftur Mikil þoka hefur tafið björgunar aðgerðir í bili. En strax og henni léttir munu menn fara um borð í hið laskaða skip. Slökkva alla smáelda sem kunna að finnast og kanna skemmdir nánar.Gert var ráð fyrir að fleiri björgunarmönnum takist að komast um borð í dag. Og þá átti að athuga með að sigla skipinu undir eigin vélarafli til en óákveðinnar hafnar í Evrópu. Í dag 25 var "hjörðin" 260 sml vestur af Brest í Frakklandi. Hér fyrir neðan eru myndir frá eldsvoða í Hanjin Pennsylvania 2002. Þær sýna hina ömurlega eyðileggingu sem eldur hefur í för með sér
© Maritime Bulletin

© Maritime Bulletin


© Maritime Bulletin
Hér er Hanjin Pennsylvania á sínum sokkabandsárum
© Maritime Bulletin
24.07.2012 21:42
MSC Flaminia VIII
Þessi er að draga
Frekar gengur ferðin hægt eða um 5 sjm á klst. 10° halli er komin á skipið.
Þennan
© Maritime Bulletin
Hér fyrir neðan er bréf sem barst einu blaði sem hefur fjallað um málið og sem t.d gagnrýnt hefur framgönu rekstraraðilan harðlega. Ég læt bréfið fara óþýtt svo allt sé nú rétt: " My family's household goods are on this vessel. Despite my giving NSB the container number, they still cannot tell me if it was in holds 4,5,or 6. Is there a diagram or blueprint of this vessel? I am sure anyone with goods on board are very frustrated with the lack of information"
Meðan þessir skiftast á að reyna að slökkva eldinn
© Derek Sands
© Marcel & Ruud Coster
Svo mörg voru þau orð. Og eitt er víst þessi bruni á eftir að draga, kannske margra ára dilka á eftir sér. Ef maður leyfir sér að vera vel háfleygur
Hér er svo öll hersingin
© Maretime Bulletin
23.07.2012 22:00
Oceanic
Skipið er byggt hjá Shipyard Hartman Marine Shipbuilding BV í Urk Hollandi 2012 sem Oceanic. Það mældist 2979 ts 3500 dwt Loa:92,90 m. brd:15,0 m. Skipið mun vera hannað til flutninga á vindmyllum og efni í þær
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
Á myndinni hér fyrir ofan finnst mér eiginlega vera vafi á hvort hann er að koma eða fara!!!!!
© Marcel & Ruud Coster
Hér eru tölvumyndir sem ég fann á netinu. Á þeim sést fyrirhuguð notkun skipsins
23.07.2012 11:47
MSC Flaminia VII
Nú rekstraraðilinn hefur gert "Lloyd's Open Form salvage contrac" signed with Smit og er því inni í myndinni að reyna að koma skipinu fyrr til hafnar undir eigin vélarafli. Menn eru eiginlega vissir um að röng lestun á "dangerous goods" hafi valdið eldsvoðanum. Einnig eru margir farmeigendur sem eiga gáma í skipinu farnir að óróast því rekstraraðili skipsins vill eða getur ekki gefið þeim upp staðsetningar á gámum þeirra í skipinu.

Í fyrstu getgátum sem fram komu frá björgunaraðilum var talað um 700 - 1000 gáma sem "total lost" Nú tala þeir um 100 - 1500 "badly burnt". En eitt er víst að eftir þennan eldsvoða já og fleiri í gámaflutningaskipum undanfarin ár verða reglur um lestun og losun á "dangerous goods" hertar að mun. En það er eins og það er menn reyna alltaf að fara kring um lög og reglur til að spara peninga
22.07.2012 13:32
Vistir og vændi.
i Port Harcourt, Nígeríu..
Port Harcourt
Að minstakosti þrjátíu manns munu hafa verið um borð. Sumir fleygðu sér í sjóinn réttara sagt vatnið þar sem borgin stendur við fljót ( Bonny River minnir mig). Aðeins þrír af þeim snáðu landi. Skipið mun hafa verið einskonar þjónustuskip fyrir borpallana og mennina á þeim. Eitthvað hefur þessi þjónusta verið fjölbreitt því í brunanum fórust tólv ætlaðar vændiskonur.Eiganda skipsins er nú leitað af lögreglinni
© Maritime Bulletin
20.07.2012 14:52
MSC Flaminia.VI
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
CARLO MAGNO
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var byggt hjá Rosetti SY í Ravenna,Ítalíu 2006 sem CARLO MAGNO Fáninn var ítalskur Það mældist:
1650.0 ts, 1400.0 dwt. Loa: 55.40. m, brd: 15.50. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
19.07.2012 17:39
MSC FLAMINIA V
´ © Maritime Bulletin
´ © Maritime Bulletin
Önnur sprenging varð í skipinu þ18 þegar slökkvistarf var að hefjast. En mér skilst að eldurirnn hafi brotist út eftir sprengingu þann 14. Þannig að þetta virðist vera stórhættulegt slökkvistarf Einnig virðist eldurinn vera farinn að breiðast meir aftureftir skipinu. Á fyrstu myndum af brunanum má sjá t.d. alla stafina MSC á síðunni en nú eru þeir farnir að hverfa í reyk. En nú mun þriðji dráttarbáturinn vera væntanlegur á staðinn á hádegi á morgun laugardag. Eftir því sem mér skilst er skrokkurinn sjálfur ekki að sjá skemmdur utanfrá að sjá en vegna bruna á efnum inni í skipinu og sjódælingum er komin 8-10 °halli á skipið. Björgunarmenn láta hafa eftir sér að það gæti tekið vikur að slökkva eldinn í skipinu svo unt væri að draga það til Evrópu til viðgerðar
18.07.2012 20:58
Sagafjord
Sagafjord
Skipið var byggt hjá
Mediterranee í
La Seyne Frakklandi 1965 sem SAGAFJORD Fáninn var norskur Það mældist: 24002.0 ts, 6253.0 dwt. Loa: 188.90. m, brd: 24.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1996 GRIPSHOLM - 1997 SAGA ROSE Nafn sem það bar síðast undir fána Bahamas. En skipið var rifið í Jiangyin í Kína í maí 2010
© Chris Howell
Bæði Sagafjord og Vistafjord virðast hafa verið seld Cunard Line á Englandi 1983
© Chris Howell
© Chris Howell
© Chris Howell
© Chris Howell
18.07.2012 19:10
Oceanic
© Marcel & Ruud Coste
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
18.07.2012 14:44
MSC Flaminia IV
© Martime Bulletin
Ég verð nú að segja að eftir myndum að dæma er það svolítið einkennilegt að æðstu yfirmenn skipsins skuli vera komnir í land á Englandi.Og maður spyr sig líka gerði áhöfnin áhöfnin enga tilraun til að berjast við eldinn sem logaði í framskipinu. Eitthvað eru fréttir af þessu óljósar. Ég hef ekki geta fundið út hvort dallurinn var bara skilin eftir einn brennandi eftir að skipverjum var bjargað. Og þau tvö skip sem stóðu að björguninni yfirgáfu staðinn. En þetta hlýtur "P and I" klúbburinn að rannsaka
Hanjin Ottawa
© Hannes van Rijn
Skipið var byggt hjá Hanjin HI & Construction Co í Pusan Kóreu 2000 sem CONTI MELBOURNE Fáninn var Líbería Það mældist: 66278.0 ts, 68834.0 dwt. Loa: 278.10. m, brd: 40.30. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum en 2000 fékk það nafnið HANJIN OTTAWA Nafn sem það ber í dag undir þýskum fána
Hanjin Ottawa© Hannes van Rijn
Annar vélstjóri af HANJIN OTTAWA mun hafa farið strax um borð í havaríistan eftir að FAIRMOUNT EXPEDITION kom að skipunum kl 1100 LMT í gærmorgun. En hans skip hafði komið á staðinn fyrr um morguninn. Hann mun virka sem tæknilegur ráðunautur þegar alvöru slökkvistörf hefjast. ( við komu Anglian Sovereign ???) En Hanjin Ottawa mun svo halda áfram ferð sinni sem er áleiðis í Suez